Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 14
MINNINC STEFÁN HALLGRÍMSSON SKRIFSTOFUSTJÓRI Veturinn 1917—1918 ætluðum við Stefán Hallgrímsson að stunda nám í öðrum bekk Gagn^ræðaskól- ans á Akureyri. En vegna erfið- leika af völdum heimsstyrjaldar- innar tók skólinn ekki til starfa um haustið. Því var þó heitið, að kennsla hæfist seinnipart vetrar- ins. Var þetta nokkur úrbót, sem hvatti til heimalesturs, er með hjálp skólans kynni að renna stoð- um undir að nemendur gætu fikr- að sig áfram um einn bekk. Tals- verður vandi var þó að ákveða, hvað gera skyldi, hvort heldur átti að seinka námi um árið eða nota þá möguleika, sem fyrir hendi voru og freista þess að ná prófi um vorið. Við Stefán tókum síðari kostinn eins og mikill meiri hluti nemenda skólans gerði. Okkur kom ásamt um að lesa saman um veturinn. Þetta lánaðist svo, að Stefán tók gott próf um vorið og ég slampaðist í gegn. Ef til vill átti ég það Stefáni að þakka, þvi að hann var mér fremri í sumum greinum, einkum erlendum tungu málum. En þó að það væri mér happ, þá var hitt stórum mikil- vægara, að þennan vetur hófust og nesti til dagsins. Þannig voru íyrirmyndar húsmæður á þeim ár- um hér í Reykjavík. Þeirra vettvangur var heimilið, en erfiðið fannst þeim aukaatriði, ef öðrum ieiö vel. Mýramenn voru tíðir gestir á heimih Margrétar og Guðmundar Jónatanssonar. Bæði voru þau hjón gestrisin og góð heim áð sækja. Þau unnu bæði hörðum höndum méðan dagur entist, oft við erfiðar aðstæður. . Margrét Guðnadóttir var sérstak lega barngóð. Hún var trygglynd og heilráð og veit ég um fólk, sem þótti gott til hennar að leita, ef vanda bar að höndum. Blessuð sé minning hennar. Magnús Sveinsson. náin kynni okkar, sem leiddu til ævilangrar vináttu, er aldrei bar skugga á. Þessi vinátta Stefáns var ómetanleg, því að hún var gefin af heilum huga og hlýju hjarta. Nú hefur Stefán ýtt úr vör í ferðina miklu. Hann lézt 19. júlí síðastliðinn og var jarðsettur 27. sama mánaðar að viðstöddu miklu fjölmenni. Stefán Hallgrímsson var fædd- ur á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal 19. október 1897. Voru foreldrar hans Þorláksína Sigurðardóttir bónda frá Ölduhrygg og Hallgrím- ur Sigurðsson Ólafssonar búandi hjón á Hrafnsstöðum. Fór orð af dugnaði þeirra, heiðarleik og hjálp- semi. Stefán var næstelztur fjög- urra bræðra, sem upp komust. Eldri var Gunnlaugur, en yngri Gunnar og Snorri. Ekki voru efni Hrafnsstaðahjónanna mikil, en engu að síður lék þeim hugur á og lögðu sig fram um að mennta sonu sína. Urðu tveir þeir elztu gagnfræðingaf, en hinir luku há- skólanámi. Er nú aðeins einn þeirra, Snorri yfirlæknir og prófess- or, á lífi. Þó að fararefni þeirra Hrafnsstaðabræðra úr heimahúsum væru ekki stórar fjárfúlgur, þá komu þeir þaðan vel búnir að góðum eðlisþáttum og höfðu alizt upp við hollar heimilisvenjur, sem lagði grundvöll að manndómi þeirra og starfhæfni, enda urðu þeir allir hinir nýtustu menn, hver á sínu sviði. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann vandist allri algengri sveitavinnu, sinnti hjásetu og gegn ingum, heyskap og vorstörfum. Þá mun hann, unglingurinn, hafa unnið nokkuð við útgerð á Dalvík, svo sem beitingu og uppgerð. Hann kunni því nokkur skil á aðalat- vinnu landsmanna á þeim tíma. Að sjálfsögðu naut Stefán venju legrar barnafræðslu. Þá var hann í unglingaskóla Snorra Sigfússon- ar, fyrrverandi námsstjóra. Var sá skóli mörgum unglingnum upp- örvun og ótrúlegur þekkingargjafi svo stuttan tíma, sem hann þó stóð vetur hvern. Tæplega tvítug- ur sezt Stefán í fyrsta bekk Gagn- fræðaskólans á Akureyri og lýkur þaðan burfararprófi vorið 1919. Næstu ár fæst hann við ýmis störf. Hann er heimiliskennari á Völlum einn vetur hjá séra Stef- áni Kristinssyni og frú Sólveigu Fétursdóttur. Árlangt er hann sýslumannsskrifari á Borðeyri. Hluta úr ári vinnur hann við fisk- verkun vestur á ísafirði og eitt sumar stundar hann fiskmóttöku á Dalvík. En árið 1924 gerist hann starfsmaður hjá útibúi Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík, hafði raunar unnið hjá því áður skamman tíma. Gegndi hann þar fyrst ýmsum störfum, en brátt varð þó skrif- stofuvinna nóg verkefni. Siðar, þeg ar útibúinu óx fiskur um hrygg, varð hann skrifstofustjóri og hafði það embætti á hendi til dauðadags. Árið 1926 kvæntist Stefán eftir- lifandi konu sinni, Rannveigu Stef ánsdóttur frá Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Móðir hennar var Lilja Jóhannsdóttir frá Ytra-Hvarfi Rannveig er öðlingskona og merk húsfreyja, sem bjó manni sínum hlýlegt og vistlegt heimili. Ekki varð þeim barna auðið. En stúlku, Jónínu Árnadóttur, ólu þau upp frá unga aldri. Er hún nú gift hús móðir á Dalvík. Kjörson, sem Gunn ar heitir, eiga þau. Stundar hann nám við Háskóla íslands. Er hann nýkvæntur Gerði Steinþórsdóttur, en móðir hennar er Auður Jónas- dótir frá Hriflu. Mjög var vandað uppeldi þessara barna og þau um- vafin ástúð og umhyggju og reynt að búa þau svo úr garði að hald væri í. Þó að Stefán væri einkar hlé- drægur og sæktist ekki eftir op- inberum störfum, komst hann ekki hjá þeim með öllu, enda hefði það verið með ólíkindum um svo starf hæfan mann. Hann sat í hrepps- nefnd um skeið, var fjölda ára 14 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.