Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 22
Þorsteinn Baldvinsson Þorsteinn Baldvinsson var fædd- ur á Böggvisstöðum í Svarfaðar- dal 4. nóv. 1876, dáinn á Dalvík 30. júlí s.l. Foreldrar Þorsteins voru merkis hjónin, Baldvin Þorvaldsson frá Krossum, Gunnlaugssonar á Hellu Þorvaldssonar frá Ingvörum, Sig- urðssonar, en kona Þorvaldar á Krossum var Snjólaug Baldvins- dóttir prests að Upsum, Þorsteins- sonar, en kona Baldvins á Bögg- visstöðum, og móðir Þorsteins var Þóra Sigurðardóttir, bónda á Bögg visstöðum og Hálsi, Jónssonar frá Kálfsskinni, og Sigríðar Gunnlaugs- dóttur frá Heliu og koma þar sam an ættir þeirra Böggvisstaða'hjóna. Hafa þessar kunnu ættgreinar bor ið margan kjarnakvistinn á liðinni tíð. Á Böggvisstöðum bjuggu þau Baldvin og Þóra stórbúi síðustu áratugi 19. aldar og nokkuð fram á þessa öld. Voru þau bæði vík- ingar til vinnu og stjórnar, eins og þau áttu kyn til. Var bónda hug- leiknari veiðiskapurinn á sjónum, var framan af ævi formaður á fiski bátum og í hákarlalegum, og ann- áluð selaskytta. En heima stýrði húsfreyja búi af miklurn skörungs- skap. Var mælt að hún hefði farið fyrst á fætur og síðust í háttinn á Böggvisstöðum í hálfa öld. Höfðu þau hjón margt hjúa og mik ið umleikis bæði á sjó og landi, og var heimilið orðlagt fyrir marg- þætta athafnasemi og talið fátt skorta. Sagði mér það Hannes Þor- steinsson skjalavörður, sem eitt sumar - var þar kaupamaður á námsárum sínum, að framtak og athafnasemi hefði einkennt heim ilið og starfsáhugi frábær, svo að honum fannst stundum nóg um. En vel bar hann húsbændunum söguna. Og þessu trúum við, sem ti’ þekktum að nokkru, og vissum líka um hjálpsemina þar og greið- viknina, þegar svo bar undir. Því að bá sögu gat margur sagt. Mér eru minnisstæð hin fjöl- þættu störf og hið fjöruga athafna líf, því að ég kom þangað nokkr- um sinnum með móður minni á síðasta áratug aldarinnar, þar eð kunnugleiki va^ miili foreldra minna og peirra hjóna, en faðir minn og Baldvin voru systkina- synir. Börn þeirra Böggvisstaðahjóna voru mörg, og öll hið mesta at- gervisfólk. Var Þorsteinn fremur bráðþroska og ekki gamall, þegar hann tók að sinna búskapnum af áhuga og kappi, þvi að faðir hans var löngum við sjóinn og veiði- skapinn á sjónum og síðar umsjón ar- og ráðamaður eigin útgerðar og verkun aflafengs. Það var því nóg að gera þar. En við búskap inn varð Þorsteinn smátt og smátt allt í öllu. Og mátti þó vist segja, að hann tæki líka til hendi við sjóinn, þegar þess purfti með. Því að Þorsteinn Baldvinsson var einn þeirra fágætu manna, sem unna starfi, þykir ánægja af því að hafa mikið að gera og alltaf nóg fram- undan. Hann var líka bráðfrískur verkmaður og fylginn sér, en jafn an verkglaður og hispurslaus. Og svo var hjálpsemin honum í blóð borin, og naut þess m.a. yngsti bróðirinn, Guðjón, sem mennta- veginn gekk. Hann var hinn mesti efnismiaður ágætlega gefinn og gerður, las norræn fræði við Hafn- arháskóla, en dó innan við þrítugt. Var að honum mikill mannskaði. Þorsteinn Baldvinsson kvæntist jafnöldru sinni, Helgu Björnsdótt- ur, ættaðri úr Hjótum, hinni vænstu konu, en missti hana eftir fárra ára sambúð 1905. Varð þeim þó þriggja barna auðið. Er ein dóttir þeirra á lífi. Baldvina að nafni, gæðakona, gift Guðmundi Einarssyni á Dalvík. og eiga þau afkomendur. Önnur dóttir Þor- steins og Helgu, Soffía að nafni, hin mesta efnisstúlka, dó uppkom- in, en sonurinn, Loftur, dó á barns aldri. Eftir að gömlu hjónin á Bögg- visstöðum létu af búskap, tók Loftur sonur þeirra við búi, eða þeir Þorsteinn báðir um skeið. Var enn búið vel á Böggvisstöð- um, þótt tæpast væri í þeim stíl, sem fyrrum, því að þau ábúenda- skipti gekk Sandurinn (Dalvík) und an jörðinni, og missti hún par drjúgan tekjustofn. Og nú er höf- uðbólið autt og yfirgefið, og öll jörðin eign Dalvíkurhrepps. En um höfin siglir Loftur Baldvinsson fiskibáturinn fengsæli, eign þeirra 22 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.