Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 63
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. e5 Dd7 5. Bd3 b6 6. Re2 Rc6 7. c3 Bb7 8. Rg3 O-0-0 9. b4 f6 10. exf6 gxf6 11. a4 Bd6 12. a5 Rge7 13. axb6 cxb6 14. Bb5 Kb8 15. 0-0 Dc7 16. Rb3 h5 17. h3 h4 18. Re2 Hhg8 19. Bd3 Rc8 20. Kh1 R6e7 21. Be3 e5 22. f3 e4 23. Ba6 Rf5 24. Bg1 Bxa6 25. Hxa6 Dc4 26. Ha3 Staðan kom upp á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem stendur nú yfir í Goa á Indlandi. Davíð Kjart- ansson (2.224) hafði svart gegn heima- manninum Hoble Swapnil. 26. ... Dxe2! 27. Bf2 Eftir 27. Dxe2 yrði svartur hróki og manni yfir eftir 27. ... SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Rg3+ 28. Kh2 Rxf1+ 29. Kh1 Rg3+ 30. Kh2 Rxe2+. Framhaldið varð: 27. ... Dxd1 28. Hxd1 exf3 29. gxf3 Bg3 30. Bg1 Bf4 31. Bh2 Bxh2 32. Kxh2 Re3 33. Hg1 Hxg1 34. Kxg1 Rd6 35. Ha1 Rdc4 36. Kf2 Hg8 37. Hg1 Hxg1 38. Kxg1 Rd1 39. f4 Rxc3 40. Kf2 a5 41. bxa5 bxa5 42. Rc5 Kc7 43. Kf3 f5 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 63 DAGBÓK Jólablússur og toppar Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Ný sending af treflum, húfum og töskum. Glæsilegt úrval af minnkapelsum 20% afsláttur af öllum yfirhöfnum VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76, s. 551 5425 hljomaroglist.com Gæða fiðlur og fiðlubogar. þverflautur með silfurhúð. Lágmarksverð. Hljómar og List Nýtt fyrirtæki www.soundsandart.com Dömu- og herra- náttfatnaður Nóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Sendum í póstkröfu STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir áræðni og hug- rekki og vekur stundum sterk viðbrögð. Þú nærð oft- ast að yfirvinna erfiðleika. Á árinu sem er framundan get- ur þú lokið ýmsum málum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu sérstaka aðgætni í akstri í dag. Það er fullt tungl og það getur haft áhrif á hæfni þína til að aka bíl og truflað þig í öðru amstri dagsins. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að hugsa þig tvisvar um áður en þú krefst þess að fá að kaupa eitthvað eða eyða peningum með öðrum hætti í dag. Þú ert ekki með forgangs- röðina alveg á hreinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fullt tungl er í þínu merki í dag. Þess vegna ert þú eirðar- laus, utan við þig og átt erfitt með að einbeita þér í samskipt- um við aðra. Reyndu að temja þér þolinmæði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samvinna við starfsfélaga og yfirmenn gengur illa í dag. Í dag er fullt tungl sem gerir það að verkum að þú átt erfitt með að einbeita þér. Flýttu þér ekki um of í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að sýna börnum og unglingum þolinmæði í dag. Eins og þú eru þau manneskj- ur, aðeins lágvaxnari og léttari. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að forðast deilur við þá sem yfir þig eru settir. Þetta á við um lögregluna, yfirmenn og móður þína. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fjölskyldan, ættingjar, vinir og nágrannar gera kröfur til þín í dag og þú átt erfitt með að gera upp við þig hvers málstað þú átt að taka. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að forðast að taka mik- ilvægar fjármálaákvarðanir í dag. Þú þarft að finna millileið milli þess sem þú vilt og þess sem einhver annar vill. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Í dag er fullt tungl andspænis merki þínu. Eðlilega myndast spenna milli þín og þinna nán- ustu. Reyndu að taka því vel og brostu við öllum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Stjórnvöld eða stofnanir kunna að valda þér erfiðleikum í starfi í dag. Láttu nokkra daga líða svo þú náir að framkalla skýr- ari mynd af stöðu mála. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samskipti við vini þína kunna að verða sérkennileg í dag. Aðrir setja fram kröfur sem setja þig í óþægilega stöðu. Bíddu til morguns með að taka ákvörðun. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú lendir í kunnuglegri tog- streitu milli heimilisins og vinn- unnar. Þér gengur vel í vinnunni um þessar mundir og því getur þú ekki hunsað kröf- ur sem eru gerðar til þín þar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 19. desember, er níræður Run- ólfur Ó. Þorgeirsson, fyrr- verandi vátryggingamaður og skrifstofustjóri Sjóvá- tryggingafélags Íslands hf., Fannborg 5, Kópavogi. Hann mun verja deginum með fjölskyldu sinni. 75 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 19. desember, er 75 ára Guð- björg Ágústsdóttir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík. Guð- björg dvelur í faðmi fjöl- skyldunnar í dag. LJÓÐABROT JÓLAVERS Upp er oss runnin úr eilífðarbrunni sannleikans sól, sólstöður bjartar, birtu í hjarta, boða oss jól. Lifna við ljósið liljur og rósir í sinni og sál, í hjartanu friður, farsælukliður og fagnaðarmál. Kristur er borinn, kærleika vorið komið í heim; köld hjörtu glæðir, kærleikinn bræðir klakann úr þeim. - - - Grímur Thomsen SUÐUR spilar þrjú grönd. Keppnisformið er sveita- keppni og því er það frum- skylda sagnhafa að tryggja níu slagi. Yfirslagirnir bíða næstu tvímenningskeppni. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á6 ♥ 102 ♦ K7654 ♣ÁK62 Suður ♠ KG9 ♥ K943 ♦ ÁD2 ♣753 Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil vesturs er smár spaði. Hvernig er best að spila? Eftir útspilið eru tíu slagir öruggir ef tígullinn fellur. En liggi tígullinn illa þarf að vanda til verka, því samgang- urinn er ekki sem bestur. Fyrsti slagurinn er tekinn heima á gosann og síðan ætti sagnhafi leggja niður tígulás. Ef liturinn liggur í hel, það er að segja 5-0, verður að breyta um áætlun og dúkka lauf. En segjum að báðir fylgi lit í tígulásinn. Þá er spaða spilað á ásinn og síðan litlum tígli frá báðum höndum! Norður ♠ Á6 ♥ 102 ♦ K7654 ♣ÁK62 Vestur Austur ♠ D10432 ♠ 875 ♥ ÁD6 ♥ G875 ♦ 8 ♦ G1093 ♣D1084 ♣G9 Suður ♠ KG9 ♥ K943 ♦ ÁD2 ♣753 Með þessu móti fríast tíg- ullinn og sagnhafi á enn inn- komu á tíguldrottningu til að taka níunda slaginn á spaða- kóng. Öryggið uppmálað. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 19. desember, er fimmtug Sig- ríður Birgisson (áður Hjörvarsdóttir), til heimilis að Sortsøvej 25, 2730 Her- lev, Danmörku. Eiginmaður hennar er Viðar Birgisson. Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 22.516 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þau heita Einar Valur Einarsson, Eva María Péturs- dóttir og Arnór Ingi Pálsson. Á myndina vantar Jóhönnu Björk Pálsdóttur. Vilja þau koma á framfæri þakklæti til þeirra sem styrktu þetta framtak þeirra. Hlutavelta             
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.