Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 32
yrkjufræðingur í blómabúðinni Birkihlíð, segir að það sé að aukast að fólk kaupi lifandi tré í potti til að hafa úti á tröppum eða við inn- ganginn heima hjá sér. „Fólk setur svo trén niður í garðinn við húsið eða við sumarbústaðinn. Við höfum líka orðið vör við að fólk er að biðja um hálf tré til að hafa uppi á vegg inni í íbúðinni.“ Stefnir í mikla samkeppni Allt virðist benda til þess að jólatré eigi eftir að lækka töluvert á næstunni. Garðlist lækkaði verð- ið hjá sér um 30% síðasta sunnu- dagseftirmiðdag. „Salan á trjánum fór hægar af stað en við vorum ánægð með og ákváðum að lækka verðið,“ segir Brynjar Kærnested, framkvæmdastjóri Garðlistar. Nú hafa Byko og Garðheimar bæst í hópinn. „Við hjá Garð- heimum höfum verið mjög ánægð með móttökur fólks í ár og langar til að segja gleðileg jól með því að lækka verðið á jólatrjám,“ segir Gísli Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Garðheima, þegar hann er spurður út í lækkunina á jólatrján- um. Bjarki Jakobsson, innkaupa- stjóri Krónunnar, segir Krónuna vera með sama verð á trjánum og í fyrra. „Ef einhver fer að bjóða bet- ur, er aldrei að vita hvað við ger- um,“ segir hann en þetta er í annað skiptið sem Krónan selur jólatré. Taka ekki þátt í verðstríði Jón Gauti Jónsson, sem sér um jólatréssölu Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við Flugvallarveg, segir að sveitin ætli ekki að taka þátt í verðstríði. „Við erum að afla tekna til reksturs Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík svo hún megi standa undir þeim vænt- ingum sem landsmenn gera til björgunarsveita. Við erum einkum að höfða til þeirra sem vilja styðja gott málefni. Við kaupum okkar tré meðal annars í Skorradal og höggvum þau niður sjálfir.“ Ágúst Jóhannsson, sem sér um jólatréssölu KR, tók í sama streng og sagðist ekkert hræddur við samkeppnina. „Stuðningsmenn okkar koma alltaf og kaupa af okk- ur. Salan byrjaði um síðustu helgi og gengur vel.“ Það skal svo tekið fram í lokin að meðfylgjandi verðkönnun segir ekkert um gæði trjánna. Morgunblaðið/Þorkell LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var tímabær sýning sem var opnuð 7. desember, í tengslum við útkomu bókar Þórs Whitehead, Ísland í hers höndum, og hefur með nokkra sjónræna úttekt á her- námsárunum 1941–1944 að gera. Um að ræða rösklega 50 valdar ljósmyndir sem eiga einkum að veita innsýn í dvöl Bandaríkja- manna í Reykjavík á tímabilinu. Koma frá Þjóðskjalasafni Banda- ríkjamanna, teknar af ónafn- greindum ljósmyndurum úr öllum greinum bandaríska heraflans, þó langflestum úr fjarskiptadeild landhersins. Auk ýmissa muna sem tengdust veru hermannanna, skjölum, uppbyggingu bragga- hverfa, sandpokahleðslu og mörgu fleiru. Þetta eru upplýsingar úr sýn- ingarskrá og þar segir einnig orð- rétt: Á árum síðari heimsstyrjald- arinnar taldist enginn staður á Íslandi mikilvægari í hernaði en Reykjavík. Allar landvarnir Bandamanna beindust að því að verja höfuðstaðinn fyrir innrás Þjóðverja, og þar voru stjórnstöðv- ar landhers, flughers og flota. Reykjavíkurhöfn var lífæð herliðs- ins í landinu og frá flugvellinum breska í Vatnsmýrinni héldu Bandamenn í senn verndarvæng sínum yfir siglingum á Norður-Atl- antshafi og áðu á nýrri flugleið á milli Ameríku og og Bretlandseyja. Þegar viðbúnaður Bandamanna náði hámarki á Íslandi sumarið 1943, dvöldust hér alls um 50.000 hermenn, þorri þeirra í Reykjavík og nágrenni. Þetta friðsæla bæj- arfélag 36.000 manns dróst á ein- um morgni inn í hringiðu stríðs og hersetu til góðs og ills … Allt hárrétt, og mikilvægur fróð- leikur þeim sem minna þekkja til, og svo vill til að skrifari var einmitt sjónarvottur að því er brezk her- skip röðuðu sér á ytri höfnina árla morguns 10. maí 1940. Staddur á Hverfisgötunni, spöl ofar hinni svonefndu Vatnsþró, sem var í næsta nágrenni við fiskbúð Hafliða Baldvinssonar. Fylgdist grannt með atburðarásinni og hlutunum í beinu sjónmáli öll hernámsárin og var kunnugur mörgum hermönn- um, aðallega Bretum sem höfðu bækistöðvar í Rauðarárholtinu, allt að Háteigsvegi og gamla Vatnsgeyminum. Einnig var heilt og sérstakt hverfi sunnan Háteigs- vegar; Tower Hill Camp. Minnist líka komu Bandaríkjahers sem tók formlega við stjórnartaumunum í júlí 1941, eftir herverndarsamning við íslenzku ríkisstjórnina. Við það urðu mikil umskipti, flest stórt og smátt sem Kaninn kom með í far- teskinu til muna fullkomnara, dát- arnir áberandi stásslegri í tauinu og höfðu margfalt það milli hand- anna sem brezku hermennirnir urðu að láta sér nægja. Hluti brezka hernámsliðsins var þó áfram og þeir hurfu ekki úr Rauð- arárholtinu fyrr en vorið 1947, var þar tíður gestur. Segi frá þessu hér, vegna þess að ekki nokkur maður getur gert sér fullkomna grein fyrir þessum hvörfum á ís- lenzku þjóðfélagi sem ekki lifði tímana mitt í hringiðu þeirra á höf- uðborgarsvæðinu. Búnaður Bret- anna svo frumstæður í upphafi og hermennirnir ungir og óreyndir, að fróðir telja að það hefði verið létt verk fyrir þýzku hervélina að sópa þeim úr landi, en það vissu Þjóðverjar minna um, sem betur fór. Var um stórsnjallt herbragð Churchills og ráðgjafa hans að ræða, kannski eitt hið örlagarík- asta í upphafi stríðsins. Banda- ríkjamenn komu með öllu full- komnari hergögn og vígvélar, að auk svo tæknivæddir í bak og fyrir að allt gekk nú stórum hraðar fyrir sig. Þá nutu þeir reynslu forvera sinna um margs háttar fram- kvæmdir, má orða það svo að jarð- vegurinn hafi verið plægður. Hafi ómælt peningaflæði fylgt Bretum, jókst það nú til allra muna enda mun engin þjóð Evrópu hafa verið ríkari Íslendingum í stríðslok og trútt um talað eru varla til lýs- ingarorð um umskiptin frá því sem var. Allt mannlífið tók þeim stakkaskiptum að engin dæmi eru til um í sögunni. Og sé það yfir- máta harmrænt hvernig nýrík þjóðin fyrirgerði þessum auði á ör- fáum árum, er það öllu dapurlegra hvernig henni hefur tekizt að valta yfir allar menjar þessara upp- gangsára, auk vanrækslu til skil- greiningar á þróuninni sem í hönd fór, og staðið hefur fram á daginn í dag. Þannig fátt ef nokkuð sem minnir á þessi miklu straumhvörf á höfuðborgarsvæðinu, nema að sjálfsögðu heilbrigð blóðblöndun- in. En um þá hlið hafa menn jafn- vel skrifað bækur til að afsanna það sem allir höfðu fyrir augunum eða vissu, ef þeir á annað borð vildu sjá eða vita. Menn hér óþarf- lega hörundsárir fyrir borðleggj- andi staðreyndum um ævintýra- gjarnar og lausgirtar róður, auðnulitlar vinnukonur sem eins og hendi væri veifað urðu að hefð- ardömum í þykjustu og raun. Fleira og fleira, en er ekki til um- ræðu hér, mun þó eiga sinn þátt í ofurviðkvæmni landans gagnvart tímunum, raunar einnegin að upp- gangur þjóðarinnar var á kostnað ólýsanlegra hörmunga á megin- landinu. Var alveg óforvarendis, en hið fyrra ekki annað en gerist þar sem herir flæða yfir og hafa aðset- ur, er fylgifiskur styrjalda eins og öll mannkynssagan er til vitnis um, Palli hér ekki einn í heiminum. Hvorugt komið í veg fyrir að í út- landinu hafi menn lagt rækt við fortíðina og reist tímaskeiðunum minnisvarða, auk þess að stríðs- minjasöfn finnast í flestum stór- borgum heims. Hér er ekki aðal- atriðið hvort mönnum hugnist eða vilji ekki beina augunum að öllum hliðum atburðarásarinnar, heldur um eðlilega rækt við fortíðina, gilda og þýðingarmikla sagnfræði og skyldur við komandi kynslóðir. Hér hafa Íslendingar verið mjög seinheppnir að ekki sé fastar að orði kveðið og það hefur stuðlað að áframhaldandi brengluðu mati á sögunni, sem Jónas frá Hriflu var einna fyrstur til að leggja hönd að með Íslandssögu sinni, en þá helg- aði metnaðarfullur tilgangur með- alið. Með skilvirkari og sannverð- ugri yfirsýn á fortíðina hefði hver og einn meiri möguleika á að mynda sér rétta og sjálfstæða skoðun hér um. Sýningin í Þjóð- skjalasafninu er, þótt lítil sé, spor í rétta átt, en yfirgripsmeiri saman- tekt ætti að sjálfsögðu heima í Þjóðminja- og þjóðháttasafni Ís- lands, harla auðvelt með fulltingi nýtækninnar sem ber í sér ómælda möguleika Þór Whitehead hefur án efa unn- ið frábært verk með rannsóknum sínum, en í þessu skrifi er sjónum einvörðungu beint að sýningunni og tímabilinu í hnotskurn, annarra að fjalla um bókina. Ljósmyndirnar bera fag- mennsku vitni og uppsetning sýn- ingarinnar sömuleiðis. Eins og hún leggur sig hefur hún mikið vægi hverjum og einum sem vill fá hlut- lægt innsæi í sögu þjóðarinnar all- ar götur þessara miklu hvarfa. Frá kreppuárum til ríkidæmis og tæknilegra framfara, illu heilli einnig frá vitrænni auðmýkt og manndyggðum til ágirndar og yf- irgangs … Hermenn í Fossvogskirkjugarði. Hvörfin miklu LIST OG HÖNNUN Borgarskjalasafn Tryggvagötu 10 Opið alla daga kl. 13–18. Til 2. febrúar 2003. Aðgangur ókeypis, sýningarskrá ókeypis. HERSETIN REYKJAVÍK 1941–1944 BORGARSKJALASAFN/ ÞÓR WHITEHEAD Bragi Ásgeirsson DÆMI eru um að fólk eigi enn innistæðu á Fríkortinu sínu upp á tugi þúsunda frípunkta en um áramótin renna þeir út og verða ógildir. Flestir hafa þó þegar eytt punktunum. Bjarni Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Fríkortsins segir að hægt sé að nýta punktana með ýmsum hætti, fara út að borða, í leikhús, bíó, borga inn á farseðil til útlanda eða kaupa jólagjafir á vef- slóðinni www.frikaup.is. „Í Reykjavík er hægt að fara út að borða á Sommelier, Carpediem, Tvo fiska, Hard Rock og Pizza Hut og borga með punktum. Á Akureyri er hægt að nýta punktana á Fiðlaranum og Kar- ólínu restaurant. Þá er hægt að fara í Sambíóin í Reykjavík, Reykjanesbæ og á Akureyri og borga bíómiðann með Fríkortinu. Hver miði kost- ar 1.250 punkta. Bjarni segir þó vert að taka fram að korta- punktar gilda ekki á íslenskar bíómyndir. Einnig er hægt að borga leik- húsmiða með punktum í Borg- arleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá geta frípunktaeigendur borgað með þeim inn á leigu- flugsferðir með Plúsferðum og Úrvali-Útsýn.“ Að lokum bendir Bjarni á að fólk geti farið inn á Netið á slóðina www.frikaup.is og keypt þar ýmsan varning fyrir punktana sína eins og geisladiska, bækur, lítil raftæki, spil og fleira. Þegar Bjarni er spurður um hvað punkt- arnir gildi sem margar krónur segir hann að viðmiðið sé að 1.500 punktar jafngildi 1.000 krónum en það sé þó eitt- hvað breytilegt. Vilji fólk fá upplýsingar um punktastöðu sína er hægt að nálgast þær á heimasíðu Frí- kortsins sem er www.frikort.is Þar getur fólk einnig fengið nánari upplýsingar um hvernig koma má punktunum í lóg. Frípunktar Fríkortsins renna út um áramót Margir kaupa jólagjafir á Netinu með frípunktum NEYTENDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.