Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hitamælar Við mælum með Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i Fiskislóð 26 Sími: 551 4680 www.sturlaugur.is Stærðfræðinámskeið fyrir þá sem eru að byrja í háskóla Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur undir árangursríkt háskólanám. Farið er vandlega yfir öll mikilvægustu atriðin í námsefni framhaldsskólanna og algeng verkefni leyst. Námskeiðið hefst laugard. 13. júlí og lýkur laugard. 17. ágúst. Kennt er alla laugardaga frá kl. 13-16.30. Nánari upplýsingar og skráning í síma 551 5593. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan Brautarholti 4a, Reykjavík. Vertu með og tryggðu þér forskot! Vel menntaðir og vanir kennarar. SKÚLI Þórðarson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, en hann hefur verið bæj- arstjóri á Blönduósi sl. átta ár. Skúli er fæddur og uppalinn á Hvammstanga, sonur Þórðar Skúlasonar fv. sveitarstjóra á Hvammstanga og Elínar Þor- móðsdóttur. Skúli lauk prófi í stjórnmálafræðum í Háskóla Ís- lands árið 1991, vann í félags- málaráðuneytinu og sem fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar til hann flutti til Blönduóss 1994. Skúli er giftur Sigurbjörgu Friðriksdóttur og eiga þau tvær dætur. Verður sveit- arstjóri í Húnaþingi vestra Hvammstangi NEFND á vegum menntamála- ráðuneytisins, undir forystu þjóð- minjavarðar, vinnur nú að stefnu- mótun um málefni minjasafna í landinu, þ.e. safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu. Undanfarið hefur Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður heimsótt minjasöfn víða um landið og haldið svæða- fundi um málefni þeirra. Þjóðminjavörður fundaði í Minjasafni Austurlands á dögun- um. Auk forstöðumanna safna á Austur- og Suð-Austurlandi voru mættir safnmenn, minjaverðir, fulltrúar sveitarfélaga, menningar- fulltrúar og ferðamálafulltrúar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Margrét að markmið þessara funda væri að fara með markviss- um hætti yfir málefni safna og alla þá þætti í starfsemi þeirra sem efla þarf sérstaklega. Lögbundið hlutverk minjasafna er að safna, skrá, varðveita, og verja. Einnig að stunda úrvinnslu gagna, miðla upplýsingum og vinna rannsóknir. Miðlunarþátturinn er sýnilegastur út á við, í formi sýninga, safn- fræðslu, skólafræðslu, leiðsögn ferðamanna o.fl. „Í samræmi við ný safnalög var óskað eftir fulltingi menntamála- ráðuneytisins til að móta safna- stefnu í landinu, til þess beinlínis að efla starfsemi safna,“ sagði Margrét. „Í fyrra var komið á fót stýrihópi til að undirbúa þessa vinnu og í honum sitja fulltrúar alls staðar að af landinu. Meðal markmiða okkar er að tengja safn- astarf á hverjum stað, þannig að til dæmis sé hægt að sameinast um verkefni, starfsfólk og nýtingu fjármagns. Jafnframt þarf að auka samstarf við aðrar menningar- stofnanir hérlendis og erlendis. Þá er brýnt að gera safnastarf mark- vissara og efla sérkenni hvers svæðis. Við viljum vita hvaða væntingar söfnin hafa til Þjóð- minjasafnsins og efla fagmennsku almennt á öllum verksviðum safna.“ Margrét segir að með svæðis- fundum og framhaldsvinnu með söfnunum muni hvert safnasvæði verða skilgreint nákvæmlega og verkefnum forgangsraðað. Styrk- leikar og veikleikar verði metnir, svo sem í sambandi við varðveislu- hæfi muna og aðstöðu til rann- sókna, svo eitthvað sé nefnt. Fundurinn á Egilsstöðum leiddi í ljós að safnafólk hefur ýmsar hugmyndir um hver sérkenni Austurlands í safnalegu samhengi gætu verið. Meðal þess sem gripið var á lofti má nefna firði, fjöl- skrúðug söfn, steinaríkið, vöggu tækninnar á Seyðisfirði, tröllatrú, gamlar byggingar, skógrækt, galdratrú, Kjarval, handverk, eyði- býli, Jökuldal, Fljótsdalshérað, Hallormsstaðarskóg og sterk er- lend samskipti. Lögð var áhersla á að mikilvægt væri að sýna hluti, sem ættu uppruna á Austurlandi, í sínu rétta umhverfi. Koma þyrfti upp góðri geymsluaðstöðu fyrir gripi í fjórðungum og menn töldu einkar mikilvægt að tengja aust- firsk söfn á einhvern hátt, jafnvel með minja- eða safnaráði. Á Austurlandi hafa verið uppi ýmsar raddir um að fá fornminjar aftur heim úr fórum Þjóðminja- safns og sýna þær í sínu rétta um- hverfi. Hin fræga Valþjófsstaðar- hurð hefur verið nefnd sem dæmi um grip sem sýna ætti í Minja- safni Austurlands. Margrét var að lokum spurð um hvort grundvöllur væri fyrir slíku. „Þá þarf að skapa söfnunum sérstaka aðstöðu til að geta sýnt gripi sem krefjast góðr- ar varðveislu og eru viðkvæmir. Það kostar mikið fé og undirbún- ing. Einnig ber að hafa í huga að margir af þessum hlutum eru þjóð- minjar sem setja þarf í víðara samhengi en landshlutabundið.“ Unnið að nýrri stefnumót- un um málefni minjasafna Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður var nýlega á fundi í Minja- safni Austurlands. Nú er unnið að stefnumótun um málefni allra minja- safna í landinu með fulltingi menntamálaráðuneytis og safnafólks. Egilsstaðir SEX umsækjendur eru um sveitar- stjórastöðuna í Breiðdalshreppi. Þeir eru Áróra Jóhannsdóttir, Reykjavík, Bjarki Már Karlsson, Hvanneyri, Helga Jónsdóttir, Egils- stöðum, Sigfús Arnþórsson, London, Stefán Arngrímsson, Reykjavík og Sigfríður Þorsteinsdóttir, Akureyri. Að sögn Lárusar Sigurðssonar oddvita Breiðdalshrepps verður gengið frá ráðningu nýs sveitar- stjóra undir lok næstu viku. „ÉG HEF miklar taugar til þessa húss og það er bjart yfir minningum sem tengdar eru því,“ segir Gunnar Þórðarson, hljómlistarmaður og tónskáld, sem fest hefur kaup á æskuheimili sínu, á Hólmavík, og er langt kominn með að gera það upp. „Við fjölskyldan bjuggum í hús- inu þangað til ég var átta ára gam- all að við fluttum til Keflavíkur.“ Gunnar segist muna vel veturinn 1949–50 en þá var hann fjögurra ára gamall. „Snjórinn var þá svo mikill hérna að húsið fór bók- staflega í kaf. Við lékum okkur oft á hól sem var hér öðrum megin við húsið og umhverfið allt var mikill ævintýraheimur. Þá man ég að við fórum stundum á skauta upp í Borgir, sem svo eru kallaðar, hér fyrir ofan kauptúnið. Mér sveið hvað húsið var orðið í mikilli niðurníðslu og fór að gæla við þá hugmynd að gaman væri að láta gera það upp. Ég hugsaði um það í nokkur ár og lét síðan verða af því að festa kaup á því fyrir einu og hálfu ári og sé ekki eftir því þótt vinnan við endurgerðina hafi verið mikil. Páll Bjarnason arkitekt hefur verið mér innan handar við end- urgerðina, bæði innan húss og utan, en ég lét meðal annars reisa við- byggingu við húsið sem þurfti að vera í sama stíl.“ Gunnar segir vinnuna við húsið hafa verið meiri en hann gerði sér grein fyrir í upphafi og að mörgu að hyggja. „Ég fékk heimamenn héðan úr Hólmavík sem gerðu við húsið að utan og skiptu um glugga og skrautlista. Síðan steyptum við upp gólfið í kjallaranum sem að hluta til var moldargólf. Þá hafa iðnaðarmenn sem ég hef flutt með mér að sunnan unnið við að setja upp veggi og klæða húsið að innan svo og vinir mínir og ættingjar sem hafa hjálpað mér mikið. Sjálfur er ég með tíu þumalputta þegar kem- ur að svona hlutum en ég læt segja mér fyrir verkum og það eru ótrú- lega mörg handtök við svona end- urbyggingu. Ég ætla að eyða hérna eins mikl- um tíma og ég get og hlakka til þess því ég held það sé hverjum manni hollt að komast úr þéttbýlinu öðru hverju í friðinn úti á landi.“ Húsið stendur á mjög fallegum stað í miðju kauptúninu þar sem sér vel til sjávar. Það var byggt árið 1913 af Guðjóni Jónssyni snikkara. „Hvaða helv… Axlar-Björn er nú þetta?“ varð Oddi Jónssyni, lækni á Reykhólum, að orði þegar hann sá húsið nýbyggt. Ekki festist það nafn þó við húsið þótt eldri menn á Hólmavík kannist við það. Árið 1916 keypti Björn Björnsson, afi Gunnars, húsið og bjó í því til dauðadags 1950 en við hann hefur húsið verið kennt og nefnt, Björns- hús. Foreldrar Gunnars, Guðrún Guðbjörnsdóttir og Þórður Björns- son, bjuggu þar með börnum sínum til ársins 1953 að þau fluttust til Keflavíkur eins og fyrr segir. Gunnar Þórðarson tónlistarmaður er að gera upp Björnshús á Hólmavík Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Smiðir og annað hjálparfólk gerðu stutt hlé á vinnu sinni og settust í tröppurnar á Björnshúsi. Í efri röð frá vinstri sitja Þórður Björnsson, faðir Gunnars, Guðbjörg Þórðardóttir, systir hans, Gunnar og Þórólfur Guð- mundsson. Framar sitja Benedikt Guðbjartsson, Sverrir Einarsson og Sævar Guðjónsson. Sveið að sjá æsku- heimilið í niðurníðslu Hólmavík Breiðdalshreppur Sex um- sækjendur um sveitar- stjórastöðu Norður-Hérað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.