Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ✝ Sveinbjörn KarlHalldórsson fæddist 12. október 1928 á Gilsá í Eyja- fjarðarsveit. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð Akureyri 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Friðriksson, f. 23. maí 1902, d. 20. desember 1973, og Rósa Sveinbjörns- dóttir, f. 29. júní 1904, d. 9. nóvember 1967. Systkini hans eru: 1) Friðrik Bald- ur, f. 19. desember 1929, d. 15. febrúar 1988, maki Magnea Magnúsdóttir, f. 18. apríl 1930. 2) Sigrún, f. 24. október 1933, maki Óttar Ketilsson, f. 19. apríl 1927. 3) Jóhann Þór Halldórsson 12. september 1938, maki Auður Ei- ríksdóttir, f. 11. ágúst 1938. Sveinbjörn kvæntist 13. júní 1958 Guðrúnu Gísladóttur, f. 2. febr- úar 1935. Börn þeirra eru: 1) Sig- urgísli, f. 7. ágúst 1955, býr á Ak- ureyri, maki Kristrún Hallgrímsdóttir, f. 14. ágúst 1956, börn: Anna María, f. 26. ágúst 1975, og Lína Björg, f. 16. janúar 1985, 2) Tryggvi Gestur, f. 20. mars 1957, býr í Eyjafjarð- arsveit, maki Anna Halla Emils- dóttir, f. 5. apríl 1960, börn: Guð- rún Helga, f. 4. apríl 1984, Erla Hleiður, ,f. 26. apríl 1986, Hall- dór Örn, f. 9. maí 1991, og Hulda Bryndís, f. 1. september 1996. 3) Halldór, f. 20. júlí 1959, d. 12. júlí 1980. 4) Rósa Ingibjörg, f. 18. maí 1962, býr á Akureyri, maki Gunn- ar Sigtryggsson, f. 18. desember 1959, börn Halldóra Smáradóttir, f. 18. apríl 1982, sonur hennar Viktor Smári, f. 27. mars 2002, Friðrik Smárason, f. 6. júní 1984, Sigtryggur Gunnarsson, f. 7. ágúst 1993, og Elísabet Rósa Gunnarsdóttir, f. 8. júní 1998 5) Svein- björn, f. 10. mars 1964, býr í Reykja- vík, maki Unnur Inga Bjarnadóttir, f. 20. ágúst 1965, börn Eydís Ósk Ásgeirs- dóttir, f. 22. apríl 1985, Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir, f. 31. ágúst 1991, og Bjarney Rósa Svein- björnsdóttir, f. 17. september 1993. Sveinbjörn fluttist með foreldrum sín- um í Hleiðargarð 1933 og átti þar heima til 1958. Hann var fastráð- inn mjólkurbílstjóri í Saurbæjar- hreppi frá 1949-1958. Þá fluttist hann til Akureyrar og keyrði ol- íubíl hjá Olíuverslun Íslands hf. til ársins 1960. Árið 1960 fluttist Sveinbjörn með fjölskyldu sína í Melgerði. Árið 1964 fluttist hann í Hleiðargarð og keypti svo Hrísa í Eyjafjarðarsveit 1966. Samhliða búskap stundaði Sveinbjörn akst- ur, fyrst mjólkubíls til 1974, síðan akstur á eigin vegum við flutning á vörum fyrir sveitunga sína. Sveinbjörn og Guðrún fluttu svo til Akureyrar 1983. Sveinbjörn var formaður Ungmennafélags Saurbæjarhrepps frá 1948-1956 og var þá aðalhvatamaður að leiksýningum og öðru félagslífi innan félagsins. Hann var aðal- maður í hreppsnefnd 1962-1966, fyrsti varamaður 1966-1970 og aðalmaður 1970-1986. Hann var formaður mjólkurflutningafélags Saurbæjarhrepps í mörg ár. Hann var varaformaður Búnað- arfélags Saurbæjarhrepps frá 1967-1969 og formaður 1969- 1978. Útför Sveinbjörns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur til æðri heimkynna og laus við allar þjáningar. Þegar maður lítur um öxl, 15 ár aftur í tímann, frá því þú veiktist fyrst, þá hugsar maður hversu erfitt þetta hefur verið fyrir þig og mömmu sem hefur staðið eins og hetja þér við hlið og ekki síður eftir að þú þurftir að fara af heim- ilinu veikindanna vegna. Þú varst aldrei sáttur við það og það eina sem þú þráðir var að komast heim aftur. Þú og mamma hafið alltaf reynt að standa upprétt þrátt fyrir öll þau áföll sem þið hafið þurft að upplifa. Við öll systkinin höfum lent í slysum en sárast var þegar Halldór bróðir dó, en eftir það varst þú aldrei sami maður. Núna eru þið búnir að hittast aft- ur. Þú varst sterkur persónuleiki, fé- lagslyndur, ákveðinn en stutt var í húmorinn og stríðnina og svo kom glottið. Þú varst athafnamaður, dug- legur og vinamargur, mikil fé- lagsvera og vannst í mörgum nefnd- um fyrir þína sveit, Saurbæjarhrepp. Svo varst þú að keyra mjólkina á meðan hún var í brúsum en vörur í sveitina eftir það og nautgripi til slátrunar á þínum fræga bíl sem við köllum Trukkinn en um hann sögðum við systkinin „jæja nú er Trukkurinn bilaður og nú veikist pabbi.“ Þú vildir allt fyrir okkur systkinin gera og ekki minnk- aði það þegar barnabörnin komu. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom með Halldóru og síðan Friðrik heim til ykkar fyrst. Þá var stoltur afi sem tók á móti okkur. Afi kenndi drengn- um að ganga í vinnubuxum með der- húfu, borða hræring með súru slátri og eitt og annað sem hann er stoltur af í dag. Móttökurnar voru jafngóð- ar þegar ég eignaðist Sigtrygg og Elísabetu Rósu, bara á annan hátt. Þið voruð oft búin að kúra saman, mata hvort annað og stríða hvort öðru og svo var brosað. Þegar El- ísabet Rósa kyssti þig sinn síðasta koss komu tár en jafnframt kom bros, bros sem gleymist aldrei. Alla tíð fylgdist þú vel með ferðum okkar og þurftir alltaf að vita þegar við vorum komin á áfangastað. Ég veit að þú heldur áfram að vaka yfir okkur öllum en öll eigum við eftir að sakna þín elsku pabbi. Minningar þínar verða ljós í lífi okkar þangað til við hittumst. Guð geymi þig. Þín dóttir Rósa Sveinbjörnsdóttir. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng,. svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Í dag kveð ég kæran tengdaföður minn, Sveinbjörn frá Hrísum, sem ég var svo lánsöm að fá að þekkja. Á Hrísum kynntist ég honum fyrir um það bil 20 árum. Ég man alltaf þegar ég kom þangað í fyrsta skipti. Hann bauð mér til stofu og sagði mér að hann hefði verið að klippa kýrnar. En ég unglingurinn og bæjarbarnið vissi ekki mikið um hvað hann var að tala og játti þessu bara. En það sem svo kom á eftir var mér mjög kært og lýsir því, hve mikið góðmenni Sveinbjörn var, en hann sagði við mig að hann gæti vel verið „pabbi minn“ ef ég vildi og ég mætti líka kalla hann „pabba“. Þetta kom til vegna þess að hann hafði þekkt föð- ur minn sem lést þegar ég var barn. Margar góðar minningar á ég um Sveinbjörn sem ég ætla ekki að tí- unda hér, en þess í stað geymi ég þær innra með mér. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum, þakka honum fyrir að vera svo góður afi barnanna minna og ekki síst fyrir það sem hann gaf af sér til þeirra sem leið- beinandi í upphafi lífsferils þeirra. Elsku Dedda mín, Guð gefi þér styrk til að halda áfram. Kæru systkin, mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra og fjölskyldna ykkar. Góður Guð geymi ykkur öll. Blessuð sé minning Sveinbjörns Halldórssonar. Þín tengdadóttir Anna Halla. Elskulegur afi okkar er látinn eft- ir erfið veikindi. Eftir situr í hug- anum minning um yndislegan mann. Minningar um stundir sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Hann afi var sá heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst og aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann. Afi bar ávallt hag og líðan annarra fyrir brjósti. Hann var mjög stundvís og mætti ávallt á réttum tíma eða helst hálftíma fyrr en ætlað var. Hann var maður sem var hægt að stóla á í alla staði og kunni svar við öllu. Það var stutt í brosið hjá honum enda ótrú- lega stríðinn. Hann afi var einstakur og góðhjartaður maður. Ég er svo heppin að hafa fengið að vera svo mikið með afa mínum í æsku minni. Við bjuggum hjá afa og ömmu á Hrísum svo ég ólst upp með hann mér við hlið. Ég sé afa fyrir mér í fjárhúsinu á Hrísum í stígvél- unum, bláa gallanum og með derhúf- una, að gefa kindunum. Þar undi hann öllum stundum á mínum yngri árum. Afi kenndi mér að þekkja kindurnar í sundur, sinna þeim og tala við þær. Ég fór í mörg ár í rétt- irnar með afa á Reo Studibaker til að draga sundur kindurnar og keyra þær á bæina. Við skemmtum okkur konunglega í þessum ferðum. Afi með derhúfuna og ég með lambhús- hettuna. Ég var að farast úr monti, leið eins og ég væri fullorðin, en þannig leið mér alltaf með honum. Mér er einnig minnisstætt hvað það var notalegt að koma í heitan bílinn hjá afa þegar átti að fara eitthvað. Þetta gerði hann í hvaða veðri sem var hálftíma áður en lagt var af stað svo engum yrði kalt. Á unglingsár- unum var afi mér ómissandi, hann hafði alltaf tíma fyrir mig, studdi mig ávallt og gaf góð ráð. Ég sagði honum allt sem var að gerast hjá mér og talaði við hann eins og ég tala við vini mína. Hann var mér meira en afi, hann var einn af mínum bestu vinum og áttum við ófá leyndarmál- in. Eitt af því sem ég lofaði afa var að ég myndi aldrei fara að reykja en ég stend við það enn þann dag í dag. Langt er síðan afi og amma bjuggu á Hrísum en húsið og um- hverfi þess geyma margar minning- ar og alltaf er jafn ljúft að fara þang- að í heimsókn. Afi sagði mér og kenndi svo margt sem ég mun búa að í framtíðinni. Ég sakna hans mjög mikið en veit að núna líður honum betur og hann þjá- ist ekki lengur. Minningin um afa mun lifa í hjarta mínu um alla eilífð, ég minnist hans með bros á vör. Anna María Sigurgísladóttir frá Hrísum. Elsku afi. Svona er lífið, við fæð- umst og við deyjum. Við fæðingu er fagnað en við andlát er syrgt. Í dag syrgjum við, því þú ert að kveðja okkur. En við vitum að þér líður bet- ur núna því þér leið ekki alltaf vel síðustu árin vegna veikinda þinna. Einnig vitum við að okkar leiðir eiga eftir að liggja saman á ný. Þessi sannfæring styrkir okkur í sorg og hjálpar okkur og fjölskyldu að sætta okkur við kveðjustundina. Þú varst snillingur að vinna með okkur barnabörnum þínum og þú fékkst okkur ávallt til að fylgja þér, því þú varst leiðtogi og okkur fyr- irmynd hvort heldur við vinnu eða leik. Við leituðum ávallt fyrst til þín með vafamál, áður en við leituðum til foreldra okkar. Við minnumst þess innilega þegar þú í hæversku þinni baðst okkur að finna þig, og gauk- aðir að okkur barnabörnunum smá- pening sem þýddi mikið fyrir okkur. Og þegar þú stóðst á hlaðinu í sveit- inni með mjúka silkigráa hárið og kallaðir að við ættum að klæða okk- ur betur þó svo að úti væri sól og hiti. Elsku afi, þú brostir og varst svo glaður þegar þú eignaðist þitt fyrsta langafabarn í mars á þessu ári. Við eigum ávallt eftir að minnast þín, ekki bara sem besta afa í heimi held- ur líka sem góðan vin. Blessuð sé minning þín. Guðrún og Halldóra. Þá er komið að því að ég þarf að kveðja elsku besta afa minn, ég hafði aldrei búið mig undir þessa stund og ætlaði helst ekki að gera það. En nú er komið að því og þá verð ég að vera jafn sterkur og þú varst alltaf að takast á við sorgina, elsku afi. Þú varst alltaf svo góður við mig og kenndir mér mikið, þú kenndir mér að keyra og að reyna að vera réttlátur. Og ég gleymi aldrei þegar við vor- um tveir einir heima í sveitinni er amma fór til útlanda, þá var gaman hjá okkur, við höfðum allt eins og vildum, t.d. þvoðum ekki alltaf upp á réttum tíma en alltaf gerðum við það fyrir rest. Elsku afi, mér finnst ég bara vera hálfur maður núna því þú og amma voruð mér allt en nú hefur þú kvatt mig en eftir hef ég ömmu, þetta er svo erfitt en ég mun takast á við að- stæður og gang lífsins. Eins og sagt er í Söknuði eftir Vilhjálm Vil- hjálmsson: Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Elsku afi, þú varst búinn að fá að reyna mikið í lífi þínu, sjúkdómurinn sem þú hafðir og sonarmissirinn, en alltaf varstu sterkur og hress og lést ekki mikið á þig fá. Þú vannst mikið og vildir alltaf hafa eitthvað fyrir stafni, tókst þér sjaldan frí frá vinnu, er mér sagt. En afi, við munum öll sigrast á sorginni, vitandi að þú ert kominn til himna og fylgist með okkur þaðan. Ég trúi ekki öðru en að þú takir þig vel út með hvíta vængi, þeir fara hvíta hárinu þínu sennilega mjög vel. Afi, ég mun tala við þig á hverjum degi og ég veit að þó þú sért ekki hjá okkur getur þú alltaf hjálpað mér eins og þú gerðir. Að lokum bið ég innilega fyrir því að þú hafir það sem best, þú átt það skilið og afi, ég veit það, að við hitt- umst á ný. Takk fyrir allt, afi. Þinn Friðrik. Hvernig get ég lifað án afa? Þetta var örugglega fyrsta hugsun mín rétt fyrir hádegi 27. júní, daginn sem afi minn lést og mamma lét mig vita að hann væri dáinn. Mér leið annars fyrst og fremst hörmulega að geta ekki verið hjá fjölskyldu minni og geta stutt mig við þau. En ég áttaði mig fljótt á því að ég var í raun pínu sjálfselsk að hugsa svona, ég átti í raun aðeins að gleðjast yfir því að hann væri laus úr þeirri prísund sem hann var fastur í, því hann þjáðist af Alzheimer o.fl. Sveinbjörn Karl Halldórsson var látinn og ég ákvað að reyna að minn- ast hans með nokkrum orðum. Fyrsta minning mín um afa var að við krakkarnir vorum með afa úti í fjósi að brynna kindunum. Hann lét engan vera útundan og leyfði öllum að prófa að halda á slöngunni. Við vildum öll vera eins og afi. Afi elsk- aði öll dýr og öll dýr elskuðu afa, hann vildi ekki hugsa til þess að eitt einasta dýr þjáðist, og honum leið illa að vita að enginn hugsaði um dýrin hans ef hann var ekki heima þó ekki væri nema í nokkra daga í mesta lagi. Svo man ég alltaf hve flott hárið á honum afa var. Hvítt og alltaf vel greitt og snyrtilegt, hvort sem hann var að fara út í fjós að hugsa um kindurnar, sem voru hans líf og yndi, eða að fara í veislu. Hann afi var góður maður og var með stórar hendur, sem var gott því hann átti heil ósköp af barnabörnum sem enduðu í tölunni 13 og nú mán- uði fyrir andlát okkar ástkæra afa bættist eitt lítið sætt barnabarna- barn við í hópinn. Ég sakna hans afa míns rosalega mikið en alltaf þegar ég er að hugsa um hann þá raula ég lagið hans afa. Þess vegna í minningu afa langar mig að láta fylgja þennan lagbút: Fram í heiðanna ró fann ég bólstað og bjó, þar sem birkið og fjalldrapinn grær. Þar er vistin mér góð aldrei heyrist þar hnjóð þar er himininn víður og tær. (Friðrik A. Friðriksson.) Við elskum þig. Lína Björg Sigurgísladóttir frá Hrísum. Mín sterkasta minning af afa er að hann gerði aldrei mun á milli mín og hinna krakkanna. Ég var um tveggja ára þegar ég kynntist afa. Mamma sagði mér að þegar ég kom fyrst í Birkilundinn þá hefði ég labb- að beint til afa og faðmað hann eins og að við hefðum alltaf þekkst. Mér hefur alltaf fundist eins og við höfum alltaf þekkst. Við búum í Reykjavík og oftast þegar við vorum að fara heim gaf hann okkur aur til að eiga örugglega nóg af sælgæti á leiðinni suður. Þegar ég hugsa um afa, þá sé ég hann úti í fjósi að brynna kindunum eða í sparifötunum að reka á eftir öllum, svo hræddur um að verða of seinn þegar allir eru meira en hálf- tíma á undan áætlun eða sitja bara við eldhúsborðið á Hrísum. Ég heyri ekki hvað hann segir en ég sé bara glaðlega brosið og stolt í augum hans þegar hann lítur yfir börnin sín. Elsku afi ég vona bara að þú sjáir öll tárin sem falla þér til heiðurs. Eydís Ósk Ásgeirsdóttir. SVEINBJÖRN KARL HALLDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.