Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 28
SUÐURNES 28 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA er búið að vera ofsalega skemmtilegt námskeið og Rúnar hefur verið góður kennari,“ sögðu ungu listamennirnir Klara Margrét Jónsdóttir og Ingi Rúnar Árnason, sem sýndu verk sín á samsýningu í Svarta pakkhúsinu um liðna helgi. Klara Margrét og Ingi Rúnar hafa frá því í haust setið námskeið hjá Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ þar sem þau fengu leiðsögn í teikningu og málun, ásamt ýmsum undirstöðuatriðum hvað varðar liti, form og skugga. Kennari var Rúnar Jóhannesson myndlistarnemi og voru nemendur hans frá 6 til 15 ára, raðað í hópa eftir aldri. Klara Margrét sagðist í samtali við Morgunblaðið vera hörð á því að verða myndlistarkona og að stefnan hefði lengi verið sett á Par- ís. „Það er búið að vera mjög gam- an á námskeiðinu hjá Rúnari og ég er búin að læra mjög mikið.“ Ingi Rúnar tók í sama streng og sagðist jafnframt stefna að því að vinna við listsköpun af einhverju tagi. „Á námskeiðinu fannst mér skemmtilegast að mála og það er líka mjög gaman að teikna,“ sagði Ingi Rúnar. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Inga Rúnari Árnasyni fannst skemmtilegast að mála á námskeiðinu og hér er hann við þau verk sín sem valin voru til sýningar í Svarta pakkhúsinu. Klara Margrét Jónsdóttir ætlar að verða myndlistarkona og stefnir að list- námi í París. Hér er hún með leiðbeinandanum, Rúnari Jóhannessyni. Lærdóms- ríkt og skemmti- legt nám- skeið Reykjanesbær TIL athugunar er hjá bæjarráði Reykjanesbæjar að taka við mót- orbátnum Baldri KE 97, bát sem oft var nefndur „Gullmolinn“, og hefja að nýju útgerð hans, ekki á sjó heldur á þurru landi. Hugmynd- in er að varðveita hann á túninu við Duus-húsin í Keflavík. Ólafur Björnsson, útgerðarmað- ur í Keflavík, og félagi hans létu smíða Baldur í Svíþjóð 1961. Ólafur segir að þetta sé fyrsti báturinn sem hannaður er og smíðaður fyrir aðstæður hér á landi. Hann var fyrsti frambyggði báturinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga og fyrsta íslenska skipið sem notaði skuttog. Lengst af var Baldur gerður út frá Keflavík og átti útgerð Ólafs hans í þrjátíu ár. Síðan fór hann í Garðinn og hefur verið gerður út af Nesfiski undanfarin ár. Hét því að varðveita bátinn Ólafur segir að Baldur hafi alla tíð verið happafleyta og fengið á sínum tíma viðurnefnið „Gullmol- inn“. Í bréfi til bæjarráðs Reykja- nesbæjar segir Ólafur að líklega hafi enginn bát- ur fært eins mik- inn afla til vinnslu í Kefla- vík. „Þegar út- gerð mb. Bald- urs verður hætt væri því við hæfi [að] eiga þennan bát til minja um þann atvinnuveg sem stóð að mestu undir blómlegri byggð hér á síðustu öld.“ Ólafur hefur upplýsingar um að til standi að hætta útgerð Baldurs eftir áramótin, án þess að það hafi verið endanlega ákveðið, og segir allar líkur á að hann geti fengið bátinn til varðveislu en langt er síð- an Ólafur strengdi þess heit að reyna að varðveita Baldur þegar að þessu kæmi. Ólafur segir að búið sé að brenna eða sökkva mörgum af gömlu trébátunum. „Ég hlýt að geta komið í veg fyrir að þetta verði örlög Baldurs,“ segir hann. Ef bæjarráð treystir sér til að setja undirstöður undir bátinn og taka við honum til varðveislu býðst hann til þess, með góðra manna hjálp, að reyna að fá bátinn, koma honum á land, þrífa og mála. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Baldur er nú skráður í Garði en hann fær væntanlega gömlu KE-merkinguna aftur. Vill varðveita „Gullmol- ann“ við Duus-hús Keflavík Ólafur Björnsson ÁKVEÐIÐ hefur verið að með- ferðarheimilið Byrgið flytji úr Rockville 1. júní næstkomandi. Verið er að leita að hentugu hús- næði annars staðar. Byrgið er kristilegt líknar- félag sem veitir endurhæfingar- meðferð fyrir vímuefnaneytend- ur. Nú eru 80 einstaklingar í meðferð. Starfsemin hefur verið í yfirgefinni ratsjárstöð varnar- liðsins Rockville skammt frá Sandgerði í tæp fjögur ár. Stöð- in er á varnarsvæði. Guðmundur Jónsson forstöðumaður segir að nú standi til að varnarliðið skili landinu til íslenskra stjórnvalda og áður en til þess komi þurfi að brjóta niður mannvirkin. Byrgið hefur að sögn Guð- mundar lagt í 80 milljóna króna kostnað við endurbætur á hús- næðinu í Rockville og ríkið greitt 54 milljónir af því. Guð- mundur segir að vissulega sé synd að þurfa að yfirgefa þenn- an stað. Hins vegar hafi komið fram vilji ríkisvaldsins til að greiða varanlega úr málum Byrgisins og því ekki ástæða til annars en að ganga til sam- starfs. Guðmundur og fulltrúar við- komandi ráðuneyta eru þessa dagana að leita að hentugu hús- næði annars staðar. Hann legg- ur áherslu á að þeirri vinnu verði lokið fyrir jól þannig að hann geti róað heimilisfólkið sem taki brottflutninginn nærri sér. Byrgið flytur og landinu skilað Rockville FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hefur áfýjað til Hæstaréttar dómi héraðs- dóms Reykjaness þar sem Sandgerð- isbær var sýknaður af kröfum fyrir- tækisins um endurgreiðslu oftekins fasteignaskatts. Flugstöðin krafðist endurgreiðslu á tæplega 40 milljóna króna fast- eignaskatti sem ofgreiddur var til Sandgerðisbæjar vegna mistaka Fasteignamats ríkisins við útreikning fasteignamats flugstöðvarinnar á ár- unum 1998 til 2000. Bærinn var sýkn- aður af þessum kröfum, „að svo stöddu“, þar sem álagningarstofni hafi ekki verið hnekkt, eftir atvikum með dómi, eins og það er orðað í dómnum. Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvarinnar, seg- ir að mistökin séu viðurkennd og fyr- irtækið telji rétt að leita allra þeirra leiða sem færar eru til að fá endur- greiðslu á ofteknum fasteignaskatti. Flugstöðin áfrýjar fasteignaskattsdómi Sandgerðisbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.