Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 19 Verð frá kr. 181.000.- SLÁTTUTRAKTORAR 12,5 hp - 17 hp 30-50% afs lá t tu r ÚTSALA VIÐ SKÓLASLIT Grunnskóla Grundarfjarðar í vor var þess minnst sérstaklega að 40 ár eru liðin frá því að vígsla skólans á þeim stað sem hann stendur enn fór fram hinn 6. janúar 1962. Lög- skipað skólahald hefur hins vegar verið í Grundarfirði frá 1945, en frá þeim tíma til ársins 1962 fór kennslan fram í samkomuhúsinu, en í því voru tvær skólastofur. Frá því að kennsla hófst í nýjum skóla við Borgarbraut árið 1962 hefur mikið verið byggt við hann, nú síð- ast, eða árið 1999, var byggt ofan á álmuna sem byggð var við gamla skólann og tekin var í notkun 1978. Í tilefni þessara tímamóta í sögu skólahalds í Grundarfirði voru skólastlitin í óvenju viðamikl- um búningi, en þau fóru fram í íþróttahúsinu sem er áfast skól- anum. Hljóðfæraleikur, söngur og talað mál var meðal þess skreytti skólaslitastundina en eftir afhend- ingu verðlauna og útskrift 10. bekkinga var öllum skólaslitagest- um boðið til veglegrar kaffiveislu í sal skólans. Sýningar voru á hand- verki nemenda og sérstöku list- verki í tilefni afmælisins, en einnig voru sýndar myndir úr sögu skól- ans. Var þeirri sýningu skipt í yngra og eldra tímabil og nútíma- tækni beitt við sýningu myndanna þ.e. fartölvum og skjávarpa. Í tilefni þessara tímamóta í var ráðist í gerð afmælisrits sem Pétur Guðráð Pétursson sérkennari við skólann ritstýrði. Í ritinu, sem er hið glæsilegasta, eru greinar eftir fjölmarga af nemendum skólans sem og fleiri aðila sem tengst hafa starfi skólans sl. 40 ár, þar á meðal fyrrverandi skólastjóra og kenn- ara. Ritið er ríkulega myndskreytt og hið eigulegasta á allan hátt. Grunnskóli Grundarfjarðar 40 ára Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Grunnskólinn eins og hann er í dag, elsti hluti hans er fyrir miðri mynd. Grundarfjörður BJÖRN Malmquist hefur verið ráðinn forstöðumaður Svæðisútvarps Austur- lands. Jóhann Hauksson, sem gegnt hefur starfinu síðustu þrjú árin, var nýlega ráðinn yfirmaður Rásar 2, með aðsetur á Akureyri. Björn útskrifaðist sem landfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1992, úr hagnýtri fjölmiðlun 1994 og M.A. Mass Comm- unication frá Wayne State University í Detroit árið 1997. Hann hefur unnið við blaðamennsku og almanna- tengsl frá 1993 og starfað hjá Svæðisútvarpi Austur- lands síðan í apríl. Björn fékk fjögur at- kvæði við afgreiðslu út- varpsráðs, en Kristján Hrafnsson fréttamaður, sem einnig sótti um, hlaut þrjú atkvæði. Nýr forstöðumaður RUV á Austurlandi Egilsstaðir Björn Malmquist GESTIR frá Danmörku, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi og Finn- landi komu til Akraness fyrir skömmu og er um að ræða heimsókn um eitt hundrað manns frá vinabæj- um Akraness. Fyrir um fjórum ára- tugum eignaðist Akranes vinabæina Tönder í Danmörku, Västervik í Sví- þjóð, Närpes í Finnlandi og Bamble í Noregi. Síðar bættust Qaqortoq í Græn- landi og Sörvág í Færeyjum í hópinn en tveir síðastnefndu bæirnir eru ekki hluti af vinabæjakeðjunni sem stend- ur fyrir vinabæjamótunum, en samt sem áður eru fulltrúar allra sex þjóð- anna viðstaddir mótið á Akranesi. Um 25 gestir eru frá hverjum vina- bæjanna, en aðeins tveir frá Græn- landi og fjórir frá Færeyjum. Í gegn- um tíðina hafa samskipti bæjanna verið með ýmsu móti og má segja að Skagamenn hafi verið nokkuð iðnir við að sinna þessu samstarfi m.a. með heimsóknum íþrótta- og menningar- hópa. M.a. má nefna að Skagaleik- flokkurinn fer nú í sumar í heimsókn til Færeyja og sýnir þar Þrymskviðu. Eitt af verkefnum mótsins er að ræða hvernig megi þróa samstarf bæjana áfram og ná meiri árangri án þess að leggja út í aukinn kostnað. Allir gestirnir dvöldu á heimilum Ak- urnesinga og gekk vel að fá áhuga- sama Skagamenn til að taka við gest- unum. Farið var með gestina í ýmsar ferð- ir um Vesturland, Akranes og nær- sveitir í bland við fundi og aðrar uppá- komur. Norrænt vinabæjamót Akranes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.