Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 12
SEXTUGUR: HALLGRÍMUR TH. BJÖRHSSOH Það var gestkvæmt á Brekku braut í Keflavík þegar húsbóndinn þar, Hallgrimur Th. Björnsson yf- irkennari átti sextugsafmæli. Hin ir voru pó fleiri sem sendu af- mælisbarninu hlýlegar kveðjur og hugsanir í tilefni dagsins, en lík lega verða þeir þó flestir sem gleyma afmælinu en muna mann- inn, vegna ágætra kynna sem kenn ara, félaga og forustumanns merkra mála og framkvæmda. Hallgrímur er fæddur á Gauks- mýri í Húnavatnssýslu 16. sept. 1908, árið sem fyrstu barnaskóla- lögin gengu í gildi á landi hér. ís- ienzk börn áttu nú að njóta svip- aðs réttar og frændur þeirra á Norð urlöndum höfðu lengi notið. Þjóð féiagið gaf honum og öðrum börn- um þessa árs dýrmæta vöggugjöf. Sennilega þá dýrmætustu, sem al- þingi hefur gefið íslenzkum börn um, síðan árið 1000. Hallgrímur ólst upp hjá foreldr um sínum, hjónunum Birni bónda á Gauksstöðum Jósafatssyni og Ólöfu Sigurðardóttur Ekki er mér kunnugt um þær ættir, eða bernskuheimili Hallgríms og kennslu á barnsaldri. að öðru leyti en því, sem hann ber sjálfur með sér svipmót og eiginleika góðra stofna, en bregði fjórðungi til fóst- urs, hlýtur hann að hafa alizt upp við framtak og iðjusemi öðrum þræði, en á hinn bóginn við fé- lagshyggju og orðsins list í þjón- ustu menningar og mannbóta. Hallgrímur fór í Flensborgar- skólann, þegar hann hafði efni á. Ekki lauk hann þaðan burtfarar- prófi, en gerðist barnakennari í átthögum sinum. Fann hann þar starf við sitt hæfi, og gekk í kenn- araskólann með ákveðið markmið fyrir augum. Lauk hann kennara- próf vorið 1935. Haustið eftir fékk hann stöðu við barnaskólann í Keflavík. Þótti það á þeim tima eftirsóknarverð staða. Hyigg ég, að sú stöðuveiting hafi orið báðum happ, Hallgrimi og byggðarlaginu. Kefiavík var þá vax andi fiskiþorp en er nú orðin fjölmennur og myndarlegur kaup- staður. Hefur Hailgrímur tekið mjög virkan þátt í félags- málum þessa vaxandi byggðarlags, og notið mikils trausts á marg- breyttum sviðum félagslífsins. Þegar Hallgrímur kom að Kefla víkurskóla voru húsakynni skól- ans ekki eins vegleg og nú, hús- búnaður ekki eins glæsilegur og kennslutæki ekki eins fjölbreytt. En hann lenti í góðum félagsskap reyndra og áhugasamra kennara, sem þekktu út í æsa-r aðstöðu til kennslu í litlu þorpi. Kynntist hann þar bæði festu og virðuleik í starfi og mildri leiðsögn. Hygg ég, að hann hafi þá, sem ungur rnaður og lítið reyndur kennari, orð ið fyrir varanlegum áhrifum um kennsluhætti sína. Ekki svo að skilja að um eftiröpun sé að ræða, því að Hallgrímur fer sínar leiðir. Leggur hann ekki síður stund á siðræna framkomu og hugarfar r.emenda sinna, en þekkingu og þjálfun lögboðinna námsgreina. Nýtur hann bæði virðingar og trausts nemenda sina, starfsfé- laga og yfirmanna. Var honum veitt yfirkennarastað an við skólann, þegar hún var stofnuð 1962, og hefur hann gegnt því embætti síðan. Þá fékk Ha]lgrimur kennsluorlof 1961. Not aði hann það rækilega. Kynnti sér fyrst hvernjg máiin stóðu í nágrenninu hér heima, en dvald- ist síðan erlendis. Hallgrímur hefur látið félags- mál kennara sig miklu skipta. Er það að vonum svo áhugasamur, sem hann er um kennslumálin og ósérhlífinn í félagsmálum. Hann var fyrsti formaður Kennarafélags Keflavíkur, um langt skeið ritari Félags barnakennara á Reykjanesi, og oftlega einn af fulltrúum kjör- svæðisins á þingum S.Í.B . En hann hefur víðar notið trausts en hjá stéttarsystkinum sínum. Han hefur átt sæti í fræðsluráði Keflavíkurkaupstað ar og fleiri föstum nefndum. Hann hefur beitt sér verulega fyrir bindindismálum, og gengt þar forustustörfum bæði innan sveitar og utan. Hann hefur verið áhugasamur um skógrækt, verið ritari Skóg- ræktarfélags Suðurnesja frá stofn- un þess og lengi síðan, og tekið þátt í utanför Skógræktarmanna. Hann var einn af stofnendum Byggingarfélags verkamanna í Keflavík og í stjórn pess um langt skeið. Hann hefur átt sæti í stjórn Kaupfélags Suðurnesja frá stofn- un þess og sem formaður síðan 1951, og fulltrúi á aðalfundum SÍ.S. Gegnt hefur Hallgrímur forustu og trúnaðarstörfum i fleiri félög- um. En þau verða ekki talin hér enda átti þetta ekki að verða ræki- leg starfsskýrsia, heldur afmæiis- kveðja. Hygg ég, að hér sé samt nóg talið til að sýna það traust, sem Hallgrímur hefur notið meðal samferðafólksins, og áhuga hans, framtaksemi og ósérhlífni á marg- breyttum sviðum félagsmála. Hygg ég þó að ræktun lýðs og lands sé honum mesta áhugaefnið, og þó fyrst og fremst mannræktin. í því sambandi vil ég minna á, hann var upphafsmaður að stofn- un blaðsins Faxa, oftast formaður í blaðstjórninni, og lengst af rit- stjóri blaðsins. En þótt Hallgrím- ur hafi ákveðnar skoðanir í stjórn- málum hefur honum tekizt að 12 HSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.