Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 37 breyting- em löngu skilgreina upplýstu unnt að þá, sem á um ýmiss um? koma líf- hluta tí- ypt afli í sfræði hér asafn spít- alans nýst í vaxandi mæli og stjórn safnsins hefur haft í nógu að snúast undanfarin misseri við að afgreiða umsóknir um aðgang að sýnum. Við grandskoðum hverja umsókn og göngum úr skugga um að vansa- laust sé að afhenda vef til hverrar rannsóknar, en hún verður að hafa fengið jákvæða umsögn vísindasiða- nefndar og Persónuverndar áður en hún kemur til álita hér.“ Jóhannes segir að fullt jafnræði gildi um að- gang að safninu, hvort sem um sé að ræða vísindamenn innan sjúkra- hússins eða utan, aðrar háskóla- stofnanir eða líftæknifyrirtæki. „Hlutverk okkar er fyrst og fremst að gæta hagsmuna sjúklinga, og þannig safnsins. Þótt tiltekin vís- indaverkefni geti verið freistandi og áhugaverð, þá er það meginskylda okkar að ábyrgjast greiningarör- yggi og velferð þeirra sem í reynd eiga sýnin, þ.e. sjúklinganna sjálfra,“ segir Jóhannes Björnsson að lokum. óknir á sviði frumulíffræði og réttarlækninga ihluta allra nstilfella Morgunblaðið/Þorkell menn frumulíffræðideildar rannsóknastofunnar með Jóhannesi sem er lengst til garður Egilsson, þá Aðalgeir Arason, Hrefna Kristín Jóhannsdóttir, Þórgunnur Ey- n Jóhannesdóttir og Rósa Björk Barkardóttir. Morgunblaðið/Þorkell sóknastofu í meinafræði er að sjúkdómsgreina nnes með brjóst sem fjarlægt hefur verið vegna kað er nánar og hluti þess settur í lífsýnasafn joto@mbl.is JÓHANNES Björnsson seg- ir rannsóknastofuna vera þá elstu innan Háskóla Ís- lands. „Hún var stofnuð ár- ið 1917, sex árum eftir að Íslendingar eignuðust eigin háskóla. Hún var skömmu síðar tengd Landspítalanum með sérstöku lagaákvæði. Síðan hafa orðið til rann- sóknastofur á vegum HÍ á mun fleiri sviðum og skipta þær nú vafalaust tugum. Um þessar mundir er rann- sóknastofan til húsa á sex stöðum, þar af þremur á Landspítalalóðinni, en auk þess í Læknagarði, Ármúla 30, og bækistöðvum Krabbameinsfélags Íslands þar sem lífsýnasafnið er í leiguhúsnæði. Við vonumst til að geta á næstu árum sameinast undir einu þaki,“ segir Jóhannes og telur það ekki óraunhæfa ósk. Að- albygging rannsóknastof- unnar, sem margir kannast við og stendur hjá Blóð- bankanum við Barónsstíg, var reist árið 1934 og er farin að láta á sjá og segir Jóhannes brýnt að huga að endurnýjun húsnæðis henn- ar. Elsta rann- sókna- stofnun Háskólans HALLDÓR Ásgrímssonutanríkisráðherra segirþað rangt sem lesa megiúr leiðara Morgunblaðs- ins í gær, þar sem fjallað var um hugmyndir sem Romano Prodi, for- seti framkvæmdastjórnar ESB, hef- ur sett fram um samskipti banda- lagsins við nágrannaríki og EES-samninginn, að hann hafi sagt að forseti framkvæmdastjórnarinn- ar tali af vanþekkingu um þessi mál. „Það sagði ég aldrei,“ segir Halldór. „Ég tel að ræða Prodis sé athygl- isverð. Hún er umfangsmikil og fjallar um margt annað en Evrópska efnahagssvæðið og forseti fram- kvæmdastjórnarinnar nefnir ekki Tyrkland í þessu sambandi. Ég skil nú ekki hvernig slíkur misskilningur getur orðið, en stað- reyndin er sú að á Kaupmannahafn- arfundi leiðtoga Evrópusambands- ins var mjög rætt um stöðu Tyrklands, m.a. hugmynd þess efnis að það gæti verið lausn á málum Tyrkja að þeir gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Ég tel og legg á það áherslu að slík umfjöll- un byggist á vanþekkingu af eftir- töldum ástæðum. Tyrkland er næst- stærsta ríki í Evrópu þar sem búa 67 milljónir manna og á tvímælalaust framtíð í Evrópusambandinu. Ég vil taka það fram að við Íslendingar höfum átt mjög gott samstarf við Tyrki í gegnum NATO og höfum sérstaklega tekið eftir því hvað þeir eiga hæfa einstaklinga í því sam- starfi,“ segir Halldór. Efasemdir um að EES sé raun- hæfur kostur fyrir Tyrkland „Mínar efasemdir eru fyrst og fremst þær hvort EES-samningur- inn sem slíkur sé raunhæfur kostur fyrir Tyrkland. Það má minna á að EES-samningurinn var settur á stofn fyrir ákveðinn hóp ríkja með sérstakar aðstæður. Þetta voru lítil og meðalstór iðnríki, sem áttu erfitt með að taka yfir landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins. Samningurinn tekur ekki til varnarmála eða utanríkismála, samningurinn gerir ráð fyrir tak- mörkuðum áhrifum EFTA-ríkjanna á þróun löggjafar og EFTA-ríkin hafa haft lítinn aðgang að ákvarð- anatöku. Tyrkland er eitt áhrifa- mesta Evrópuríkið í Atlantshafs- bandalaginu og gegnir lykilhlutverki á sviði varnarmála og það er afskaplega erfitt að sjá hvernig EES-samningurinn gæti verið grundvöllur fyrir samband Evrópusambandsins og Tyrklands á þessu sviði. Það sama gildir um ut- anríkisviðskipti. Tyrkland er að miklu leyti landbúnaðarríki, tæp- lega 15% af þjóðarframleiðslu Tyrkja koma frá landbúnaði en sam- svarandi tölur hér á Íslandi eru 1½% og 4% í Póllandi, sem hefur verið mikið í umræðunni að undan- förnu. Tæplega 40% af öllu vinnuafli í Tyrklandi vinna við landbúnaðar- störf og því þykir mér líklegt að þátttaka í landbúnaðarstefnu ESB væri lykilatriði fyrir Tyrki. Það er líka alveg ljóst að aðstoð úr uppbyggingarsjóðum [ESB] fyrir Tyrkland af þessum sökum væri jafnframt lykilatriði, en eins og kunnugt er þá njóta EFTA-ríkin ekki slíkrar aðstoðar. Mér þykir líka fremur ólíklegt að stórveldi í þess- um hluta heimsins myndu geta gengið til þessa samstarfs á þessum grundvelli, vegna þess að það sem Evrópa er ekki síst að sækjast eftir í samskiptum við Tyrki, er samstarf á sviði utanríkis- og varnarmála, sem EES-samningurinn fjallar ekki um,“ segir Halldór. „Í ræðu Prodis er kastað fram þeirri hugmynd að EES-samning- urinn og grundvöllur hans yrði ein- hverskonar biðsalur og æfingabúðir ríkja, sem vildu komast inn og þar með samtök umsóknarríkja. EES- samningurinn var hugsaður sem varanleg lausn fyrir þjóðir á borð við Ísland og fleiri lönd og ég tel að það sé ekki mjög áhugavert fyrir þau ríki sem hugsa sér þann samning sem framtíðarlausn, að honum sé blandað inn í samninga við ríki sem ætla sér að ganga inn í bandalagið. Ég hef miklar efasemdir um það. Það er hins vegar ekkert nema gott um það að segja að þessi mál séu rædd og settar fram hugmyndir, en það er tekið skýrt fram að hérna sé aðeins um slíkt að ræða en engar viðræður hafi átt sér stað og engin greining verið gerð á málinu. Ég get ekki séð að þessar hugmyndir séu til þess fallnar að styrkja stöðu EES- samningsins,“ segir Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Halldór Ásgrímsson segist ekki hafa brigslað Romano Prodi um vanþekkingu Ekki áhugavert að blanda EES í samninga við umsóknarríki Morgunblaðið/Kristján Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. UM ÁRAMÓTIN munu sveit- arfélög taka við rekstri nátt- úrustofa. Af því tilefni undirritaði Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra samning um rekstur til næstu fimm ára við sveitarfélög þar sem náttúruverndarstofur eru. Náttúrustofurnar eru sex tals- ins: Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi, Náttúrustofa Vest- fjarða í Bolungarvík, Náttúrustofa Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Náttúrustofa Austurlands í Nes- kaupstað, Náttúrustofa Suður- lands í Vestmannaeyjum og Nátt- úrustofa Reykjaness í Sandgerði. Með undirrituninni í gær er gert ráð fyrir að náttúrustofur verði á ábyrgð þeirra sveitarfélaga sem að þeim standa en með stuðningi rík- isins sem ákveðinn er á fjárlögum hverju sinni. Alls er gert ráð fyrir 45 milljónum króna til reksturs náttúrustofanna á næsta ári. Framlag ríkissjóðs er háð því skil- yrði að sveitarfélög leggi að lág- marki fram fjárhæð sem nemur 30% af framlagi ríkissjóðs. Náttúrustofur sinna fjölþættu hlutverki, t.d. safna þær heim- ildum og varðveita um náttúrufar og stunda vísindalegar nátt- úrurannsóknir. Þá veita þær fræðslu um umhverfismál og nátt- úrufræði og eiga að stuðla að æskilegri landnýtingu og nátt- úruvernd. Sumar náttúrustofurnar hafa sérhæft sig á ákveðnum sviðum. Náttúrustofa Vesturlands hefur rannsakað vistfræði minksins og Náttúrustofa Austurlands hefur sinnt hefur hreindýrarann- sóknum. „Góð reynsla er af starfsemi náttúrustofanna og hefur þetta fyrirkomulag stutt við byggð í við- komandi héruðum en einnig eflt fræðslu og miðlun upplýsinga um náttúrufar svæðisins,“ segir í frétt frá umhverfisráðuneytinu. Morgunblaðið/RAX Það var viðeigandi að umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, undirritaði ásamt viðkomandi sveitarstjórum samninginn um starfsemi náttúrustofa í Grasagarðinum. Sveitarfélög taka við starfsemi náttúrustofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.