Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINAR Oddur Kristjánsson, al- þingismaður í Vestfjarðakjördæmi, hefur að undanförnu gagnrýnt Haf- rannsóknastofnunina og fiskifræð- inga hennar mjög harkalega í ræðu og riti. Enda þótt fæst í hans mál- flutningi sé nýtt af nálinni, er þó rétt og skylt að bregðast við þessari gagnrýni, ekki síst þar sem víða er hallað réttu máli og óvarlega farið með „staðreyndir“. Í þessari svar- grein verður brugðist við helstu at- riðum í grein Einars, sem birtist í Morgunblaðinu 11. des. sl. undir fyrirsögninni „Erum við að úrkynja þorskstofninn?“ Stofnstærð, ráðgjöf og afli Við upphaf greinarinnar víkur Einar Oddur að veiðum á síðustu öld, þegar „voru áratugum saman veidd um og yfir 350 þúsund tonn á miðunum. Á þeim tíma var veitt jafnt úr stofninum, þ.e. bæði stór fiskur og smár.“ Rétt er að á síð- ustu öld var löngum veitt mun meira en síðustu ár, enda var þá veitt úr stórum stofni. Sóknin í stofninn var þá mun minni en síð- ustu áratugi, bæði í stóran fisk og smáan. Uppistaða aflans var reynd- ar „stór“ fiskur, þ.e. fiskur stærri en 3 kg. Þessi hluti aflans hefur minnkað mjög síðustu 50 árin, með- an afli „smáfisks“, þ.e. fisks minni en 3 kg, hefur staðið nokkurn veg- inn í stað, og þar með aukist sem hlutfall af heildarafla. Þessi stór- fellda breyting á aflasamsetningu er afleiðing mikillar sóknar í þorsk- stofninn á undanförnum áratugum. Of mikil sókn hefur leitt til þess að hrygningarstofninn hefur minnkað mjög og verið í lægð síðustu tvo áratugina. Svipuð þróun hefur orðið í veiðistofni. Veiðin hefur því verið langt umfram afrakstursgetu stofnsins og leitt til þeirrar bág- bornu stöðu sem stofninn er nú í. Þá virðist Einar Oddur hafa mis- skilið niðurstöður gotbaugarann- sókna Jóns Jónssonar þegar hann túlkar þær þannig „að einungis 23% af stofninum hrygni oftar en einu sinni“. Í tilvitnuðum rannsóknum var Jón að benda á að vegna alltof mikillar sóknar næði hver þorskur að hrygna að meðaltali aðeins um 1,23 sinnum. Rannsóknir Jóns sýndu að þegar sókn var lítil hrygndi þorskur hinsvegar allt að 8–9 sinnum. Næst víkur Einar Oddur að afla- tillögum og segir: „Fylgt hefur ver- ið tillögum Hafrannsóknastofnunar um heildarveiði nær út í hörgul undanfarin 12 ár“. Þetta er alls ekki rétt, þar sem umframveiði var hátt í 400 þúsund tonn á þessu tímabili. Segja má að tillögum stofnunarinn- ar hafi verið fylgt frá árinu 1995 þegar svokölluð aflaregla var tekin upp. Fyrir þann tíma var afli um- fram tillögur oftast 50–100 þúsund tonn á ári. Til þess að öðlast skiln- ing á þeim breytingum sem orðið hafa í þorskstofninum er nauðsyn- legt að líta lengra aftur í tímann en 10–15 ár. Einari Oddi verður tíðrætt um „að það hefur verið farið eftir ráð- gjöfinni og afleiðingarnar eru ljós- ar. Með því að koma í veg fyrir að veitt sé jafnt úr stofninum er sókn- inni beint í eldri og stærri fisk.“ Eins og fyrr segir hefur ekki verið farið eftir ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar nema á allra síðustu árum. Þær afleiðingar sem nú blasa við, og eru vissulega „ljósar“, verða því ekki svo auðveldlega skrifaðar á reikning fiskifræðinga. Staða þorskstofnsins nú er afleiðing of mikillar sóknar, „ofveiði“, sem stað- ið hefur nær óslitið frá því fyrir 1970 eða í meira en 30 ár. Hrygningarstofn og nýliðun Þessu næst tekur Einar Oddur fyrir „kenning(ar) Hafró um hvern- ig byggja skuli upp þorskstofninn“, þar sem ein meginröksemdin er „að stór hrygningarstofn gefi af sér mikla nýliðun“. Fyrirliggjandi gögn sýna ótvírætt að við „lítinn“ hrygn- ingarstofn eru líkur á „lélegri“ ný- liðun marktækt hærri tölfræðilega en við „stóran“ stofn. Þetta hefur komið skýrt í ljós á síðustu 20 árum þegar hrygningarstofninn hefur verið um og undir 300 þúsund tonn- um. Á þeim tíma hefur nýliðun að- eins þrisvar sinnum farið yfir með- allag (um 200 milljónir fiska). Fimm sinnum hefur nýliðun verið minni en 100 milljónir fiska, sem var óþekkt áratugina þar á undan. Tæpast verður komist hjá því að álykta að „viðkomubrestur“ hafi orðið í þorskstofninum, þ.e. nýliðun hefur færst niður á lægra stig en áður var, með þeirri augljósu afleið- ingu að afrakstursgeta stofnsins og þar með afli hefur minnkað. Það er því rangt sem Einar heldur fram um þá „meginröksemd“ að stór hrygningarstofn gefi betri nýliðun en lítill stofn „að engin tölfræðileg sönnun liggur fyrir um að svo sé“. Fullyrðing hans um „sterkar vís- bendingar um að sambandið milli hrygningarstofns og nýliðunar sé öfugt“ er því marklaus hvað varðar íslenska þorskstofninn. Hið sama gildir um 20 aðra þorskstofna í Norður-Atlantshafi sem skoðaðir hafa verið í þessu skyni. Það er á hinn bóginn rétt hjá Einari Oddi að „við erum að veiða þann hluta stofnsins sem gefur mesta nýliðunina“ og höfum gert of UM FISKIFRÆÐI ALÞINGISMANNS Eftir Björn Ævarr Steinarsson og Ólaf Karvel Pálsson „Augljóst er að veiðar með valvirkum veiðar- færum hljóta alltaf að hafa einhver áhrif á erfðasamsetningu fiski- stofna.“ Ólafur Karvel Pálsson Björn Ævarr Steinarsson MIKLAR breytingar hafa orðið á menntakerfinu á undanförnum ára- tugum svo jaðrar við byltingu. Sú breyting er ef til vill mest að ung- menni upp til hópa stunda nú nám til tvítugs en áður lét fjöldi staðar numið við þá iðju um 16 ára aldur. Meðan einungis tíundi hluti þjóðarinnar hélt áfram bóknámi til tvítugs voru ýmsar námsbækur á erlendum tungum og má segja að það hafi verið bæði kost- ur og galli. Var það góður skóli í tungumálum en eftir sem áður er hverri þjóð nauðsyn á að geta fjallað um hvaðeina á sínu móðurmáli. Nú er svo komið að nánast allar námsbæk- ur eru á íslensku fram að háskóla- námi. Ekki hefur verið lítið átak að gefa út svo mikið námsefni sem hér þurfti til á tiltölulega skömmum tíma. Það gefur augaleið að í svo marg- víslegum bókakosti er bæði vel gert og miður eins og gengur. Hér dugir samt ekki að sætta sig við annað en það sem ágætlega er gert því að ekki eru aðrar bækur gefnar út í stærra upplagi en námsefni og engar bækur eru lesnar af fleirum og varla er ástæða til að vanda nokkrar bækur jafnmikið og námsbækur því síst má misfara með staðreyndir við fræðslu. Þess vegna er ljóst og eðlilegt að út- gáfa námsbóka sé að sínu leyti dýr þar sem mikið er lagt upp úr vali á höfundum og öðrum þáttum sem snúa að útgefanda, svo sem prófarka- lestri. Hvaða ráð hefur þjóðin til að tryggja að ekki verði annað en hið besta efni boðið nemendum í skólum landsins? Hér áður fyrr var ríkinu ætlað að hafa veg og vanda af öllu námsefni og er enn þá til Náms- gagnastofnun sem sér grunnskólum fyrir námsgögnum að nokkru en Rík- isútgáfa námsbóka hefur verið lögð af. Öllum er frjálst að gefa út náms- bækur sem ætlaðar eru framhalds- skólum og hinum frjálsa markaði ætlað að tryggja að eftir standi að- eins það besta. Mikil hætta er samt á að ekki takist til sem skyldi. Þess vegna er sennilega nauðsynlegt að menntamálaráðuneytið gangi úr skugga um að námsefnið sé boðlegt; hafi á að skipa nokkurs konar vott- unarstofu. Einnig gæti verið til góðs að fagfélög sjái sóma sinn í að gagn- rýna námsbækur á sínu sviði og birta á viðeigandi vettvangi. Morgunblað- ið, sem hefur haldið úti mætri gagn- rýni á allt mögulegt sem birtist á prenti, hefur nær alveg leitt hjá sér námsbækur og er þó hvergi jafnbrýn nauðsyn á góðu aðhaldi og þar. Vil ég skora á blaðið að duga hér vel. Ekki verður hjá því litið að útgáfa námsbóka getur verið allarðvænleg. Upplag skiptir gjarnan þúsundum og salan í mörgum tilfellum trygg. Því má búast við að ýmsir sjái hag sínum vel borgið með slíkri útgáfu. Það kemur því á óvart að sjá nú til sölu á námsbókamarkaðnum tilraunaút- gáfu stærðfræðibóka sem kostar fyllilega jafnmikið og fullbúin bók en er nánast bara prentuð próförk sem verulega er ábótavant. Hér hefur út- gáfufélagið séð sér leik á borði og ætlar tilteknum, litlum hópi unglinga að borga fyrir sig hluta af útgáfu- kostnaðinum. Unglingarnir neyðast til að taka þessum afarkostum. Svo þegar kemur að skiptibókamarkaðn- um að ári er hætt við að þessi bók seljist illa í samkeppni við nýju, próf- lesnu, litprentuðu stærðfræðibókina sem svör fylgja og sitja þá ungling- arnir uppi með sárt ennið. Þetta verður að telja óeðlilega viðskipta- hætti. Greinilega stendur markaðurinn hér ekki undir væntingum og skal því ítreka kröfu um að ráðuneyti menntamála votti verðleika þeirra námsbóka sem skólafólki er gert að kaupa og jafnframt að verðlag sé eðlilegt. Vanda skal til námsbóka Eftir Odd Sigurðsson Höfundur er jarðfræðingur. „Hér hefur útgáfu- félagið séð sér leik á borði og ætl- ar tilteknum, litlum hópi unglinga að borga fyrir sig hluta af útgáfu- kostnaðinum.“ LANDSBANKI Íslands og Ung- mennafélagið Fjölnir undirrituðu nýjan samstarfssamning til 3ja ára hinn 29. nóvember sl. Með tilkomu samningsins verður Landsbankinn annar af tveimur aðalstyrktarað- ilum félagsins. Allir iðkendur innan Fjölnis fá nú endurgreiddan hluta æfingagjalda sinna á eigin nafni inn á bók hjá Landsbankanum. Þessa peninga geta börnin ávaxtað til seinni ára eða notað til að greiða niður kostn- að við ferðir á vegum félagsins. Samstarfssamningurinn var und- irritaður við hátíðega athöfn í há- tíðarsal Fjölnis. Snorri Hjaltason formaður Fjölnis, Tómas Hall- grímsson frá Landsbankanum og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi og formaður hverfaráðs Graf- arvogs fluttu stutt ávörp. Tae- KwonDo-deildin hélt sýningu á sjálfsvarnaríþrótt sinni og 40 ungir og efnilegir iðkendur voru heiðr- aðir með fyrstu bankabókum samn- ingsins, segir í fréttatilkynningu. Hópurinn sem var heiðraður ásamt fulltrúum Fjölnis og Landsbankans. Landsbankinn styrkir Fjölni SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.