Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR fáeinum vikum varblásið til fundar í Lista-safni Íslands um stöðu ogsóknarfæri íslenskrar samtímalistar. Fundurinn var í tengslum við sýninguna „Íslensk myndlist 1980 – 2000“ og bar yf- irskriftina „Staða íslenskra lista- manna og alþjóðleg tengsl mynd- listar“. Við pallborð sátu þau Anna Líndal og Tumi Magnússon, pró- fessorar við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti myndlistardeildar LHÍ, Ósk Vil- hjálmsdóttir, fyrrum stjórn- arformaður Nýlistasafnsins, og Þor- geir Ólafsson, deildarstjóri lista- og safnadeildar menntamálaráðuneyt- isins. Umræðum stjórnaði Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands. Nú er það ekki ætlunin að rekja það sem fram fór á fundinum, til þess var hann alltof efnismikill og margslunginn, enda má segja að hver frummælenda hafi séð málefnið frá sínu sjónarhorni. En þó svo að menn hafi ekki setið lengur á rök- stólum en tvær klukkustundir voru þessar umræður afar þýðing- armiklar. Fram kom að íslenskum myndlistarmönnum finnst þeir búa við óviðunandi einangrun líka sjálfs- þurftabúskap einyrkja. Þeir hokri án þess að eiga sér von um framgang í víðara samhengi en þröngsniðnum, innlendum listheimi, sem ekki bjóði þeim neitt betra en „heimsfrægð á Íslandi“. Einn frummælenda lýsti því svo að yfir íslensku listalífi væri glerþak sem nær ómögulegt væri að komast gegnum. Hugmyndir á borð við íslenskan tvíæring – bíennal – sem helst væri stjórnað af erlendum sýningastjóra, ásamt útflutningsskrifstofu í listum á borð við Jaspis í Stokkholmi, DCA í Kaupmannahöfn, FRAME í Hels- inki og OCA í Osló, gáfu til kynna hvað listamenn töldu að helst væri til ráða til að opna íslenskri list leið- ina til frekari alþjóðlegra samskipta. Það er ekki langt síðan frænd- þjóðir okkar í norðrinu gerðu sér grein fyrir þörfinni fyrir útflutnings- skrifstofur á borð við áðurnefndar stofnanir. FRAME í Helsinki er tíu ára, en OCA – Office for Contempor- ary Art – í Osló var vígð fyrir aðeins fáeinum mánuðum. Það sem ein- kennir þessar stofnanir er að þeim er ætlað að liðka fyrir hvers konar samskiptum milli innlendra lista- manna og listfrömuða, og kollegum þeirra frá öðrum löndum. Gegnum gallerí á borð við hið danska DCA í New York, gestavinnustofur og hvers kyns styrkveitingar er reynt að koma viðkomandi landi inn í hringiðu alþjóðlegrar myndlistar. Hvort frændþjóðir okkar hafa er- indi sem erfiði virðist þó öðru frem- ur byggjast á tveim ófrávíkjanlegum þáttum. Annar heitir samvinna, en hinn upplýsing. Samræming þessara tveggja þátta virðist vera það bak- land sem öllu ræður um árangurinn þegar fara skal út í listrænan víking. Af upplýsingum um útflutnings- skrifstofur frænda okkar má sjá að þær eru í flestum tilvikum fjölþætt samstarfsverkefni sem að koma gall- erí, söfn, akademíur og fagfélög listamanna. Menntamálaráðuneytin styðja og styrkja síðan framtakið, en svo virðist sem það gerist þegar hin- ir ólíku aðilar hafa setið á rökstólum og komið sér saman um markmið og leiðir. Upplýsingaþátturinn krefur alla samstarfsaðila um reynslu og skiln- ing, ekki bara á eigin listheimi og listkerfi, heldur einnig af samsvar- andi alþjóðlegu umhverfi lista. Trú- lega er það helsti veikleiki okkar Ís- lendinga hve lítið við vitum um innviði hins alþjóðlega listheims, hvernig hann er upp byggður, eða hvernig hann hegðar sér í stóru og smáu. Sem dæmi höfum við ekki enn haft döngun til að bjóða hingað þeim sýningastjórum, sem mest hafa haft með alþjóðlega listviðburði að gera á undanförnum áratugum. Þeir eru þó varla miklu fleiri en fimm talsins. Til hvers er að tala um að fá erlenda sýningastjóra til að taka að sér ís- lenskt verkefni ef við getum ekki einu sinni boðið neinum þeirra að heimsækja okkur? Það bakland sem okkur vantar sárlegast og kallast upplýsing – fyrir utan að hér þarf auðvitað að kenna mönnum að vinna saman – er ein- mitt þessi grundvallarþekking og skilningur á ferli og framvindu hins alþjóðlega listheims. Við verðum að vita hverju þarf að kosta til svo ár- angur náist. Slík áætlun krefst raunsæis, samvinnu og yfirlegu, því án haldgóðs undirbúnings verður ekki til neitt bakland, og án bak- lands er betur heima setið en af stað farið. Hvar er baklandið? Höfundur er lektor við Listaháskóla Íslands. Þeir Germano Celant, frá Ítalíu (t.v.), og Harald Szeemann, frá Sviss (t.h.), eru fyrir löngu orðnir heimsþekktir fyrir sýningastjórn og eindreginn stuðning sinn við hina alþjóðlegu samtímalist. Furðu- legt að þeim skuli aldrei hafa verið boðið hingað. Eftir Halldór Björn Runólfsson ÁHUGAMENN um íslenska knattspyrnu vita orðið að þeir eiga von á góðu í hvert skipti er líða fer að jólum. Víðir Sigurðsson blaðamaður sér til þess með bókinni Íslensk knattspyrna sem nú er að koma út í 22. skipti. Og sem fyrr er að lang- flestu leyti um gæðagrip að ræða. Bókin er með sama sniði og síðustu ár, sérstaklega er fjallað um hverja deild karla og kvenna á Íslands- mótinu, einnig um keppni yngri flokka, um bikarkeppni KSÍ, lands- leiki Íslands, Evrópuleiki félagsliða og Íslendinga sem leika erlendis. Þá er að finna í bókinni úrslit í öllum leikjum í KSÍ-mótum í öllum aldurs- flokkum á árinu, skv. samstarfssamn- ingi Skjaldborgar og Knattspyrnu- sambands Íslands, sem er vel. Bókina prýða litmyndir af öllum meisturum ársins; lands- og bikar- meisturum allra flokka auk A-lands- liðanna. Viðtöl eru við Ásthildi Helga- dóttur, landsliðsfyrirliða og leikmann ársins úr Íslands- og bikarmeistara- liði KR, Finn Kolbeinsson, fyrirliða bikarmeistara Fylkis og leikmann Ís- landsmótsins, og Eggert Magnússon, formann Knattspyrnusambandsins, sem á árinu var kjörinn í fram- kvæmdanefnd UEFA, Knattspyrnu- sambands Evrópu. Bókin var smá í sniðum í upphafi, aðeins stiklað á í því stærsta í íslensk- um knattspyrnuheimi, en mörgum boltum hefur verið sparkað í mark síðan; bókin er að þessu sinni stútfull af öllum hugsanlegum upplýsingum; þar er líklega að finna allar stað- reyndir sem knatt- spyrnuáhugamanni gætu dottið í hug – og meira til! Lesandinn kemst m.a. að því að Elmar Ás- björnsson úr Fylki sleit krossband í hné á æf- ingu í febrúar, Grinda- vík varð í efsta sæti í ár- legri skoðanakönnun á kynningarfundi úrvals- deildar karla um vorið og Gunnar Sigurðsson, markvörður Fram, varði flest skot allra mark- varða efstu deildar karla. Kristján Finnbogason varði hins vegar hlutfallslega flest; 78,7% allra þeirra skota sem hittu á KR- markið. Áfram má taka dæmi: Engilbert Friðfinnsson tók þátt í 12 leikjum með Létti í 2. deildinni, alltaf í byrjunarliði, og gerði 9 mörk. Léttir á að baki 124 leiki í C-deild Ís- landsmótsins og 220 í D-deild. Njörður Steinarsson úr Árborg skoraði mark eftir aðeins 6 sekúndur, með skoti frá miðjum velli, þegar lið hans vann KFS 7-1 í A-riðli 3. deildar og Afturelding vann Selfoss 4-2 í C- riðli 2. flokks karla. Grindvíkingar skoruðu flest mörk með skoti utan vítateigs í úrvalsdeild karla, Olga Færseth lagði upp flest mörk í úrvalsdeild kvenna annað árið í röð, nú 16 mörk, einu meira en 2001. Og Mark Duffield bætti enn leikja- met sitt í deildakeppninni; lék sjö leiki með Tindastóli og Fjarðabyggð og á því alls að baki 365 leiki samanlagt í öllum deildum. Þá var Kristín Sigurðardóttir úr ÍBV borin af velli vegna bakmeiðsla eftir aðeins 4 mínútur í fyrsta leikn- um, gegn Breiðabliki og Sigurður A. Þorvarð- arson gerði mark Selfoss þegar liðið tapaði, 2:1, fyrir Leiknir úr Reykja- vík í 11. umferð 2. deildar á heimavelli, 18. júlí. Óhætt er að halda því fram að sé sparkað í knött með formlegum hætti hér á landi fari það ekki fram hjá Víði Sig- urðssyni. Gríðarleg vinna liggur að baki bók eins og þess- ari og nauðsynlegt að vanda til verksins. Höf- undur þarf að hafa brennandi áhuga á íþróttinni og metnað til að koma öllu skilmerkilega til skila. Víði tekst það mjög vel; hann sýnir svo ekki verður um villst að hvorki skortir áhugann né metnaðinn og bókin er honum til mikils sóma. Og um færni höfundar sem blaðamanns efast enginn; bókin er vel skrifuð og upplýsingar allar aðgengilegar. Það eina sem undirritaður getur fundið að, er að krakkar á sex mynd- um, sem birtar eru með úrslitum yngri flokka, skuli ekki nafngreindir. Frábær bók yrði nánast óaðfinnanleg að mínu mati lagfærði Víðir slík smá- atriði. Þau skipta máli, ekki síst þegar frá líður. Þá verður ekki hjá því komist að nefna að hluti svarthvítu myndanna í bókinni er ekki í þeim gæðaflokki sem svo glæsilegu riti sæmir. En Víðir á, í stuttu máli, miklar þakkir skilið fyrir þá glæsilegu og ómetanlegu heimild um íslenska knattspyrnu sem hann sendir frá sér á hverju ári. Rit hans þolir saman- burð við hvað sem er, af þessum toga, sem undirritaður hefur séð, hvar sem er í heiminum. Á eftir bolta kemur bók BÆKUR Íþróttir Víðir Sigurðsson. Útgefandi er Skjald- borg. Bókin er 192 bls. Verð: 4.490 kr. ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2002 Skapti Hallgrímsson Víðir Sigurðsson ) 7 8(89  (               8 : ;  ( 8< *   8= (>(  8< *  8) - 7  8$?<: @     8A +  8+   ! 8B #  8$?<: @ "   8 : ( 8< *  #$ %&'  ()*+,%&&&8>  $   8$?<: @ -! !  8<   8 ..,/ !  018 @ 8=  %  2! 34 !1 8 C 8$?<: @      D#!$ %&'' ('!            8= (>(  8< *  5    8 E@ ( 8E@          8# ! (( 8< *  - 8=( +,E 8E@   6. 8E  ( C   8$?<: @     8E-   C  8+  ( !78E  7 8< *  $ 8# + 8+  890$  8< (! ! ( 8$?<: @   :8F   (@8< *  #!$ %&''$)$$            "   8 : ( 8< *  2! 34 !1 8 C 8$?<: @    8 !  ( 8E@   5$8- (F   (  (  8E@   ; 8$GH  B 8$?<:@ .  < 0 $7'''8# ? -8$?<: @ 0 =8+  =(  $G 8+  ( >  !1 ?88+  @!8   I8E@   3   ! 8$  ( 8< *  *!$$+! $ $'                8A +  8+  #$A%&'  ()*+,%&&&8>  $   8$?<: @ - 1 $ 8=< (  ( 8$?<: @ #  !8F B  (8< *  # B!C 8  >  ! $    I 8     ! '08 ( F     8 3! 8 F + (( 8+ !   2!8$#%&&D88@ J ( 8  $C  '''8= ?  8=  %  #$%&' 8  + :   8+% ,-.  /,012 34404 44 +  %  ! ( @     .2( 3113K - E  > " % !   :   (%  *     ,    ( % (,    !  (   !$'*$$$               8 : ;  ( 8< *  8) - 7  8$?<: @  ! 8B #  8$?<: @ -! !  8<   8 .. / !  018 @ 8=  %     E 8    8E@   >!!  8# ? L 8$?<: @      8>  8< *  F  8$GH  ? G 8$?<: @ 3 8@E G8$?<: @ #!$ %&''56               !8$  :  8E@   8 !B  8>  ( ( 8E@   G!08@ =   8: @ @ !8F @  8E@   5 1      8 !  8<     -  8+ + 8< *  2    !     8+ + 8< *  #$ 8+     ( 8: @ - 8>  ( ( 8E@   8   ; !  8J    8   8-  (   ( 8       : E@      , "'  " " +!  : "E (("     :(  "  - ( "  ?  "  ?  *- ( =  , "    <             ?  * :    ! "   !    $  7  "J   <*:  "  ?  *  " 8 , "=  - ?  *- ( " @  "=  - % % :" <    "     !"# #$#%&'&(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.