Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 33 Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir Mikið úrval af blóma- vösum Miele - kostirnir eru ótvíræðir Miele ryksugurnar eru hannaðar og prófaðar til að endast venjulegu heimili í 20 ár. Þær hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir afköst, formfegurð og þægindi í notkun. Þær eru búnar 1800W mótor, lofthreinsisíum og mjúkum parkethjólum. Ríkulegur staðalbúnaður og mikið úrval aukahluta skapar hina fullkomnu ryksugu sérhvers heimilis. Öflugt vopn í baráttunni við ofnæmiseinkenni af völdum rykagna á heimilinu. Miele HEPA-loftsían: M E I R A E N B A R A R Y K S U G A Karlakórinn Geysir – Söng- ur Geysis- manna í 80 ár nefnist ný geislaplata með söng samnefnds karlakórs. Þar eru 20 lög, upptökur frá árabilinu 1930–1997 sem eiga að gefa þver- skurð af lagavali og söng kórsins. Karlakórinn Geysir er ekki til sem slíkur, hann var sameinaður Karla- kór Akureyrar um 1990. Hljóðrit- anirnar voru gerðar við mjög mis- jöfn skilyrði og tækni og kemur það fram á hljómgæðum einstakra laga. Karlakórinn Geysir kom fyrst fram opinberlega 1. desember 1922. Næstu áratugi átti kórinn drjúgan hlut í tónlistarlífi Akureyar og þá ekki eingöngu á sviði söngmála, m.a. hafði kórinn forgöngu að stofnun tónlistarskóla árið 1945 er smám saman hefur orðið upp- spretta og miðstöð tónlistarlífs á Akureyri. Auk árlegra tónleika á Akureyri fór kórinn margar söngferðir innan- lands auk söngferða á erlenda grund. Árið 1970–72 var söngstjóri kórsins Philip Jenkins en árið 1973 tók Sigurður Demetz Franzson við stjórn kórsins. Geislaplatan er gefin út til að minnast 80 ára afmælis kórsins og var leitað til Ríkisútvarpsins við öfl- un efnis og til að útbúa það í flutn- ingshæfan búning á geisladiski. Einnig var stuðst við efni á plötu kórsins sem gefin var út í tilefni af 60 ára afmæli hans. Útgefandi er Karlakórinn Geysir, eldri félagar. Kórsöngur Kórar Flensborgarskólans og Kvennakór Hafnarfjarðar halda sameiginlega tónleika í Víðistaða- kirkju kl. 20. Þá koma saman 120 söngvarar ásamt hljóðfæraleikurum og flytja fjölbreytta tónlist tengda jólunum. Á tónleikunum kemur einn- ig fram nýstofnaður kór eldri og út- skrifaðra félaga Kórs Flensborg- arskólans. Píanóleikari er Ingunn Hildur Hauksdóttir. Kristján Mart- insson leikur á flautu og Jón Haf- steinn Guðmundsson og Atli Týr Æg- isson á trompet. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Stjórnandi kór- anna þriggja er Hrafnhildur Blomst- erberg. Uppselt er á tónleikana en ósóttar miðapantanir verða seldar við innganginn eftir klukkan 19.30. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 Nú stendur yfir jólabasar á 2. hæð. Þar sem eru m.a. verk eftir Birgi Andr- ésson, Steingrím Eygfjörð, grafík og bókverk eftir Dieter Roth og grafík eftir Megas, auk fjölda annarra lista- verka. Birgir Rafn Friðriksson – Biurf opn- ar sýninguna Án samhengis – allt að klámi á Café Prestó í Hlíðasmára 15 kl. 18. Birgir sýnir að þessu sinni 34 þurrpastelmyndir unnar á árinu 2001 og er þetta þriðja einkasýning hans á árinu. Sýningin stendur út janúar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is vott um ást á alþýðu- fólki en einnig á hest- um því að hann er hestamaður mikill. Jóhann Pétursson er á öllu bóklegri nót- um enda bókasafnari og fyrrum bóksali. Honum líst lítt á auð- hyggju og segir vinstrihvatann búa í sér. Hann segir frá ýmsu, allt frá við- skiptum sínum við Stein Steinarr til vita- vörslu og langrar vist- ar í Hornbjargsvita. Jón frá Pálmholti rekur uppvaxtarár sín á stríðstímum norður í Eyjafirði og fjallar um samskipti sín við skáld þau og listamenn sem söfn- uðust saman í kringum tímaritið Birting og voru kennd við atóm og afstrakt. Auk þess setur hann fram nýja tilgátu um örlög Bólu- Hjálmars. Jón veitir ýmsum kár- ínur út og suður, segir stjórnmála- menn fjarlægjast almenning og stillir upp félagslegum gildum gegn einstaklingsgildum nútímans. Þá er hann á þeirri skoðun að hér á landi sé allt of mikið af lélegum bókmenntafræðingum og fáir skrifi um bókmenntir af þekkingu. Vilhjálmur Eyjólfsson lýsir einkum mannlífi í sveitunum milli Sanda. Í hans frásögn er mikið um sérkennilegar persónur, sjósókn og skipsskaða auk frásagna um meistara Kjarval. Vilhjálmur hefur skoðanir á öllu milli himins og jarðar, setur fram tilgátu um bú- setu Kelta hér á landi löngu fyrir daga norrænna manna, veltir fyrir sér gildi klaustra á Íslandi og ÞAÐ er stundum erfitt að sjá hver tilgangurinn er með ritun svokallaðra viðtalsbóka. Pjetur Hafstein Lárusson er þó í engum vafa um það í bók sinni Frá liðnum tímum og líðandi. Í bókinni eru viðtöl við fjóra menn sem Pjetur segir valinkunna sómamenn og hann segir þá eiga það sameig- inlegt ,,að varpa, hver á sinn hátt, nokkru ljósi á sögu þjóðarinnar og hafa sínar eigin skoðanir á mönn- um og málefnum“. Víst er nokkuð til í þessu. Allir eru fjórmenningarnir sögufróðir og sannarlega liggja þeir ekki á skoðunum sínum. Þetta eru þeir Davíð Davíðsson, prófessor, Jó- hann Pétursson, fornbókasali, rit- höfundur og vitavörður, Jón frá Pálmholti, skáld og formaður Leigjendasamtakanna og Vilhjálm- ur Eyjólfsson, bóndi og fyrrum hreppstjóri á Hnausum í Meðal- landi. Skoðanir eru þeim ekkert feimn- ismál. Þannig ræðir Davíð um það í löngu máli að á Íslandi hafi verið hálfgert aðalsveldi og sé enn. Stór- bændaveldið hafi bara færst yfir í embættismannavald. Saga hans sjálfs er mörkuð harðneskju kreppunnar og reynslu hans af skoðunarkúgun þess tíma og hann segist hafa valið sér læknisfræðina til að geta verið efnahagslega sjálfstæður og frjáls til að tjá sig um landsmál og annað sem hann hugsaði sér. Viðhorf hans bera margt annað er í við- tali hans að finna. Pjetur Hafstein Lárusson kemst nokkuð vel frá þessu verki enda þótt við- mælendur hans séu mismálglaðir. Þó finnst mér það sér- kennilegur agnúi á frásögn hans að hann á til að ýja að ýmsu án þess að greina frá því og segja frá til- raunum til að veiða upp úr viðmælendum sínum hitt og þetta sem þó er óljóst vegna þess að honum mistekst það. Hann spyr t. a.m. Jóhann um ferð hans til Spánar 1954 í fylgd Steins Steinarr og konu hans. ,,En Jóhann vill sem minnst ræða þetta ferðalag. Og ástæðulaust að krefja hann sagna.“ Hér væri betra að sleppa því að minnast á þessa spurningu enda er henni ekki svarað. Að ekki sé talað um að hann segir ástæðu- laust að krefja hann sagna. Les- andi fer að velta því fyrir sér hvort hann hafi misst af einhverju merkilegu. Með þessu móti verður viðtalið eiginlega að ekki-viðtali. Í heildina tekið er þó nokkuð vel úr efninu unnið enda hafa viðmæl- endurnir frá ýmsu að segja. Kannski er þó mikilvægast að í gegnum frásagnirnar eru dregnar upp skýrar myndir af fjórmenn- ingunum og hugsanlega var það nú þegar allt kemur til alls megintil- gangur bókarinnar. BÆKUR Frásagnir Tekið hefur saman Pjetur Hafstein Lár- usson. Skjaldborg. 2002 - 189 bls. FRÁ LIÐNUM TÍMUM OG LÍÐANDI Skafti Þ. Halldórsson Pjetur Hafstein Lárusson Af sögufróðum mönnum RAKEL Steinarsdóttir opnar sýningu á gler- innsetningu í skemmu á Bræðraborgarstíg 16 í dag kl. 17. „Ég er í masters- námi í Edinborg og deildin sem ég stunda nám við heitir Archi- tectural Glass, og tengist glervinnslu í byggingum og rými,“ segir Rakel. „Ég hef verið að vinna mikið með flotgler; verk- smiðjuframleitt gler eins og notað er í há- hýsum. Með sýningunni núna lang- ar mig að sýna að gler getur verið efni til listsköpunar. Það hefur viljað loða við glerið að það sé fal- legt efni sem notað er í krist- alsglös og muni sem hægt er að dást að, og það er alltaf tengt hönnun. Það er tilraun hjá mér að setja glerið fram á jafn hráan hátt og ég geri. Þetta er bara ruslgler frá Íspan, afgangar þaðan, en sett- ir upp í ákveðin form og lýstir upp, þannig að ég vona að það myndist ákveðin stemmning kringum verk- ið. Það er það sem ég vil ná fram, og líka það að fólk upplifi eitthvað; tilfinningar – góðar eða slæmar. Því má finnast þetta ógeðslegt eða mjög fráhrindandi; þetta er nátt- úrulega brotið gler, og í hugum sumra er það bæði ógnvekjandi og hættulegt eða lýsir eyðileggingu. Aðrir sjá eitthvað fallegt í því. Í gegnum glerið er gangvegur sem ég kalla Safeway. Það er táknrænt fyrir lífið sjálft, hvort maður velur öruggu og þægilegu leiðina eða einhverja aðra. Safeway er líka nafn á verslanakeðju í Bretlandi, tákn massaneyslunnar – glerið er líka tákn fyrir það.“ Rakel fæddist árið 1965. Hún út- skrifaðist úr Listaháskóla Íslands 1990, stundaði glerlistarnám í École supérieure des arts décora- tifs de Strasbourg í Frakklandi 1997–98 og er nú í mastersnámi í glerlist í Edinburgh College of Art í Skotlandi. Víðátta landsins, nakin fjöllin, sandauðnir og ísbreiður hafa verið innblástur í verk henn- ar sem oft eru tengd ýmsum vangaveltum um manneskjuna. Þetta er fyrsta sýning Rakelar, og verður opin næstu þrjár helgar, 19. desember til 5. janúar, föstu- daga, laugardaga og sunnudaga auk Þorláksmessu frá kl. 16–19 og eftir samkomulagi í síma 899 0870. Gengið er inn úr porti þar sem áður var bókaútgáfa Iðunnar og bakarí Jóns Símonarsonar. „Ég vil að fólk upplifi eitthvað“ Gler Rakelar Steinarsdóttur. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.