Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bílastæ›ahúsi› vi› Vitatorg er ód‡rt skjól á gó›um sta› fyrir flá sem eiga erindi á Laugaveginn og næsta nágrenni. Fyrsta klukkustundin kostar a›eins 80 kr. e›a 1,33 kr. mínútan, sí›an grei›ir flú 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur sem flú notar. Fyrir flá sem starfa e›a búa í mi›borginni er í bo›i mána›arkort á a›eins 4.000 kr. *) fia› fæst varla betra skjól en fletta fyrir bílinn flinn. Vitatorg á horni Vitastígs og Hverfisgötu *) Ef flú kaupir 6 mánu›i borgar›u a›eins fyrir 5. Á VEGUM Félagsþjónustunnar í Reykjavík er starfrækt Fjölskyldu- þjónustan Lausn á Sólvallagötu 10. Þar er borgarbúum boðið upp á fjöl- skyldumeðferð og sérfræðiráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Af hverju fjölskyldumeðferð? Fjölskyldan er grunneining sam- félagsins og skapar hún þau sam- skiptaform og það lífsmunstur sem lærist og „erfist“ milli kynslóða hvort sem er til góðs eða ills. Nútíma samfélag er krefjandi og margvís- legur vandi steðjar að fólki sem ekki er oft auðvelt að leysa úr. Erfiðleik- ar einstaklinga í fjölskyldum snerta oft alla meðlimi fjölskyldunnar. Oft er einungis um tímabundið ástand að ræða en stundum langvarandi. Einmanaleiki og vonleysi eru algeng einkenni sem fólk finnur fyrir og einstaklingar eru misvel í stakk bún- ir að mæta erfiðleikum. Margir upp- lifa lítinn stuðning frá umhverfinu og eru vonlitlir um að jákvæðar breytingar geti átt sér stað. Það get- ur því verið nauðsynlegt að leita að- stoðar og gera það áður en vandinn er orðinn of yfirþyrmandi. Hvað er lausnamiðuð fjölskyldumeðferð? Aðferðafræðin byggir á erlendri fyrirmynd og er einkum sótt í smiðju fjölskyldumeðferðafræðing- anna Insoo Kim Berg og Steve de Shazer, sem um áratuga skeið hafa stundað lausnamiðaða fjölskyldu- meðferð í Milwaukee í Bandaríkjun- um og víðar. Aðferðafræðin er þrautreynd og rannsökuð um allan heim. Lausnamiðuð fjölskyldumeðferð er sértæk meðferð sem byggir á vinnu með fjölskylduna sem heild. Reynt er að undirstrika styrkleika og möguleika einstaklinga innan fjölskyldunnar og hjálpa þeim að koma auga á hvernig þeir geta betur stjórnað eigin lífi. Í lausnamiðaðri meðferð er fjöl- skyldan gerð ábyrg gagnvart ákvörðunum og markmiðssetningu. Komið er fram við fólk af virðingu og metnaði og tillit tekið til óska þess og væntinga, en með því móti má gera ráð fyrir auknum möguleik- um fjölskyldunnar til jákvæðra breytinga. Oft er erfitt að breyta óæskilegri hegðun, en í kerfi eins og fjölskyldu getur oft lítil jákvæð breyting hjá einum einstaklingi orðið til þess að jákvæð breyting verður í fjölskyld- unni. Ekki er alltaf auðvelt að finna skýrt samband milli orsakar og af- leiðingar þess vanda sem fjölskyldan glímir við og er því lögð áhersla á það hvernig lausnin getur litið út. Möguleikar fjölskyldunnar eru nýtt- ir til jákvæðra breytinga og nálg- unin er að leita uppi undantekn- inguna frá vandanum og reyna að ná fram því hvernig hlutirnir eru þegar vandinn er ekki til staðar. Það eru lyklarnir að lausninni. Reglulegt ár- angursmat er gert en þá leggur fólk eigið mat á árangur sinn. Sú nálgun sem hugmyndafræðin byggir á grundvallast á því að gefa fólki möguleika á að breyta lífi sínu á jákvæðan hátt á tiltölulega stuttum tíma. Niðurstöður úr rannsóknum sýna að rúmlega 80% (de Shazer, 1985) þeirra sem nýttu sér lausna- miðaða fjölskyldumeðferð hjá BFTC (Brief Family Therapy Cent- er) í Milwaukee höfðu náð markmið- um sínum á skömmum tíma en flest- ir sem tóku þátt í rannsókninni komu í 3–6 viðtöl. Á Sólvallagötu 10 hefur þessi hug- myndafræði verið þróuð sl. 7 ár. Fyrst á Fjölskyldumeðferðarheim- ilinu á árunum 1995–1997 og frá 1997–2001 á Fjölskylduráðgjafar- stöðinni á Sólvallagötu. Í apríl 2001 var þjónustan opnuð öllum borg- arbúum. Það er því komin töluverð reynsla á þessa lausnamiðuðu nálg- un og það sem af er þessu ári hafa rúmlega 200 fjölskyldur nýtt sér þetta tilboð. Fyrir hverja er þjónustan? Eins og áður segir er þjónustan opin öllum borgarbúum. Fólk getur sjálft pantað tíma eða einhverjir aðr- ir þjónustuaðilar vísað til, svo sem ráðgjafar hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur, fagaðilar innan heil- brigðisþjónustunnar, skólar, leik- skólar eða aðrir fagaðilar sem hafa með málefni fjölskyldna að gera. Erfiðleikar fólks sem leitar til Lausnar eru margvíslegir og mis- jafnlega miklir. Sem dæmi má nefna erfiðleika við að höndla daglegt líf, vandamál í hjónabandi/sambúð, ást- vinamissi, samskiptaerfiðleika, skilnaðarmál eða forsjárdeilur. Einnig er í boði þjónusta fyrir for- eldra sem vilja auka færni sína og sjálfstraust í uppeldishlutverkinu. Þá geta foreldrar komið með börn- um sínum og fengið stuðning og ráð- gjöf um ýmis hagnýt atriði sem tengjast uppeldishlutverkinu, hvort sem um er að ræða atriði sem varða daglegt líf eða vegna annarra sér- tækra raskana eða hegðunarvand- kvæða. Meðferðin er mjög einstaklings- bundin og tímalengdin fer eftir þörf hverju sinni. Fólki býðst að koma eingöngu í fjölskylduviðtöl eða uppeldisráðgjöf en margir nýta sér hvort tveggja. Einstaklingar, fjölskyldur og hóp- ar hafa nýtt sér þessa þjónustu en það færist í vöxt að skólar og fyr- irtæki sjái sér hag í því að tileinka sér þessa hugmyndafræði. Lausn til betra lífs! Eftir Helgu Þórðardóttur „Lausna- miðuð fjöl- skyldu- meðferð er sértæk með- ferð sem byggir á vinnu með fjölskylduna sem heild.“ Höfundur er félagsráðgjafi og forstöðumaður hjá Fjölskyldu- þjónustunni Lausn. ÞAÐ má líkja stóriðjubröltinu við það að ríkið geri út togara og selji fiskinn á kostnaðarverði til erlends fyrirtækis bara ef það setur upp frystihús hér á landi. Jafnframt stundaði ríkið ofveiði sem leiðir til eyðileggingar auðlindarinnar. Það þættu ekki góð viðskipti og engum myndi detta slíkt í hug. Í stóriðju bætum við þó um betur og styrkjum erlend fyrirtæki í að koma hingað. Sem dæmi var styrkur til Norðuráls metinn á fjögur hundruð og þrjátíu milljónir samkvæmt mati ESA og gjald fyrir verðmætt land vegna virkjana ekkert. Styrkurinn er meira en þrjár milljónir á hvern starfs- mann. Slíkur styrkur kæmi sér ekki illa fyrir mörg íslensk útflutningsfyr- irtæki. Það er spurning hver styrk- urinn verði til Alcoa. Landsvirkjun borgar ekkert fyrir það land sem fer undir virkjanir og lón og jafnframt greiðir Landsvirkj- un ekki tekju- eða eignarskatt. Uppi- stöðulón í jökulám eru ekki sjálfbær, þau fyllast af aur og verða ónýt á til- tölulega stuttum tíma. Rúmtak Sult- artangalóns hefur t.d. minnkað um 25% á tuttugu árum. Það er nýbúið að hækka stíflugarða lónsins en samt sem áður er það 17% minna en það var upphaflega. Það verður ekki hægt að hækka stíflugarðana enda- laust og af þessari ástæðu eru vatns- aflsvirkjanir, sem nýta vatn frá uppi- stöðulónum jökuláa ekki sjálfbærar eins og virkjanasinnar halda fram, þar á meðal sjálfur umhverfisráð- herra! Svona virkjanir eru engu betri en yfirborðsnámur sem skilja eftir sig stór ljót sár í landinu. Þegar lónið er orðið fullt af aur verður það að örfoka landi, öllum til ama en það eru umhverfisáhrif sem ekki verða löguð með neinu móti. Ferðaþjónusta nýtir land án þess að eyðileggja það. Ferðaþjónusta skilur vissulega stundum eftir sig ummerki en þau eru afturkræf, slíkt er ekki hægt að segja um uppistöðu- lón í jökulám. Ferðaþjónusta aflar u.þ.b. 13% gjaldeyristekna landsins og er í öðru sæti á eftir fiskiðnaði. Ferðaþjónustan mun líklega fara fram úr fiskiðnaðinum áður en langt um líður. Greinin skapar um 5.000 ársverk í dag og það er áætlað að ferðaþjónustan muni vaxa úr rúm- lega þrjú hundruð þúsund gestum á ári í u.þ.b. milljón gesti á næstu tíu árum. Áhugi erlendra ferðaþjón- ustufyrirtækja á Íslandi hefur aukist eftir 11. september og framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en hún gæti þó verið bjartari. Ferðaþjónusta lýtur sömu lögmál- um og útflutningur að öllu leyti öðru en því að ferðaþjónustan er skattp- índasti „útflutningur“ landsins. Ferðaþjónustan skilar milljörðum í skatta til ríkisins, t.d. í formi virð- isaukaskatts og þungaskatts. Stór- iðja og fiskiðnaður greiða lítið sem ekkert af slíkum sköttum til sam- félagsins. Eftir 13 daga ferð um landið með 16 ferðamenn sem gista og borða á hótelum er velta hótel- anna tvær og hálf milljón, af því er rúmlega fjögur hundruð þúsund veltutengdir skattar. Af einum millj- arði í veltu eru u.þ.b. hundrað og sex- tíu milljónir veltutengdir skattar. Stóriðja, raforkusala til stóriðju eða fiskvinnsla til útflutnings skila eng- um veltutendum sköttum. Vaxtarbroddur ferðaþjónustu á Íslandi felst í ósnortnum víðernum. 70% af þeim ferðamönnum sem hing- að koma telja að tilvist ósnortinna víðerna hafi haft áhrif á ákvörðun þeirra um að koma hingað. Sé byggt á þeim uppistöðulón verða þau með öllu ónýtanleg, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustu heldur með öllu ónýt. Það er ekki vitað hvenær ferðamönn- um finnst við ekki lengur eiga ósnortin víðerni. Þegar það gerist er of seint að snúa við. Núna höfum við tækifærið sem aðrar þjóðir hafa glat- að. Því er stundum haldið fram að virkjanir laði að ferðamenn. Gufu- aflsvirkjanir í byggð hafa náð að laða til sín ferðamenn að einhverju marki. Enda er þar um sérstakt og sjald- gæft fyrirbæri að ræða. Vatnsafls- virkjanir hafa ekkert aðdráttarafl hér á landi og munu aldrei hafa það. Landsvirkjun mun aðeins fá nokkra Íslendinga í heimsókn með því að bjóða þekktum listamönnum að sýna í virkjanasölum. Annar hluti virkj- ananna er og verður bara lýti á land- inu. Þjóðgarðar hafa mikið aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda og stærsti þjóðgarður Evrópu myndi auka virði landsins mjög mikið. Ferðamenn eru tilbúnir að borga mun hærra gjald til þess að skoða slíkt fyrirbæri. Ef af Kára- hnjúkavirkjun verður er draumurinn um stærsta þjóðgarð Evrópu, hér á landi, orðinn að engu. Það verða Norðmenn sem fá þann heiður á Svalbarða. Kraftmikill og alvöru- þjóðgarður myndi skapa margfalt fleiri störf en hægt er að búa til með mesta umhverfisraski sem hefur ver- ið lagt á Ísland. Virkjun og álver er slæmur valkostur miðað við það sem væri hægt að gera í ferðaþjónustu. Öflugur þjóðgarður er kraftmikið verkfæri sem gæti styrkt ferðaþjón- ustuna og landsbyggðina verulega. Uppistöðulón á hálendi Íslands rýra virði landsins okkar og koma al- gerlega í veg fyrir aðra möguleika á nýtingu landsins um alla framtíð. Raforkusala er léleg viðskipti Eftir Óskar Helga Guðjónsson „Það tapa allir á Kára- hnjúkavirkj- un.“ Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Ultima Thule. Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið til kl. 18 alla daga nema sun. til jóla, Þorláksmessu 10-20, aðfangadag 10-12. Öskjur nýkomnar einstaklega fallegar Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.