Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Eyjamenn bíða með öndina í hálsinum eftir að sjá hvort „orkutröllinu“ og Eyjabakaranum takist að fá sveinka til að taka réttan kúrs. Fluguveiðiskóli settur á laggirnar Viss vöntun á samantekt ÁHUGAMENN umstangaveiði erutugir þúsunda á Íslandi samkvæmt könn- unum sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina. Fluguveiði hefur átt vax- andi vinsældum að fagna, en mörgum þykir það þó heldur flókinn veiðiskapur og erfiður að átta sig á. Nú hafa þrír kunnáttumenn, þeir Gísli Ásgeirsson, Ein- ar Páll Garðarsson og Sig- urður Héðinn ákveðið að gera sitt til að greiða götu þeirra sem vilja læra fluguveiði með því að setja á laggirnar fluguveiðiskóla sem hefur göngu sína þeg- ar í næsta mánuði. Gísli svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Hver er tilurð þessa Flugu- veiðiskóla? „Tilurðin er sú, að við félagarn- ir höfum verið miklir áhugamenn um stangaveiði um langt árabil, höfum lært af reynslunni og kunnum orðið sitthvað fyrir okk- ur. Síðan er það, að síðustu árin höfum við allir verið við veiðileið- sögn í Norðurá í Borgarfirði og þar höfum við fundið fyrir því að það er viss vöntun á samantekt á alls kyns ráðum og lögmálum er varða fluguveiði. Við höfum allir fundið fyrir því að við erum að segja sömu hlutina aftur og aftur, sumar eftir sumar. Fyrir um það bil tveimur árum fórum við síðan að ræða það okkar í millum af al- vöru að stofnsetja fluguveiðiskóla og í sumar ákváðum við síðan að láta slag standa. Við ræddum þá við Stangaveiðifélag Reykjavíkur og viðruðum það að halda þennan skóla í samvinnu við og í samráði við fræðslunefnd SVFR, félagið legði til húsnæðið og væri nokk- urs konar verndari skólans, en við félagarnir sæjum um gerð kennsluefnis, uppsetningu á nám- skeiðum og sjálfa kennsluna. Þessum hugmyndum tók SVFR fagnandi.“ – Hvernig ætlið þið að byggja kennsluna upp? „Þetta verða námskeið sem spanna tvö kvöld, þrjár klukku- stundir hvort kvöld, í húsakynn- um SVFR í Austurveri við Háa- leitisbraut. Fyrra kvöldið verður farið yfir öll helstu veiðitæki, flugustangir, bæði einhendur og tvíhendur, línur, hjól, tauma og sjálfar flugurnar. Þetta er þó nokkur frumskógur. Varðandi flugurnar, þá verðum við ekki með hnýtingarkennslu, heldur fjallar fluguumræðan ekki síst um val á flugum við hinar ýmsu að- stæður, t.d. eftir hitastigi, lita- samsetningu o.s.frv. Seinna kvöldið byrjum við á því að fara yfir efnisval á flugum, en þar höfum við félagarnir mjög fastmótaðar hugmyndir, bæði frá hnýtingar og aflasældarsjónar- miðum. Við erum svo heppnir að allir höfum við gert athuganir á aðferðafræðinni í gegnum árin og haldið vel utanum það sem við höfum verið að gera í fluguveiði. Síðan hefur komið á daginn að okkur ber ótrúlega oft saman, enda erum við allir reyndir að því sem leið- sögumenn að skila viðskiptavin- um okkar góðum afla og á stund- um ótrúlega góðum. Á námskeiðunum munum við upp- lýsa hverjar þessar athuganir og reglur eru. Að þessu loknu munum við koma inn á lestur vatns sem hægt er að orða svo, þ.e.a.s. að sjá af staðháttum, rennsli árinnar og fleiri þáttum, hvar lax er líkleg- astur til að liggja. Það er erfitt að kenna þetta atriði, sumum er það hreinlega gefið en aðrir reyna að þjálfa sig. Til að auðvelda þennan þátt kennslunnar verðum við með myndir af ýmsum veiðistöðum sem gefa góða heildarmynd af þeim aðstæðum, sem munu mæta veiðimönnum, og benda á þau grundvallaratriði sem fyrir hendi eru, með tilliti til ytri og innri að- stæðna, vatnshæðar, veðurfars og þ.h. Þessu næst ræðum við veiðiað- ferðir, „stripp“, „hitch“, dauða- rek, andstreymis, túpuveiði og það allt saman og síðan förum við aðeins út í vatnaveiðina og helstu lögmálin þar.“ – Er það ekki skóli út af fyrir sig? „Jú vissulega, það veitti ekki af sérstöku námskeiði fyrir vatna- veiðina því þar er margslunginn veiðiskapur á ferðinni. En við telj- um að við getum ekki sleppt nem- endum okkar án þess að fara að- eins út í þessa gerð fluguveiða, því það er allt of mikið um að menn fari í vatnaveiði og verði ekki var- ir með einhverjar hefðbundar flugur. Við ætlum að tala aðeins um púpur og nymfur, hvetja menn til að fara innan í silunga og líkja eftir því sem finnst í mögum þeirra. Við lokum síðan kennslu seinna kvöldsins á umræðum um sið- ferði, virðingu við náttúruna, val- kostinn sem felst í að veiða og sleppa og fleira á þeim línum. Samhliða þessu verður fyrirspurnum svarað og þátttakendur fá að tjá sig.“ – Hvað um aðrar veiðiaðferðir, er þetta ekki flugu- snobb? „Nei, þetta er ekki flugusnobb. Við félagarnir erum fluguveiði- menn þótt við kunnum hitt líka. Maðkur og spónn hafa verið á undanhaldi í íslenskum ám síð- ustu árin og fluguveiðin virðist vera það sem koma skal. Þetta er sá veiðiskapur sem við getum best kennt.“ Gísli Ásgeirsson  Gísli Ásgeirsson er fæddur 1964 í Hamborg í Þýskalandi þar sem foreldrar hans voru við nám. Ólst upp í Garðabæ, en útskrif- aðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1985 og hélt þaðan til hagfræðináms í Bamberg í Þýskalandi þar sem hann lauk diplómaprófi á þremur árum. Út- skrifaðist síðan af endurskoð- unarsviði viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands 1992. Hefur síð- an starfað við Atlas, umboðs- og heildverslun. Maki er Þóra Kar- en Þórólfsdóttir, Gísli á einn son, Þóra eina dóttur. Við félagarnir erum flugu- veiðimenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.