Morgunblaðið - 22.12.2002, Page 59

Morgunblaðið - 22.12.2002, Page 59
UNGSVEITIN Dikta slítur formlega barnskónum með sínum fyrsta disk sem kom út fyrir örstuttu. Kallast hann Andartak og gefa piltar út sjálfir á merkinu Mistak en Edda útgáfa sér um dreifingu. Dikta kemur úr Garðabænum og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar árið 2000 og komst þá í úrslit. Andartak var hljóðrituð í Stúdíói Ástarsorg í sumar en það hljóðver er í eigu Ensími. Upptökur voru í höndum tveggja meðlima þeirrar sveitar en Hallur Ingólfsson, sem skipar eins manns sveitina Thirteen, hljóðblandaði og hljóm- jafnaði. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítarleikari og píanóleikari, svaraði spurn- ingum blaðamanns af samviskusemi. Hann segir vinnuna við plötuna hafa gengið snurðulaust fyrir sig og er nokkuð sáttur við tilveruna. „Að vera ungur tónlist- armaður á Íslandi getur verið alveg hreint frábært, en það eru ýmsir ókostir líka,“ segir hann, aðspurður um hvernig umhverfið leiki þá pilta. „Markaður- inn hér er lítill og veldur því að fáir staðir eru til tónleikahalds og erfitt er að gefa út tónlist. Stóru útgáfufyrirtækin vilja ekki snerta á neinu nema þeir séu nánast pottþéttir á því að ná upp í kostnað en það er reyndar alveg eins úti í heimi. En munurinn á Íslandi og öðrum stærri löndum er að þar er mökkur af litlum, óháðum útgáfufyrirtækjum sem tilbúin eru að gefa út plöt- ur í litlum upplögum, þar sem innihaldið en ekki sölutölur skipta máli. Smekkleysa hefur þó sinnt þessum markaði að einhverju leyti á Íslandi.“ Horfið þið til útlanda með tónlist ykkar? Dreymir ekki alla tónlist- armenn um að slá í gegn... „Ég væri nú líklegast að ljúga ef ég segði að mig langaði aldrei að slá í gegn á neinn hátt. Því fer þó fjarri að við séum að þessu til þess að slá í gegn. Það að semja og spila tónlist er með því skemmti- legasta sem ég geri og ef einhverjir aðrir fá eitthvað út úr því að hlusta á það sem við erum að gera, þá er það ekkert nema jákvætt. Það að slá í gegn hefur auðvitað sína kosti og galla en helsta kostinn tel ég vera að hafa þá efni á því að geta tekið upp og gefið út efni á sínum eigin forsendum, án nokkurrar utanaðkomandi pressu eða álags.“ Um hvað syngið þið? „Textarnir á plötunni fjalla um ástir, sorgir og örlög mín og annarra uppdikt- aðra (haha!) persóna. Flestir textanna eru byggðir á minni lífsreynslu en aðr- ir eru einhvers konar smásögur sem líklegast enginn skilur nema ég. Persónulega hef ég sjálfur mun meira gaman af ljóðum og lagatext- um sem troða ekki boðskapnum framan í mig og þar sem ég túlka textann kannski á allt annan hátt en skáldið hafði ætlað.“ Hvað er svo framundan? „Það verða útgáfutónleikar í janúar. Svo er bara planið að spila eins mikið og við mögulega getum, enda höfum við nánast ekkert spilað síðan í vor. Sumarið fór að langmestu leyti í upptökur á plöt- unni og svo byrjaði námið í haust sem veitti mjög lítið svigrúm fyr- ir spilamennsku. Sjálfur var ég að byrja í læknisfræði, Skúli bassaleikari í lögfræði og hinir tveir, Jón Bjarni (gítar) og Jón Þór (trommur), eru í menntaskóla þannig að allur okkar litli frítími í haust hefur farið í það að vinna plötuna.“ Ástir, sorgir og örlög Dikta gefur út plötuna Andartak MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 59 BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I YFIR 45.000 GESTIR. Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bi 14. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com RadíóX DV www.regnboginn.is Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 7, 8.30 og 10. B.i.12 ára Sýnd kl. 5.30. Nýr og betri H ö f u m o p n a ð e f t i r g a g n g e r a r b r e y t i n g a r . N ý s æ t i , m e i r a b i l á m i l l i b e k k j a , m e i r i h a l l i , n ý s ý n i n g a r t j ö l d o g h l j ó ð k e r f i . Nýr og betri DV RadíóX YFIR 45.000 GESTIR. Frumsýnd 26. des. Tryggðu þér miða í tíma www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B. i. 12 ára. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Enn tekst frændunum Craig og Day-Day að koma sér í vandræði. Þriðja og fyndnasta myndin til þessa í hinni bráðfjörugu Friday seríu. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. K v i k m y n d a h ú s i n e r u l o k u ð á Þ o r l á k s m e s s u FJÖLMENNI var á viðhafnartónleikum Megasar í Austur- bæ á fimmtudags- kvöldið. Tónleik- arnir voru haldnir til að fagna útgáfu á eldri verkum kappans auk út- komu veglegrar safnplötu, Megas 1972-2002. Megas lék mörg þekktustu lög sín á tónleikunum en honum til fulltingis á sviðinu voru Gunnar Hrafnsson á bassa, Guðmundur Pétursson á gítar, Einar Valur Scheving á trommur og Mike Pollock á gítar. Sérstakir gestir á tónleikunum voru Magnús Kjartansson, Björgvin Gíslason, Lárus Grímsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Jens Hansson, Haraldur Þorsteinsson, Pjetur Stefánsson, Valgeir Sigurðsson, Óttar Felix Hauksson og fleiri sam- starfsmenn Megasar frá löngum ferli hans. Megasi fagnað Morgunblaðið/Golli Pálmi Gunnarsson kom fram með Megasi þetta kvöldið en Guðmundur Pétursson og Mike Pollock spiluðu með honum á tónleikunum. Viðhafnartónleikar í Austurbæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.