Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 25
FYRRVERANDI júgóslavneskur hermaður, Ivan Nikolic, var í gær dæmdur í átta ára fangelsi fyrir stríðsglæpi sem hann framdi í Kós- óvó árið 1999. Nikolic var fundinn sekur um að hafa skotið á, og drepið, tvo Kósóvó-Albana í þorpinu Peduh í maí árið 1999, en þá stóðu loftárásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu sem hæst. Nikolic, sem er Serbi, er fyrsti Júgóslavinn sem dæmdur hefur ver- ið sekur fyrir stríðsglæpi af júgó- slavneskum dómstól, tveir aðrir Serbar hafa einnig verið ákærðir fyrir stríðsglæpi sem þeir eiga að hafa framið í Kósóvó, en þeir hafa ekki enn verið leiddir fyrir dómara. Núverandi stjórn landsins hefur lagt á það áherslu að þeir sem báru ábyrgð á voðaverkum þeim sem framin voru árið 1999 í Kósóvó-hér- aði og í Bosníu-Hersegóvínu árin 1992 til 1995 verði leiddir fyrir rétt í heimalandi þeirra. Stjórnmálaskýr- endur segja að erfitt sé fyrir ríkis- stjórnina að senda úr landi alla þá sem ákærðir hafa verið af saksókn- ara Alþjóðlega stríðsglæpadómstóls- ins í málefnum fyrrverandi Júgó- slavíu sem staðsettur er í Haag. Almenningur í Júgóslavíu sé al- mennt á móti því og þess vegna reyni stjórnvöld að friða bæði þegna sína og dómstólinn í Haag með því að leiða hina grunuðu fyrir júgóslav- neska dómstóla. Sakborningur fluttur til Haag Fyrrverandi bosníu-serbneskur embættismaður var sendur til Haag í gær, en hann var handtekinn af hermönnum NATO á sunnudag. Maðurinn, Miroslav Deronjic, var háttsettur embættismaður í bænum Bratunac í austurhluta Bosníu, sem er í nágrenni borgarinnar Srebren- ica, meðan á Bosníustríðinu stóð. Deronjic er gefið að sök að hafa fyrirskipað árás á þorpið Glogova, sem er nærri Bratunac, árið 1992, en um 60 múslimar sem bjuggu þar voru drepnir í árásinni. Eiginkona Deronjics sagði að sex vopnaðir menn hefðu komið inn á heimili þeirra og lamið Deronjic með byssu- skeftum sínum að fjórum börnum þeirra hjóna ásjáandi. Alþjóðadómstóllinn í Haag leitar nú 23 manna sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi sem framdir voru í Bosníustríðinu og eru þeir Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba í stríðinu, og Ratko Mladic, yfirmaður herafla þeirra, efstir á listanum. Þá hafa friðargæsluliðar NATO í Bosn- íu handtekið meira en 20 menn grunaða um stríðsglæpi og eru flest- ir þeirra Bosníu-Serbar. Átta ár fyrir stríðsglæpi Júgóslavneskur dómstóll kveður upp fyrsta dóminn yfir stríðsglæpamanni AP Fangaverðir fylgja Ivan Nikolic inn í dómshúsið í Prokuplje, um 280 km sunnan við Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu. Nikolic var í gær dæmdur í átta ára fangelsi fyrir morð á tveimur Kósovó-Albönum árið 1999. Sarajevo. AP, AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.