Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mána- foss, Perla og Faxi koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brú- arfoss fór til Reykjavík- ur í gær. Rán kemur í dag. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er fimmtudagsins 19. des. er 91010. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 13 bókband, kl. 14–15 dans. Aðventu- messa með sr. Kristínu Pálsdóttur á morgun kl. 10. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14. söngstund, hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–16.45 nema mánudaga. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14, kl. 15.15 línu- dans og fl., kl. 15.15 danskennsla. Söngtími kl. 13.30. Kynslóðirnar mætast á jólaballi kl. 14. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fóta- aðgerð, kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verður lokað til mánudagsins 6. janúar. Áramóta- dansleikur verður mánu- daginn 30. des. kl. 20.30, happdrætti og ásadans. Gerðuberg, félagsstarf. Frá hádegi spilasalur og vinnustofur opnar. Kl. 14 jólahelgistund, fjölbreytt dagskrá. Prestar sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Miyako Þórðarson. Túlkur frá samskiptamiðstöð. Á morgun kl. 9–16 30 vinnustofur opnar frá há- degi spilasalur opinn, á Þorláksmessu er opið frá kl. 9–16.30. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í hádegi. Fimmtu- dagur: Brids kl. 13. Brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími. 588 2111. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 9.30 keramik og leir- mótun, gler og postulíns- málun, kl. 10–12 verður Jón Björgsinsson með sýnikennslu í lifandi jóla- skreytingum. Jón verður með jólaskreytingar til sölu kl. 13–16. kl. 17 myndlist, kl. 16. 15 kín- versk leikfimi, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Jólahlaðborð kl. 12. Skötuveislan verð- ur á Þorláksmessu kl. 11.40, vinsamlega pantið tímanlega. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 17 heitt á könnunni. Jóla- og að- ventuskreytingar. Jón Björgvinsson, fyrrum eigandi Blómahall- arinnar í Kópavogi, verð- ur með sýnikennslu og sölu á jóla- og aðventu- skreytingum í Félags- heimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, föstudag- inn 20. des. kl. 13. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handa- vinna, 13.30 félagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi. Síðasti keilutími Korpúlfanna, á þessu ári verður kl. 14. Athugið breytta tíma- setningu. Upplýsingar gefur Þráinn í síma 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga, kl. 14–15 jóga. Jólagleði verður í dag og hefst kl. 14. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir, og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 10–11 boccia, kl.13–16 kóræfing og mósaik. Jólahugvekja kl.10.30. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, körfugerð og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt og spil- að. Gullsmárabrids - Brids- deild FEBK Gullsmára er komin í jóla- og ára- mótafrí. Árnum öllum bridsurum og fjöl- skyldum þeirra gleði- legrar hátíðar. Hittumst hress á nýju bridsári (fimmtudaginn 9. janúar kl. 12,45 á hádegi). Minningarkort Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC- hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Laugavegi 7 eða í síma 561-0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar og vina- félag. Minningarkort til stuðnings orlofsvikna fyrir krabbameinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíró- seðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víð- ar. Þau eru einnig af- greidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörn- um eða komið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkr- unarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambandsins frást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gengt Langholtsskóla) sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykjavík. Líknasjóður Dómkirkj- unnar, minningaspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blómabúðinni Burkna. Í dag er fimmtudagur 19. desem- ber, 353. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jóh. 12, 50.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 haldin losta, 8 blettum, 9 sjá aumur á, 10 reið, 11 greftrun, 13 svarar, 15 slota, 18 dreng, 21 sé, 22 dúr, 23 mikið að gera, 24 óslitinn. LÓÐRÉTT: 2 leyfi, 3 fær af sér, 4 slátra, 5 hárlepps, 6 ódrukkinn, 7 at, 12 um- hyggja, 14 gagnleg, 15 gangur, 16 suði, 17 bár- an, 18 staut, 19 hlupu, 20 landabréf. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 negri, 4 bókum, 7 staga, 8 lofar, 9 núa, 11 atti, 13 fríð, 14 nafar, 15 senn, 17 átel, 20 óma, 22 gátur, 23 loðin, 24 iðrar, 25 aumur. Lóðrétt: 1 níska, 2 graut, 3 iðan, 4 bíla, 5 kúfur, 6 mærið, 10 úlfum, 12 inn, 13 frá, 15 saggi, 16 notar, 18 tíðum, 19 lænur, 20 órór, 21 alfa. Víkverji skrifar... MERKILEGT hvað yfirvarar-skegg á lítið upp á pallborðið hjá Íslendingum. Aðeins örfáir menn sjást með slíkt en á móti kemur að undantekningarlaust prýðir skeggið þá vel. Nægir hér að nefna þá Frið- rik Þór Friðriksson kvikmyndaleik- stjóra og prófessorinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Víkverji kann ekki skýringuna á því hvers vegna yfir- vararskegg nýtur svo lítillar hylli sem raun ber vitni. Hann veit nefni- lega til þess að í mörgum Evrópu- löndum þykir yfirvararskegg hin mesta andlitsprýði, t.d. í Færeyjum, Svíþjóð og Þýskalandi. Reyndar var yfirvarraskegg vinsælt hér á landi í eina tíð. Þannig skartaði t.d. glæsi- mennið Hannes Hafstein vöxtulegu yfirvararskeggi og hið sama má segja um athafnamanninn og skáldið Einar Benediktsson. Síðan þá hefur vegur yfirvararskeggsins farið minnkandi þó að margir hafi reynt að spyrna við fótum. Hluti af skýr- ingunni er e.t.v. sá vægðarlausi áróð- ur sem sumir reka gegn þessari skeggtísku. Yfirvaraskegg er af þessum einstaklingum kallað ýmsum illum nöfnum og því m.a. haldið fram að allskyns óþrifnaður fylgi skeggi af þessari gerð. Sömu einstaklingar hafa sjaldnast nokkuð við það að at- huga að menn láti sér vaxa alskegg eins undarlegt og það nú er því auð- vitað hlýtur hinn meinti sóðaskapur að vera meiri eftir því sem skeggið er meira. Yfirvararskeggið er hrein- lega lagt í einelti og mál að því linni. x x x EINKUM virðast konur vera for-dómafullar gagnvart slíkum skeggvexti. Það fékk Víkverji sjálfur að reyna í sumar þegar hann í fáar vikur skartaði yfirvararskeggi. Hans betri helmingur tók þessu reyndar með stóískri ró, a.m.k. á yfirborðinu, og þóttist viss um að skeggið yrði ekki langlíft. Aðrar konur sem Vík- verji þekkir fundu sig á hinn bóginn knúnar til að gagnrýna skeggvöxtinn og lýsa því yfir að þetta væri ferlega ljótt og „púkó“. Það er rétt að taka það fram að aldrei hafði Víkverji lát- ið slík orð falla um útlit kvennanna, heldur miklu fremur hrósað þeim fyrir smekklegt fataval og hversu unglegar þær væru. Á endanum fór það svo að Víkverji rakaði skeggið af. Ástæðan var reyndar aðallega sú að skeggið var ekki eins glæsilegt og vonir stóðu til – ekki ómakleg gagn- rýni kvenna. x x x ANNARS er skeggvöxtur karl-manna merkilegt fyrirbæri í sjálfu sér. Sem og sú staðreynd að karlmönnum vex bringuhár en ekki konum. Vinnufélagar Víkverja ræddu þetta í vikunni og sýndist sitt hverjum um ástæður. Einn hélt því fram að konur væru lengra komnar á þróunarbrautinni en sú skýring þótti fjarstæðukennd með öllu og fékk engar undirtektir. Annar taldi skýr- inguna vera þá að formæður manns- ins hefðu rekið karlana út til að veiða en sjálfar notið ylsins frá eldinum. Karlarnir hefðu því þurft á loðfeld- inum að halda lengur en konur. Ef þessi skýring er rétt má gera ráð fyrir að smám saman dragi úr hár- vexti á bringu enda þurfa fæstir að halda á sér hita með hárvexti. Þá mætti líka gera ráð fyrir að hárið léti undan síga á höfðinu líka. Sjást kannski merki um þessa þróun nú þegar? Ekki hjá Víkverja! Þjónustuólund ÉG vildi bara benda kon- unni sem varð fyrir því að geta ekki skilað pelsinum sínum að kannski átti hún að máta í búðinni áður en hún óð heim með pelsinn og áttaði sig á því að hann passaði ekki. Það eru marg- ir sem hafa unnið í verslun- um og kannast við svona viðskiptavini sem eru alltaf að skila og skipta og virðast aldrei ánægðir, þeir ættu að setja sig í spor afgreiðslu- fólksins sem þarf að glíma við svona fólk alla daga. Í dag tíðkast ekki að farið sé með flíkur heim trekk í trekk og koma svo og ætla að skila, skipta eða hvað annað. Þá getur hún alveg eins verið búin að nota hana og ætlar svo að skila, þetta er ekki hægt. En hvað um alla hina sem ætluðu kannski að kaupa pelsinn og hann var bara heima hjá einhverri konu sem ekki passaði í hann? Það á bara að máta og kaupa það sem passar, til þess eru mátun- arklefar. Kolla. Tapað/fundið Gleraugun fundin KONAN sem kom í Lands- bankann á Laugavegi 77 að leita að gleraugum sem hún týndi er beðin að hafa sam- band við gjaldkera eða koma aftur. Sjalið er fundið Í GÆR, mán. 16. des. kom kona til okkar í Upplýsinga- þjónustu Ráðhúss Reykja- víkur og spurði hvort fund- ist hefði sjal. Því miður vorum við ekki með neitt þá. En í morgun 17. des. fannst sjal í götunni hérna úti, og nú vildum við gjarnan geta komið því í réttar hendur. Gleraugu týndust GLERAUGU, fíngerð og í blárri umgjörð, týndust sl. föstudag 13. des. við Perl- una í Öskjuhlíð. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 694 3096. Giftingarhringur týndist GIFTINGARHRINGUR týndist föstudaginn 6. des- ember, líklega á milli Rauð- arárstígs og Skúlagötu. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 899 1954. GSM-sími í óskilum GSM-sími fannst nálægt miðbæ Reykjavíkur. Upp- lýsingar í síma 552 1509. Armbandsúr týndist ARMBANDSÚR týndist 5. desember sl. á leiðinni frá Hjartavernd að Síðumúla 39. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 8438. Dýrahald Lady er týnd LADY er 3ja ára poodle/ terrierblanda, svört og krullhærð. Hún er hölt, jafnvel fótbrotin eftir að hafa hlaupið fyrir bíl sl. sunnudag en hún hljóp burtu af slysstað. Hún hefur sést á Laugarnestanga og sjávarmegin hjá Heimilis- tækjum. Þeir sem vita um Lady eru beðnir að láta vita í síma 824 1879 eða láta lög- regluna vita. Persnesk læða týndist PERSNESK læða týndist frá Austurströnd 10 á Sel- tjarnarnesi sl. helgi. Hún er gráyrjótt, mjög loðin og ómerkt. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 863 9500. Týndur hvolpur SVÖRT, fjögurra mánaða tík með hvíta bringu og loppur týndist á Seltjarnar- nesi á þriðjudag. Hennar er sárt saknað. Vinsamlegast hringið í síma 868 0895 ef þið hafið einhverjar upplýs- ingar um ferðir hennar. Kanínur fást gefins TVÆR karlkynskanínur fást gefins. Upplýsingar í síma 554 2602. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Í BYRJUN maí sl. keypti ég mér fartölvu hjá BT í skeifunni og átti hún að geta gert ákveðna hluti sem hún gat svo ekki. Í mínum trassaskap gerði ég ekkert í málinu fyrr en nú í desember, 7 mánuðum síðar, er ég hafði samband við þjón- ustustjórann Kjartan Haraldsson og sagði mín- ar farir ekki sléttar í tölvumálunum og er skemmst frá því að segja að nú er ég kominn með í hendurnar aðra fartölvu sem getur allt sem hin átti að gera og það sem meira er að þessi nýja er töluvert dýrari en ég þurfti ekki að borga krónu á milli. Ég er hæst- ánægður og mér finnst að svona góða þjónustu ættu önnur fyrirtæki til- einka sér. Nú er BT í Skeifunni búið að skapa sér viðskiptavin sem er ákveðinn í því að kaupa tölvuvörur hvergi annars staðar. Friðleifur Kristjánsson. Góð þjónusta hjá BT-tölvum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.