Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 16
HUNDRAÐ ÁRA MINNING: Hjónin Sigurður Jósefsson og Sesselja Davíðsdóttir Þann 26. júlí s.l. mættu að kirkjustaðnum Ökrum í Mýrasýslu sjö synir og ein dóttir ásamt mök- um þeirra. Hér voru komin börn Sesselju Davíðsdóttur og Sigurðar Jósefssonar, sem lengi bjuggu í Hraunhreppi og áttu kirkjusókn að Ökrum. Tilefni þessarar heim- sóknar var 100 ára afmælisdagur Sesselju þennan dag, og létu börn- in veglegan minnisvarða á leiði foreidra sinna í tilefni dagsins. Þá fór fram sálmasöngur og orgel- spil í kirkjunni af þessu tilefni. Siðan var ekið í Borgarnes og neitt kvöldverðar á Hótel Borgar- ness í boði elzta bróðurins og konu hans — en þau búa í Borg arnesi. Sesselja var fædd að Hrafnkels stöðum í Hraunhreppi 26 júlí 1868 dóttir Davíðs Jóhannessonar bónda þar og konu hans, Guðrún- ar Sigurðardóttur, Erlendssonar frá Hofstöðum, Jónssonar bónda í Krossnesi. Sesselja ólst upp í for eldrahúsum þar tii hún var full- vaxta, en fór þá í vist til vanda- lausra og vann fyrir sér. Uppvaxt- ar- og æskuár þessarar konu voru ein mestu harðindaár nítjándu ald- ar, þegar alþýða manna bjó við þröngan kost óg fjöldi fólks varð að flýja land til að bjarga lífinu. Sesselja Davíðsdóttir óx líka upp við þröngan kost og mikla vinnu. En það var mikið í hana spunnið, svo hún kom óskemmd og full- þroskuð gegnum eldraun harð- indaáranna. Sesselja var fríð kona og góðum gáfum gædd. Glaðlynd tápmikil og dugnaðarforkur til allra verka. Kjarkurinn var óbil- andi á hverju sem gekk. Árið 1896 byrjuðu þau búskap að Einholtum í Hraunhreppi, Sess- elja Davíðsdóttir og unnusti henn- ar Sigurður Jósefsson. Nokkrum mánuðum síðar gengu þau í hjóna- band og bjuggu í Einholtum í 16 ár, til vorsins 1912. Þar eignúðust þau 8 börn, sjö syni og eina dótt- ur, sem öll eru á lífi. Börn þeirra eru þessi. Jón áður bóndi og hrepp stjóri í Skíðsholtum í Hraunhreppi nú starfsmaður hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi. Davíð áður bóndi i Miklaholti í Hraun- hreppi, en fluttist til Reykjavíkur fyrir fáum árum, Þórarinn, starfs- maður á bílaviðgerðarverkstæði í Borgarnesi, Þorleifur, starfsmaður í Mjólkurstöð Reýkjavífeur, Gúð- rún búsett í Reykjavík, Hjörleifur múrarameistari í ReykjaVík, Oddur bóndi í Kolviðarnesi í Eyjahreppi og Stefán bóndi á Ytri-Rauðamel í Eyjahreppi. Sigurður var fæddur að Belgs- holti í Staðarsveit á Snæfellsnesi 13. júní 1854, en dó í Skíðsholt- um í Hraunhreppi 24. júní 1940. Ég sem þessar línur rita man vel eftir þessum hjónum frá því ég var lítill drengur. Þau komu oft á heimili foreldra minna þvi þar var kirkjustaður. í Einholtum bjuggu þau Sesselja og Sigurður lengst af við lítil efni en björguðust af með ráðdeild og fyrirhyggju. Tveir synir þeirra voru teknir í fóstur á unga aldri af vinafólki. Hjörleifur til hjón- anna Jörundínu og Þorsteins Þor- steinssonar bónda að Saurum en þau voru barnlaus. Og Oddur til ekkjunnar Þotbjargar Ármanns- dóttur á Stórakálfalæk. Hin sex börnin ólust öll upp í foreldra- húsum. Mér er sérstaklega minn- isstæð ferð að Einholtum vorið 1912 þegar Sesselja og Sigurður fluttu þaðan. Það atvikaðist svo að faðir minn keypti af þeim kú, sem þau vildu selja vegna flutningsins. Ég var sendur ásamt vinnumanni föður míns til að sækja kúna. Ég gleymi aldrei þeim höfðinglegu viðtökum, sem við fengum á þessu fátæka heimili. í Einholtum var gamall torfbær, en allt var þar innan sem utan dyra með sérstök- um snyrti'brag, sem bar vott um þrifnað búenda. Þau hjón voru mjög samhent og sambúð öll til fyrirmyndar. Það var ekki æðrast þótt syrti í álinn, heldur búizt til varnar og erfið- leikunum boðiwn birginn. Sigurður var sagður geta verið hrjúfur á yfirborði, það var eins konar skel sem hann hafði tekið á 16 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.