Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAINNFLYTJENDUR eru nokkuð bjartsýnir um söluhorfur á næsta ári eftir tvö ákaflega mögur ár. Þannig gerir Bílgreinasambandið ráð fyrir að sala á nýjum fólksbílum muni aukast um 15% á næsta ári og fari í um átta þúsund bíla en ætla má að salan í ár verði um sjö þúsund bílar en í fyrra voru seldir rétt tæplega 7.250 fólksbílar. Til samanburðar má nefna að árið 2000 seldust 13.569 bílar og 15.377 árið 1999. Erna Gísladóttir, framkvæmda- stjóri B&L og formaður Bílgreina- sambandsins, segist telja að botnin- um hafi væntanlega verið náð í apríl–maí í vor og menn séu svona hóflega bjartsýnir. „Það er sameigin- legt mat bæði Bílgreinasambandsins og bankanna að markaðurinn muni vaxa um kringum 15% á næsta ári. Það er í raun ekki mikil aukning því endurnýjunarþörfin er kannski í kringum tólf þúsund bílar á ári. Það verður t.d. mjög lítið af eins og tveggja ára gömlum bílum á sölu á næsta ári. Þetta er sveiflukenndur markaður og reynsla okkar er sú að sveiflan í sölunni sé frekar hægari upp á við en niður á við en endurnýj- unarþörfin er mikil og birgðir af not- uðum bílum hjá umboðunum frekar litlar.“ Erna segir að áætlanir um álvers- framkvæmdir skipti einnig miklu máli og hvenær þær fari að skila sér í hagkerfinu ef af þeim verður. Verði ekki af álversframkvæmdum sé vart hægt að búast við mikilli uppsveiflu í bílasölunni. Aðspurð segist Erna ekki telja að vaxtalækkanir Seðlabanka hafi skilað sér í aukinni eftirspurn eftir bílum svo nokkru nemi. Júlíus Vífill Ingvarsson hjá Ingvari Helgasyni segist horfa með nokkurri eftirvæntingu og bjartsýni til næsta árs. „Við höfum gert rekstraráætlanir okkar út frá svipaðri aukningu og Bíl- greinasambandið en við förum þar að auki inn í nýja árið með spennandi nýjar gerðir sem munu skila sér í auk- inni sölu á næsta ári. Við gerum þess vegna m.a. ráð fyrir aukningu í mark- aðshlutdeild Ingvars Helgasonar hf. og Bílheima ehf. “ Júlíus segir það hafi aukið vandann að krónan veiktist verulega samfara samdrættinum. „Krónan hefur verið að styrkjast að undanförnu og ýmislegt sem bendir til þess að krónan muni halda þessari stöðu einhvern tíma þótt gengisspár séu einhverjar óáreiðanlegustu spár sem hægt er að gera. Það er þegar komin fram veruleg endurnýjunar- þörf á bílaflotanum í landinu og efna- hagslífið er í heild sinni sterkt og með auknum kaupmætti og bjartsýni al- mennings bendir allt til þess að næsta ár verði gott ár í bílgreininni.“ Búast við hóflegri aukningu Jón Trausti Ólafsson hjá Heklu segir menn nokkuð bjartsýna en þó geri menn ekki ráð fyrir mikilli sölu- aukningu á næsta ári. „Við hjá Heklu reiknum þó með að það verði einhver aukning frá því sem verið hefur enda er þetta versta árið á þessum markaði í langan tíma þótt við höfum raunar aukið okkar hlutdeild nokkuð á mark- aðnum og þá sérstaklega á síðustu mánuðum ársins. Útlitið er, tel ég, ágætt og við stöndum vel hvað varðar nýjar tegundir.“ Aðspurður um vaxtalækkanir segir Jón Trausti að hjá Heklu finni menn fyrir því að fleiri einstaklingar komi og kaupi nýja bíla en á sama tíma í fyrra. „Samt sem áður er það okkar mat að vaxtalækkanir þyrftu að skila sér enn betur til neytenda en raunin hefur verið til þessa.“ Gert ráð fyrir að sala nýrra bíla aukist um 15% Bílgreinasambandið gerir ráð fyrir að sala á nýjum fólksbílum muni aukast um 15% á næsta ári. Talið er að salan í ár verði um 7.000 bílar en endurnýjunarþörfin er áætluð um 12.000 bílar á ári. BRESKU hljómsveitirnar Coldplay og Ash troða upp í Laugardagshöll í kvöld en í gær fóru Jonny Buckland gít- arleikari Coldplay og Guy Berryman bassaleikari hljóm- sveitarinnar ásamt Tim Wheeler, söngvara Ash, í snjó- sleðaferð á Langjökli. Þá skoðuðu þeir einnig Gullfoss og Geysi. Munu þeir hafa skemmt sér mjög vel þrátt fyr- ir leiðinlegt veður á jöklinum og verið undrandi á því hversu lítill snjór væri á landinu. Björn Steinbekk, einn tón- leikahaldara, segir að alls komist 5.500 gestir í Laug- ardalshöllina. Örfáir miðar séu eftir, þeir verði seldir í anddyri Hallarinnar frá há- degi. Hljómsveitirnar ætli að taka úrval af sínum bestu lög- um, Coldplay muni líklega taka alla nýju plötuna og hugsanlega einhver jólalög til að koma fólki í jólaskap. Morgunblaðið/Palli Sveins Jonny, Tim og Guy létu fara vel um sig í skála uppi á Lang- jökli eftir skemmtilega snjó- sleðaferð á jöklinum í gær. Coldplay og Ash undr- andi á snjó- leysinu SÍÐASTI skiladagur til að póstleggja jólapakkana innan- lands er í dag, fimmtudaginn 19. desember, svo þeir komist til viðtakanda fyrir jól. Skila- dagur jólakorta innanlands er föstudagurinn 20. desember. Móttökustaðir eru öll pósthús á landinu og einnig er Íslands- póstur með jólapósthús í Kringlunni, Smáralind, Mjódd- inni og Glerártorgi á Akureyri í desember þar sem hægt er að póstleggja jólasendingar. Þar er opið á verslunartíma. Morgunblaðið/Jim Smart Skiladagar jólapakka og korta innanlands Á ÁRLEGRI ráðstefnu Ferðamála- samtaka Evrópu, European Travel Commission, í New York í gær kom fram að talið er að ferðalög á milli Evrópu og Bandaríkjanna aukist á næstu árum og nái hámarki 2006. Einar Gústavsson, stjórnarformaður samtakanna og framkvæmdastjóri skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í New York, segir að Bill Clinton, að- alræðumaður, hafi meðal annars sagt sér að á dagskrá væri að spila golf á Íslandi. Einar segir að um 600 manns hafi sótt ráðstefnuna á Waldorf-Astoria hótelinu í New York í gær og þar af helstu forystumenn í ferðaiðn- aðinum í Evrópu og Bandaríkj- unum. Rætt hafi verið um vanda- málin sem blöstu við ferðaiðnaðinum og meðal annarra hefði forstjóri Continental- flugfélagsins fjallað um rekstur flugfélaga og æðsti maður ferða- mála í Bandaríkjunum greint frá út- litinu í ferðaiðnaðinum á næstu ár- um. Ferðamálasamtök Evrópu eru um hálfrar aldar gömul og hefur Einar verið formaður þeirra í þrjú ár. Þau eru ábyrg fyrir heimskynningu á Evrópu sem áfangastað og segir Einar að á þessu ári hafi verið eytt sem samsvarar um 500 til 600 millj- ónum króna í kynningu á Evrópu í Bandaríkjunum. „Við fengum Bill Clinton, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna, sem aðalræðumann, og í máli hans kom fram að ferðaþjón- ustan væri í eðli sínu hnattræn og því væri ekki hægt að hugsa stað- bundið og segja til dæmis að Evrópa væri örugg fyrir hryðjuverkum. Taka þyrfti á vandamálinu meðal annars með því að opna heiminn fyr- ir múslimum og nálgast þá meira en gert hefði verið. Þetta væri verkefni allra og enginn gæti skorast undan.“ Einar segir að Clinton hafi sagt sér frá tveimur Íslandsferðum sín- um á áttunda áratugnum og hann hefði áhuga á því að heimsækja landið og fara í golf. „Hann sagðist hafa íhugað alvarlega heimsókn til Íslands til að fara í golf, því hann hefði heyrt að um 50 golfvellir væru á landinu og margir þeirra afar fal- legir.“ Clinton stefnir á golf á Íslandi Ljósmynd/Maria R. Bastone Einar Gústavsson, stjórnarformaður Ferðamálasamtaka Evrópu og fram- kvæmdastjóri skrifstofu Ferðamálaráðs í New York, og Bill Clinton, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, á miðri mynd, á ráðstefnunni í gær. Fyrrverandi Bandaríkjafor- seti á ráðstefnu Ferðamálasam- taka Evrópu „Róðurinn er ein fárra æfinga sem styrkja allan líkamann. Kostir róðr- arvélanna eru því ótvíræðir í sam- anburði við mörg önnur líkams- ræktartæki,“ segir hann. Á síðasta ári keppti Ómar á kanadíska meist- aramótinu í Toronto og síðan í Tók- ýó. Náði hann 5. sæti á báðum mót- um í sínum þyngdarflokki. Í innanhússróðri er m.a. keppt í svokallaðri ólympískri vegalengd, sem er 2 km og keppa bestu ræðarar heimsins að því að ljúka róðrinum á innan við 6 mínútum. Ómar hefur náð tímanum 6.29 mín. með harm- kvælum, því hann lagði svo hart að sér að hann byrjaði að kasta upp þegar hann stóð upp úr róðrarvél- inni, fékk mjólkursýrur í fæturna og í stuttu máli sagt – keyrði sig út. Þá á hann 62. besta tímann í maraþon- róðri eftir að hafa róið kílómetrana 42 á 2:49:45 klst. Bandaríska mótið er mun sterkara en það japanska og kanadíska og segist Ómar verða sáttur við að skipa sér á bekk með 50 bestu keppendum. ÓMAR Ingþórsson róðrarkappi, tvö- faldur háskólameistari í innanhúss- róðri, keppir á heimsmeistaramóti í þessari nýstárlegu íþróttagrein í febrúar. Mótið fer fram í Wash- ington í Bandaríkjunum og standa nú yfir stífar æfingar hjá Ómari, en hann mun vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir á heimsmeistaramóti í innanhússróðri. Þessi íþróttagrein nýtur töluverðra vinsælda erlendis en þá er keppt í sérstakri vél sem líkir eftir venjulegum róðri á kapp- róðrarbát. Þeir sem stunda kapp- róður á vötnum nota vélarnar utan keppnistímabilsins til að halda sér í formi. Er innanhússróðurinn nú orðinn sérstök keppnisgrein um all- an heim. Ómar byrjaði að æfa venju- legan kappróður í Kanada á náms- árum sínum við Guelph-háskólann og æfði 12 sinnum í viku. Sérhlífn- inni var ekki fyrir að fara, enda far- ið út á vötnin kl. hálffimm á morgn- ana á meðan keppnistímabilið stóð yfir og keppt á sunnudögum. Ómar keppti þá á fjögurra og átta manna bátum. „Þetta tók mjög á, en var mjög heillandi. Það er ekkert eins fallegt og að vera úti á vatni eld- snemma morguns með vasaljós og róa fram í birtingu. Því fylgir ein- stök tilfinning að róa innan um hels- ingja í algjörri kyrrð,“ segir hann. Tvöfaldur háskólameistari Að loknu þessu dýrðartímabili voru róðrarvélarnar hins vegar dregnar fram og æft innanhúss 6 sinnum í viku. Ómar keppti í innan- hússróðrinum og varð háskóla- meistari í greininni 2001 og 2002. Morgunblaðið/Kristinn Ómar Ingþórsson, 32 ára, er hálfri mínútu frá þeim bestu í heiminum og gekk næstum af sér dauðum í einni keppninni. Keppir á heims- meistaramóti í innanhússróðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.