Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKILTI með and-gyðinglegum áróðri sprakk þegar tveir menn reyndu að taka það niður í Tomsk-héraði í Síberíu í gær. Handsprengju hafði verið þann- ig komið fyrir bak við skiltið að hún spryngi þegar skiltið væri tekið niður. Mennirnir tveir eru ekki alvarlega slasaðir og þurftu ekki að fara á sjúkrahús. Slíkum skiltum fer fjölgandi í Rússlandi, en fyrsta atvikið átti sér stað í maí síðastliðnum. Rússneska þingið samþykkti nýlega lagafrumvarp sem felur m.a. í sér aukin völd til handa yfirvöldum til að banna starf- semi öfgahópa eins og snoð- kolla. Eldsvoði á Súmötru AÐ MINNSTA kosti 52 manns létu lífið þegar eldur kviknaði í næturklúbbi á indónesísku eyj- unni Súmötru, að sögn lögreglu í gær. Eldurinn kom upp á sunnudagskvöld og logaði á fjórum hæðum klúbbsins sem er í borginni Palembang. Nokkrir létust við að stökkva út um glugga á efri hæðunum. Tal- ið er að skammhlaup hafi orðið til þess að kveikja eldinn. Eldurinn var slökktur í gær- morgun og telja björgunar- menn að fleiri lík muni finnast við frekari leit í byggingunni. Göngutíðin hafin á N-Írlandi MÓTMÆLENDUR á Norður- Írlandi börðust við óeirðalög- reglu á sunnudag eftir að þeim var bannað að ganga gegnum hverfi kaþólikka í Portadown í árlegri göngu sem farin er til að minnast fornra sigra mótmæl- enda á kaþólikkum. Tuttugu og- fjórir lögreglumenn særðust, sumir alvarlega, í átökum sem hófust eftir að göngumenn brutu niður stálvegg sem lög- regla hafði reist. Þrír voru handteknir og lögregla skaut gúmmíkúlum að hópnum; einn mótmælenda slasaðist alvarlega þegar hann fékk slíka kúlu í handlegginn. Óttast er að átökin séu aðeins forsmekkur að því sem koma skal í vikunni þegar fjöldi gangna er skipulagður af hálfu Óraníureglunnar, helstu hreyf- ingar mótmælenda á svæðinu. Upplausn í Tyrklands- stjórn HUSAMETTIN Ozkan, aðstoð- arforsætisráðherra Tyrklands, Istemihan Talay menningar- málaráðherra og Ali Iliksoy, varaforseti þingsins, sögðu af sér í gær og er ástæðan sögð vera ágreiningur innan ríkis- stjórnarinnar. Mennirnir þrír voru meðlimir í flokki Bulents Ecevits, forsætisráðherra, Lýð- ræðisflokknum, en þeir sögðu sig einnig úr flokknum í gær. Er þetta talið vera mikið áfall fyrir Ecevit en fyrr um daginn krafð- ist einn ríkisstjórnarflokkurinn þess að boðað yrði til þingkosn- inga fyrr en áformað hefur ver- ið. STUTT Gyðinga- hatur í Rússlandi MAIK Darah getur setið á veitinga- húsi í París án þess að nokkur beri kennsl á hana, en þegar hún hlær snýr fólk sér við og starir á hana. Var þetta ekki Whoopi Goldberg? Jú, þetta var hún. Að minnsta kosti röddin hennar. Darah hefur fullkomnað sig í þeirri list að tal- setja kvikmyndir. Hún og um 600 aðrir leikarar lifa á því að leggja bandarískum kvikmyndagoðum orð í munn á lýtalausri frönsku. Nokkr- ar raddanna eru jafnfrægar í Frakklandi og stjörnurnar sjálfar, en nöfn og andlit talsetjaranna eru yfirleitt lítt þekkt. Darah var nýlega í talsetning- arveri nálægt París með Emmanuel Curtil, rödd Jims Carreys í frönsk- um kvikmyndahúsum. Þegar hljóð- nemarnir voru settir í samband og myndir tóku að birtast á sjónvarps- skjánum urðu þau að Matthew Perry og Courteney Cox í „Vinum“, sjónvarpsþáttum sem þau hafa tal- sett frá byrjun. „Þegar maður hefur talsett ein- hvern eins og Matthew Perry um hríð getur maður stundum séð at- riðin fyrir,“ segir Curtil, sem er þrí- tugur. „Sambandið við persónuna verður nokkuð innilegt. Ég vildi bara að við fengjum að talsetja fyrstu þættina aftur. Við erum svo miklu betri núna.“ Blómstrandi atvinnugrein Talsetning mynda frá Hollywood er orðin að sérstakri atvinnugrein í mörgum löndum. Í Frakklandi, þar sem tiltölulega fáir skilja ensku að ráði, eru um 90% erlendra kvik- mynda og sjónvarpsþátta talsett og stofnuð hafa verið um 40 talsetn- ingarver. Þessi atvinnugrein hefur blómstrað þar sem erlendar kvik- myndir og sjónvarpsþættir flæða inn í landið þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að vernda franska kvikmyndagerð. Oft er skammur tími til stefnu og stundum þurfa leikararnir að tal- setja þrjá hálftíma þætti í sápu- óperu á átta klukkustundum. Tal- setning kvikmynda tekur lengri tíma. „Það tók næstum hálfan mánuð að talsetja „Erin Brockovich“,“ sagði Celine Monsarrat skrækum rómi sem líkist ekkert rödd Juliu Roberts, þekktustu leikkonunnar sem hún hefur léð franskt málfæri. „Hálfur mánuður er langur tími, en þetta er ein af bestu minningum mínum í upptökuveri. Hópurinn var stórkostlegur.“ „Ósvikið leikarastarf“ Monsarrat er 48 ára glæsikona, hefur leikið í leikritum og lítt þekktum frönskum kvikmyndum. Hún hefur starfað við talsetningu í 20 ár og segist enn hafa ánægju af því að ljá ólíkum persónum rödd sína. „Talsetning er ósvikið leik- arastarf,“ sagði Monsarrat. „Eftir ákveðnar tarnir í talsetning- arverinu hef ég gengið í gegnum jafnmargar tilfinningar og á svið- inu. Þetta ræðst að miklu leyti af samstarfinu við hina leikarana í upptökuverinu. Einu sinni, eftir frábæra törn, var ég meira að segja beðin um að leika í leikriti.“ Curtil kvaðst njóta þess mest að leika ólík hlutverk. Auk Carreys og Perrys hefur hann verið Ice Cube, Johnny Depp, Mike Myers, Keanu Reeves og fjölmargar teiknimynda- persónur. „Þetta gerir mér kleift að leika stórkostleg hlutverk sem mér myndu aldrei bjóðast í kvikmynd hér í Frakklandi.“ Curtil kvaðst bera mikla virðingu fyrir Carrey. „Hann er sannur lista- maður og snillingur, en ég segi það ekki vegna þess að ég talset hann. Ég talset líka slæma leikara og hrósa þeim ekki.“ Darah finnst hún vera í „mjög nánu sambandi“ við Whoopi Gold- berg þótt þær hafi aldrei hist. Dar- ah er kynblendingur, með djúpa rödd eins og Goldberg, og á sér þann draum að hitta leikkonuna. Monsarrat segist ekki hafa mik- inn hug á að hitta Juliu Roberts. „Mér líkar það vel að talsetja hana vegna þess að hún er hæfileikarík, en ég er ekki aðdáandi hennar.“ Því fer fjarri að talsetjararnir séu eins ríkir og bandarísku kvik- myndagoðin. Þeir fá yfirleitt fimm evrur, rúmar 400 krónur, fyrir lín- una, hvort sem þeir eru að talsetja Will Smith eða Bangsapabba. „Ég myndi ekki geta dregið fram lífið á því að talsetja aðeins Juliu Roberts,“ sagði Monsarrat. „Ég er viss um að ég fæ ekki meira en 0,000001% af því sem hún þénar.“ Huldufólkið sem ljær stjörnunum rödd París. The Washington Post. Frönsku leikararnir Maik Darah (t.v.) og Emmanuel Curtil ljá Whoopi Goldberg og Jim Carrey raddir á frönsku. ’ Ég er viss um aðég fæ 0,000001% af því sem Julia Ro- berts þénar ‘ VÍSINDAMENN á 14. alþjóðaráð- stefnunni um alnæmi, sem nú er haf- in í Barcelona á Spáni, segja að verið sé að gera tilraunir með nýtt lyf gegn HIV-veirusýkingu og lofi niðurstöð- ur mjög góðu. Lyfið nefnist T-20, efnasambandið sem vinnur gegn sjúkdómnum heitir enfuvirtide og hindrar það HIV-veiruna í að brjót- ast gegnum frumuvegginn inn í heil- brigða frumu. Lyf sem fram til þessa hafa verið notuð koma á hinn bóginn í veg fyrir myndun enzíma sem gera veirunni kleift að fjölga sér og er nýja lyfið því af allt annarri gerð. Lyfjafyrirtækið Trimeris hannaði lyfið og mun Hoffmann-La Roche lyfjarisinn í Sviss sjá um markaðs- setningu þegar að því kemur en fyr- irtækin vonast til að fá lyfið sam- þykkt hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu fyrir árslok. Gerðar voru tilraunir með nýja lyfið á meira en 1.000 sjúklingum um allan heim sem áttu erfitt með að nota eldri lyf. T-20 minnkaði magn veirunnar um nærri þrjá fjórðu og tvöfaldaði fjölda sjúklinga sem mældust lausir við HIV-veiruna. Jay Lalezari, sérfræðingur við Quest-til- raunastofuna í San Francisco, sagði að niðurstöðurnar væru einkum at- hyglisverðar vegna þess að umrædd- ir sjúklingar hefðu áður fengið um- fangsmikla meðferð og því ljóst að fátt virkaði vel á þá. Sagðist hann hafa orðið vitni að „stórkostlegum“ bata hjá þeim sem tóku þátt í tilraun- inni. Vísindamenn komust að því fyrir um tveim áratugum að HIV-veiran væri orsök alnæmis en ekki hefur fundist nein aðferð sem ávallt dugar til að lækna sjúkdóminn og heldur engin bóluefni. Sem stendur eru 16 viðurkennd lyf notuð til að vinna gegn HIV-sýkingu en þau eru svo dýr að einvörðungu fólk í auðugum ríkjum hefur efni á þeim og sé hætt að taka lyfin gýs veiran upp á ný. Aukaverkanir eru oft mjög slæmar, virka efnið í lyfjunum getur valdið eitrun og lyfjatakan sjálf er flókin. Einnig veldur það áhyggjum að vís- bendingar eru um að lyfin séu hætt að duga gegn ákveðinni tegund af al- næmisveirunni sem á auðvelt með að stökkbreyta sér. Litlar aukaverkanir Nýja lyfið er eggjahvítusamband og því er ekki hægt að taka það inn í töfluformi heldur verður að sprauta því í sjúklinginn tvisvar á dag. Kost- urinn við eggjahvítuefnið er hins vegar að það hefur ekki áhrif á efna- skipti í frumunni og engin víxlverkun á sér stað við önnur lyf gegn alnæmi, að sögn Dani Bolognesi, fram- kvæmdastjóra Trimeris, og því lítið um aukaverkanir. Aðeins 3% sjúk- linganna ákváðu að hætta að nota lyfið vegna aukaverkana í tengslum við sprautugjöfina. Eitt getur torveldað mjög notkun á lyfinu í Afríku sunnan Sahara, þar sem alnæmi er mikill vágestur. Geyma þarf lyfið í kæli og ljóst að skortur er á slíkum tækjum í fátæk- ustu löndum heims sem mörg eru í Afríku. Alls er talið að um 40 millj- ónir manna í heiminum séu smitaðar af HIV og þar af séu um 70% í Afr- íku. Bóluefni í augsýn? Bandaríska lyfjafyrirtækið Vax- Gen segir að bóluefni gegn alnæmi geti orðið tilbúið á næsta ári, að sögn fréttavefjar BBC. Verið er að gera tilraunir með allmörg bóluefni en flest þeirra eru enn á frumstigi, Vax- Gen hefur hins vegar þegar gert til- raunir á fólki. Skilyrði þess að Vax- Gen fái lyfjaeftirlitið til að heimila notkun efnisins er að það virki á a.m.k. þriðjung sjúklinga. Heimild- armenn í samtökum sem vinna að rannsóknum á bóluefni segja að nauðsynlegt sé að undirbúa strax dreifingu efnisins í löndum þar sem þörfin er mest. Nýtt lyf gegn alnæmi vekur vonir Lyfjafyrirtæki búast við að nýja lyfið T-20 hljóti náð fyrir augum lyfjaeft- irlits Bandaríkjanna fyrir árslok Barcelona. AP, AFP, The Los Angeles Times. Reuters Brasilíski fatahönnuðurinn Adriana Bertini klæðir myndastyttu í Barcelona í kjól úr smokkum í gær. Meðal þess sem veldur hárri tíðni al- næmis í Afríku er að fáir nota smokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.