Morgunblaðið - 09.05.2003, Side 4

Morgunblaðið - 09.05.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMSÓKNARFLOKKURINN bætir mestu fylgi við sig og hefur náð kjörfylgi sínu, 18,5%, frá síðustu þing- kosningum, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var dagana 5. til 7. maí. Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 36,1% atkvæða, mið- að við þá sem afstöðu tóku, og sam- kvæmt því héldu stjórnarflokkarnir meirihluta sínum, fengju 35 þing- menn af 63 á Alþingi. Sé miðað við þá sem afstöðu tóku í könnuninni fengi Samfylkingin 28,5% atkvæða ef kosið yrði nú, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, VG, fengi 8,4%, Frjálslyndi flokkurinn 7,6%, Nýtt afl 0,9% og sem fyrr segir fengi Sjálfstæðisflokkurinn 36,1% og Framsóknarflokkurinn 18,5%. T-listi Kristjáns Pálssonar og óháðra í Suð- urkjördæmi komst ekki á blað í þess- ari könnun. Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Sjálfstæðisflokkurinn 23 þing- menn, Samfylkingin 18, Framsóknar- flokkurinn 12, VG fengi fimm menn og frjálslyndir sömuleiðis fimm þing- menn kjörna. Félagsvísindastofnun minnir á að skiptingu þingmanna beri að taka með miklum fyrirvara sökum skekkjumarka. Félagsvísindastofnun bendir á að allir flokkarnir nema Sjálfstæðis- flokkurinn mælist nú með svipað fylgi og í kosningunum 1999. Samanborið við síðustu könnun Félagsvísinda- stofnunar fyrir Morgunblaðið, sem gerð var 27. til 30. apríl síðastliðinn, hefur Sjálfstæðisflokkurinn aukið forskot sitt á Samfylkinguna og bætt við sig 1,4 prósentustigum, þremur prósentustigum miðað við þarsíðustu könnun fyrir mánuði. Fylgi Samfylk- ingarinnar minnkar um 3,5 prósentu- stig frá síðustu könnun en er 8,6 pró- sentustigum minna en í könnun Félagsvísindastofnunar í aprílbyrjun. Sjálfstæðisflokkurinn er enn undir kjörfylginu, sem var 40,7% í kosning- unum 1999, en Samfylkingin hlaut þá 26,8% atkvæða. Framsóknarflokkurinn bætir sem fyrr segir mestu fylgi við sig, eða rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og nærri tíu prósentu- stigum frá þarsíðustu könnun. Til samanburðar hlaut flokkurinn 18,4% atkvæða á kjördegi fyrir fjórum ár- um. VG og frjálslyndir missa fylgi frá síðustu könnun, VG 1,4 prósentustig og frjálslyndir 0,4 prósentustig. Á einum mánuði hafa 1,3 prósentustig farið af fylgi Frjálslynda flokksins, samkvæmt könnunum Félagsvísinda- stofnunar. Flokkurinn er enn töluvert yfir kjörfylginu, sem var 4,2% fyrir fjórum árum, en Vinstri grænir örlítið undir kjörfylgi, sem var 9,1%. Nýtt afl bætir við sig 0,4 prósentustigum frá síðustu könnun. Þrjár spurningar voru lagðar fyrir þátttakendur í könnuninni. Fyrst var spurt: Ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðust ekki vita það voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista finnst þér líklegast að þú munir kjósa? Þeir sem sögðust heldur ekki vita það voru þá spurðir: En hvort heldurðu að sé líklegra, að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern ann- an flokk eða lista? Var þeim sem sögðu eftir þriðju spurninguna líkleg- ast að þeir kysu annan flokk en Sjálf- stæðisflokk raðað niður á hina flokk- ana í sömu innbyrðis hlutföllum og fengust úr fyrri spurningunum tveim- ur. Hinum, sem sögðu líklegast að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn, var bætt við fylgi flokksins úr hinum spurningunum tveimur. Félagsvís- indastofnun beitir þessari aðferð þar sem reynslan hefur sýnt að tilhneig- ing er til þess að fylgi Sjálfstæðis- flokksins sé ofmetið í könnunum, mið- að við fylgi hans á kjördag. Eftir fyrstu spurninguna voru 21,8% svarenda óviss um hvað þau myndu kjósa, hlutfall óákveðinna fór niður í 10,8% eftir aðra spurningu en þegar þriðju spurningunni hafði verið bætt við fór þetta hlutfall niður í 4%. Þá neituðu 2,9% að svara, 1,4% ætl- uðu að skila auðu og 0,9% ætluðu ekki að kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn með 41,5% í Reykjavík Sé fylgi flokkanna skoðað eftir kjördæmum fá allir flokkarnir sem nú eru á Alþingi kjördæmakjörinn þing- mann í Reykjavík. Þá er fylgi allra flokkanna, nema Nýs afls og T-lista, yfir þeim 5% mörkum sem þarf á landsvísu til að öðlast rétt á jöfnunar- sætum. Sem fyrr bendir Félagsvís- indastofnun á að stærð úrtaksins gefi ekki grundvöll til að greina niðurstöð- ur ítarlega eftir kjördæmum sökum skekkjumarka. Eru þó skoðaðar nið- urstöður í Reykjavík, Suðvesturkjör- dæmi og þeim þremur landsbyggð- arkjördæmum samanlagt sem eftir eru. Samkvæmt þessu fær Sjálfstæðis- flokkurinn hlutfallslega mest fylgi í Reykjavík, 41,5%, og bætir við sig um þremur prósentustigum frá síðustu könnun. Samfylkingin er með svipað fylgi í höfuðborginni og síðast, eða 31,4%, Framsóknarflokkurinn bætir þar við sig þremur prósentustigum og fer upp í 12,6% fylgi, Vinstri grænir eru með 9%, frjálslyndir 4,3%, sam- anborið við 9% síðast, og Nýtt afl fær 1,2% fylgi í Reykjavík. Í Suðvesturkjördæmi er niðurstað- an svipuð og síðast, að því undan- skildu að VG tapar nokkru fylgi en frjálslyndir bæta við sig. Sjálfstæð- isflokkurinn er með 37,7% atkvæða í kjördæminu, Samfylkingin 34,4%, Framsóknarflokkurinn 15,4%, Frjálslyndi flokkurinn 8,1%, VG 3,7% og Nýtt afl 0,7%. Í landsbyggðarkjör- dæmunum samanlagt er Sjálfstæðis- flokkurinn með 30,3%, Framsókn 25,5%, Samfylking 23%, frjálslyndir 10,4%, VG 10,1% og Nýtt afl 0,7%. Er það svipað og í síðustu könnun, nema að Framsókn bætir við sig sex pró- sentustigum. Meiri svörun en áður Sem fyrr segir var könnunin gerð dagana 5. til 7. maí. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til allra landsmanna á aldr- inum 18 til 80 ára. Alls svöruðu könn- uninni 815 manns þannig að brúttósv- arhlutfall var 67,9%. Meginhluti svaranna fékkst 5. og 6. maí. Nettós- vörun var 70,6% sem er heldur betri svörun en í fyrri könnunum. Þá hafa verið dregnir frá þeir sem verða ekki komnir með kosningarétt á kjördag, voru búsettir erlendis, látnir eða veik- ir. Ekki náðist í 14% úrtaksins og 15,4% neituðu að svara. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi stjórnmálaflokkanna Framsókn nær kjörfylgi og stjórnin heldur velli            ! " #  #$   %&&' *!  =>>* >7 $ &  #7 !    )>   = 2  '    !      $$!& ! *   ?        ?           ?=  @,A @,A ?= @,A ?? @,A  @,A =                          !"   "#  $ % &  $ % '(          !  " ## $     "# #$    % &  '  (# $    ") & $#   '  (# $       )*  = ? ?   ?? ? ? ?          !     "             #$ %  & '( )*+,    -                = ?  ?         = ? ?   ?   =    .///          -   == ?? ?     ? .0 01 .2 3 3 41 #  @,A @,A?= @,A?? @,A  @,A B  =C B  B = C B? B?     Allir flokkar á þingi fá kjördæmakjörna þingmenn í Reykjavík 19,2% Framsóknarflokkinn, 9% Frjálslynda flokkinn, 6,7% vinstri græna og 0,9% Nýtt afl. Líkt og í síðustu könnun nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mest stuðn- ings í öllum aldurshópum, hæst 39,4% meðal 25-34 ára kjósenda en lægst 31,1% hjá 35-44 ára. Séu ein- stakir stjórnmálaflokkar skoðaðir SAMKVÆMT þremur síðustu skoð- anakönnunum Félagsvísindastofn- unar HÍ fyrir Morgunblaðið hefur konum fækkað verulega meðal kjós- enda Samfylkingarinnar á meðan þeim hefur fjölgað í hópi stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins. Miðað við nýjustu könnunina sem gerð var í vikunni munu 31,8% kvenna kjósa Samfylkinguna, 38% þeirra í síðustu könnun og 43,8% í könnun Félags- vísindastofnunar í aprílbyrjun. Hlut- fall karla hefur einnig minnkað hjá Samfylkingunni á sama tíma en þess ber að geta að fylgi flokksins hefur frá aprílbyrjun minnkað um 8,6 pró- sentustig. Sé fylgi flokkanna í nýjustu könn- uninni skoðað eftir kynjum styðja flestar konur Sjálfstæðisflokkinn, eða 33,3% þeirra. Sem fyrr segir munu 31,8% kvenna kjósa Samfylk- inguna, 17,8% kjósa Framsókn- arflokkinn, 10,1% vinstri græna, 6,1% Frjálslynda flokkinn og 0,9% Nýtt afl. Félagsvísindastofnun bendir á að heldur hafi dregið úr kynjamun meðal kjósenda tveggja stærstu flokkanna og í þessari könn- un telst hann ekki tölfræðilega marktækur. Stuðningur karla hefur ekki breyst mikið frá síðustu könnun. Flestir karlar, eða 38,9% þeirra, segjast ætla að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn, 25,3% Samfylkinguna, nýtur Samfylkingin mest fylgis, eða 31,2% hjá 45-49 ára kjósendum en minnst er fylgið hjá 35-44 ára, eða 27,1%. Mesta aldursdreifingin er hjá Framsóknarflokknum sem er með minnst 13,8% fylgi hjá 25-34 ára en mest um 23% hjá hvorum hópi um sig; 18-24 ára og 35-44 ára. Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð höfðar mest til miðaldra og elstu kjósendanna en minnst til þeirra yngstu og svipaða sögu er að segja af frjálslyndum. Minnir Félagsvís- indastofnun á að þessari greiningu beri að taka með miklum fyrirvara vegna nokkurra skekkjumarka. Sé litið á svörin í könnuninni mið- að við þá sem taka afstöðu til flokk- anna og gefa upp hvað þeir kusu síð- ast virðist sem flokkshollusta hafi aukist eftir því sem nær dregur kosningum. 55% frjálslyndra kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast Á það reyndar ekki við um kjós- endur Frjálslynda flokksins nú og þá sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast. Af þeim sem ætla að kjósa Frjáls- lynda flokkinn nú kusu 55% Sjálf- stæðisflokkinn í síðustu kosningum, 17,5% þeirra kusu sama flokk, 15% Framsóknarflokkinn og 10% Sam- fylkinguna. Af kjósendum Samfylk- ingarinnar kusu 65,9% sama flokk fyrir fjórum árum, 13,5% kusu Sjálf- stæðisflokkinn, 12,7% Framsókn- arflokkinn, 6,3% VG og 0,8% Frjáls- lynda flokkinn. Af þeim sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú kusu 91,4% hann síðast, aðeins 4,5% kusu Framsóknarflokkinn, 2,3% Samfylk- inguna og innan við prósent aðra flokka. Af þeim sem segjast kjósa Fram- sóknarflokkinn nú þá kusu 72% flokkinn síðast, 17% kusu Sjálfstæð- isflokkinn og 7% Samfylkinguna. At- hygli vekur að tveir af hverjum tíu kjósendum vinstri grænna í dag kusu Samfylkinguna síðast, rúm 64% kusu sama flokk og rúm 8% kusu hvorn flokk fyrir sig; Sjálf- stæðisflokk og Framsóknarflokk. +  4D  * !)   =>A>* ) 5 6 +  + 5 6 A&  =A= &  ?=A&  =A?&   A&  7   "  " )8  $  9       +       +  +  +   +               +    +  +     +     +  +  +  +   +   +     ( )  *+   )     ( ,  * -.  4  2$  $$ &  : !  $$  $! 4 & ) $$! !  ! : 7  "  " 9:  8 $ "  B% !  $  C  +   +  +  +    +   +    +   +   +  +       ( )  *+   )     ( ( ,   *  ; "                                                                                                                       < Færri konur styðja Samfylkinguna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.