Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 27 ÞRIÐJA þjóðlagahátíðin á Siglu- firði hófst á mánudag í fyrri viku og stóð fram á sunnudag. Líkt og fyrri skiptin voru haldnir fyrirlestrar fyr- ir hádegi, námskeið síðdegis (að þessu sinni alls 13 um hin fjölbreytt- ustu viðfangsefni) og tónleikar á kvöldin. Áður en undirritaðan bar að garði höfðu Kammerkór Kópavogs og fjórir hljóðfæraleikarar flutt íslenzk og portúgölsk þjóðlög í útsetningum eftir Þorkel Atlason og Nuno Corte- Real undir stjórn Paulo Laurenço í Siglufjarðarkirkju mánudagskvöldið 1. júlí. Að morgni þriðjudags hélt Antti Koiranen erindi um finnska þjóðlagaspilamennsku og þjóð- dansa. Í síldarbræðslusafninu Gránu um kvöldið sagði ástralski frumbygginn Francis Firebrace átt- hagasögur og ungur Breti, Buzby Birchall, lék á ástralska trélúðurinn diddsérídú. Sá Francis og um kynn- ingu á frumbyggjamenningu og Buzby um tilsögn í diddsérídúleik á námskeiðum. Seinna um kvöldið lék nýlegt þjóðlagadúó frá Danmörku, Maren Hallberg Larsen á harmón- ikku og Anja Præst Mikkelsen á bassaklarínett. Miðvikudagsmorg- uninn hélt brezki gítarleikarinn og söngvarinn Chris Foster fyrirlestur um enska þjóðlagatónlist og Fire- brace um ástralska frumbyggja- menningu. Um kvöldið léku og sungu Bára Grímsdóttir og Chris Foster ensk og íslenzk þjóðlög í kirkjunni, og síðar var djasskvöld á sama stað með tríóinu Flís. Fimmtudagsmorguninn hlýddi undirritaður á fróðlegt eindi Nínu Bjarkar Elíasson um raddbeitingu almennt og kvæðamanna sérstak- lega, og leiddi það hugann enn og aftur að misskýrri fagorðanotkun í hérlendri söngkennslu. Miðað við hvað söngkennarar nefna sjaldan sömu fyrirbrigði sömu nöfnum mætti stundum halda að líffræðileg þekking á „hljóðfæri“ söngvarans risti furðugrunnt. Þar á eftir flutti Minna Raskinen, kantelekennari við Sibeliusarakademíuna í Helskinki, erindi um finnsk þjóðlög og epíska kvæðabálkinn Kalevala. Kom þar m.a. á óvart hvað finnsk alþýða hef- ur þróað mörg ólík hrynmynztur í „runo“-söng sínum úr einum og sama fjögurra kveða bragarhættin- um. Minnti sá – með 3 ljóðstöfum í hverju vísuorði – óneitanlega á forn- yrðislag vesturnorrænna eddu- kvæða, þrátt fyrir að réttir tvíliðir (trókeur) séu einu samkenni beggja tungna, enda finnskan ekki indóevr- ópskt mál. Ásamt landa sínum Antti Koiranen og Báru Grímsdóttur stóð Minna Raskinen að auki fyrir for- vitnilegu námskeiði um útsetningar og spuna út frá þjóðlögum sem met- ið var til eininga fyrir tónlistarnem- endur við Listaháskóla Íslands. Fengu menn að heyra árangurinn á Uppskeruhátíð þjóðlagahátíðar tveim dögum síðar. Í Siglufjarðarkirkju söng Marta Halldórsdóttir við píanóundirleik Arnar Magnússonar 14 íslenzk þjóð- lög, tæpan helming af lögum þeim er Hildigunnur Rúnarsdóttir útsetti fyrr á árinu að vali Unu Margrétar Jónsdóttur með styrk úr Tónskálda- sjóði Ríkisútvarpsins. Lögin voru flest meðal minnst kunnu þjóðlaga en mörg forkunnarfalleg og vel flutt af þeim hjónum. Útsetningarnar voru í bland léttróman- tískt litaðar en látlaus- ar og drógu smekklega fram frumgæði lag- anna með einföldum en markvissum ráðum eins og undir- eða yf- irorgelpunkti og þrá- stefjum. Á seinni tónleikum kvöldsins í Gránu komu fram söngkonan Nína Björk Elíasson, ljóðskáldið Kristín Bjarnadóttir og Minna Raskinen, kanteleleik- ari og söngvari. Dag- skráratriðum var því miður ekki til að dreifa á prenti en voru kynnt munnlega, að vísu mis- skýrt og -ítarlega og stundum ekki. Nína Björk hóf uppákomuna með orða- og undir- leikslausu ókynntu lagi. Nína kvað þá finnskan harmsöng við undirslátt Minnu á kantele, 2000 ára gam- alt þjóðarhljóðfæri landsmanna. Nafn þess, sem víkingar hefðu e.t.v. afbakað í „handþil“ eða kallað „þilhörpu“, er talið runnið af gríska orðinu kanon. Þessi griplaða 5–38 strengja sítra, sem upphaflega var strokin líkt og íslenzka sítran fiðla og notuð til undirleiks við sagnasöngva Kale- valaljóða, birtist þetta kvöld í tveim- ur myndum, lítilli skærrauðri 17 strengja nútíma ferðaútgáfu í eist- neskri hönnun og stórri 36 strengja konsertgerð. Sú seinni virtist nærri því jafnoki sinfónísku fetilhörpunn- ar þar eð allar tóntegundir króma- tíska skalans voru tiltækar enda bú- in sjö „hendlum“ (uppfinningu frá 5. áratug til hækkunar samstafa strengja um hálf- eða heiltón), nema hvað tón- og styrksvið voru smærri en hjá hinni lóðréttu stórusystur hljóðfærisins. Báðar þilhörpurnar voru uppmagnaðar um innbyggðan nema. Þau atvik uppákom- unnar þegar Kristín las upp ljóð við kant- eleundirleik og með- söng Nínu Bjarkar voru í hátíðadagskrá nefnd Ljóðleikur; í sjálfu sér prýðilegt ný- yrði yfir „melódrama“, væri orðið ekki þegar frátekið í merkingunni „leikrit í ljóðum“ auk sérstaks fyrirbrigðis í bragfræði. Af því er heyrðist úr munnleg- um kynningum söng- konunnar mátti skilja að þau Minna og Nína hefðu hitzt fyrir 2 ár- um, en öll þrenningin hins vegar aðeins þrem dögum áður. Meló- dramatísku atriðin virtust því eins og gef- ur að skilja fremur leit- andi, enda í raun vand- meðfarið tjáningarform þar sem fullkomið jafnvægi milli lesturs og tónlist- ar er sízt sjálfgefið og m.a. háð næmu tíma- skyni ef ekki á hvort að trufla annað. Tónlistarlega fannst manni þetta því minnst gefandi þátt- ur kvöldsins. Að því leyti stóð afger- andi upp úr seiðandi kanteleleikur Minnu Raskinen, og hefði verið gaman að fá nánari vitneskju um finnsku lögin á prenti. Lög og lag- stúfar Nínu Bjarkar voru mörg snotur en hrifu ekki beinlínis und- irritaðan upp úr skónum. Hins veg- ar var röddin og einkum fjölskrúðug beiting hennar athygliverð og vakti öðrum þræði spurningu um hvort þessi norræna Cathy Berberian ætti ekki að hafa uppi á tónskáldi sem kynni að nýta þá möguleika til hlít- ar. Þjóðlög, spuni og ljóðleikur TÓNLIST Siglufjarðarkirkja Grána Íslenzk þjóðlög í útsetningum Hildigunn- ar Rúnarsdóttur. Marta Halldórsdóttir sópran; Örn Magnússon, píanó. Fimmtu- daginn 4. júlí kl. 20. Þjóðlög, spuni og ljóðleikur. Nína Björk Elíasson, söngur og tónsmíðar; Minna Raskinen, kantele, söngur og tónsmíðar; Kristín Bjarnadóttir ljóðskáld, upplestur. Fimmtudaginn 4. júlí kl. 21:30. ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI Örn Magnússon Marta G. Halldórsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson Barnaleikur www.flugfelag.is Við lækkum flugið fyrir Sumargleði í loftinu Nú getur öll fjölskyldan notið þess að fljúga saman í sumarleyfið. Við höfum lækkað flugfargjöld fyrir börn, yngri en 12 ára, sem ferðast með fullorðnum. Aðeins 1.833 kr. aðra leiðina þegar bókað er á flugfelag.is Farðu á strik.is, taktu þátt í skemmtilegum leik og þú og þín fjölskylda gætu átt ævintýraferð í vændum. með flugfelag.is á strik.is barna- fjölskyldur - fyrir börn eins og þig!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.