Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga www.isb.is Vertu me› allt á hreinu! Íslandsbanki –flar sem  gjafirnar  vaxa! Sími 588 1200 ÞORSTEINN Kristjánsson er skip- stjóri á Hólmaborg SU en bróðir hans, Jóhann, hefur verið afleys- ingaskipstjóri. Þorsteinn vildi lítið gera úr metaflanum þegar Morg- unblaðið ræddi við hann í gær. Hann þakkaði árangurinn þó góðu og burðarmiklu skipi. „Eins hef ég verið með sama mannskapinn í mörg ár og það hefur mikið að segja að hafa með sér góða áhöfn,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist bjartsýnn á góða vetrarloðnuvertíð, enda verið töluvert að sjá af loðnu á miðunum í síðustu veiðiferð ársins. „Vertíðin leggst vel í mig. Við lönduðum tvisvar fullfermistúrum af loðnu á Eskifirði á 12 daga tíma- bili en erum núna komnir í jólafrí. Ég varð var við mikið af loðnu síð- ustu daga þar sem við vorum á veið- um um 50 sjómílur norður af Mel- rakkasléttu.“ Þorsteinn telur að auka megi kol- munnaaflann á næsta ári. „Kol- munnastofninn er greinilega mun sterkari en haldið var fram og ég tel að það hafi verið mistök að stoppa okkur af í veiðunum eins fljótt og raunin varð á.“ Með góðan mannskap íslenskra fiskiskipa á árinu, alls um 1.400 millónir króna. Hólmaborg SU bar að landi 93 þúsund tonn af loðnu, kolmunna og síld og nam verðmæti aflans um 800 milljónum króna. Hinn mikli afli vek- ur athygli þar sem úthaldsdagar skipsins voru innan við 270. Annað uppsjávarveiðiskip Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Jón Kjartansson SU, kom til heimahafnar á þriðjudag með fullfermi af loðnu og er heildaraflinn á árinu rúm 72 þúsund tonn af loðnu, kolmunna og síld að verðmæti 608 milljónir tonna. Það er mesti afli skipsins til þessa á einu ári. „Árið 2002 hefur verið einstaklega hagstætt útgerð uppsjávarfiskiskip- anna okkar, þau eru bæði að setja met í veiddum afla og verðmætum. Nálægð Eskifjarðar við loðnu- og HÓLMABORG SU frá Eskifirði veiddi rúm 93 þúsund tonn af upp- sjávarfiski á árinu sem er að líða og hefur íslenskt fiskiskip aldrei borið jafnmikinn afla á land á einu ári. Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA var með mest aflaverðmæti allra kolmunnamiðin er mikilvægur þátt- ur í þessum glæsilega árangri ásamt stórum og vel útbúnum skipum, góð- um veiðarfærum, duglegri áhöfn, valinn maður í hverju rúmi, svo og góðum þjónustudeildum í landi,“ segir Emil Thorarensen, útgerðar- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Metafli hjá Berki NK En fleiri skip settu aflamet. Börk- ur NK, skip Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, er með næstmestan afla íslenskra skipa á árinu, alls 82.317 tonn, og hefur aldrei borið jafnmikinn afla á land á einu ári. Fjölveiðiskip Samherja hf. bar hins vegar verðmætasta aflann á land á árinu en verðmætið var um miðjan desember orðið um 1.400 milljónir króna (cif). Aflinn saman- stendur af síld, loðnu, kolmunna, karfa og grálúðu. Aflaverðmæti Vil- helms Þorsteinssonar EA nam á síð- asta ári um 1.340 milljónum króna en þá veiddi skipið um 46 þúsund tonn. Hólmaborg SU frá Eskifirði með 93 þúsund tonn af uppsjávarfiski á árinu Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri og áhöfn hans á Hólmaborg SU fengu góðar móttökur og veglega tertu þegar skipið kom til hafnar á Eskifirði í fyrrinótt í tilefni Íslandsmetsins; 93 þúsund tonna afli á einu ári. Aldrei jafnmikill afli frá einu skipi á einu ári Vilhelm Þorsteins- son EA með verð- mætasta aflann „VIÐ hugsum vel um storkinn meðan hann verð- ur hjá okkur og reynum að hafa aðstöðuna hjá honum sem besta,“ segir Tómas Guðjónsson, for- stöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal, en komið var með storkinn Styrmi þangað í gærkvöldi og verður hann þar hugs- anlega til vors. Storkurinn sem síðustu vikur hefur haldið sig í Breiðdal í S-Múlasýslu var fangaður í gær og fluttur með áætlunarflugi frá Egilsstöðum. Eftir því sem best er vitað varð Hans Eiríksson frá Stöðvarfirði fyrstur til að sjá storkinn 22. októ- ber sl. Fuglinn var þá að leita ætis í læk sem rennur rétt utan við frystihúsið í Breiðdalsvík og hóf sig síðan á loft og flaug inn Breiðdalinn. Hann hefur síðan haldið sig að mestu við bæinn Ásunnarstaði í Breiðdal. Þeir Þorvaldur Björnsson hamskeri og Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur, sem báðir eru starfs- menn Náttúrufræðistofnunar, komu í Breiðdal- inn síðdegis á fimmtudaginn í síðustu viku og voru því búnir að vinna að því að fanga fuglinn í sjö daga. Ólafur hafði áður aflað sér upplýsinga í Svíþjóð um hvernig ætti að fanga storka og unnu þeir eftir þeim leiðbeiningum. Byrjað var á að venja fuglinn við að taka æti á ákveðnum stað en hann fékk um 10 kg af hænuungum og 10 kg af síld og reyndist hrifnastur af síldinni. Að sögn Þorvaldar reistu þeir síðan grind að búrinu og var fuglinn vaninn við að umgangast hana. Í fyrstu var hann tregur til að fara þar inn en stóðst síðan ekki freistinguna þegar síld var lögð inn í grindina. Næsta skref var að setja net utan um grindina en þar með var búrið tilbúið. Höfðu gefið upp alla von Storkurinn hélt sig að mestu á sama stað en í fyrradag tók hann upp á því að fljúga talsvert langt í burtu. Voru þeir Þorvaldur og Ólafur við það að gefa upp alla von um að þeim tækist að fanga fuglinn. Sem betur fer sneri storkurinn aftur og upp úr klukkan 14 í gær strunsaði hann inn í búrið til að ná sér í síld og gekk þar með í gildruna. Með því að toga í spotta um 120 metra frá búrinu lokaðist búrið að baki storknum. Ná- kvæm tímasetningin var skráð niður, klukkan var 14:35. Þorvaldur segir að storknum hafi brugðið en verið fljótur að jafna sig og klárað síldina sem var í búrinu. Beðið var í lengstu lög með að setja fuglinn í minni kassa til að hægt væri að flytja hann með flugi. Aðspurður segir Þorvaldur að samkvæmt upplýsingum frá Svíþjóð þoli storkar illa langan flutning. Því hafi verið ákveðið að flytja hann með flugi. Náttúrufræðistofnun Íslands verður umhverf- isráðherra til ráðgjafar um framtíð storksins en hugsanlega verður hann í Húsdýragarðinum fram á vor. Hann var vigtaður við komuna þang- að í gærkvöldi og reyndist vera 4,6 kg en með- alþyngd þessara fugla er 2,5 til 4 kg. Þyngd storksins skýrist af miklu æti undanfarna daga. Storkurinn kominn í Húsdýragarðinn Morgunblaðið/Golli Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur með storkinn eftir vigtun í Húsdýragarðinum í gærkvöldi. VIÐSKIPTI með hluti í Kaup- þingi banka hf. á O-lista Kaup- hallarinnar í Stokkhólmi hefjast á morgun. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að skráningin sé eðlilegt framhald af yfirtöku Kaupþings á sænska bankanum JP Nordiska. Í tilkynningu frá Kaupþingi segir að með skráningunni gef- ist fyrrum hluthöfum sænska bankans JP Nordiska, sem og öðrum fjárfestum, kostur á að eiga viðskipti með hluti í Kaup- þingi banka í Kauphöllinni í Stokkhólmi. „Skráning í Kaup- höllinni í Stokkhólmi mun einnig auka sýnileika Kaupþings banka á hinum norræna fjár- málamarkaði,“ segir í tilkynn- ingunni. Kaupþing í Svíþjóð Viðskipti að hefjast  Viðskipti/B2 ELDUR kom upp í íbúð í fjórbýlis- húsi við Skessugil á Akureyri á sjö- unda tímanum í gærkvöld. Kviknað hafði í jólaskreytingu. Nágrannar sáu reykinn og létu vita þar sem íbú- ar voru ekki heima og kallað var á slökkvilið sem gekk vel að slökkva. Kviknaði í jóla- skreytingu ELDUR kom upp í kjallara fjöl- býlishúss við Hjaltabakka í Reykja- vík upp úr miðnætti. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang. Mikill reykur myndaðist og náði að fara upp um flesta stigaganga hússins, sem eru alls átta. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un í nótt hafði tekist að bjarga öll- um íbúum fjölbýlishússins en þeir urðu við tilmælum slökkviliðs og lögreglu um að fara út á svalir. Þaðan var íbúunum komið niður með körfubílum og stigum og var strætisvagn fenginn á vettvang til að hýsa íbúana á meðan slökkviliðs- menn reykræstu húsið. Starfsmenn Rauða krossins voru einnig kallaðir út til að veita áfallahjálp og aðra aðstoð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og lögreglu sakaði engan en sterkur grunur lék á um íkveikju. Íbúum bjargað úr eldsvoða í Breiðholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.