Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 32
HESTAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á einu allra ljótasta torgi borgarinnar – sem er annars stráð ótal fallegum torg- um, gömlum og nýj- um – býr einn af útilegumönnum hennar. Torgið er eiginlega ekk- ert torg þótt það beri nafn sem gefi það til kynna, nema í þeim skilningi að þar fer mikið af fólki, aðallega í bílum en þó einnig gangandi og þá flest upp og niður úr jörðinni þar sem lestarstöðin liggur undir. Stór síðmódernísk blokk með dimmum litlum glugg- um stendur út í torgið, svarbrún á lit eftir að hafa drukkið í sig út- blástur ökutækjanna dag og nótt í áratugi. Umhverfis eru hús sem festast ekki í minni enda gæti þetta torg ver- ið í nánast hvaða borg Evrópu sem er. Úti- legumaðurinn er eins og sjóbarinn klettur í framan: hörundið er dökkt með svörtum flekkjum, eins og sót- ararnir í barnabókunum forðum, húðin er strekkt og skorin og hár- ið svarbrúnt líkt og veggir blokk- arinnar, þykkt og klessist niður vangana. Hann hefur komið sér fyrir á einum bekkjanna sem rað- að er kringum hellulagðan reit. Hann hefur greinilega verið þarna lengi því karlarnir úr hverfinu stoppa hjá honum og spjalla, sjálf- sagt ekki síst um réttlæti en einn daginn efnir hann til mótmæla á reitnum þar sem hann hengir upp hvítan borða með skilaboðum til stjórnvalda um að trygg- ingakerfið sé eins og hvert annað gatasigti. Með honum eru tveir hundar, horaðir eins og hann sjálf- ur en vinalegir. Þeir sofa undir bekknum. Hann hefur slitið teppi ofan á sér. Undir sér og hund- unum hefur hann leifar af pappa- kössum. Á daginn þegar hann hef- ur stillt pappanum upp á rönd við hliðina á bekknum má glögglega sjá að þetta hafa verið pappakass- ar utan um Nike-skó og þegar að er gáð kemur í ljós að hann klæð- ist einmitt þessu sama vörumerki á fótunum. Útilegumaðurinn veit sennilega ekki að Nike-framleiðendur vörðu meira en 500 milljónum banda- ríkjadollara í auglýsingar árið 1998 og hafa sennilega hækkað þá upphæð síðan en það má líka gera ráð fyrir því að hann hafi fengið skóna fyrir lítið og kannski rétt- lætið hafi leitað hann uppi í þetta sinn og fengið honum þá í eins konar laun fyrir auglýsinguna. Útilegumaðurinn veit sennilega ekki heldur að Nike-framleið- endur eru í raun ekki framleið- endur vöru sinnar lengur heldur framleiða þeir ímynd hennar. Í áhugaverðri bók Naomi Klein, No Logo (2000), er þessi þróun frá vöru til vörumerkis rakin. Klein telur að stjarnfræðilegan vöxt og áhrif fjölþjóðlegra fyrirtækja á borð við Nike, Microsoft, Tommy Hilfiger og fleiri síðustu fimmtán ár megi rekja til hugmyndar sem stjórnunarfræðingar þróuðu um miðjan níunda áratuginn: „að framsækin fyrirtæki verði fyrst og fremst að búa til vörumerki, ekki vörur.“ Fram á níunda ára- tuginn höfðu fyrirtæki umfram allt einbeitt sér að því að framleiða vörur og þau reyndu að framleiða eins góðar vörur og mögulegt var. Þessu boðorði fylgdi Nike lengi vel en lýsti því síðan yfir á níunda áratugnum ásamt fleiri fyr- irtækjum að vöruframleiðsla væri aðeins óhjákvæmilegur hluti starfseminnar sem væri meira og minna kominn í hendur und- irverktaka sem margir væru í öðr- um heimshlutum, þökk væri auknu frelsi í alþjóðaviðskiptum og „lagfæringum“ á vinnulöggjöf. Það sem fyrirtækið framleiddi nú væri fyrst og fremst ímyndir af vörumerkjum fyrirtækisins. Klein segir að með þessari aðferðafræði hefðu fyrirtæki stefnt hraðbyri í átt að þyngdarleysi: „hvert það fyrirtæki sem á minnst, hefur fæsta starfsmenn á launaskrá og framleiðir áhrifamestu ímynd- irnar kemst fyrst í höfn.“ Fyr- irtækin eru á góðri leið með að verða að vörumerkinu einu og ímyndunum sem á bak við það stendur. Oft hefur verið bent á þau áhrif sem vörumerkja- og ímyndavæð- ing (viðskipta)heimsins hefur á neytendur og neyslu þeirra. Hug- myndin um nytsemi á til að mynda undir högg að sækja enda miðar ímyndaframleiðslan frekar að því að skapa þarfir en að svara þeim. Skór hafa vissulega notagildi en hinar margvíslegu hönnunarlegu útfærslur sem nú standa til boða hafa ekki notagildi sem slíkar. Þær eru meira til þess gerðar að ýta á eftir neytandanum að kaupa sér nýja skó í staðinn fyrir þá sem hann á nú þegar og eru að öllum líkindum enn í góðu lagi en líta frekar púkalega út, sennilega í vit- lausum lit, ekki með nýjustu rönd- inni yfir ristina og kannski með reimum en ekki (frönskum) renni- lás. En auðvitað er þetta ekki svona einfalt: á bak við innkaupin býr innprentun, þaulskipulagður áróður, sem virðist læða sér inn hvar sem er meðal annars í náms- efni og skólabyggingar, um það hvernig maður á að líta út, hugsa, vera. En neytendur eru ekki einu fórnarlömb vörumerkjavæðing- arinnar þótt margir kunni að sakna einstaklingsbundinna sér- kenna í mannlífinu. Í bók sinni segir Klein frá hrikalegum að- stæðum og kjörum þeirra sem starfa við að framleiða vörurnar sem hinn vestræni heimur notar til að fylla upp í ímyndirnar. Margir vilja halda því fram að þetta fólk sé ekki fórnarlömb hnattvæðingarinnar heldur njóti það góðs af henni með aukinni at- vinnu. Aðrir sjá hins vegar grund- vallarskekkju í slíkum hugs- unarhætti og vitna í augljósa misskiptingu á auði, þekkingu og tækni í heimi sem hnattvæðing- arsinnar segja bjóða upp á jöfn tækifæri fyrir alla. Heimsþorpið er vænlegur stað- ur fyrir marga en útilegumenn- irnir eru líka margir og mótmæli þeirra heyrast álíka vel í fjölmiðla- fárinu og torgbúans sem hengdi upp hvítan borða á reitnum sínum í von um að einhver myndi gefa sér tíma til að stoppa. Vöru- merkja- væðing „Að framsækin fyrirtæki verði fyrst og fremst að búa til vörumerki, ekki vörur.“ VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Stóðhestar með afkvæmum, heiðursverðlaun Þorri frá Þúfu, f.: Orri frá Þúfu, m.: Hviða frá Þúfu, eig.: Indriði Ólafsson. Dómsorð: Afkvæmi Þorra frá Þúfu eru stór. Þau eru svipmikil og fríð á höfuð, háls- löng og herðagóð. Bakið er vöðvafyllt og þokkalega mjúkt. Afkvæmin eru langvaxin og lofthá og fax og tagl er afar ræktarlegt. Fótagerð er slök og réttleiki er í meðallagi en hófar afbragð. Afkvæmin eru fjölhæf í gangi en stundum skortir á mýkt í hreyf- ingum. Þau eru ágætlega viljug og sam- starfsfús og fara afar vel í reið. Þorri gefur glæsileg og fasmikil hross, hann hlýtur heið- ursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið. 2. Gustur frá Hóli. f.: Gáski, Hofsst., m.: Abba, Gili, eig.: Hrs. Vesturl., Hrs. Eyf. og Þing. og Hrs. Austurl. Dómsorð: Afkvæmi Gusts eru tæplega meðalhross að stærð. Þau eru gróf á höfuð en svipgóð. Hálsinn er stuttur en mjúkur og vel settur. Þau eru hlutfallarétt. Fótagerð er í tæpu meðallagi en réttleiki frábær. Prúð- leiki á fax og tagl er slakur. Afkvæmin eru skrokkmjúk og hreingeng. Töltið er lyfting- argott, brokkið rúmt og skeiðið hreint. Þau eru þjál í lund og ásækin í vilja. Gustur gefur fim og þjál ganghross, hann hlýtur heiðurs- verðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið. 3. Oddur frá Selfossi, f.: Kjarval, Skr., m.: Leira, Þingdal, eig.: Einar Ö. Magnús- son, Hrs. Vesturl. og Hrs. A-Hún. Dómsorð: Afkvæmi Odds eru tæp með- alhross að stærð, þau eru fremur svipgóð, hálsinn er meðalreistur, oftast mjúkur og vel settur. Yfirlína er vel vöðvuð. Afkvæmin eru sívalvaxin og hlutfallarétt. Fætur og réttleiki er í meðallagi en hófar fremur efn- isþykkir. Prúðleiki á fax og tagl er í með- allagi. Afkvæmi Odds eru fjölhæf gang- hross, mjúk, hreingeng og snörp á stökki og skeiði. Þau eru viljug og næm og oftast sam- vinnuþýð. Oddur gefur fjölhæf og mjúk ganghross, hann hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og þriðja sætið. Stóðhestar með afkvæmum, 1. verðlaun 1. Kormákur frá Flugumýri II, f.: Kveik- ur, Miðsitju., m.: Kolskör, Gunnarsholti, eig.: Eyrún A. Sigurðardóttir og Páll B. Pálsson. Dómsorð: Afkvæmi Kormáks eru stór og í meðallagi fríð. Hálsinn er fremur grannur en tæplega nógu reistur. Yfirlína er einstak- lega mjúk og falleg. Þau eru fótahá og bol- urinn léttur og frábærlega sívalur. Fætur eru kjúkulangir og sinaskil lítil en hófar efn- ismiklir og sterkir. Afkvæmin eru rúm og skrefmikil á tölti og brokki en vekurðin mis- mikil. Þau eru ásækin í vilja og traust í lund. Kormákur gefur afkastamikil reiðhross, hann hlýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið. 2. Andvari frá Ey, f.: Orri, Þúfu, m.: Leira, Ey, eig.: Hrs. Suðurl. og Hrs. Eyjaf. og Þing. Dómsorð: Afkvæmi Andvara eru stór. Höfuðið er svipgott, hálsinn er reistur, stundum þykkur, en herðar úrval. Bakið er mjúkt og vöðvað en lendin nokkuð gróf. Þau eru fótahá. Fætur eru liðasverir og sterkir og hófar frábærir. Afkvæmin eru hreyfinga- falleg og flugrúm á tölti og brokki. Þau eru viljug og traust í lund og fara fallega í reið. Andvari gefur traust og aðsópsmikil hross, hann hlýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið. 3. Galsi frá Sauðárkróki, f.: Ófeigur, Flugumýri, m.: Gnótt, Skr., eig.: Andreas Trappe, Baldvin A. Guðlaugsson, Hrs. Surð- url., Skagaf., A-Hún. Dómsorð: Afkvæmi Galsa eru í meðallagi stór, höfuðið er full- langt en skarpt og eyru fínleg. Hálsinn er grannur og klipinn í kverk. Bakið er vöðvað og lendin jöfn en nokkuð grunn. Þau eru létt á bolinn en fremur afturrýr. Fætur eru grannir og sinastæði lítið en hófar þokka- legir. Þau eru óprúð á fax og tagl. Töltið er hreint og rúmt en lyftingarlítið. Brokkið er rúmt og skeiðið frábært. Þau eru viljug og fara vel í reið. Galsi gefur fjölhæf og rúm ganghross, hann hlýtur 1. verðlaun fyrir af- kvæmi og þriðja sætið. 4. Hrynjandi frá Hrepphólum, f.: Stíg- andi, Skr., m.: Von, Hrepphólum, eig.: Hrs. Suðurlands Dómsorð: Afkvæmi Hrynjanda eru ágæt- lega stór. Höfuðið er fínlegt og skarpt. Háls- inn er langur og þunnur og bógar skásettir. Yfirlínan er öflug en bakið full beint. Af- kvæmin eru lofthá og langvaxin en stundum nokkuð miðlöng. Fætur eru þokkalega þurr- ir en sinar grannar og kjúkur fremur langar. Afkvæmin eru skrefmikil og lyfta vel á tölti og brokki en vekurðin er takmörkuð. Viljinn er þjáll. Hrynjandi gefur glæsileg klárhross, hann hlýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi og fjórða sætið. 5. Roði frá Múla, f.: Orri, Þúfu, m.: Litla- Þruma, Múla, eig.: Sæþór Fannberg. Dómsorð: Afkvæmi Roða eru meðalhross að stærð. Höfuðið er langt en nokkuð mynd- arlegt. Hálsinn er háreistur og langur en fremur sver. Bakið er mjúkt og vöðvafyllt en stundum svagt, lendin djúp og öflug. Af- kvæmin eru hlutfallarétt en fremur brjóst- djúp. Fætur eru þokkalegir. Þau eru mjög vel töltgeng, rösk á stökki og viljug en frem- ur einhæf í gangi. Roði gefur háreist og fasmikil tölthross, hann hlýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi og fimmta sætið. Hryssur með afkvæmum, heiðursverðlaun 1. Þrenna frá Hólum, f.: Feykir, Haf- steinsst., m.: Þrá, Hólum, eig.: Hólaskóli. Dómsorð: Afkvæmi Þrennu eru stór. Höfuðið er gróft en frambyggingin er fá- dæma glæsileg. Bakið er mjúkt og vöðva- fyllt, lendin djúp og öflug. Þau eru lofthá, sí- völ og sérlega hlutfallagóð. Fætur eru í meðallagi en hófar frábærir. Prúðleiki á fax og tagl er afar slakur. Afkvæmin eru flest al- hliða, skrefmikil og lyfta vel. Lundin er vak- andi og næm og viljinn léttur. Þrenna gefur stórglæsileg gæðingshross, hún hlýtur heið- ursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið. 2. Kolskör frá Gunnarsholti, f.: Kolfinn- ur, Kjarnh., m: Glóð, Gunnarsh., eig.: Eyrún Ýr Pálsdóttir. Dómsorð: Afkvæmi Kolskarar eru frem- ur stór. Frambyggingin er þokkaleg, háls- inn mjúkur og meðalreistur. Yfirlínan er frábær og bolurinn sívalur og þau eru hlut- fallarétt. Fótagerð er slök en hófar ágætir. Töltið er einstaklega mjúkt og brokkið lyft- ingargott og rúmt. Lundin er traust og já- kvæð. Kolskör gefur geðgóð og rúm gæð- ingshross, hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið. Stóðhestar, sex vetra og eldri 1. Keilir frá Miðsitju, f.: Ófeigur, Flugum., m.: Krafla, Skr., eig.: Gunnar Jóhanns- son, 8,42, 8,77, 8,63 2. Forseti frá Vorsabæ II, f.: Hrafn 802, m.: Litla-Jörp, Vorsabæ II, eig.: Björn Jóns- sætið í flokki sex vetra stóðhesta og eldri og undirstrikaði vel sinn dóm við verðlaunaafhendingu. Kominn með 8,0 fyrir brokk og 9,0 fyrir skeið, hæfileikaeinkunn upp á 8,77 og aðal- einkunn 0,03 hærri en einkunn Þyrn- is frá Þóroddsstöðum sem kom efst- ur inn á mótið en slasaðist á æfingu og féll úr leiknum. En hæst dæmda kynbótahrossið var Þoka frá Hólum sem hlaut 0,01 hærri einkunn en Keilir og er svipaða sögu að segja af henni. Þetta hefur verið langur að- dragandi að þessum árangri hennar enda hryssan orðin níu vetra og verið að malla upp hæfileikastigann hægt og bítandi. Hennar styrkur er sá að vera með háar einkunnir fyrir bæði hæfileika og sköpulag eða 8,64. Fjögra vetra hryssurnar góðar En það voru fjögra vetra hryss- urnar sem slógu hvað mest í gegn með glæsihryssuna Sömbu frá Mið- sitju í broddi fylkingar. Víkingur Gunnarsson kynbótadómari fullyrti í HREINT ótrúlegur hestakostur undir stjórn snjallra reiðmanna er það fyrsta sem kemur í hugann að loknu landsmóti. Ekkert lát virðist á framförum í bæði ræktun og reið- mennsku og mátti sjá þvílíka gæð- inga á ýmsum aldri og flestum litum. Kynbótahrossin stóðu upp úr og þar fór fremst í flokki Hekla frá Heiði sem Þórður Þorgeirsson sýndi af mikilli snilli. Hlaut hún tíu fyrir tölt, vilja og geðslag og níu fyrir brokk, stökk, fegurð í reið. Fyrir hæfileika fékk hún 8,78 sem er hæsta hæfi- leikaeinkunn sem skeiðlaust hross hefur hlotið í kynbótadóma. Hekla er undan Elri frá Heiði og Heiðu frá Heiði sem er undan Heiðari frá Með- alfelli sem er aftur undan Ófeigi frá Flugumýri og Vordísi frá Sandhóla- ferju. Keilir frá Miðsitju toppaði á hárréttum tíma og tryggði sér efsta Hekla Katarina Kristinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í barnaflokki á Töru frá Lækjar- botnum. Eyjólfur Ísólfsson og Rás frá Ragnheiðarstöðum í góðri sveiflu til heiðurs hennar hátign Önnu prinsessu. Hestagullið Samba frá Miðsitju fremst í hópi úrvals hryssna á landsmótinu. Knapi er Erlingur Erlingsson. Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði Hestakostur í hæsta gæðaflokki Landsmóti sem lengi verður í minnum haft lauk á Vindheimamelum á sunnudag. Eins og með flest landsmót hvers tíma var þetta það besta sem haldið hefur verið til þessa, á því leikur enginn vafi. Vind- heimamelar laða og seiða og er talið að um 9.000 manns hafi sótt mótið og meðal þeirra var Valdimar Kristinsson sem enn einu sinni stóð agndofa yfir þeim fjölda gæðinga sem fram komu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.