Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 22.12.2002, Qupperneq 59
UNGSVEITIN Dikta slítur formlega barnskónum með sínum fyrsta disk sem kom út fyrir örstuttu. Kallast hann Andartak og gefa piltar út sjálfir á merkinu Mistak en Edda útgáfa sér um dreifingu. Dikta kemur úr Garðabænum og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar árið 2000 og komst þá í úrslit. Andartak var hljóðrituð í Stúdíói Ástarsorg í sumar en það hljóðver er í eigu Ensími. Upptökur voru í höndum tveggja meðlima þeirrar sveitar en Hallur Ingólfsson, sem skipar eins manns sveitina Thirteen, hljóðblandaði og hljóm- jafnaði. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítarleikari og píanóleikari, svaraði spurn- ingum blaðamanns af samviskusemi. Hann segir vinnuna við plötuna hafa gengið snurðulaust fyrir sig og er nokkuð sáttur við tilveruna. „Að vera ungur tónlist- armaður á Íslandi getur verið alveg hreint frábært, en það eru ýmsir ókostir líka,“ segir hann, aðspurður um hvernig umhverfið leiki þá pilta. „Markaður- inn hér er lítill og veldur því að fáir staðir eru til tónleikahalds og erfitt er að gefa út tónlist. Stóru útgáfufyrirtækin vilja ekki snerta á neinu nema þeir séu nánast pottþéttir á því að ná upp í kostnað en það er reyndar alveg eins úti í heimi. En munurinn á Íslandi og öðrum stærri löndum er að þar er mökkur af litlum, óháðum útgáfufyrirtækjum sem tilbúin eru að gefa út plöt- ur í litlum upplögum, þar sem innihaldið en ekki sölutölur skipta máli. Smekkleysa hefur þó sinnt þessum markaði að einhverju leyti á Íslandi.“ Horfið þið til útlanda með tónlist ykkar? Dreymir ekki alla tónlist- armenn um að slá í gegn... „Ég væri nú líklegast að ljúga ef ég segði að mig langaði aldrei að slá í gegn á neinn hátt. Því fer þó fjarri að við séum að þessu til þess að slá í gegn. Það að semja og spila tónlist er með því skemmti- legasta sem ég geri og ef einhverjir aðrir fá eitthvað út úr því að hlusta á það sem við erum að gera, þá er það ekkert nema jákvætt. Það að slá í gegn hefur auðvitað sína kosti og galla en helsta kostinn tel ég vera að hafa þá efni á því að geta tekið upp og gefið út efni á sínum eigin forsendum, án nokkurrar utanaðkomandi pressu eða álags.“ Um hvað syngið þið? „Textarnir á plötunni fjalla um ástir, sorgir og örlög mín og annarra uppdikt- aðra (haha!) persóna. Flestir textanna eru byggðir á minni lífsreynslu en aðr- ir eru einhvers konar smásögur sem líklegast enginn skilur nema ég. Persónulega hef ég sjálfur mun meira gaman af ljóðum og lagatext- um sem troða ekki boðskapnum framan í mig og þar sem ég túlka textann kannski á allt annan hátt en skáldið hafði ætlað.“ Hvað er svo framundan? „Það verða útgáfutónleikar í janúar. Svo er bara planið að spila eins mikið og við mögulega getum, enda höfum við nánast ekkert spilað síðan í vor. Sumarið fór að langmestu leyti í upptökur á plöt- unni og svo byrjaði námið í haust sem veitti mjög lítið svigrúm fyr- ir spilamennsku. Sjálfur var ég að byrja í læknisfræði, Skúli bassaleikari í lögfræði og hinir tveir, Jón Bjarni (gítar) og Jón Þór (trommur), eru í menntaskóla þannig að allur okkar litli frítími í haust hefur farið í það að vinna plötuna.“ Ástir, sorgir og örlög Dikta gefur út plötuna Andartak MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 59 BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I YFIR 45.000 GESTIR. Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bi 14. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com RadíóX DV www.regnboginn.is Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 7, 8.30 og 10. B.i.12 ára Sýnd kl. 5.30. Nýr og betri H ö f u m o p n a ð e f t i r g a g n g e r a r b r e y t i n g a r . N ý s æ t i , m e i r a b i l á m i l l i b e k k j a , m e i r i h a l l i , n ý s ý n i n g a r t j ö l d o g h l j ó ð k e r f i . Nýr og betri DV RadíóX YFIR 45.000 GESTIR. Frumsýnd 26. des. Tryggðu þér miða í tíma www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B. i. 12 ára. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Enn tekst frændunum Craig og Day-Day að koma sér í vandræði. Þriðja og fyndnasta myndin til þessa í hinni bráðfjörugu Friday seríu. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. K v i k m y n d a h ú s i n e r u l o k u ð á Þ o r l á k s m e s s u FJÖLMENNI var á viðhafnartónleikum Megasar í Austur- bæ á fimmtudags- kvöldið. Tónleik- arnir voru haldnir til að fagna útgáfu á eldri verkum kappans auk út- komu veglegrar safnplötu, Megas 1972-2002. Megas lék mörg þekktustu lög sín á tónleikunum en honum til fulltingis á sviðinu voru Gunnar Hrafnsson á bassa, Guðmundur Pétursson á gítar, Einar Valur Scheving á trommur og Mike Pollock á gítar. Sérstakir gestir á tónleikunum voru Magnús Kjartansson, Björgvin Gíslason, Lárus Grímsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Jens Hansson, Haraldur Þorsteinsson, Pjetur Stefánsson, Valgeir Sigurðsson, Óttar Felix Hauksson og fleiri sam- starfsmenn Megasar frá löngum ferli hans. Megasi fagnað Morgunblaðið/Golli Pálmi Gunnarsson kom fram með Megasi þetta kvöldið en Guðmundur Pétursson og Mike Pollock spiluðu með honum á tónleikunum. Viðhafnartónleikar í Austurbæ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.