Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 3
1 MINNING GUÐJÓN PÉTURSSON bóndí að Gaul í Staðarsveít Guöjón Pétursson, béndi að Gaul 1 Staðarsveit, lézt þann 7. ágúst s.l. é sjúkrahúsinu á Akranesi eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, rúm lega 74 ára að a'ldri. Með Guðjóni féll frá einn af full- trúum aldamótakynslóðarinnar og sannur afkomandi forfeðra sinna °g formæðra, Jöklanna görnlu á Snæfellsnesi, sægarpanna og óaendafólksins. Mér þykir hlýða, að einhver úr héraði Guðjóns minnist hans með nokkrum orðum, því að ekki gróf hann pund sitt í jörðu. Er mér það ekki óskyldara en eðrum, því að kynni okkar voru löng og góð. Guðjón Pétursson var fæddur 6. ttiaí 1894 áð Hróbjargarstöðum í Kolbeinstaðahreppi. Foreldrar bans voru ung hjón í húsmennsku Þar hjá Ólafi bónda Vigfússyni, fiem var bróðir konunnar. Faðir Guðjóns var Pétur Pétursson, Guð- niundssonar frá Hrísdal, Jónssonar öónda á Furubrekku, Arnbjörns- sonar, en móðirin var Ingibjörg Migfúsdóttir frá Pétursbúð á Arn- arstapa, Sigurðssonar í Brandsbúð Þar, Sigurðssonar bónda á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, Brandssonar. köðurmóðir Guðjóns var Metta Ólafsdóttir, sem þá var vinnukona í Hrísdal, en langamma hans, þ.e. kona Guðmundar í Hrísdal var Þór- laug Sigurðardóttir bónda í Skógar- nesi, Guðbrandssonar bónda á Hof stöðum Þorleifssonar „snikkara“ °g ráðsmanns á Staðarstað, en ^ann fórst „fyrir stórfiski“ 1 róðri írá Tröðum, þar sem hann var for- toaður á skipi prestsins á Staðar- stað. Foreldrar Guðjóns höfðu byrjað Fúskap sinn í Pétursbúð, en voru svo tvö ár í húsmennsku á Hró- Kiargarstöðum, fluttust þaðan að Faxastöðum í Breiðuvík, og þaðan að Þrengslabúð við Hellna. Þar Hzt Pétur af slysförum árið 1903. "igfús í Pétursbúð var tvíkvæntur ng átti fjölda barna. Var Ingibjörg 4- barn hans með fyrri konunni, ÍSLENDINGAÞÆTTIR sem var Guðrún Kristjánsdóttir frá Melabúð. Vigfús var orðlagður sjósóknari sem faðir hans, Sigurður í Brandsbúð, enda lifðu þeir mest á sjónum fram á elliár. Sumarið eftir að Guðjón missti föður sinn, fór hann smali að Krossum í Staðarsveit. Næsta sumar fór hann þangað aftur og þá alfarinn, því hann var nú tek- in \ til fósturs þar af hjónunum Ásmundi bónda Jónssyni og Krist- ínu Stefánsdóttur konu hans, en /þau bjuggu allan aldur sinn miklu rausnarbúi á Krossum. Þau hjón höfðu stuttu áður misst einkasón sinn ungan, sem Guðjón hét og er ekki ólíklegt að það kunni að hafa átt sinn þátt í því, að þau tóku að sér þennan fö&ur- lausa nafna hans. Þau áttu tvær dætur, Stefaníu og Maríu, sem báð- ar eru á lífi og búsettar í Reykja- vík. ✓ Fósturforeldrar Guðjóns ráku ekki aðeins myndarlegan landbú- skap, heldur var þar enn stundað útræði af kappi, bæði vor og haust, svo sem gert hafði verið þar frá fornu fari. Munu 3—4 bátar hafa verið á Krossum á uppvaxtarárum Guðións þar og fram á síðustu ár Ásmundar. Guðjón fór fljótt að vinna, svo sem þá var títt, og vann rnikið alla sína ævi. Það kom snemma fram í eðli hans óvenjulega mikill áhugi fyrir sjómennsku og sjósókn. Auk þess að róa frá Krossum fór hann ungur á skútur, — tæplega tvítugur að aldri. Han var m.a. háseti hjá hinum fræga skútuskip- stjóra Jóni Skúlasyni frá Stykk- ishólmi og einnig var hann með Gísla Þórðarsyni, síðar bónda að Ölkeldu. Síðar reri Guðjón einig nokkrar vertíðir á Suðurnesjum, frá Flankastöðum við Sandgerði. Vorið 1916 kom Guðjón vinnu- maður til foreldra minna, Elíasar Kristjánsonar og Sigríðar Jóhann- esdóttur, sem þá bjuggu í Arnar- tungu, sem er næsti bær við Krossa. Var hann síðan heimilis- maður okkar, ýmist sem vinnumáð ur eða lausamaður bæði í Arnar- tungu og á Elliða, þar til hann byrjaði sjálfur búskap í Arnar- tungu. Ég var þá aðeins tæpra 5 ára en þó elzta barn foreldra minna og eini sonurinn. Eftir því sem ég óx og þroskaðist fór ég áð snúast og vinna og því urðu störf okkar Guðjóns fljótt meir og meir sameiginleg. Við sváfum jafnvel lengst af í sama rúmi í baðstof- unni. Siðar áttu-m við eftir að fara margar ferðir sarnan, stundum með rekstra á haustin til slátrunar eða lestir í kaupstaðaferðir að því ó- -gleymdu, að mína fyrstu sjóróðra fór ég með honum sem formanni. Þegar Guðjón fór að búa í Arn- artungu, réðst til hans ung og myndarleg bústýra, sem átti eftir að verða honum traustur félagi og góður lífsförunautur allt til ævi- loka hans. Þessi stúlka var Una Jóhannesdóttir frá Slitvindastöðum í Staðarsveit, dóttir Jóhannesar Guðmundssonar bónda þar og Vil 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.