Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 35 fjármagna sjálft mismuninn á þeirri niðurstöðu og niðurstöðunni sem fæst með því að nota 3,25%. Af þess- ari ástæðu (svo og þeirri ástæðu að heilbrigð skynsemi segir mönnum að það sé óráð) lofar ekkert þýzkt líf- tryggingafélag lágmarksávöxtun í líftryggingasamningum, ekki einu sinni Allianz, af því að þeir hjá All- ianz í Þýzkalandi vita að loforð er lof- orð. Niðurstaða mín er sú að einhverra hluta vegna virðist sem fulltrúar Allianz á Íslandi hafi misskilið gjör- samlega tiltekin grundvallaratriði varðandi þær lífeyristryggingar sem þeir ætla að bjóða upp á hér á landi. Því miður sýnist mér af ýmsu að þetta einskorðist ekki við fulltrúa Allianz heldur virðist mér að ýmsir þeir sem eru að bjóða líftryggingar og lífeyristryggingar til sölu hér á landi valdi vart því verkefni. Ég ráðlegg þeim sem hyggjast notfæra sér möguleika á viðbótarlíf- eyrissparnaði (sem ég tel mjög skyn- samlegt í mörgum tilvikum) að fá upplýsingar hjá nokkrum aðilum um þau kjör sem í boði eru. Nauðsynlegt er að fá skriflegar upplýsingar um kostnaðarliði eins og þóknun til sölu- aðila (en hér getur verið um ótrúleg- ar fjárhæðir að ræða eða margra mánaða sparnað) og þóknun vegna ávöxtunar. Þá er mjög brýnt að fólk fái upplýsingar um stöðu þess eftir 1, 2 og 5 ár m.v. tilteknar ávöxtunarfor- sendur, 4%, 5% og 6%, og hvaða kostnaður reiknast ef fólk vill síðar meir flytja sparnað sinn til annars aðila. Þetta gildir að sjálfsögðu um annars konar líf- og lífeyristrygging- ar. Höfundur er tryggingastærðfræðingur. Tryggingar Niðurstaða mín er, segir Bjarni Þórðarson, að einhverra hluta vegna virðist sem fulltrúar Allianz á Íslandi hafi misskilið gjörsamlega tiltekin grundvallar- atriði varðandi lífeyristryggingar. SKÁKSUMARIÐ er hafið og skákheimurinn iðar af lífi. Út um allan heim eru alþjóðleg skákmót í gangi og líklega hefur framboðið aldrei áður verið jafnmikið og und- anfarin ár. Hápunkturinn að þessu sinni er Dortmund Sparkassen áskorendamótið sem hófst á laug- ardaginn. Mótið er þáttur í að sam- eina á nýjan leik heimsmeistara- keppnina í skák og sigurvegari mótsins mun mæta Vladimir Kramnik í einvígi. Tefld er tvöföld umferð í tveimur fjögurra manna flokkum. Tveir efstu menn úr hvorum flokki halda áfram í keppninni. Eftir tvær um- ferðir standa þeir Veselin Topalov og Evgeny Bareev best að vígi, en þeir hafa unnið báðar sínar skákir. Staðan í flokki I: 1. Veselin Topalov 2 v. 2. Alexei Shirov 1 v. 3.–4. Boris Gelfand, Christopher Lutz ½ v. Í flokki II er staðan þessi: 1. Evgeny Bareev 2 v. 2. Michael Adams 1 v. 3.–4. Peter Leko, Alexander Mo- rozevich ½ v. Skákhátíð í Balatonlelle Fyrir skömmu lauk skákhátíð í Balatonlelle við Balatonvatnið í Ungverjalandi. Keppt var í nokkr- um flokkum og tók Helgi Áss Grét- arsson þátt í lokuðu stórmeistara- móti í ellefta styrkleikaflokki með meðalstig upp á 2.505. Núverandi heimsmeistari unglinga, Peter Acs, sigraði á mótinu með 7 vinninga af 10 mögulegum. Helgi fékk 5 vinn- inga og lenti í sjöunda sæti af 11 keppendum. Fyrir mótið var haldið Evrópu- meistaramót 18 ára og yngri, en Ís- land sendi lið í þá keppni fyrir tveimur árum. Að mörgu leyti er tilvalið fyrir unga skákmenn að taka þátt í þeirri keppni og síðan tefla í opna mótinu sem haldið er strax á eftir. Ekki skemmir fyrir að margt er hægt að gera til að stytta sér stundir enda höfðar staðurinn til fjölskyldufólks og því mikið af dægrastyttingu fyrir ungviðið. Balatonvatnið er steinsnar frá og er afar fagurt. Það er nokkuð óvenjulegt að hægt er að ganga nokkur hundruð metra út í það án þess að það nái lengra en upp að mitti. Aðstæður á skákstað voru prýðilegar nema engin loftræsting var þannig að molla myndaðist þeg- ar heitt var í veðri. Stigahæsti keppandi stórmeist- aramótsins var Zoltan Gyimesi með 2.605 stig. Hann tók þátt í síð- asta HM í Moskvu eftir að hafa unnið sér þar sæti með frábærri frammistöðu á Evrópumeistara- mótinu í Ohrid. Hann teflir mikið enda sinnir hann engu öðru en skákgyðjunni. Helsta afrek Helga á mótinu var að leggja hann að velli. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Zoltan Gyimesi Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Bd2 Be7 Í fræðunum er talið að 7. – Rd7 jafni taflið. Eftir textaleikinn á hvítur betri möguleika til að ná frumkvæðinu. 8. Dc2 O-O 9. e4 Rxc3 10. Bxc3 Sjá stöðumynd 1 10. – c5!? Algengara er að leika 10. – Rd7 þar sem í framhaldinu fær svartur lakari peðastöðu. Á hinn bóginn fær hann gagnfæri á b-línunni og miðborðinu. 11. dxc5 bxc5 12. Hd1 Dc7 13. Bd3 Hd8 14. O-O Rd7 15. De2?! Betra hefði verið að leika 15. Hfe1 strax eins og Ivan Sokolov hefur gert í nokkrum skákum. Staðan er nú í jafnvægi. 15. – Hac8 16. Hfe1 c4 17. Bc2 Ba6 18. g3!? Sjá stöðumynd 2 18. – Rc5?! Rökrétt framhald af síðustu leikjum svarts. Engu að síður hefði verið skynsamlegra að bíða með þennan leik þar sem nú verður erf- iðara fyrir svartan að skipta upp á svartreitabiskup hvíts. 18. – Bf6 var nákvæmara enda yrði svarta staðan aðeins betri eftir 19. e5 Be7. 19. Hxd8+ Hxd8 20. Hd1 Bb5? Fingurbrjótur eins og framhald- ið leiðir í ljós. Til greina kom að leika 20. – Rd3 21. Re1 Rxe1 [21. – Bc5 gengur ekki upp vegna 22. Rxd3 cxd3 23. Bxd3 Dd7 24. Dg4 f5 25. exf5 Bxd3 26. Hxd3 og hvítur vinnur] 22. Dxe1 og hvítur stendur örlítið betur. 21. Hxd8+ Dxd8? 21. – Bxd8 var nauðsynlegt jafn- vel þótt hvítur standi þá betur. 22. Re5! Bf6? Svartur áttar sig ekki á hætt- unni. 22. – Ra4 hefði getað veitt harðvítugt viðnám þar sem staðan eftir 23. Bxa4 Bxa4 24. Dxc4 Be8 25. Rc6 Dc7 er sennilega jafntefli. Í stað 25. Rc6 ætti hvítur góða vinn- ingsmöguleika eftir 25. Kg2. Eftir textaleikinn hrynur svarta staðan eins og spilaborg. Sjá stöðumynd 3 23. Rxf7! Kxf7 24. Dh5+ Kg8 25. Dxc5 Dd7 26. Bb4 De8 27. e5 Bg5 28. Dxa7 Bc1 29. Dd4 Da8 30. Bc3 Bc6 31. Dxc4 Sjá stöðumynd 4 31. – Bd5 31. – Bh1 yrði svarað með 32. Dxe6+ Kh8 33. Dh3 og hvítur vinn- ur. Lokin voru: 32. Da4 Df8 33. Be4 og svartur gafst upp. Hannes Hlífar á lokuðu móti í Esbjerg Hannes Hlífar Stefánsson teflir um þessar mundir á sterku lokuðu skákmóti í Esbjerg í Danmörku. Þátttakendur eru 10, þremur um- ferðum er lokið á mótinu. Hannes hefur gert tvö jafntefli, en tapaði fyrir danska stórmeistaranum Pet- er Heine Nielsen (2.626) í þriðju umferð. Hann er í 8.–10. sæti á mótinu, en efstir eru Sergey Tivia- kov, Sune Berg Hansen og Lazaro Bruzon með tvo vinninga. Magnús Örn, Páll og Sigurbjörn í Kécskemet Þeir Sigurbjörn Björnsson, Páll Þórarinsson og Magnús Örn Úlf- arsson tefla nú í Kécskemet í Ung- verjalandi og freista þess að ná al- þjóðlegum áfanga. Eftir fjórar umferðir af níu eru þeir Sigurbjörn og Magnús með 2 vinninga, en Páll er með 1½ vinning. Bragi, Halldór Brynjar og Stefán í Búdapest Þeir Bragi Þorfinnsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Stefán Kristjánsson taka nú þátt í svoköll- uðu „First Saturday“ skákmóti í Búdapest. Það er hinn atkvæða- mikli ungverski skipuleggjandi László Nagy sem stendur fyrir þessum mótum í þeim tilgangi að skapa möguleika á alþjóðlegum áföngum. Mótin draga nafn sitt af því að þau hefjast fyrsta laugardag hvers mánaðar og þannig hefur það verið um margra ára skeið. Stefán og Bragi tefla í stórmeist- araflokki á mótinu, en Halldór Brynjar teflir í FM-flokki. Halldór Brynjar sigraði í fyrstu umferð en þeir Stefán og Bragi töpuðu sínum skákum. Dortmund Sparkassen áskorendamótið hafið Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson SKÁK Dortmund DORTMUND SPARKASSEN CHESS MEETING 2002 6.–21. júlí 2002 Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Stöðumynd 3 Stöðumynd 4 hyglisverður er nýlegur úrskurður Evrópudómstólsins þess efnis að íbúar í löndum innan sambandsins eigi rétt á þjónustu í hvaða landi þess sem er án óeðlilegrar tafar á kostnað heimalandsins. Borist hafa fréttir frá Bretlandi þar sem Nat- ional Health Service hefur ákveðið að kaupa hjartaaðgerðir í öðrum löndum Evrópu fyrir sjúklinga sem hafa verið lengi á biðlista þar. Er hugsanlegt að íslenskir sjúklingar eigi sama rétt? Komandi alþingiskosningar Heilbrigðismál hafa verið mjög á dagskrá í nágrannalöndum okkar. Skandinavar og Bretar hafa aukið framlög til heilbrigðismála. Bretar hafa eytt um 6,8 % af vergri þjóð- arframleiðslu og ætla að fara í 8 % á næstu árum. Danir hafa sett end- urskipulagningu reksturs þjónust- unnar ofarlega á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar. Norðmenn hafa verið að byggja mikið af nýj- um spítölum og allar Norðurlanda- þjóðirnar hafa verið að taka upp ný rekstrarkerfi byggð á afkasta- tengdri fjármögnun. Á Íslandi ger- ist ekkert af þessu. Það hlýtur því að vera forgangs- verkefni ýmissa samtaka sem láta þessi mál til sín taka að koma um- ræðu á dagskrá fyrir næstu alþing- iskosningar. Stjórnmálaflokkar sem leita stuðnings okkar kjósenda verða að hafa skýr svör við því hvernig þeir ætla sér að leysa vandamál heilbrigðisþjónustu í landinu. Höfundur er læknir. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 MasterCard tilbo› firjár vikur í sólina á ver›i tveggja Krít 15. ágúst 76.780kr. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman 91.370 kr.* Miðað við 2 fullorðna í stúdíói. Innifalið: Flug, gisting á Malou, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallaskattar. Beni- dorm 21. ágúst 66.840kr.. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman 87.030 kr.* Miðað við 2 fullorðna í stúdíói. Innifalið: Flug, gisting á Levante Club, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallaskattar. * * * Verðið miðast við að greitt sé með tveimur 5.000 kr. Ferðaávísunum MasterCard. Búið er að reikna það inní verð. Fær› flú Fer›aávísun MasterCard me› flínu kreditkorti? www.europay.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.