Morgunblaðið - 09.07.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 09.07.2002, Síða 25
FYRRVERANDI júgóslavneskur hermaður, Ivan Nikolic, var í gær dæmdur í átta ára fangelsi fyrir stríðsglæpi sem hann framdi í Kós- óvó árið 1999. Nikolic var fundinn sekur um að hafa skotið á, og drepið, tvo Kósóvó-Albana í þorpinu Peduh í maí árið 1999, en þá stóðu loftárásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu sem hæst. Nikolic, sem er Serbi, er fyrsti Júgóslavinn sem dæmdur hefur ver- ið sekur fyrir stríðsglæpi af júgó- slavneskum dómstól, tveir aðrir Serbar hafa einnig verið ákærðir fyrir stríðsglæpi sem þeir eiga að hafa framið í Kósóvó, en þeir hafa ekki enn verið leiddir fyrir dómara. Núverandi stjórn landsins hefur lagt á það áherslu að þeir sem báru ábyrgð á voðaverkum þeim sem framin voru árið 1999 í Kósóvó-hér- aði og í Bosníu-Hersegóvínu árin 1992 til 1995 verði leiddir fyrir rétt í heimalandi þeirra. Stjórnmálaskýr- endur segja að erfitt sé fyrir ríkis- stjórnina að senda úr landi alla þá sem ákærðir hafa verið af saksókn- ara Alþjóðlega stríðsglæpadómstóls- ins í málefnum fyrrverandi Júgó- slavíu sem staðsettur er í Haag. Almenningur í Júgóslavíu sé al- mennt á móti því og þess vegna reyni stjórnvöld að friða bæði þegna sína og dómstólinn í Haag með því að leiða hina grunuðu fyrir júgóslav- neska dómstóla. Sakborningur fluttur til Haag Fyrrverandi bosníu-serbneskur embættismaður var sendur til Haag í gær, en hann var handtekinn af hermönnum NATO á sunnudag. Maðurinn, Miroslav Deronjic, var háttsettur embættismaður í bænum Bratunac í austurhluta Bosníu, sem er í nágrenni borgarinnar Srebren- ica, meðan á Bosníustríðinu stóð. Deronjic er gefið að sök að hafa fyrirskipað árás á þorpið Glogova, sem er nærri Bratunac, árið 1992, en um 60 múslimar sem bjuggu þar voru drepnir í árásinni. Eiginkona Deronjics sagði að sex vopnaðir menn hefðu komið inn á heimili þeirra og lamið Deronjic með byssu- skeftum sínum að fjórum börnum þeirra hjóna ásjáandi. Alþjóðadómstóllinn í Haag leitar nú 23 manna sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi sem framdir voru í Bosníustríðinu og eru þeir Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba í stríðinu, og Ratko Mladic, yfirmaður herafla þeirra, efstir á listanum. Þá hafa friðargæsluliðar NATO í Bosn- íu handtekið meira en 20 menn grunaða um stríðsglæpi og eru flest- ir þeirra Bosníu-Serbar. Átta ár fyrir stríðsglæpi Júgóslavneskur dómstóll kveður upp fyrsta dóminn yfir stríðsglæpamanni AP Fangaverðir fylgja Ivan Nikolic inn í dómshúsið í Prokuplje, um 280 km sunnan við Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu. Nikolic var í gær dæmdur í átta ára fangelsi fyrir morð á tveimur Kósovó-Albönum árið 1999. Sarajevo. AP, AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.