Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ unblaðið, aðspurð hvort hún ætlaði að sitja næstu fjögur árin sem borgarstjóri, að hún sæi ekkert í spilunum sem breytti því. Í viðtali við Ríkisútvarpið á kosningavöku Reykjavíkurlistans á kosninganótt, eftir að sigurinn var í höfn, sagði Ingibjörg Sólrún: „Já, ég fullyrði algerlega að ég er ekki að fara í þingframboð að ári. Það er alveg ljóst.“ Í byrjun september voru kynntar nið- urstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir vef- ritið Kreml.is. Þar kom fram að færi Ingibjörg fyrir lista Samfylkingarinnar í næstu alþing- iskosningum myndi flokkurinn auka fylgi sitt um tæplega þriðjung. Sá ekkert í spilunum sem breytti afstöðu hennar Í Morgunblaðinu 4. september sagði Ingi- björg könnunina ekki hafa breytt afstöðu sinni varðandi þingframboð. „Ég var búin að segja það býsna skýrt fyrir kosningar að ég hygði ekki á þingframboð og fyrir því voru bæði per- sónulegar og pólitískar ástæður. Hugur minn hefur ekki staðið til þess síðan, þótt borg- arstjórnarkosningum sé lokið, og ég sé ekkert það í spilunum sem breytir þeirri afstöðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Viku síðar sendi hún frá sér yfirlýsingu þar FRÁ því fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hefur sú umræða skotið upp kollinum af og til hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri gæfi kost á sér í þingframboð fyrir Samfylkinguna. Í byrjun september sl. sendi hún frá sér yfirlýsingu um að hún hygði ekki á þingframboð en í umræðum í borgarstjórn fyr- ir hálfum mánuði sagði hún óbeinum orðum ekki útséð með að hún færi í slíkt framboð. Í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 19. maí sl. var Ingibjörg spurð hvort það væri tryggt að hún yrði borgarstjóri næstu fjögur árin ef hún næði kjöri. „Nei, það er ekki tryggt,“ sagði hún og bætti við: „Ég gæti nátt- úrlega hrokkið upp af!“ Síðan fór viðtalið þannig fram um þetta atriði: – Spurt er vegna þess að oft er talað um að Samfylkinguna vanti nýjan leiðtoga og þú nefnd til sögunnar. „Það er ekki mitt viðfangsefni. Ég er að bjóða mig fram til næstu fjögurra ára en ætla mér hins vegar ekki að verða ellidauð hérna í Ráðhúsinu.“ – En þú ætlar að vera þar næstu fjögur ár? „Já, ég er ekki á leið í þingframboð að ári ef það er spurningin sem undir liggur.“ Þegar úrslit borgarstjórnarkosninganna í lok maí lágu fyrir sagði Ingibjörg við Morg- sem hún sagðist ekki ætla að bjóða sig fram til Alþingis í vor. „Niðurstaða mín er sú að ekkert það hafi gerst á vettvangi stjórnmálanna sem knýi á um að ég breyti þeirri afstöðu sem ég tók í vor og söðli um,“ sagði hún m.a. í yfirlýs- ingunni. Við Morgunblaðið sagði hún af þessu tilefni: „Ég sagði í vor að ég stefndi ekki að þingframboði og ég endurtek það núna. Ég hef í sjálfu sér engu við þetta að bæta. Og að halda áfram endalausum vangaveltum um einhverja óræða framtíð er eins og hver önnur langavit- leysa.“ Eftir yfirlýsinguna lá umræða um þing- framboð hennar niðri um nokkurn tíma eða þar til í byrjun þessa mánaðar að með ummæl- um sínum í borgarstjórn gaf hún orðrómi um framboð byr undir báða vængi. Fram fóru heitar umræður um fjárhagsáætlun borg- arinnar og undanfari ummælanna voru þau orð Björns Bjarnasonar, oddvita sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, að Ingibjörg sæi eftir því að hafa ekki boðið sig fram til Alþingis, hún vildi greinilega frekar ræða við sig sem þing- mann en borgarfulltrúa. Sagði Ingibjörg þá að svo virtist sem Björn saknaði þess að hún sæti ekki á Alþingi. Hún sagðist verða að segja það við borgarfulltrúann að ekki væri öll nótt úti með það ennþá. Í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins að borgarstjórnarfundi loknum sagðist Ingibjörg hafa meira sagt þetta í gríni en alvöru, hún yrði „ekki í leiðtogasæti“ á nein- um framboðslistanna til Alþingis. Síðan segir í frétt Morgunblaðsins: „Hún sagði að það hlyti þó að vera umhugsunarefni að útlit væri fyrir að tveir borgarfulltrúar minnihlutans sitji á þingi á næsta kjörtímabili, en bæði Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson eru taldir eiga öruggt sæti á fram- boðslistum Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Ekki hafi komið fram annað en þeir ætli að sitja bæði þar og í borgarstjórn. Of mikið hafi verið um að þingmenn hafi ruglast á pólitískri stöðu og hagsmunum borgarinnar. Hún óttist að það geti gerst í ríkari mæli við þessar aðstæður að menn hugsi of mikið um stöðu minnihlutans í borgarstjórn í störfum sínum á þingi.“ „Ekki á leið í þingframboð að ári“ Fyrri ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um þingframboð eða ekki þingframboð Morgunblaðið/Sverrir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún hefði ákveðið að taka boði formanns Samfylkingar- innar og formanns uppstillingar- nefndar flokksins um 5. sæti í öðru hvoru kjördæmanna í Reykjavík, norður- eða suðurkjördæmi. Hún sagði aðstæður hafa breyst frá því í haust er hún gaf út yfirlýsingu um að hún væri ekki á leiðinni í þingfram- boð. „Ég sagði það í kosningunum í vor að ég væri ekki á leiðinni í þingfram- boð og þegar ósk kom fram í haust um að ég byði mig fram sagðist ég telja ekkert hafa það gerst á vett- vangi stjórnmálanna sem knýði á um það að ég breytti afstöðu minni frá því í vor. Ég hef alltaf litið svo á að ef ég gæfi kost á mér í leiðtogahlutverk á landsvísu að þá samrýmdist það ekki því að vera líka borgarstjóri. Ég sagði við kjósendur í vor að ég ætlaði að vera borgarstjóri næstu fjögur ár- in og með því að taka 5. sætið lít ég svo á að ég sé ekki að söðla um.“ Vil sjá breytt stjórnarmynstur – Hvað hefur þá breyst í hinu póli- tíska landslagi frá því í haust þegar þú gafst út yfirlýsinguna? „Ég hef áhuga á að sjá breytt stjórnarmynstur og vil leggja þeirri baráttu lið. Svo hefur það breyst frá því í haust að bæði Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem eru nú þriðjungur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, ætla sér að vera á Alþingi og í borgarstjórn. Við því má búast að umræða um málefni borgar- innar færist yfir á þjóðmálavettvang- inn. Ég tel mikilvægt að eiga þar við- spyrnu.“ – Þú lítur ekki svo á að þú sért að ganga á bak orða þinna með ákvörðun nú um þingframboð? „Nei, ég leit svo á að ég væri að gefa kjósendum vilyrði um það að ég ætlaði að vera borgarstjóri í Reykjavík á meðan ég nyti til þess stuðnings. Ekki stendur til að breyta því.“ – Hefurðu ákveðið í hvort kjördæm- ið þú ætlar að fara, norður eða suður? „Nei. Mér er í raun sama hvort kjördæmið það yrði. Össur Skarphéð- insson hefur lagt áherslu á norður- kjördæmið, þar sem hann leiðir listann. Af hálfu uppstillingarnefndar var rætt við mig um að það gæti verið hvort kjördæmið sem er. Helst vildi ég sjá Reykjavík sem eitt kjördæmi.“ – Náir þú kjöri til Alþingis, telurðu að það gangi upp að gegna starfi þing- manns samfara borgarstjórastarfi? „Ég yrði að finna leiðir til að það gæti gengið upp. Það gerðu bæði Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen. Auðvitað myndi þetta þýða að meira mæddi á því fólki sem er í kringum mig, bæði í hinum pólitíska meirihluta og meðal embættismanna, en hér er mikið af góðu fólki sem ég get treyst.“ – Komi upp sú staða að Samfylk- ingin komist í ríkisstjórn munt þú taka boði um ráðherrastól? „Hvort heldur sem ég tæki sæti á lista eða stæði utan hans þá hefur for- maður Samfylkingarinnar talað með þeim hætti að hugsanlegt væri að sækja ráðherra út fyrir þingflokkinn. Þetta eru alls óskyld mál og ég tek ekki sæti á listanum með neina kröfu um ráðherrastól. Fyrst þurfa menn að sigra í kosningum og þetta færi einnig eftir því stjórnarmynstri sem uppi væri.“ – Í ljósi þess að þú hefur lofað kjós- endum þínum að vera borgarstjóri næstu fjögur ár, muntu þá ekki eiga erfitt með að setjast í ráðherrastól? „Það er merkilegt hversu áhuga- samir menn eru um að reyna með öll- um tiltækum ráðum að halda mér innan borgarmarkanna. Ætli það sé ekki rétt að svara spurningunni þannig að það sé alla vega ljóst að ekki er hægt að gegna í senn emb- ættum borgarstjóra og ráðherra.“ – Þú hefur sagst vilja ná meiri áhrifum á þingi fyrir Reykjavíkur- borg. Ertu með því að segja að þing- menn Reykjavíkur, þ.m.t. hjá Sam- fylkingunni, hafi brugðist skyldu sinni? „Nei, það er ég ekki að segja. Ekki er hægt að gera þá kröfu til þing- manna að þeir séu inni í öllum þeim málum sem við erum að sýsla við í borgarstjórn. Ég hef tekið eftir því að menn eru í æ ríkara mæli að fara í pólitískar umræður á Alþingi um borgarstjórnina. Þá tel ég mikilvægt að þar sé einhver til andsvara og sé málsvari Reykjavíkurborgar, hvort sem það er ég eða einhver annar úr meirihluta borgarstjórnar.“ Skiptar skoðanir um málið – Hefurðu rætt þessa ákvörðun þína við formenn samstarfsflokkanna í R-listanum, Framsóknarflokks og Vinstri grænna? „Nei, ég ræddi þetta á fundi í borg- armálaráði Reykjavíkurlistans í dag [gær]. Ég ræddi við formenn flokk- anna í haust og þekki alveg þeirra viðhorf og afstöðu. Þetta er ákvörðun sem ég verð að gera upp við sjálfa mig og mína fjölskyldu.“ – Hver voru viðbrögð annarra borgarfulltrúa R-listans? „Auðvitað voru skiptar skoðanir um málið. Mér er vel kunnugt um að engin sérstök ánægja var í herbúðum Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í haust vegna þeirra hug- mynda sem þá komu fram um að ég tæki að mér forystu í Samfylking- unni. Það var skiljanlegt. Mér finnst öðru máli gegna um fimmta sætið. En kannski líta menn svo á að þegar einn býður sig fram sé hann að bjóða sig fram gegn öðrum.“ – Þú óttast ekki að ákvörðun þín geti stefnt R-listasamstarfinu í hættu? „Nei, samstarf R-listans snýst ekki um mína persónu, það snýst um að vinna að ákveðnum málefnum á grundvelli sameiginlegrar stefnu- skrár. Enginn bilbugur er á mér hvað það varðar að ég mun áfram vinna að þeim og hagsmunum Reykjavíkur.“ Vil bakka Össur upp – Þú hefur gjarnan verið nefnd til sögunnar sem formannsefni í Sam- fylkingunni. Er þetta ekki bara fyrsta skrefið í þá átt að taka við for- mennskunni af Össurri? „Nei, það hefði kannski verið það hefði ég boðið mig fram í haust í leið- togasæti. Ég er að gera þetta að áeggjan Össurar og hefði aldrei gert það öðruvísi. Ég tel að hann sé á góðri leið með Samfylkinguna og vil bakka hann upp í því.“ – Að lokum, Ingibjörg, getur verið að þér eigi eftir að snúast hugur á ný? „Nei, þegar ég tek ákvarðanir sem ég hef sannfæringu fyrir þá berst ég fyrir þeim. Ástæða þess að ég hugs- aði um þetta í haust var að mér fannst freistandi að hafa áhrif á pólitíkina á landsvísu. Niðurstaða mín varð sú að leita ekki eftir forystu þar, verandi borgarstjóri í Reykjavík. Nú er ég að koma inn sem almennur þátttakandi og vil leggja mín pólitísku lóð á þær vogarskálar. Ég er ekki að söðla um.“ Morgunblaðið/Sverrir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á tali við fréttamenn að loknum fundi í Ráðhúsinu í gær með borgarstjórnarflokki Reykjavíkurlistans. Álengdar fylgjast Björn Bjarnason og Stefán Jón Hafstein með ásamt fleiri borgarfulltrúum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í 5. sæti á öðrum lista Samfylkingar í Reykjavík Ég er ekki að söðla um ÖSSUR Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, segir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra hafa þegið boð sitt um fimmta sætið á fram- boðslista flokksins í norður- kjördæmi Reykjavíkur. Össur segist hafa farið þess á leit við Ingi- björgu Sól- rúnu fyrir nokkru að hún tæki sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. „Við ræddum þetta mál aftur nú fyrir nokkrum dög- um þegar borgarstjóri kom heim frá útlöndum og það varð nið- urstaðan að hún varð við þessari beiðni,“ segir Össur. „Með þessu er Samfylkingunni að takast að leiða fram mjög harðsnúið stórskotalið fyrir kom- andi alþingiskosningar. Það mun- ar mikið um þann stjórnmála- mann, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er. Ég og flokkurinn erum henni þakklátir fyrir þessa ákvörðun, hún var ekki sjálf- sögð,“ segir Össur. „Þetta þyngir verulega framboð okkar og sýnir mikinn sigurvilja að tefla fram öllu okkar sterkasta liði.“ Aðspurður hvort hann hafi engar áhyggjur af því að fram- boð borgarstjóra hafi slæm áhrif á samstarfið í Reykjavíkurlist- anum, segir Össur: „Ég er for- maður í stjórnmálaflokki, sem er að sækja fram og stefnir að því að ná að skipta um rík- isstjórn í landinu. Mér ber sem formanni að leita að því fólki, sem er hæfast og líklegast til að leiða Samfylkinguna til sigurs. Ég sé ekki að það hafi nein áhrif á samstarfið í Reykjavík- urlistanum að borgarstjórinn í Reykjavík sé í 5. sæti á fram- boðslista. Það væri annað mál ef hún hefði tekið forystusæti á listanum.“ Össur tekur fram að borg- arstjóri fari í framboð af full- komlega óeigingjörnum hvötum. „Hún vill fyrst og fremst taka þátt í að styrkja framboðslista síns flokks og gera hann sig- urstranglegri.“ Össur Skarphéðinsson Harðsnúið stórskotalið Össur Skarphéðinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.