Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG verð að játa að ég er sekur. Sek- ur um að hafa látið mér detta í hug eitthvað sem ekki hafði áður verið í hvers manns huga. Eitthvað sem mér þótti þess virði að hugsa um og fá aðra til að velta vöngum yfir. Eitt- hvað sem gæti orðið til þess að fólk liti út fyrir túngarðinn og sæi að það er líf þar fyrir utan. Sæi jafnvel að þar væri eitthvað að gerast sem gaman væri að taka þátt í. Eitthvað sem gæti orðið fólki að umfjöllunar- efni, sumir væru á móti, aðrir með. Eitthvað sem kannski leiddi til allt annarrar niðurstöðu en þeirrar sem hugmyndin gerði ráð fyrir, eða end- aði ef til vill einmitt eins og hún var lögð upp. Þetta er auðvitað ekki nógu gott! Sektin tvöföld En sekt mín er tvöföld. Ég þarf að játa á mig aðra synd. Ég hef líka skoðun. Ég hef skoðun á lífinu og til- verunni. Skoðun á því sem vel er gert og því sem mætti betur fara. Ég hef skoðun á því sem mér finnst að við eigum að varðveita og hinu sem mér þætti rétt að ryðja burt. Ég hef skoð- un á mínu nánasta umhverfi, bænum mínum, svæðinu, kjördæminu, land- inu og umheiminum. Og eins og þetta sé ekki nóg. Til að bíta höfuðið af skömminni segi ég frá! Ég varpa hugmyndum mínum fram og viðra skoðanir mín- ar. Ekki að ég tuldri þær í koddann minn á kvöldin, nei, ónei. Ég set þær fram í „landsfjölmiðlum“, svo vitnað sé í vinkonu mína, oddvita sjálfstæð- ismanna í Hveragerði, Aldísi Haf- steinsdóttur. Og án þess að spyrja um leyfi. Þvílík ósvífni. En hver er glæpurinn? Í viðtali við mig í Morgunblaðinu, sunnudaginn 8. desember síðastlið- inn, rifjar blaðamaður upp spár þess efnis að á næstu árum verði höfuð- borgarsvæðið, ásamt Selfossi, Hveragerði og Suðurnesjum, orðið að einu atvinnusvæði, ekki síst með lagningu nýs Suðurstrandarvegar og spyr í framhaldi þess um hugsanlega sameiningu Hveragerðisbæjar við önnur sveitarfélög. Undirritaður svarar því til að slík umræða hafi ekki farið hátt að undanförnu, skipt- ar skoðanir séu um hvort sameining væri æskileg og þá við hvaða sveit- arfélög, t.d. Árborg, Ölfus eða Reykjavík? Síðan segi ég: „Ég hef á hinn bóginn verið að gæla við þá hugmynd hvort ekki gæti verið skynsamlegt að sameina Hvera- gerði, Ölfus og Grindavík, ekki síst þar sem nú hyllir undir Suður- strandarveg.“ Og síðar: „En með slíkri sameiningu yrði til álíka stórt sveitarfélag og Árborg, auk þess sem innan þessara sveitarfélaga er að finna geysimiklar orkuauðlindir og ferðaþjónustutengingar … …Hvort tveggja hefði svo góða teng- ingu við flugvöllinn í Keflavík. Aukin nálægð við hann myndi einnig gagnast Ölfusi og Grindavík, en báð- ir þessi staðir eru rótgrónir útgerð- arbæir.“ Nú er það svo að þessi orð mín virðast hafa farið eitthvað fyrir brjóstið á oddvita minnihlutans í bæjarstjórn Hveragerðis, Aldísi Hafsteinsdóttur, Sjálfstæðisflokki, eins og fram kemur í grein hennar í Morgunblaðinu 12. þ.m. og raunar víðar. Ekki veit ég hvort það er um- ræðan sem í kjölfarið hefur spunnist opinberlega og milli manna um stöðu Hveragerðis í náinni framtíð sem veldur henni hugarangri, sú lifandi umræða sem orðin er um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga á þessu svæði, eða eitthvað allt annað. Kannski er það bara hitt að ég skyldi setja fram hugmynd, viðra skoðun, láta í ljósi álit. Kannski er hún óvön slíku úr störfum sínum í þeim meirihluta sem áður var hér við völd, eða hreinlega störfum sínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þótt það geti varla verið. Hinu get ég glatt hana með að í kjölfar þessa alls hef ég heyrt í mörgum sveitarstjórnar- mönnum, bæði í Hveragerði og ná- grannasveitarfélögunum, á Suður- landi og Suðurnesjum, sem fagna þessari umræðu og telja hana tíma- bæra. Þess vegna bið ég ekki afsök- unar á sekt minni heldur axla hana harla glaður. ÁRNI MAGNÚSSON, oddviti framsóknarmanna í bæj- arstjórn Hveragerðis og formaður bæjarráðs. Ég er sekur Árni Magnússon skrifar NÝLEGA barst mér í hendur bók- in „Halli og Lísa“ og er undirtitill hennar „Með vor í hjarta“. Ég veit ekki til þess að um hana hafi verið fjallað á síðum þessa blaðs og treysti mér reyndar ekki til að gera svo vel sé þar sem ég er ekki bókmenntafræðingur. Ég hef hins vegar gaman af því að lesa og mér finnst alveg þess virði að for- eldrar barna hugi að þessari bók sem segir frá ævintýrum þeirra Halla og Lísu í sveitinni sinni. Frásögnin er ef til vill svolítið gamaldags svona í stíl Stefáns Jónssonar en ef börn og unglingar vilja fræðast örlítið um lífið í sveit- inni í þann mund er vélaöld er að ganga í garð þá er upplagt að lesa þessa bók. Höfundur er greinilega dýraunnandi og náttúruvinur enda skógarbóndi austur í Víðilæk í Skriðdal og heitir reyndar Bragi Björgvinsson. Hann hefur áður sent frá sér sögur og ljóð en þetta er hans fyrsta skáldsaga eins og segir á bókarkápu og alveg ljóst að hann hefur gaman af því að segja frá. Sagan segir eins og áður sagði frá þeim systkinum og svaðilförum þeirra ef ekki ævintýrum og einnig koma við sögu bæði menn og dýr og einhvers staðar er huldufólk á sveimi. Mig langar því að benda fólki á þessa bók og hverfa með höfundi á vit náttúrunnar. Af því verður enginn svikinn. HANNES ÖRN BLANDON, prófastur í Eyjafjarðarsveit. Bent á bók Frá Hannesi Erni Blandon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.