Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 40
LISTIR 40 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ U ppskrift fréttatíma í sjónvarpi á Vest- urlöndum er engin leyniuppskrift. Hún er afar einföld og hljómar eitthvað á þessa leið: Að segja dag hvern frá öllu því markverðasta sem gerist innan- og utanlands eða því sem varðar fólk og hefur gildi á tilteknum sviðum. Aðferðin er að flytja nokkrar stuttar hnitmiðaðar fréttir í hvert sinn; málin í hnot- skurn. Fréttir í sjónvarpi eru oftast í föstu formi, settar fram eftir til- teknum reglum. Iðulega eru fréttir úr sömu málaflokkum fluttar dag eftir dag, ár eftir ár. Svo óbreytanlegar, að ef frétta- stofa ætlar að lífga upp á fréttatímann, er það gert með því skipta um „leik- tjöld“, bæta útlit fréttamanna og fá þá til að segja eitthvað fyndið á milli at- riða, fremur en að breyta frétta- stefnunni. Aðalmælikvarðinn sem notaður er til að velja efni til að búa til fréttir úr er að sumu leyti hug- lægur og að öðru leyti hlutlægur. Dæmi um það er að efnisflokk- urinn viðskipti er valinn úr mann- legu athafnasviði, en eftir að búið er að velja hann er hægt að mæla atburði sem gerast innan hans eftir þeim usla sem þeir valda. Oftast er sagt frá því sem fer al- varlega úrskeiðis eða því sem rýf- ur hinn dæmigerða múr á ein- hvern hátt. Innihald hverrar fréttar er einnig háð a.m.k. tvennu, hugs- unarhætti fréttamannsins og ytri mælistikum sem sem hann getur stuðst við. Dæmi um það er að hann setur fram fréttina á staðl- aðan og viðurkenndan hátt eftir að hafa spurt tiltekinna dæmi- gerðra spurninga. Hugs- unarháttur hans getur hins vegar komið í veg fyrir að hann komi auga á önnur sjónarhorn og aðrar spurningar til að spyrja. Ég hef suma daga leikið mér við að raða sjónvarpsfréttum í efnisflokka, og gera stuttar grein- ingar. Mjög algengir flokkar nefnast; stríð, stjórnmál, glæpir, viðskipti, valdabarátta, gjaldþrot, hryðjuverk, réttarkerfi, stórslys, samgöngur, orkumál, eign- arréttur, skattkerfi, ársreikn- ingur, persónulegur harmleikur, náttúrhamfarir. Almenna reglan er einnig að segja frá því versta sem gerist hvern dag, og ljúka svo fréttatímanum á hugljúfu „skotti“ af börnum, dýrum, öldr- uðum, konum, náttúrunni eða menningu. En það er gert til að koma í veg fyrir að áhorfandinn fyllist bölsýni eða verði óglatt. Sundum gerist það nokkra daga í röð að eingöngu eru fluttar slæmar fréttir úr fáum flokkum og snúast þær um ófarir í stjórn- málum, peninga-, saka- og gjald- þrotamálum, ásamt úlfúð og dauða. „Góða fréttin“ er aðeins dúllan eða „skottið“ í endann. Ég hef einnig prófað að flokka fréttir í dagblöðum og ásýndin er ekki nauðsynlega mikið betri, en hún er bara augljósari í sjónvarpi, því þar er einungis hálftími til að segja allt sem talið er einhvers virði, og valið á milli frétta er því óhjákvæmilega grimmara. Ég man sérstaklega eftir ein- um fréttatíma þar sem eingöngu voru fréttir af stjórnmálum, efna- hag, samgöngum, sakamálum, viðskiptum og eignarrétti. En þessum fréttatíma lauk með frétt af hártísku kvenna. Þá loksins lagði ég saman tvo og tvo. Ég hafði fyrst raðað fréttum í tvo meginflokka; slæmar og góðar. Slagsíðan var auðvitað yfirþyrm- andi. En tveir aðrir meginflokkar frétta opinberuðust hér: Karllæg- ar fréttir og kvenlægar. Hugarfar fréttastjórans og fréttafólksins þennan dag fólst í því að safna saman „hörðum“ fréttum úr „hörðum“ fokkum þar sem völdin liggja og ákvarðanir eru teknar. Eða m.ö.o. úr hefðbundnum karlavígjum. Hugljúfa „frétta- skottið“ var svo úr mjúkum heimi hártískunnar þar sem konur eru helst módel. Myndin sem frétta- stofan birti þennan dag úr heimi karla og kvenna var áberandi skökk. Tilgáta mín er að fréttamenn geti verið svo fastir í viðjum van- ans að þeir sjái ekki neitt bita- stætt nema úr hefðbundum flokk- um, og að það komi í veg fyrir að önnur sjónarhorn birtist. Sjón- arhornið verður því iðulega karl- lægt og spurningarnar kallalegar. Konur hafa undanfarin ár knú- ið á hjá fjölmiðlum vegna hvatn- ingar um að vera þar sýnilegri. Fréttamenn hafa einnig verið minntir á að tala oftar við konur. Ég held aftur á móti að það dugi ekki veginn á enda að telja bara hversu oft er talað við konur í fjölmiðlum og hversu oft við karla, þótt það skipti máli. Ég myndi vilja að hver fréttastofa hvort sem hún er í sjónvarpi, út- varpi, á netinu eða blöðunum, taki upp á því að telja fréttirnar sínar í flokkana, svo hún sjái með eigin augum hversu karllæg hún getur stundum verið, hvort sem talað er við karla eða konur. Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir flykkjast í hópum í hina karllægu efn- isflokka, en einmitt þar eru hinar hörðu fréttir eftir hugsunarhætti fréttamannsins að dæma; þar eru peningarnir og völdin, og þar ger- ist allt það versta í heiminum og þ.a.l. eru fréttir oftast af harm- leikjum. Fréttastjórinn er ef till vill móður eftir öflun allra hörðu fréttanna og tekur við dagslok að hugsa um börn, aldraða, konur og sæt dýr. „Hártíska kvenna, alveg kjörið,“ hugsar hann. Ég geri enga athugasemd við hártísku kvenna, eða við frétt um hana, en ef hún er eina fréttin þar sem konur koma við sögu tiltekinn dag, þá er eitthvað bogið einhvers staðar í einhverju hugskoti. Ég held að ef fréttamaður svar- ar gagnrýni um að hann tali oftar við karla en konur á þann veg, að karlar séu bara einfaldlega þar sem hlutirnir gerist, að þá segi það aðeins hálfa söguna. Ástæðan er einnig falin í karllægum hugs- unarhætti fréttamannsins. Karllægar fréttir Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir flykkjast í hópum í hina karllægu efnisflokka […] og þar gerist allt það versta í heiminum og þar af leiðandi eru fréttir oftast af harmleikjum. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ÞORSTEINN Antonsson horfir um öxl og leggur mat á menn og málefni liðna tímans. Foreldrar hans voru af stríðsgróðakynslóðinni sem var að koma sér fyrir í breyttu umhverfi á árunum eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari; verða borgarar. Sjálfur gat hann þar á móti talist til sextíu og átta-kynslóðarinnar sem hafnaði lífsskoðun þessara verðandi borg- ara, lifði fyrir líðandi stund og byltinguna og geystist fram með ærslum og múgæsingu sem átti í raun sáralítið skylt við alvöru pólitík. Hægri menn, skelfdir og ráðþrota, vissu naumast hvaðan á sig stóð veðrið. En vinstrisinnar og hentistefnumenn gripu tækifærið og létu berast með bylgjunni. Þeim, sem útsjónarsamastir voru, lyfti ald- an til vegs og virðingar. Ungir rit- höfundar urðu að játast undir bylt- inguna. Og meir en svo því þeir urðu »að höfða til klíku með verki sínu og lífsstíl«, eins og Þorsteinn kemst að orði. Ella var þeim vísað út í ystu myrkur. Þorsteinn hafði ákafa löng- un til ritstarfa en var tregur til að gangast undir okið. Afleiðingin varð sú að vinstri menn litu á hann með nokkurri tortryggni en hægri menn sáu í honum róttækling. Með elju og ýtni tókst honum samt að koma sér á framfæri. Bókaútgáfa stóð þá með meiri blóma en nokkru sinni fyrr og síðar. Útgefendur voru margir. Þor- steinn gekk á milli þeirra með hand- rit sín. Oftast fann hann einhvern sem þorði að veðja á þennan unga mann. Þorsteini skilaði svo langt að verða upprennandi. Með bókinni Fína hverfið, raunsæjum endur- minningaþáttum, komst hann næst því að slá í gegn. En á toppinn komst hann ekki. Skáldsögur hans fengu þokkalegar viðtökur, oftast nokkuð góðar, en engan blásandi meðbyr. Meðalvegur sá, sem höf- undurinn hugðist fara, reyndist of vandrataður. Hann varð að nema staðar og hugsa ráð sitt. Og spyr þá eins og athafnamaður sem hefur orðið fyrir tapi: Hvað fór úrskeiðis? Niðurstaðan er komin með þessari bók. Og niðurstaðan er í sem stystu máli sú, ef rétt er skilið, að hann hafi ekki svarað kröfum tímans. Þrátt fyrir rífandi atorku og ótvíræða hæfileika tókst honum ekki að senda frá sér rétta bók á réttum tíma eins og það var svo oft orðað á þessu minnisstæða tímabili. Hann var ekki pólitískt virkur – »engagé« eða »engageret« – eins og það var kallað eftir því hvort maður var staddur á vinstri bakkanum eða í Kristjaníu. Hann vildi ekki elta hópinn, ekki vera »sýndareintak af öðru- vísi manni«. Hann var fæddur og upp alinn nálægt miðbæ Reykja- víkur, í senn »lang- skólagenginn á nú- tímavísu og alinn upp við forneskjulega lifn- aðarhætti«, eins og hann orðar það. Hinn pólitíski rétttrúnaður heimtaði ekki aðeins nýtt gildismat heldur líka nýtt tungutak – »burt með myndlíking- ar sem varða atvinnu- hætti hins forna bændasamfélags« – varð þannig ein af kröfum tímans. Ef til vill kunni Þorsteinn ekki að beygja sig undir kvaðirnar, eða vildi það ekki. Að minnsta kosti þótti stíll hans með köflum nokkuð tyrfinn. Vafalaust mætti tína til fleira sem því olli að bókmenntastofnunin – hið óskráða og ósýnilega vald sem skammtar höfundum gæfu og brautargengi – hikaði við þegar röðin kom að þess- um sérstæða rithöfundi sem sýndi að hann bæði gat og vildi en var samt engum öðrum líkur. Fjölmiðl- unum þóknaðist ekki heldur að skjóta honum upp á stjörnuhimin sinn. En á skjánum eru menn ann- aðhvort alltaf eða aldrei. Sem kunn- ugt er! Það var því bæði rökrétt og skilj- anlegt að höfundurinn ungi hlyti að skerpa skilningarvit sín og leggja lúður við eyra til að hlusta eftir kalli tímans sem hann þó treysti sér ekki til að hlýða. Þegar hann hafði svo áttað sig á hvaðan vindurinn blés lagði hann skáldskapinn á hilluna en sneri sér þess í stað að fræðistörf- um, reynslunni ríkari. Þar sem Þorsteinn var bæði þátt- takandi og áhorfandi – en sennilega meiri einfari en jafnaldrar hans flestir – hlaut þessi höfundarsaga, sem hann skrifar að hæfilegum tíma liðnum, að verða hinn prýðilegasti aldarspegill. Að sönnu er þetta sjálfsmynd, langmest einskorðuð við reynsluheim og sjónarhorn eins manns, en eigi að síður lýsandi vítt og breitt um vettvang þann sem við honum blasti. En eftirmæli í minningarorðastíl er þetta ekki, langt því frá. Þor- steinn er bersögull jafnan, getur allt eins verið meinlegur, og hlífir þá hvorki sjálfum sér né öðrum. Hann segist hafa erft viljastyrk og ósvífni föður síns. Skiptum sínum við útgef- endur lýsir hann umbúðalaust. Sú saga er í raun stórfróðleg. Svo oft sem hann kvaddi dyra hjá þeim mátti hann sannreyna það sem segir í máltækinu latneska að bækur eiga sér örlög. Alla jafna var honum vel tekið. Þorsteinn þurfti ekki að hætta að skrifa skáldsögur vegna þess að hann kæmi þeim ekki út. Eftir að hann sneri sér að fræði- störfum var á brattann að sækja. Skjótt mátti hann sannreyna að þar var ekkert sjálfgefið. Þorsteinn tók að rýna í fyrri tíðar álitamál og ut- angarðsrit sem magisterar og dokt- orar höfðu ekki talið rannsóknar virði, endurritaði heil ósköp og kom því síðan á prent, mörgu hverju, en ekki alltaf við glaðbeitta hrifningu þeirra sem töldu sig húsbændur í því mikils virta hákoti. Minna segir Þorsteinn frá einka- lífi sínu, og í raun ekkert sem ekki kemur við störfum hans eða áhuga- málum. Lýsingar hans á kunningj- um sínum, þeim Matta og Fáfni, eru frábærar og bráðfyndnar og senni- lega eitthvað ýktar, einkum á hinum fyrrnefnda. Þar sem sá er hvergi nefndur með fullu nafni er undirrit- uðum ekki fullljóst hver sá er. En taugasterkur má hann vera ef hann fellur ekki í öngvit eftir að skoða sig í spegli Þorsteins. Drenginn Hanna má einnig telja til kunningja rithöfundarins. En hann var þrettán ára þegar fundum þeirra Þorsteins bar saman, ein- hverfur og ekki allra. Þorsteinn tók sér fyrir hendur að gera úr honum félagsveru, kenna honum að taka til- lit til annarra. Vera má að rithöf- undurinn hafi líka séð í dagfari hans glufurnar í mannlegum samskipta- reglum, þeim sem hann er svo víða að kryfja í bókum sínum. En sá var helstur ljóður á ráði drengsins að hann »kunni ekki að fela sig. Gríman tók ekki á sig mynd sem samferða- fólkinu líkaði«. Að öllu saman lögðu er þessi höf- undarsaga Þorsteins Antonssonar sögulega merkileg, margslungin og einarðlega beinskeytt. Kröftug frá- sagnarlist – auk þess færri snúnar stílflækjur en maður hnaut um í rit- gerðum Þorsteins á árum áður – lyftir bók þessari vel yfir meðallag- ið. Sjálfsmyndin Erlendur Jónsson BÆKUR Endurminningar Þorsteinn Antonsson. 182 bls. Vest- firska forlagið. Prentun: Oddi hf. Hrafns- eyri, 2002. HÖFUNDARSAGA MÍN Þorsteinn Antonsson MENN spyrja sig án efa oft, hvernig vil ég að góð bók sé? Og svörin eru að öllum líkindum álíka mörg og þeir sem svara. Eitt gott skilyrði varðandi bók fyrir börn og unglinga, ekki síst ef þau hafa ekki alltof mikinn áhuga á að lesa, er að bókin sé skemmtileg. Það er langt síðan undirritaður hefur sest niður með bók sem fengið hefur hann til að hlæja jafnoft og jafnmikið og Harry og hrukkudýrin eftir Alan Temperley. Það helgast af tvennu, hæfni höfundar til að segja skemmtilega sögu og afbragðsgóð íslensk þýðing. Þegar foreldrar Harrýs, sem lif- að hafa ríkmannlegu lífi, deyja er hann skilinn fyrst eftir hjá ósvíf- inni fóstru, sem ber hið hlýlega nafn Gestapo-Lily, en er síðan sendur til tveggja afasystra sinna sem búa á sveitasetri langt frá hans daglega vettvangi í Lundún- um. Hann telur það í fyrstu vera slæman kost að vera sendur til tveggja gamalla kvenna sem búa sam- an í stórhýsi, en þegar til kastanna kemur reynast þær vera óvenju skemmilegur og ánægjulegur fé- lagsskapur fyrir ung- an dreng. Þær eru af- skaplega frjálslyndar í uppeldismálum, en ekki líður á löngu þar til Harry kemst að því að þær og annað sérstætt fólk sem þær þekkja fást við ýmsa aðra hluti en eldri borgarar eru vanir að gera og eiga að gera. Systurnar eru for- ingjar í glæpaflokki, sem byggist á svipuðum lögmálum og Hrói höttu- ar og félagar gerðu eitt sinn. Og margar sérstæðar persónur koma við sögu sem hafa áhrif á skemmt- anagildi sögunnar. Höfundurinn Alan Temperley hefur lifað fjölbreyttu og áhuga- verðu lífi. Hann var í breska hernum á sín- um tíma, fór til sjós á togurum, stundaði nám í enskri tungu í háskólanum í Man- chester og fékkst við kennslu í skosku há- löndunum. Bók hans um Harry hefur notið mikilla vinsælda, um hana hafa verið gerðir sjón- varpsþættir og það er ekki að ástæðulausu. Hún er bráðskemmtileg og eins og fyrr segir þýdd af mikilli íþrótt. Bara hvernig hann þýðir titil bók- arinnar segir meira en langt mál um hugmyndaauðgi þýðandans og um alla bók eru listavel þýddir og staðfærðir orðaleikir. Þetta er bók sem ástæða er til að mæla með. Sigurður Helgason BÆKUR Barnabók Alan Temperley. Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson. 233 bls, Æskan, 2002. HARRY OG HRUKKUDÝRIN Guðni Kolbeinsson Skemmtileg gamalmenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.