Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 30
LANDIÐ 30 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI var við hátíðarmessu í Sauðárkrókskirkju síðastliðið sunnudagskvöld, þegar minnst var eitt hundrað og tíu ára afmælis kirkjunnar. Það var sóknarprestur- inn séra Fjölnir Ásbjörnsson sem prédikaði en kór kirkjunnar söng, meðal annars tvo af þeim sálmum sem sungnir voru við vígslu hins nýja guðshúss árið átján hundruð níutíu og tvö. Í prédikun sinni rakti séra Fjölnir í stórum dráttum aðdraganda þess að íbúar Sauðárkróks, á þeim tíma ákváðu að reisa guðshús syðst í þorpinu við Sauðárkrók, en annars áttu íbúar staðarins kirkjusókn á Sjávarborg í Borgarsveit en sú kirkja tók aðeins sextíu manns í sæti og rúmaði á engan veg bæði kirkjugesti úr Borgarsveit og af Sauðárkróki. Settu íbúar Sauðár- króks sér það markmið að kirkjan skyldi rúma þrjú hundruð og fimm- tíu manns í sæti en það var marg- faldur íbúafjöldi staðarins. Yfir- smiður byggingarinnar var Þorsteinn Sigurðsson timburmeist- ari, en Ludvig Popp kaupmaður hafði mest með framkvæmdina að gera, annaðist fjárreiður allar og réð mestu um staðsetningu og gerð þessarar byggingar. Var hugmynd Popps sú að kirkjan skyldi standa syðst í þéttbýlinu við torg, en einnig skyldu standa við þetta torg sjúkra- hús og skóli staðarins, og gengu þær áætlanir eftir. Sauðárkrókskirkja hefur stækkað með söfnuði sínum, því árið 1957 var turn hennar lagfærður og byggður undir hann kjallari, og aftur var ráðist í endurbætur árið 1971 en þá var kirkjuskipið lengt til vesturs og aftur fyrir eitt hundrað ára afmælið þegar kirkjan var enn stækkuð og sett í núverandi horf. Mikið af upprunalegum búnaði er í kirkjunni meðal annars allir ljósa- hjálmar og altaristafla, en á langri vegferð hafa fjölmargir góðir gripir verið gefnir þessu gamla guðshúsi, sem enn þjónar vel íbúum Sauð- árkróks. Við athöfnina í Sauðárkróks- kirkju lék Ásdís Runólfsdóttir ein- leik á víólu en Svana Berglind Karlsdóttir og Ásgeir Eiríksson sungu einsöng og tvísöng með kórn- um á þessu ánægjulega afmælis- kvöldi í Sauðárkrókskirkju. Morgunblaðið/Björn Björnsson Kirkjan var skreytt í tilefni afmælisins. Minnst eitt hundrað og tíu ára afmælis Sauðárkrókskirkju Sauðárkrókur UM síðustu helgi var mikið um að vera hjá þeim hjónum Magnúsi Kristinssyni, útvegsbónda á Lyng- felli, og eiginkonu hans, Lóu Skarphéðinsdóttur. Á föstudags- kvöldið opnuðu þau sýningu á verkum eftir listamanninn Stórval í hesthúsinu á Lyngfelli. Þar sýndu þau 23 myndir, allar eftir Stórval, Stefán V. Jónsson frá Möðrudal. Það var sérstök stemn- ing að hafa sýninguna á verk- unum í hesthúsinu, en trúlega í anda listamannsins sem fór ótroðnar slóðir í listsköpun sinni og lífi. Oftar en ekki voru við- fangsefni Stórvals hestar og dá- læti hafði hann mikið á Herðu- breið. Gera má ráð fyrir því að sýning þessi sé fyrir margra hluta sakir sérstök, hún er haldin í hesthúsi og trúlega um að ræða stærsta einkasafn á myndum eftir Stórval á Íslandi. Á laugardeginum var síðan vígsla á skeiðvelli sem gerður var við hesthúsið á Lyngfelli. Fjöldi bæj- arbúa fjölmennti suð- ur að Lyngfelli til að verða vitni að því þeg- ar sóknarpresturinn í Vestmannaeyjum séra Kristján Björnsson reið í fylkingarbrjósti í hópreið félaga sem halda hesta hjá Magn- úsi, en þar er töluvert af ungu fólki sem stundar hestamennsku. Í lok dagsins buðu þau Magnús og Lóa eldri borgurum til hlöðu- balls sem var fjölsótt að vanda. Fjölmargir félagar í félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum mætti á hlöðuballið. Hljómsveitin Ey- menn lék fyrir dansi. Myndlistar- sýning, vígsla skeiðvallar og hlöðuball Hljómsveitin Eymenn lék fyrir dansi. F.v. Elli á Gjábakka, Siggi Gunn, Magnús Kristinsson frá Lyngfelli og Hilmar Rósmundsson. Töluverður fjöldi fólks sótti sýninguna sem var haldin í hesthúsi og stóð yfir í tvo daga. Vestmannaeyjar Morgunblaðið/Sigurgeir Hestamenn með meiru, f.v. Guðmundur Richardsson, sorphirðir í Eyjum, Magnús Kristinsson útvegsbóndi, séra Kristján Björnsson og Páll Högnason, yfirhestahirðir í Lyngfelli. FÉLAGSKONUR í kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli gáfu Bruna- vörnum Rangárvallasýslu vesti með endurskini til að nota á slysavett- vangi. Félagskonurnar afhentu slökkviliðsmönnunum vestin á jóla- fundi sínum sem þær héldu í Félags- heimilinu Hvoli. Að sögn slökkviliðsmanna var gjöfin mjög kærkomin því að mikil þörf er fyrir vesti sem þessi, eink- anlega þegar slys verða á vegum úti. Í svartasta skammdeginu eru þeir oft í mikilli hættu við störf sín og því auka vestin öryggi þeirra til muna. Vestin eru áletruð Brunavörnum Rangárvallasýslu og með mjög góðu endurskini. Morgunblaðið/Steinunn Kolbeinsdóttir Sóley Ástvaldsdóttir, stjórnarkona í Kvenfélaginu Einingu, afhendir Böðv- ari Bjarnasyni, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu, vestin. Kvenfélagskon- ur gáfu vesti Hvolsvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.