Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 61
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 61 Á HVERJUM degi deyja út tegund- ir búfjár og jurta, þar með taldar trjátegundir. U.þ.b. 30% af búfjár- kynjum í heiminum, sem nú finnast, eru í útrýmingarhættu og geta horf- ið í náinni framtíð. Við flýtum fyrir þessari þróun með því að krefjast æ meiri framleiðni í landbúnaði og með því að fella dýr sem standast ekki kröfur okkar um afköst. Það eru ekki einungis gömlu búfjárkynin, landkynin, sem þarf að vernda og varðveita, heldur einnig kyn sem eru nú í fullri framleiðslu. Eyðileggjum við fyrir framtíð- inni? Sjálfbær þróun fullnægir núver- andi þörfum okkar án þess að spilla möguleikum komandi kynslóða til að uppfylla þarfir sínar. Hugtakið sjálf- bær þróun er notað í margvíslegu samhengi, en þeir eru án efa margir sem eru ekki að velta því fyrir sér hvað í því felst. Stjórnvöld hafa með aðild sinni að ýmsum alþjóðlegum samningum og framkvæmdaáætlun- um tekið á sig skuldbindingar um að framfylgja sjálfbærri þróun hvar sem það á við. En standa þau við það? Á flestum Norðurlandanna hef- ur verið hrundið í gang einstökum framkvæmdaáætlunum, en hver er árangurinn? Þetta er ekki nóg. U.þ.b. 60 búfjárkyn á Norðurlönd- unum eru nú í útrýmingarhættu. Ætlum við að láta þau hverfa eða ætlum við að bjarga þeim? Hvernig er unnt að varðveita bú- fjárerfðaauðlindir okkar? Núorðið eru til aðilar sem hafa með höndum varðveislu búfjárkynja á öllum Norðurlöndunum, en skipu- lag þeirra og starfsemi er með ýmsu móti. Hlutverk þeirra allra er að varðveita allar þær erfðalindir bú- fjár sem fyrirfinnast. Huga þarf að varðveislu margra búfjárkynja og mörg gömul landkyn eru í útrýming- arhættu, en mörk þess að tegund deyi út eru talin þau þegar innan við 100 kvendýr eru eftir. Í framtíðinni mun þetta leiða til skorts á erfða- breytileika og einhæfni. Viljum við að allar kýr líti eins út og hafi sömu eiginleika eða viljum við hafa marg- breytileika? Þróunin um þessar mundir stefnir að einhæfni. Jafnvel þó að Norðurlöndin standi sig ekki verst í þessum efnum gerist margt sem vekur okkur ugg, svo sem skyldleikarækt og einhliða áhersla á miklar afurðir. Erfðafjölbreytni í framtíðinni er undir því komin að bændur og ræktunarsamtök varð- veiti erfðafræðilega breidd í búfjár- kynjum og ræktunarhópum sínum sem og að yfirvöld leggi skýrar línur um varðveislu og sjálfbæra nýtingu búfjárkynjanna. Hvers vegna þarf að tryggja varð- veislu erfðaefnis til notkunar í fram- tíðinni? Svarið er einfalt: Öryggi afkom- enda okkar. Starf að þessari varð- veislu byggist nú á áhuga einstakra manna, eldhuganna. Í framtíðinni munu þessi mál einkum verða í höndum lykilmanna sem eru bænd- ur, sem skilja þörfina. Til að tryggja fjölbreytileika búfjár verður hið op- inbera að gefa þessum bændum góð tækifæri með vinnureglum og fjár- stuðningi til að halda búfjárkyn í út- rýmingarhættu. Samtök um ræktun búfjár verða einnig að leggja þessu máli lið. Það hefur grundvallargildi fyrir siðferðilegar skyldur okkar, vísindalega þörf, og vistfræðilega og hagfræðilega þróun í landbúnaði. LIV LÖNNE DILLE, upplýsingafulltrúi Norræna genbankans fyrir búfé. www.nordgen.org Fjölbreytileiki tegunda minnkar Frá Liv Lönne Dille GÓÐIR landsmenn. Jólin eru í nánd. Koma jólanna og boðskapur hátíð- arinnar lætur engan ósnortinn. Allir eiga að hafa tilefni til að gleðjast með sínum nánustu og njóta jólanna í anda kærleikans, gleðja með gjöfum og góðum mat. Strengjum þess heit að láta ekki þann bölvald heimilanna sem áfengið er koma nálægt jólahá- tíðinni.Útilokum áfengið sem mest úr þjóðfélaginu fyrir ókomna fram- tíð. Allir samtaka um þetta og jólahátíðin verður björt og fögur, sannur ljósberi í svartasta skamm- deginu. Áfengisnautnin er að mínu mati sjálfskaparvíti. Almenningsálit- ið til víndrykkju þarf að breytast og snúast með þeim sem vilja uppræta hana. Stjórnvöld landsins og Alþingi verða að fylgja eftir með góðu for- dæmi og taka á áfengisvandanum. Eftir því sem stjórnvöld gefa meira eftir og færa áfengið nær fólk- inu eykst drykkjan og afleiðingar hennar verður sárari og skelfilegri. Ég óska öllum Íslendingum gleði- legrar og áfengislausrar jólahátíðar. ÁRNI HELGASON, fyrrv. stöðvarstjóri, Neskinn 2, Stykkishólmi. Jólahátíð án áfengis Árni Helgason skrifar ÞAÐ vakti mig til umhugsunar um daginn þegar mágur minn og dóttir hans lentu í hrikalegu bílslysi í Bandaríkjunum. Ég fór að hugsa um það hversu hverfult lífið getur verið og að við vitum svo sannarlega ekki hvað er á næstu grösum. Bílslys Mágur minn heitir Skúli og er við doktorsnám í Bandaríkjunum ásamt konu sinni og tveimur börn- um og það þriðja er á leiðinni. Keyrt var á Skúla þar sem hann var að ganga yfir götu með dóttur sína í fanginu, aðeins þriggja ára gamla. Fyrstu fregnir voru þess eðlis að Skúli hefði fótbrotnað illa en Lísa litla væri höfuðkúpubrotin og einhverjar blæðingar í höfðinu. Sem betur fer fór betur en á horfðist, nú eru þau bæði komin heim og virðast ekki hafa hlotið var- anlega áverka, eða svo virðist nú við fyrstu sýn, þó að þau eigi örugglega eftir að muna alla sína ævi hversu hætt þau voru komin nokkrar hræðilegar stundir einn dag í nóv- ember 2002. Að vakna upp Eins og ég sagði áðan vakti þetta mig. Fékk mig til að hugsa um lífið, hversu hverfult það er, hversu langt ég á eftir, hvað á eftir að drífa á daga mína og hvað á eftir að drífa á daga barnanna minna, en ég er fjögurra barna móðir í Hafnarfirði. Undir venjulegum kringum- stæðum væri ég sennilega að hugsa um alla þá hluti sem mig vantar og hvernig ég geti nú eign- ast þá, eins og nýtt sófasett og nýj- an bíl, en ég keyri á eldgömlum bíl og er með sófasett frá langömmu minni og -afa. Hvað ætli kosti að breyta baðinu? Að það verði að mála ganginn fyrir jól. Og hvað þá að kaupa allar jólagjafirnar, baka smákökur, þrífa skápa, rápa í búð- ir og skoða allt sem þær hafa að bjóða. Að ég verði að eiga fyrir jólafötum á börnin, hvort ég ætti að fá mér aukavinnu með náminu til að geta eignast alla þessa hluti, af hverju ég þarf að borga svona mikið í skatta, af hverju er ekki betur hugsað um barnafjölskyldur í þjóðfélaginu og svo framvegis og svo framvegis. Forgangsraða En nú hef ég ákveðið að for- gangsraða og þakka fyrir það sem ég á og njóta þess áður en að það verður of seint. Ég ætla ekki að fá mér aukavinnu og eyða dýrmætum tíma frá börn- unum mínum til þess eins að eiga flottara sófasett eða nýrri bíl. Þenn- an dýrmæta tíma ætla ég að eiga með börnunum mínum, því þessi tími kemur ekki aftur. Ég ætla að þakka fyrir að ég á bað og ég á skápa til að þrífa, ég ætla að þakka fyrir að ég á fyrir jólafötum á börn- in mín, ég á fyrir jólamat. Ég ætla ekki að armæðast yfir sköttunum sem ég borga vegna þess að börnin mín ganga frítt í skóla og fá fría heilbrigðisþjónustu og ég veit að ef eitthvert þeirra lendir í slysi fær það þá bestu þjónustu sem völ er á, sama hvað ég borga í skatta og hvort sem við erum tryggð eða ekki. Hvað er dýrmætast? Ég er búin að komast að því að það dýrmætasta sem ég á hér á jörðu eru börnin mín og ég ætla að rækta það sem er mér dýrmætast. Ég er búin að komast að því að ég er heppin að vera Íslendingur og nú ætla ég að horfa á það sem ég á en ekki það sem ég á ekki. Mig langar að biðja þig, lesandi góður, að staldra við nú rétt fyrir hina miklu jólaös sem í vændum er og velta því fyrir þér hvað þér er dýrmætt og hugsa um það sem þú átt en ekki það sem þú átt ekki. Stoppaðu, hugsaðu, forgangs- raðaðu. UNNUR ARNA SIGURÐARDÓTTIR, Herjólfsgötu 22, Hafnarfirði. Stopp Frá Unni Örnu Sigurðardóttur Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spil- aði stuttan jólatvímenning mánudag- inn 16. desember sl. Síðan var sezt að veizluborði. Þrjár efstu sveitir árlegr- ar sveitakeppni vóru verðlaunaðar: 1) Sveit Kristins Guðmundssonar, 2) Sveit Páls Guðmundssonar, 3) Sveit Unnar Jónsdóttur. Úrslit í tvímenn- ingnum urðu sem hér segir (meðal- skor 60): NS Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugs. 73 Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 72 Guðjón Ottóss. – Guðmundur Guðveigs. 71 Kristinn Guðm. – Guðmundur Pálss. 71 AV Arnór Ragnarsson – Stefán Friðbj. 80 Sigurður Björns. – Sigurjón H. Sigurj. 77 Valdimar Hjartarson – Halldór Jóns. 75 Ernst Backman – Karl Gunnarsson 72 Næst verður spilað í Gullsmáran- um fimmtudagin 9. janúar á nýju ári. Af Hreppamönnum Það er helst að frétta úr Huppu- salnum í Félagsheimilinu á Flúðum að nýlega er lokið hausttvímenningi og var þar hart barist en oft við mikil hlátrasköll. Úrslit fóru sem hér segir: Ásgeir Gestss. – Guðmundur Böðvars. 268 Karl Gunnlaugss. – Jóhannes Sigm. 263 Sigurður Sigm. – Ólafur B. Schram 262 Gunnar Marteinss. – Viðar Gunngeirs. 249 Magnús Gunnlaugss. – Pétur Skarph. 247 Margrét Runólfs – Bjarni H. Ansnes 244 Fyrir skömmu fór fram árleg keppni á milli Rangæinga og Hreppa- manna að Heimalandi undir Eyja- fjöllum en það mun vera í fimmta sinn sem slík keppni fer fram. Hafa Rang- æingar unnið þrisvar en Hreppa- menn tvívegis. Lið austanmanna er skipað fólki úr Hvolhreppi, Landeyj- um og Eyjafjöllum en lið Hreppa- manna var styrkt með spilavinum úr Flóa og frá Selfossi. Úrslit fóru þannig að Rangæingar voru sterkari að þessu sinni og unnu með 84 gegn 64. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 16. desember var spil- aður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 15 para. Sérlegir gestir kvöldsins þeir Þorvaldur Pálmason og Jón Viðar Jónmundsson mættu með jólakonfekt í verðlaun og sýndu keppnisanda sinn í verki með að vinna það sjálfir. En þá var komið að fé- lagsandanum og þeir gáfu eftir verð- launin og flytjast þau á næsta kvöld. Úrslit urðu annars sem hér segir: Þorvaldur Pálmas. – Jón Viðar Jónm. 217 Lárus Péturs. – Sveinbjörn Eyjólfss. 210 Flemming Jessen – Guðmundur Þorst. 195 Ásgeir Ásgeirs. – Guðm. Kristins. 189 Eyjólfur Sigurjóns. – Jóhann Oddss. 187 Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Verðlaunaafhending fór fram í Gullsmáranum sl. mánudagskvöld fyrir sveitakeppni sem fram fór sl. haust. Sveit Kristins Guðmundssonar hlaut fyrstu verðlaun en þetta er fjórða árið í röð og frá upphafi keppninnar í Gullsmára sem sveitin vinnur þessa keppni. Talið frá vinstri: Ernst Bach- man, Karl Gunnarsson, sveitarformaðurinn Kristinn Guðmundsson og Guðmundur Pálsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna SMS FRÉTTIR mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 jean paul Laugavegi 53 Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir Silkimarkaður Silki náttföt: 7.400 kr. Silki náttkjólar: 5.600 kr. Silki sloppar: 6.000 kr. Herraskyrtur og bindi úr tælensku silki. Handofin Pashmina og kasmír treflar og sjöl frá Nepal. Silka Laugavegi 20, opið 11.00-23.00 alla daga fram að jólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.