Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Hvað gerist þegar þú týnir hálfri milljón dollara frá mafíunni? Hörku hasarmynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx, Dennis Hopper og John Malkovich. YFIR 45.000 GESTIR DV “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i RadíóX Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10. Rapparinn Lil Bow Wow finnur galdraskó sem Jordan átti og kemst í NBA! Margur er knár þó hann sé smár - frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Frumsýnd 26. des. Tryggðu þér miða í tíma Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 10.50. B.i.12 ára kl. 4, 7 og 10 “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i RadíóX DV YFIR 45.000 GESTIR. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára Frumsýnd 26. des. Tryggðu þér miða í tíma Sýnd kl. 6 og 10.45. B.i. 16 ára  ARI Í ÖGRI: Valíum: Hjörtur og Halli föstudags- og laugardags- kvöld.  AUSTURBÆR: Megas heldur viðhafnartónleika í kvöld, studdur stórsveit, í tilefni að útgáfu nýrrar safnplötu 1972–2002.  BROADWAY: Xtravaganza – föstudag. Háskólaball með Í svört- um fötum laugardag.  CAFÉ AMSTERDAM: Sólon fimmtudags- og föstudagskvöld.  CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn Sváfnir Sigurðsson spilar fimmtu- og laugardagskvöld.  CAFÉ RIIS, Hólmavík: Dj Skugga-Baldur laugardagskvöld.  CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mette Gudmundsen alla helgina.  CATALÍNA: Hljómsveitin Upp- lyfting spilar föstudagskvöld.  CHAMPIONS CAFÉ: Jóhannes Ólafsson trúbador um helgina.  DRAUMAKAFFI, Mosfellsbæ: Í tilefni af enduropnun staðarins spil- ar Halli Reynis föstudagskvöld.  FJÖRUKRÁIN: Þotuliðið föstu- dags- og laugardagskvöld.  FLAUEL VIÐ GRENSÁSVEG: Breakbeat.is-klúbburinn föstudags- kvöld frá kl. 23. Dj. AllEy Cat (USA/UK Skunkrock Productions/ Reinforced), dj. Reynir & dj. Krist- inn (Breakbeat is), dj. Frímann & dj. Arnar (Vírus/Hugarástand). Vj. Anti Aliaz sér um sjónræna skemmtun. 20 ára aldurstakmark.  GAUKUR Á STÖNG: Elektrolux (Dave Seaman o.fl.) föstudagskvöld kl. 23.30. Pallapartý (Páll Óskar) laugardagskvöld kl. 23.30. Útgáfu- tónleikar Dead Sea Apple sunnu- dagskvöld kl. 21. KK spilar fyrir gesti mánudagskvöld kl. 21.  GRANDROKK: Jóel Pálsson föstudags. Megas og Súkkat laug- ardags. Stjörnukisi sunnudag.  GULLÖLDIN: Svensen og Hallf- unkel föstudag og laugardag.  HÓTEL BORG: Árlegir Þorláks- messutónleikar Bubba mánudags- kvöld. Forsala á Hótel Borg.  HÓTEL EGILSBÚÐ, Neskaup- stað: Buff spila föstudagskvöld.  HVERFISBARINN: Sænski Stef- an Larsson, leikur tilraunakennt popprokk, laugardagskvöld.  KAFFI DUUS, Kef: Hljómsveitin Mát um helgina.  KAFFI KRÓKUR, Sauðárkróki: Spútnik laugardagskvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Vinir Dóra, Páll Rósinkranz og Andrea Gylfa- dóttir með jólablústónleika fimmtu- dagskvöld kl. 22.  KAFFI-STRÆTÓ, Módd: Njalli í Holti um helgina.  LAUGARDALSHÖLLIN: Coldplay og Ash í kvöld.  LEIKHÚSKJALLARINN: Dj. Kári leikur diskó föstudag. Dj. Mix Master Hlynur laugardag.  ODD-VITINN, Ak: Karókí föstu- dags- og laugardagskvöld.  PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Jólakvar- tett Kristjönu Stefánsdóttur heldur tónleika á sunnudagskvöld. Gestur tónleikanna verður Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona.  PASTA BASTA/ BLÁI BARINN: Eyjólfur Kristjánsson fimmtudags- kvöld kl. 22.30 til 1.  PLAYERS-SPORT BAR, Kóp: Land og synir föstudagskvöld. Karma laugardagskvöld.  RÁIN, Reykjanesbæ: Sín föstu- dags- og laugardagskvöld.  SALKA, Húsavík: Spútnik föstu- dagskvöld.  SPORTKAFFI: Árlegir Þorláks- messutónleikar hljómsveitarinnar Ullarhattanna mánudag.  SPOTLIGHT: Dj. Baddi í búrinu föstudag. Dj. Baddi rugl laugardag. Jóladrag-sýning.  STAPINN, Reykjanesbæ: Írafár og Á móti sól föstudagskvöld. Jóla- ball FM95,7.  TJARNARBÍÓ: Sólstöðuhátíð frá kl. 19–23.30. Aðgangseyrir 500 kr., ölvun ógildir aðgang. Klink, Dys, Sólstafir, Innvortis, Potentiam, Mú- spell, Myrk og Angermeans leika.  ÚTLAGINN, Flúðum: Jólakvart- ett Kristjönu Stefánsdóttur á Sólstöðuhátíðinni laugardagskvöld.  VALHÖLL, Eskifirði: Buff spila laugardagskvöld.  VEITINGAHÚSIÐ 22: Lokbrá og Gilbert fimmtudagskvöld kl. 22.  VIÐ POLLINN, Ak: Stulli og Sævar Sverrisson um helgina. FráAtilÖ Morgunblaðið/Sverrir Árlegir Þorláksmessutónleikar Bubba fara fram á Borginni á mánudag. HANN þykir einn af þeim bestu, þannig að þegar gefin er út plata með því besta frá einum af þeim bestu hlýtur eitthvað að vera í hana spunnið. Hvað sem sagt verður um kamelljónið mistæka David Bowie þá eru um það engin tvímæli að fáir hafa haft eins ríkuleg og víðtæk áhrif á þróun dægurtónlistar síð- ustu 30 ár. Það segir meira en margt annað um útgáfuferil Bowies að þótt hann hafi stigið allnokkur alvarleg feil- spor (Tonight, Never Let Me Down, Tin Machine I og II, Earthling) þá er hann samt glæstur. Fyrir áratug var allt heila klabbið gefið út á geislaplötum en nú hefur Virgin tekið sig til og endurtekið leikinn, gefið út upprunalegu plöturnar í fullkomnari mynd en þær hafa nokkru sinni áður fengist, með bestu mögulegu hljómgæðum og í veglegum umbúðum, uppfullum að áhugaverðum upplýsingum. Samfara endurútgáfunum kom síðan út á dögunum tvöföld safn- plata. Enn ein safnplatan segja kannski sumir en færa má góð rök fyrir því að þessi nýjasta, sem ein- faldlega heitir Best of Bowie, sé þeirra frambærilegust, hin eina sanna safnplata, því hún er sú fyrsta sem inniheldur bestu lögin sem spanna allan feril Bowies, allt frá því áður en hann sló í gegn með „Space Oddity“ 1969, til dagsins í dag. Og ekki nóg með að safn þetta sé komið út á hljóm- diskum heldur hefur það enn- fremur verið gefið út á mynd- diskum, tveimur í einum feitum pakka, sem samanlagt innheldur hvorki fleiri né færri en 47 lög! Allir vita, sem til Bowie á annað borð þekkja, að karlinn hefur alla sína tíð lagt meira en flestir upp úr mynd- málinu. Í því ljósi er mynddiskurinn nýi sannkölluð himnasending. Hef- ur hann og hlotið fádæma lof enda greinilegt á öllu að allt kapp hafi verið lagt á að hafa upp á merkustu upptökum með lögum Bowies. Þannig innihelda diskarnir allmörg myndskeið sem aldrei hafa sést áð- ur og önnur sem ekki hafa komið fyrir sjónir manna síðan þau voru send út í sjónvarpi. Fyrstu skeiðin eru frá 1972 og fram undir 1980 er um sjónvarps- eða tónleika- upptökur að ræða. Þar að auki var Bowie einn af brautryðjendunum í gerð tónlistarmyndbanda, enda var hann mikill áhugamaður um leikhús og kvikmyndagerð. Þannig lét hann gera myndbönd við allar smáskífur sínar af Lodger-plötunni 1979, nokkuð sem átti sér fáar hliðstæður. Myndband sem síðan var gert við Ashes To Ashes af næstu plötu, Scary Monsters..., þótti á sínum tíma algjör tímamót á því listsviðinu og þykir enn í dag meðal bestu myndbanda sem gerð hafa verið. Bowie er enn í dag að prófa sig áfram með miðil tónlistarmynd- banda, eins og sést á myndböndum við nýleg lög á borð við „Little Won- der“ og „Survive“. Að lokum er vert að benda á að það er fullt af földu myndefni á víð og dreifð um Bowie-mynddiskana, öll „páskaeggin“ eins og farið er að kalla það fyrirbrigði í mynd- diskageiranum. Páskaeggin eru m.a. ónotaðar sjónvarpsupptökur, bútar úr sjónvarpsviðtölum sem klipptir höfðu verið burtu, endur- hljóðblandanir á seinni tíma lögum o.fl. Vert er að geta eins páskaeggs- ins, stuttmyndarinnar sem gerð var í tengslum við myndbandið við „Blue Jean“, sem kallaðist „Jazzin’ The Blue Jean“. Besti Bowie í sjón og hljómi Bowie hefur löngum gert mikið út á hið myndræna í tónlist sinni. Hér er hann uppstrílaður í Aladin Sane-gírnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.