Morgunblaðið - 09.07.2002, Side 19

Morgunblaðið - 09.07.2002, Side 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 19 Verð frá kr. 181.000.- SLÁTTUTRAKTORAR 12,5 hp - 17 hp 30-50% afs lá t tu r ÚTSALA VIÐ SKÓLASLIT Grunnskóla Grundarfjarðar í vor var þess minnst sérstaklega að 40 ár eru liðin frá því að vígsla skólans á þeim stað sem hann stendur enn fór fram hinn 6. janúar 1962. Lög- skipað skólahald hefur hins vegar verið í Grundarfirði frá 1945, en frá þeim tíma til ársins 1962 fór kennslan fram í samkomuhúsinu, en í því voru tvær skólastofur. Frá því að kennsla hófst í nýjum skóla við Borgarbraut árið 1962 hefur mikið verið byggt við hann, nú síð- ast, eða árið 1999, var byggt ofan á álmuna sem byggð var við gamla skólann og tekin var í notkun 1978. Í tilefni þessara tímamóta í sögu skólahalds í Grundarfirði voru skólastlitin í óvenju viðamikl- um búningi, en þau fóru fram í íþróttahúsinu sem er áfast skól- anum. Hljóðfæraleikur, söngur og talað mál var meðal þess skreytti skólaslitastundina en eftir afhend- ingu verðlauna og útskrift 10. bekkinga var öllum skólaslitagest- um boðið til veglegrar kaffiveislu í sal skólans. Sýningar voru á hand- verki nemenda og sérstöku list- verki í tilefni afmælisins, en einnig voru sýndar myndir úr sögu skól- ans. Var þeirri sýningu skipt í yngra og eldra tímabil og nútíma- tækni beitt við sýningu myndanna þ.e. fartölvum og skjávarpa. Í tilefni þessara tímamóta í var ráðist í gerð afmælisrits sem Pétur Guðráð Pétursson sérkennari við skólann ritstýrði. Í ritinu, sem er hið glæsilegasta, eru greinar eftir fjölmarga af nemendum skólans sem og fleiri aðila sem tengst hafa starfi skólans sl. 40 ár, þar á meðal fyrrverandi skólastjóra og kenn- ara. Ritið er ríkulega myndskreytt og hið eigulegasta á allan hátt. Grunnskóli Grundarfjarðar 40 ára Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Grunnskólinn eins og hann er í dag, elsti hluti hans er fyrir miðri mynd. Grundarfjörður BJÖRN Malmquist hefur verið ráðinn forstöðumaður Svæðisútvarps Austur- lands. Jóhann Hauksson, sem gegnt hefur starfinu síðustu þrjú árin, var nýlega ráðinn yfirmaður Rásar 2, með aðsetur á Akureyri. Björn útskrifaðist sem landfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1992, úr hagnýtri fjölmiðlun 1994 og M.A. Mass Comm- unication frá Wayne State University í Detroit árið 1997. Hann hefur unnið við blaðamennsku og almanna- tengsl frá 1993 og starfað hjá Svæðisútvarpi Austur- lands síðan í apríl. Björn fékk fjögur at- kvæði við afgreiðslu út- varpsráðs, en Kristján Hrafnsson fréttamaður, sem einnig sótti um, hlaut þrjú atkvæði. Nýr forstöðumaður RUV á Austurlandi Egilsstaðir Björn Malmquist GESTIR frá Danmörku, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi og Finn- landi komu til Akraness fyrir skömmu og er um að ræða heimsókn um eitt hundrað manns frá vinabæj- um Akraness. Fyrir um fjórum ára- tugum eignaðist Akranes vinabæina Tönder í Danmörku, Västervik í Sví- þjóð, Närpes í Finnlandi og Bamble í Noregi. Síðar bættust Qaqortoq í Græn- landi og Sörvág í Færeyjum í hópinn en tveir síðastnefndu bæirnir eru ekki hluti af vinabæjakeðjunni sem stend- ur fyrir vinabæjamótunum, en samt sem áður eru fulltrúar allra sex þjóð- anna viðstaddir mótið á Akranesi. Um 25 gestir eru frá hverjum vina- bæjanna, en aðeins tveir frá Græn- landi og fjórir frá Færeyjum. Í gegn- um tíðina hafa samskipti bæjanna verið með ýmsu móti og má segja að Skagamenn hafi verið nokkuð iðnir við að sinna þessu samstarfi m.a. með heimsóknum íþrótta- og menningar- hópa. M.a. má nefna að Skagaleik- flokkurinn fer nú í sumar í heimsókn til Færeyja og sýnir þar Þrymskviðu. Eitt af verkefnum mótsins er að ræða hvernig megi þróa samstarf bæjana áfram og ná meiri árangri án þess að leggja út í aukinn kostnað. Allir gestirnir dvöldu á heimilum Ak- urnesinga og gekk vel að fá áhuga- sama Skagamenn til að taka við gest- unum. Farið var með gestina í ýmsar ferð- ir um Vesturland, Akranes og nær- sveitir í bland við fundi og aðrar uppá- komur. Norrænt vinabæjamót Akranes

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.