Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 2
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HK SKAUST Í ANNAÐ SÆTIÐ Í HANDBOLTANUM / C2 SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins eru miklar líkur á því að bræðurnir Stefán og Þórð- ur Þórðarsynir gangi til liðs við ÍA á ný, en þeir léku báðir með yngri flokkum félagsins sem og meistaraflokki liðsins áður en þeir héldu út í at- vinnumennsku. Stefán var hjá Stoke sl. tvö ár. Þórður var um skeið samningsbundinn sænska liðinu Norrköping en varði mark KA á sl. leik- tíð. Árið þar á undan var hann í herbúðum Vals- manna. Engir samningar hafa verið undirrit- aðir að svo stöddu og er málið enn á frumstigi. Gunnar Sigurðsson formaður rekstrarfélags mfl. ÍA sagði í gær að ekki væri farið að ræða þessi mál innan stjórnar. Aðspurður um stöðu Ólafs Þórs Gunnarssonar markvarðar ÍA, sem á enn eitt ár eftir af samningi sínum, sagði Gunn- ar. „Ólafur er samningsbundinn ÍA og við höf- um ekki hug á að rifta þeim samningi.“ Stefán og Þórður á Skagann? Snorri segir að málið hafa áttsér stuttan aðdraganda. „Ég veit að forráðamenn Grosswall- stadt hafa séð upptökur af leikjum sem ég hef tekið þátt í, þar á með- al leiki frá World Cup í Svíþjóð í haust. Þeir settu sig síðan í sam- bandi við mig og buðu mér út í kjölfarið. Nú þegar hlé hefur verið gert á deildarkeppninni hér heima þá er upplagt að nota tækifærið og taka þessu boði, en ég reikna með að alvara liggi að baki þessu úr því að verið er að bjóða mér út,“ sagði Snorri sem reiknar með að taka þátt í þremur æfingum með liðinu. Grosswallstadt er fornfrægt fé- lag í þýskum handknattleik. Það hefur sjö sinnum orðið þýskur meistari og fimm sinum bikar- meistari auk þess sem það hefur unnið sigur í Evrópumótum fé- lagsliða nokkrum sinnum, m.a. lagði það Val í úrslitaleik Evr- ópukeppni meistaraliða 1980. Þá vann það Borgakeppni Evrópu fyr- ir tveimur árum. Grosswallstadt hefur ekki vegn- að sem best á núverandi leiktíð og er í 13. sæti af 18 liðum. Stefnan er hins vegar að styrkja leikmanna- hópinn fyrir næstu leiktíð og er ætlun forráðamanna liðsins að fá a.m.k. fjóra nýja leikmenn. Þjálfari liðsins er Peter Meisinger sem lék með Grosswallstadt á blómatíma þess fyrir um 20 árum. „Þetta er spennandi tækifæri og því rétt að skoða það til hlítar,“ sagði Snorri sem segir það ekki hafa komið til umræðu að hann haldi út strax eft- ir áramót, en leikmannamarkaðn- um í Þýskalandi verður lokað um áramót. „Hvað sem út úr þessari ferð kemur er ljóst að ég ætla að ljúka keppnistímabilinu með Val, ekki kemur til greina að fara út fyrr,“ segir Snorri Steinn. Sigurður Bjarnason er eini ís- lenski handknattleiksmaðurinn sem leikið hefur með Grosswall- stadt, 1991 til 1994. Snorri til Grosswallstadt SNORRI Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður í Val, hélt í morgun til þýska efstu deildarliðsins Grosswallstadt og verður þar við æfingar fram sunnudag. Lítist forráðamönnum liðsins vel á pilt má reikna með að þeir geri honum tilboð um samning. „Ég reikna með að þeir bjóði mér samning, annars væru þeir varla að bjóða mér til sín til æfinga og sýna mér svo mikinn áhuga sem raun ber vitni,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Snorri Steinn Guðjónsson fagnar einu af níu mörkum sínum fyrir Val í gærkvöld en Valsmenn unnu þá stórsigur á Haukum, 35:26. Morgunblaðið/Golli TALSMAÐUR stuðningsmanna- félags norska liðsins Brann, Mads Hansen, segir að Teitur Þórð- arson hafi valið auðveldu leiðina til þess að yfirgefa liðið, en Teit- ur sagði af sér sem þjálfari liðs- ins á þriðjudaginn. Hansen segir að Teitur hafi „stungið af frá hálfkláruðu verk- efni.“ „Teitur hefur ekki staðið sig vel sem þjálfari og hann gerði sér grein fyrir því sjálfur. Í stað þess að berjast með okkur í gegn- um mótlætið sem við eigum við að etja, utan vallar sem innan, þá velur Teitur þá lausn að stinga af með skottið á milli fóta sér. Hann getur ekki skotið sér undan ábyrgð á strögglinu sem liðið lenti í á sl. leiktíð og það sem lið- ið sýndi úti á vellinum er á hans ábyrgð. Í stað þess að líta í eigin barm hefur Teitur kennt slæmri fjárhagsstöðu liðsins og sölu á leikmönnum um hvernig fór,“ segir Madsen við norsku útvarps- stöðina P4. Teitur segir sjálfur að stjórn félagsins hafi breytt atriðum sem lúta að þjálfun félagsins án þess að hafa samráð við hann og það hafi fyllt mælinn af hans hálfu. Teitur fær kaldar kveðjur VALSMENN hafa ekkert heyrt frá norska knattspyrnuliðinu Brann varðandi Ármann Smára Björnsson en forráðamenn félagsins ætluðu að setja sig í samband við Val í byrj- un desember með það fyrir augum að gera tilboð í leikmanninn. Valsmenn lánuðu Ármann til Brann undir lok sumars að beiðni Teits Þórðarsonar, þjálfara Brann, og lék hann með liðinu út leiktíðina í Noregi. Ármann stóð sig vel og hjálpaði Brann-liðinu talsvert á lokasprettinum sem tókst að forð- ast fall í 1. deildina. „Það hefur enginn talað við okk- ur frá Brann og við lítum svo á að þetta mál sé dautt. Ég á ekki von á því að þeir láti í sér heyra núna fyrst Teitur er hættur hjá félaginu og við reiknum bara með því eins og staðan er í dag að Ármann verði með okkur á komandi leiktíð,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Vals, í samtali við Morgunblaðið. Valur hefur ekkert heyrt frá Brann 2002  FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER BLAÐ C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F BAKKAVÖR SAMKEPPNI PENNINN Bakkavör Group hefur stækkað mjög á þeim 16 árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins Mikil samkeppni ríkir á gosdrykkjamarkaðnum á Íslandi á milli Vífilfells og Ölgerðarinnar Penninn verður 70 á́ra á morgun. Viðtal við Gunnar B. Dungal for- stjóra fyrirtækisins HÉR HUGSUM/4 MIKIL SAMKEPPNI/6 SJÖTUGUR/5 ÁREIÐANLEIKAMAT KPMG vegna sölu ríkisins á 45,8% hlut í Landsbanka Ís- lands er ekki í samræmi við mat bankans á eigin verðmæti, sem lagt hefur verið til grundvallar í samningaviðræðum einkavæð- ingarnefndar og Samson ehf. Talsmaður Samson-hópsins staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að hópurinn hafi þó ekki fengið skýrslu KPMG afhenta, en á von á að hún verði af- hent á fundi með einkavæðingarnefnd sem haldinn verður fyrir jól. „Nú er komið í ljós að óháður aðili telur að verðmæti bankans sé annað en kynnt hafði verið. Þá er spurning hvernig einkavæðingarnefnd bregst við þeim tíðindum,“ segir hann. Ekki náðist í Ólaf Davíðsson, formann framkvæmdanefndar, um einkavæðingu. Landsbanki Íslands sendi frá sér frétta- tilkynningu í tilefni fréttar Fréttablaðsins í gær, þar sem fullyrt var að áreiðanleika- könnunin gæfi tilefni til verulegrar lækkun- ar söluverðs. „Bankastjórn Landsbanka Ís- lands hf. á ekki beina aðild að þeim viðræðum sem nú fara fram um kaup Eign- arhaldsfélagsins Samson ehf. á stórum hlut í bankanum og mun bankinn því ekki tjá sig um stöðu þeirra viðræðna. Landsbankinn tekur þó fram að í því ferli hefur ekki komið fram gagnrýni á reikningsskil Landsbanka Íslands hf. Landsbankinn hefur verið skráð félag á aðallista Kauphallar Íslands frá því haustið 1998 og allar nauðsynlegar upplýsingar um málefni félagsins liggja fyrir opinberlega, nú síðast afkomutilkynning vegna 9 mánaða uppgjörs bankans frá 24. október 2002 Í tilkynningu frá einkavæðingarnefnd til Kauphallar Íslands, dags. 29. nóvember 2002, kom eftirfarandi fram: „Í tilkynningu til Kauphallar, dags. 21. október sl., um samkomulag við Samson eignarhaldsfélag ehf. um kaup á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands hf., var greint frá því að áformað væri að ganga frá kaupsamningi fyrir lok nóvember 2002. Frágangur kaup- samnings hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert og er nú miðað við að kaupsamn- ingur verði undirritaður fyrir áramót.“ Vinna að frágangi málsins fer nú fram samkvæmt ofangreindri tímaáætlun.“ F J Á R M Á L Verðmæti Landsbank- ans á reiki „Ekki gagnrýni á reikningsskil “ INGVAR Baldursson, rafmagnstæknifræð- ingur og sjóðfélagi í LAT, Lífeyrissjóði arki- tekta og tæknifræðinga sem sameinaðist AL- VÍB undir nafninu Almenni lífeyrissjóðurinn sl. þriðjudag á fundi þar sem 92 félagsmenn studdu sameininguna en 39 voru gegn henni, sem þýðir að aðeins fjórum atkvæðum mun- aði að sameiningin yrði felld, segir að samein- ingin sé skref aftur á bak í lýðræðislegu sjón- armiði fyrir sjóðfélaga í LAT þar sem í sameinaða sjóðnum skipi rekstraraðili sjóðs- ins Íslandsbanki 2 menn af 6 í stjórn sjóðsins en hinir fjórir eru kosnir á félagsfundi. „Al- mennt eru menn að fara í þá átt að leyfa sjóð- félögum að hafa áhrif í stjórninni en á sama tíma erum við í LAT að stíga í hina áttina,“ segir Ingvar. Bergsteinn Gunnarsson, formaður stjórnar LAT, segir að LAT hafi óskað eftir því að öll stjórn hins nýja félags yrði kosin á sjóð- félagafundi en ekki haft erindi sem erfiði. „Ís- landsbanki kom reyndar til móts við okkur og fækkaði sínum mönnum í stjórn. Það er von mín og trú að með tíð og tíma minnki áhrif bankans enn frekar.“ Bannað að tjá sig á vefnum Ingvar Baldursson hefur ýmislegt fleira út á málið að setja og segir meðal annars að sjóð- félagar hafi ekki fengið að birta sjónarmið sín á heimasíðu sjóðsins. Bergsteinn viðurkennir að menn hafi leitast eftir að koma þar inn greinum en segir að engin skipulögð um- ræðusvæði séu til boða á vefnum. „Þeirri beiðni var hvorki hafnað né tekið,“ sagði Bergsteinn. Ingvar er jafnframt óánægður með skort á upplýsingagjöf varðandi sameininguna og segir að samþykktir hins nýja sjóðs eða þær breytingar sem gerðar voru á þeim hafi ekki verið kynntar sjóðfélögum fyrr en á fundinum sjálfum þegar kjósa átti um sameininguna. „Samkvæmt lögum LAT á að liggja fyrir til- laga hvernig svona mál eiga að vera borin upp og það er lögfræðilegt álitaefni hvort rétt hafi verið staðið að þessu,“ segir Ingvar og kveðst íhuga að leita álits lögfræðings vegna þessa. Bergsteinn Gunnarsson vísar þessu á bug og segir að gögn vegna sameiningarinnar hafi fylgt fundarboði fyrir aukaaðalfund sjóðsins í október sl. auk þess sem þau séu aðgengileg á vefsíðum bæði LAT og ALVÍB. Ingvar segir að athyglisvert sé að aðeins 92 félagar ráði endanlega úrslitum um samein- inguna. „Það eru aðeins 5% af sjóðfélögum sem samþykkja að leggja þennan sjóð niður. Er það eðlilegt?“ spyr Ingvar. „Það er mitt mat að menn hefðu átt að sýna manndóm og þor í að bera þetta undir félagsmenn í póst- kosningu.“ Bergsteinn segir að það sé einfaldlega ekki gert ráð fyrir því í samþykktum LAT að hægt sé að kjósa í póstkosningu. „Við erum ekkert á móti póstkosningu. Hana þarf bara að und- irbúa vandlega.“ Bergsteinn segir að það mikilvægasta við sameiningu sjóðanna að tryggingafræðilegur grunnur fyrir samtryggingu sjóðfélaga LAT hafi styrkst verulega og sjóðfélögum bjóðist nú fleiri ávöxtunarleiðir en áður. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri nýja sjóðsins, bendir á að þarna sé verið að sameina stéttarfélagssjóð og sjóð sem er stofnaður og rekinn af fjármálafyrirtæki. „ALVÍB er stofnaður af Íslandsbanka og rek- inn af honum. Það eru 16.000 félagar í ALVÍB sem hafa gengið í sjóðinn m.a. af því að hann er rekinn af bankanum. Bankinn telur mjög eðlilegt að hann hafi ítök í stjórn sjóðsins vegna ábyrgðar sinnar gagnvart sjóðfélögum sem koma úr ALVÍB,“ segir Gunnar og bend- ir á að allir stjórnarmenn séu jafnframt sjóð- félagar. Annað atriði sem Ingvar gerir at- hugasemd við er það ákvæði í samþykktum nýja sjóðsins að atkvæðisvægi sé á bilinu 1– 35 þrátt fyrir að einstaka aðilar eigi fleiri at- kvæði skilið miðað við inneign sína í sjóðnum. Gunnar segir að í ákvörðun um þetta hafi ver- ið farið bil beggja. „Um þetta má alltaf deila. Í ALVÍB var atkvæðavægi algjörlega eftir inneign en í LAT gilti einn maður eitt at- kvæði. Í þessum nýja sjóði var farinn milli- vegur þannig að þeim sem litla inneign eiga var veittur lágmarksatkvæðisréttur en síðan var líka sett hámark. Ég tel persónulega að það sé rétt að atkvæðamagn fari eftir inneign vegna þess að hagsmunir þeirra sem eiga mikið eru yfirleitt meiri en hjá þeim sem eiga litla inneign eða réttindi,“ sagði Gunnar Bald- vinsson. Deilt um sameiningu LAT og ALVÍB Gagnrýnt að áhrif sjóðfélaga minnki. Bankinn telur áhrif í stjórn eðlileg.  Miðopna: Mikil samkeppni og oft skemmtileg K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Stendur til a› fjölga atvinnutækjum? BOÐIÐ FIMMTA SÆTIÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur ákveðið að þekkjast boð Samfylkingarinnar um að skipa 5. sæti listans í Reykjavíkurkjör- dæmi norður. Storkur fluttur suður Storkurinn Styrmir var fangaður á Breiðdal í gær og fluttur með flug- vél til Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem hann fékk vist í Húsdýragarð- inum. Ekki greitt fyrir ferliverk Frá áramótum verður hætt að greiða læknum á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi fyrir ferliverk á göngudeildum. Æfir hjá Grosswallstadt Snorri Steinn Guðjónsson, hand- boltamaður í Val, fór í gær til æfinga hjá þýska félaginu Grosswallstadt. Er talið að félagið geri honum tilboð ef mönnum líst á piltinn. Metafli Hólmaborgar SU Afli Hólmaborgar SU á árinu var sá mesti sem um getur. Skipið fisk- aði um 93.000 tonn af uppsjávarfiski á árinu. Vilhelm Þorsteinsson EA var með mest aflaverðmæti, um 1.400 milljónir kr. Sakar Saddam um lygi Utanríkisráðherra Breta, Jack Straw, segir Saddam Hussein Íraks- forseta ljúga er hann fullyrði að Írakar eigi engin gereyðingarvopn. Bretar og Bandaríkjamenn segja að í vopnaskýrslu Íraka skorti mik- ilvægar upplýsingar. Kaupþingsbréf í höllinni Viðskipti hófust í gær í kauphöll- inni í Stokkhólmi með bréf í Kaup- þingi banka hf. Y f i r l i t FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Minningar 41/44 Erlent 13/18 Skák 46 Höfuðborgin 20 Staksteinar 58 Akureyri 24/25 Bréf 60/61 Suðurnes 28/29 Kirkjustarf 45 Landið 30 Dagbók 62/63 Neytendur 31/32 Fólk 64/69 Listir 32/35 Bíó 66/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70 Viðhorf 40 Veður 71 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið Sjónvarpsdagskráin frá Sonet ehf. Blaðinu verður dreift um allt land. RANNSÓKNANEFND sjóslysa hefur tekið að sér að rannsaka hvernig staðið var að björgun skipverja á Svanborgu SH 404 sem fórst undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi 7. desember 2001. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem sérstök rann- sókn á björgunarþætti sjóslyss fer fram hér á landi. Ennfremur hefur orðið uppvíst um meintan galla á skýrslu nefndarinnar um sjóslysið og verður sá hluti málsins rannsakaður upp á nýtt. Í Svanborgarslysinu komst einn skipverja lífs af er honum var bjargað um borð í varnarliðs- þyrlu við illan leik en þrír bátsfélagar hans fór- ust. Rannsókn á björgunarþætti málsins er tilkom- in vegna sérstakrar beiðni frá samgönguráðu- neytinu. Jón Ingólfsson, framkvæmdastjóri rann- sóknanefndar sjóslysa, segir að nefndin muni fara yfir öll málsatvik til að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis við björgunina og hvort eitt- hvað sé hægt að gera til úrbóta. Meðal þess sem rannsakað verður er hvort fjarskiptasamband milli björgunaraðila hafi verið nægilega gott. Rannsóknin verður unnin með svipuðu sniði og sjóslysarannsóknir nefndarinnar. Býst Jón við því að rannsóknin verði nokkuð umfangsmikil en stefnt sé að því að skila skýrslu um málið í lok janúar eða byrjun febrúar. Rangar upplýsingar um loftinntak Þá hefur rannsóknanefndin ennfremur komið auga á villu í skýrslu sinni frá í maí sl. um orsakir Svanborgarslyssins. Villan á rætur sínar að rekja til rangra upplýsinga sem nefndin hafði um loft- inntak í vélarrúmi. Jón segir aðspurður ekki um það að ræða að skýrslan verði ógild, heldur gefin út með leiðréttingum. Segir hann aðspurður ekki standa til að taka upp rannsóknina í heild, heldur athuga þennan tiltekna þátt. Tildrögin eru þau að útgerðarmaður af Snæfellsnesi sendi nefndinni athugasemd um þennan þátt rannsóknarinnar. Jón segir að nokkuð hafi kveðið að þeim galla í bátum sömu gerðar og Svanborg, að vökvi hafi komist í vélarrúm. Því hafi loftinntökum á bát- unum verið breytt ásamt loftinntökum í vélar- rúminu sjálfu. Í skýrslu sinni byggði nefndin á þeim heimildum að loftinntakskassi fyrir vélar- rúm hafði verið stækkaður og inntakinu snúið aftur vegna hávaða og vandræða með að vökvi átti greiða leið í vélarrúm. Nefndin taldi sterkar vísbendingar um að eftir að veður versnaði hafi mikið magn af sjó átt greiða leið að loftinntaki að- alvélar og stíflað loftsíuna með þeim afleiðingum að vélin stöðvaðist. Verður þessi forsenda könnuð upp á nýtt vegna framkominna athugasemda. Svanborgarslysið kallar á tímamótarannsókn á björgunarþætti sjóslyss Rannsakað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis við björgunina TUTTUGU og fjögurra ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þrjár líkamsárásir í maí, júní og ágúst í fyrra. 21 árs sam- verkamaður hans við þá síðustu hlaut sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Er þetta í fimmta sinn sem fyrrnefndi maðurinn er dæmdur fyrir líkamsárás. Yngri maðurinn gekkst við sök og féllst á bóta- greiðslur en hinn krafðist sýknu í öll- um ákæruatriðum og kvaðst jafnvel hvergi hafa komið nærri. Sannað þótti hins vegar með framburði vitna að hann hefði gerst sekur um öll brot- in sem honum voru gefin að sök og að líkamsárásir hans hefðu bæði verið grófar og tilefnislausar og allar beinst að höfði fórnarlamba hans. Maðurinn, sem er 24 ára, hefur fjórum sinnum áður verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Hinn 5. maí 2001, daginn fyrir fyrstu líkamsárásina sem hann var dæmdur fyrir í gær, var honum veitt reynslulausn á refsingu 150 daga, skilorðsbundið í ár. Með árásunum sem dæmt var fyrir í gær rauf hann skilorð reynslulausnarinn- ar. Þótti það sýna styrkan og einbeitt- an brotavilja hans að hafa framið fyrstu árásina af þremur daginn eftir að honum var veitt reynslulausn. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir Braut af sér dag- inn eftir að hon- um var sleppt 1. árásin, aðfaranótt 6. maí. Réðst á 35 ára gamlan mann við Bifreiðastöð Íslands, skallaði hann eða sló hann hnefahögg með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut mikið glóðarauga, brot í vinstri augntóft sem leiddi til skertrar hreyfigetu á vinstra auga, líklega varanlegrar. Ennfremur hlaut maðurinn skurð á höfði og tann- króna brotnaði af framtönn. 2. árásin, aðfaranótt 23. júní. Sló 17 ára gamlan pilt á Lækj- artorgi hnefahögg í andlitið svo hann féll í jörðina með þeim afleið- ingum að hann kinnbeinsbrotnaði. 3. árásin, aðfaranótt 12. ágúst. Í félagi við 20 ára gamlan mann réðst hann á 35 ára gamlan mann við Tryggvagötu. Með höggum og spörkum felldu þeir hann í jörðina, sá yngri sló manninn nokkrum sinnum í andlit en hinn sparkaði í efri hluta líkama mannsins, allt með þeim afleiðingum að mað- urinn marðist á vinstra auga, hlaut skurð á augnlok, roða í báðar augnhvítur, bólgnaði á kinnbeinum og vörum og hlaut sár á vör. Þrjár lík- amsárásir SEXTÁN liðsmenn Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins luku í gær þriggja daga æfingu sem haldin er reglulega til að viðhalda þjálfun yngstu slökkviliðsmannanna. Eru það liðsmenn SHS sem hafa verið 1–2 ár í slökkviliðinu. Sex leiðbein- endur tóku einnig þátt í æfingunni og voru æfingar fjölbreyttar. Farið var í reykköfun í brennandi húsi þar sem menn voru látnir ganga eins nálægt eldinum og þeir þoldu auk þess sem ýmis verkefni voru lögð fyrir þá í reykjarsvælunni. Æft hefur verið á ýmsum stöðum í borg- inni og endað á húsi við Hitaveitu- veg sem kveikt var í og menn látnir æfa slökkvistörf og reykköfun. Höskuldur Einarsson, stöðvarstjóri hjá SHS, sagði æfingarnar hafa gengið mjög vel, en reynt talsvert á mannskapinn. Morgunblaðið/Kristinn Ungir slökkviliðs- menn í reyknum 58 ÁRA gamall útlendingur sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í lok október með um 1½ kíló af kók- aíni innanklæða, sagðist fyrir dómi í gær hafa átt að fá 5.000 evrur fyrir að flytja fíkniefnin til landsins, jafn- virði um 430.000 íslenskra króna. Ákæra ríkissaksóknara á hendur manninum var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Þar játaði hann að hafa flutt efnið í ágóðaskyni til landsins og að sér hefði verið ljóst að efnið var að verulegu leyti ætlað til sölu hér á landi. Kvaðst hann þó einungis hafa samþykkt að flytja eitt kíló af efninu en ekki 1½ kíló. Allt að 12 ára fangelsisrefsing liggur við brotum af þessu tagi. Handtekinn með kókaín Átti að fá 5.000 evrur fyrir flutn- inginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.