Morgunblaðið - 09.05.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.05.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMSÓKNARFLOKKURINN bætir mestu fylgi við sig og hefur náð kjörfylgi sínu, 18,5%, frá síðustu þing- kosningum, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var dagana 5. til 7. maí. Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 36,1% atkvæða, mið- að við þá sem afstöðu tóku, og sam- kvæmt því héldu stjórnarflokkarnir meirihluta sínum, fengju 35 þing- menn af 63 á Alþingi. Sé miðað við þá sem afstöðu tóku í könnuninni fengi Samfylkingin 28,5% atkvæða ef kosið yrði nú, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, VG, fengi 8,4%, Frjálslyndi flokkurinn 7,6%, Nýtt afl 0,9% og sem fyrr segir fengi Sjálfstæðisflokkurinn 36,1% og Framsóknarflokkurinn 18,5%. T-listi Kristjáns Pálssonar og óháðra í Suð- urkjördæmi komst ekki á blað í þess- ari könnun. Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Sjálfstæðisflokkurinn 23 þing- menn, Samfylkingin 18, Framsóknar- flokkurinn 12, VG fengi fimm menn og frjálslyndir sömuleiðis fimm þing- menn kjörna. Félagsvísindastofnun minnir á að skiptingu þingmanna beri að taka með miklum fyrirvara sökum skekkjumarka. Félagsvísindastofnun bendir á að allir flokkarnir nema Sjálfstæðis- flokkurinn mælist nú með svipað fylgi og í kosningunum 1999. Samanborið við síðustu könnun Félagsvísinda- stofnunar fyrir Morgunblaðið, sem gerð var 27. til 30. apríl síðastliðinn, hefur Sjálfstæðisflokkurinn aukið forskot sitt á Samfylkinguna og bætt við sig 1,4 prósentustigum, þremur prósentustigum miðað við þarsíðustu könnun fyrir mánuði. Fylgi Samfylk- ingarinnar minnkar um 3,5 prósentu- stig frá síðustu könnun en er 8,6 pró- sentustigum minna en í könnun Félagsvísindastofnunar í aprílbyrjun. Sjálfstæðisflokkurinn er enn undir kjörfylginu, sem var 40,7% í kosning- unum 1999, en Samfylkingin hlaut þá 26,8% atkvæða. Framsóknarflokkurinn bætir sem fyrr segir mestu fylgi við sig, eða rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og nærri tíu prósentu- stigum frá þarsíðustu könnun. Til samanburðar hlaut flokkurinn 18,4% atkvæða á kjördegi fyrir fjórum ár- um. VG og frjálslyndir missa fylgi frá síðustu könnun, VG 1,4 prósentustig og frjálslyndir 0,4 prósentustig. Á einum mánuði hafa 1,3 prósentustig farið af fylgi Frjálslynda flokksins, samkvæmt könnunum Félagsvísinda- stofnunar. Flokkurinn er enn töluvert yfir kjörfylginu, sem var 4,2% fyrir fjórum árum, en Vinstri grænir örlítið undir kjörfylgi, sem var 9,1%. Nýtt afl bætir við sig 0,4 prósentustigum frá síðustu könnun. Þrjár spurningar voru lagðar fyrir þátttakendur í könnuninni. Fyrst var spurt: Ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðust ekki vita það voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista finnst þér líklegast að þú munir kjósa? Þeir sem sögðust heldur ekki vita það voru þá spurðir: En hvort heldurðu að sé líklegra, að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern ann- an flokk eða lista? Var þeim sem sögðu eftir þriðju spurninguna líkleg- ast að þeir kysu annan flokk en Sjálf- stæðisflokk raðað niður á hina flokk- ana í sömu innbyrðis hlutföllum og fengust úr fyrri spurningunum tveim- ur. Hinum, sem sögðu líklegast að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn, var bætt við fylgi flokksins úr hinum spurningunum tveimur. Félagsvís- indastofnun beitir þessari aðferð þar sem reynslan hefur sýnt að tilhneig- ing er til þess að fylgi Sjálfstæðis- flokksins sé ofmetið í könnunum, mið- að við fylgi hans á kjördag. Eftir fyrstu spurninguna voru 21,8% svarenda óviss um hvað þau myndu kjósa, hlutfall óákveðinna fór niður í 10,8% eftir aðra spurningu en þegar þriðju spurningunni hafði verið bætt við fór þetta hlutfall niður í 4%. Þá neituðu 2,9% að svara, 1,4% ætl- uðu að skila auðu og 0,9% ætluðu ekki að kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn með 41,5% í Reykjavík Sé fylgi flokkanna skoðað eftir kjördæmum fá allir flokkarnir sem nú eru á Alþingi kjördæmakjörinn þing- mann í Reykjavík. Þá er fylgi allra flokkanna, nema Nýs afls og T-lista, yfir þeim 5% mörkum sem þarf á landsvísu til að öðlast rétt á jöfnunar- sætum. Sem fyrr bendir Félagsvís- indastofnun á að stærð úrtaksins gefi ekki grundvöll til að greina niðurstöð- ur ítarlega eftir kjördæmum sökum skekkjumarka. Eru þó skoðaðar nið- urstöður í Reykjavík, Suðvesturkjör- dæmi og þeim þremur landsbyggð- arkjördæmum samanlagt sem eftir eru. Samkvæmt þessu fær Sjálfstæðis- flokkurinn hlutfallslega mest fylgi í Reykjavík, 41,5%, og bætir við sig um þremur prósentustigum frá síðustu könnun. Samfylkingin er með svipað fylgi í höfuðborginni og síðast, eða 31,4%, Framsóknarflokkurinn bætir þar við sig þremur prósentustigum og fer upp í 12,6% fylgi, Vinstri grænir eru með 9%, frjálslyndir 4,3%, sam- anborið við 9% síðast, og Nýtt afl fær 1,2% fylgi í Reykjavík. Í Suðvesturkjördæmi er niðurstað- an svipuð og síðast, að því undan- skildu að VG tapar nokkru fylgi en frjálslyndir bæta við sig. Sjálfstæð- isflokkurinn er með 37,7% atkvæða í kjördæminu, Samfylkingin 34,4%, Framsóknarflokkurinn 15,4%, Frjálslyndi flokkurinn 8,1%, VG 3,7% og Nýtt afl 0,7%. Í landsbyggðarkjör- dæmunum samanlagt er Sjálfstæðis- flokkurinn með 30,3%, Framsókn 25,5%, Samfylking 23%, frjálslyndir 10,4%, VG 10,1% og Nýtt afl 0,7%. Er það svipað og í síðustu könnun, nema að Framsókn bætir við sig sex pró- sentustigum. Meiri svörun en áður Sem fyrr segir var könnunin gerð dagana 5. til 7. maí. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til allra landsmanna á aldr- inum 18 til 80 ára. Alls svöruðu könn- uninni 815 manns þannig að brúttósv- arhlutfall var 67,9%. Meginhluti svaranna fékkst 5. og 6. maí. Nettós- vörun var 70,6% sem er heldur betri svörun en í fyrri könnunum. Þá hafa verið dregnir frá þeir sem verða ekki komnir með kosningarétt á kjördag, voru búsettir erlendis, látnir eða veik- ir. Ekki náðist í 14% úrtaksins og 15,4% neituðu að svara. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi stjórnmálaflokkanna Framsókn nær kjörfylgi og stjórnin heldur velli            ! " #  #$   %&&' *!  =>>* >7 $ &  #7 !    )>   = 2  '    !      $$!& ! *   ?        ?           ?=  @,A @,A ?= @,A ?? @,A  @,A =                          !"   "#  $ % &  $ % '(          !  " ## $     "# #$    % &  '  (# $    ") & $#   '  (# $       )*  = ? ?   ?? ? ? ?          !     "             #$ %  & '( )*+,    -                = ?  ?         = ? ?   ?   =    .///          -   == ?? ?     ? .0 01 .2 3 3 41 #  @,A @,A?= @,A?? @,A  @,A B  =C B  B = C B? B?     Allir flokkar á þingi fá kjördæmakjörna þingmenn í Reykjavík 19,2% Framsóknarflokkinn, 9% Frjálslynda flokkinn, 6,7% vinstri græna og 0,9% Nýtt afl. Líkt og í síðustu könnun nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mest stuðn- ings í öllum aldurshópum, hæst 39,4% meðal 25-34 ára kjósenda en lægst 31,1% hjá 35-44 ára. Séu ein- stakir stjórnmálaflokkar skoðaðir SAMKVÆMT þremur síðustu skoð- anakönnunum Félagsvísindastofn- unar HÍ fyrir Morgunblaðið hefur konum fækkað verulega meðal kjós- enda Samfylkingarinnar á meðan þeim hefur fjölgað í hópi stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins. Miðað við nýjustu könnunina sem gerð var í vikunni munu 31,8% kvenna kjósa Samfylkinguna, 38% þeirra í síðustu könnun og 43,8% í könnun Félags- vísindastofnunar í aprílbyrjun. Hlut- fall karla hefur einnig minnkað hjá Samfylkingunni á sama tíma en þess ber að geta að fylgi flokksins hefur frá aprílbyrjun minnkað um 8,6 pró- sentustig. Sé fylgi flokkanna í nýjustu könn- uninni skoðað eftir kynjum styðja flestar konur Sjálfstæðisflokkinn, eða 33,3% þeirra. Sem fyrr segir munu 31,8% kvenna kjósa Samfylk- inguna, 17,8% kjósa Framsókn- arflokkinn, 10,1% vinstri græna, 6,1% Frjálslynda flokkinn og 0,9% Nýtt afl. Félagsvísindastofnun bendir á að heldur hafi dregið úr kynjamun meðal kjósenda tveggja stærstu flokkanna og í þessari könn- un telst hann ekki tölfræðilega marktækur. Stuðningur karla hefur ekki breyst mikið frá síðustu könnun. Flestir karlar, eða 38,9% þeirra, segjast ætla að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn, 25,3% Samfylkinguna, nýtur Samfylkingin mest fylgis, eða 31,2% hjá 45-49 ára kjósendum en minnst er fylgið hjá 35-44 ára, eða 27,1%. Mesta aldursdreifingin er hjá Framsóknarflokknum sem er með minnst 13,8% fylgi hjá 25-34 ára en mest um 23% hjá hvorum hópi um sig; 18-24 ára og 35-44 ára. Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð höfðar mest til miðaldra og elstu kjósendanna en minnst til þeirra yngstu og svipaða sögu er að segja af frjálslyndum. Minnir Félagsvís- indastofnun á að þessari greiningu beri að taka með miklum fyrirvara vegna nokkurra skekkjumarka. Sé litið á svörin í könnuninni mið- að við þá sem taka afstöðu til flokk- anna og gefa upp hvað þeir kusu síð- ast virðist sem flokkshollusta hafi aukist eftir því sem nær dregur kosningum. 55% frjálslyndra kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast Á það reyndar ekki við um kjós- endur Frjálslynda flokksins nú og þá sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast. Af þeim sem ætla að kjósa Frjáls- lynda flokkinn nú kusu 55% Sjálf- stæðisflokkinn í síðustu kosningum, 17,5% þeirra kusu sama flokk, 15% Framsóknarflokkinn og 10% Sam- fylkinguna. Af kjósendum Samfylk- ingarinnar kusu 65,9% sama flokk fyrir fjórum árum, 13,5% kusu Sjálf- stæðisflokkinn, 12,7% Framsókn- arflokkinn, 6,3% VG og 0,8% Frjáls- lynda flokkinn. Af þeim sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú kusu 91,4% hann síðast, aðeins 4,5% kusu Framsóknarflokkinn, 2,3% Samfylk- inguna og innan við prósent aðra flokka. Af þeim sem segjast kjósa Fram- sóknarflokkinn nú þá kusu 72% flokkinn síðast, 17% kusu Sjálfstæð- isflokkinn og 7% Samfylkinguna. At- hygli vekur að tveir af hverjum tíu kjósendum vinstri grænna í dag kusu Samfylkinguna síðast, rúm 64% kusu sama flokk og rúm 8% kusu hvorn flokk fyrir sig; Sjálf- stæðisflokk og Framsóknarflokk. +  4D  * !)   =>A>* ) 5 6 +  + 5 6 A&  =A= &  ?=A&  =A?&   A&  7   "  " )8  $  9       +       +  +  +   +               +    +  +     +     +  +  +  +   +   +     ( )  *+   )     ( ,  * -.  4  2$  $$ &  : !  $$  $! 4 & ) $$! !  ! : 7  "  " 9:  8 $ "  B% !  $  C  +   +  +  +    +   +    +   +   +  +       ( )  *+   )     ( ( ,   *  ; "                                                                                                                       < Færri konur styðja Samfylkinguna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.