Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 17
Una Pétursdóttir og Guðmundur K. Jónatansson. Mynd þessi átti að fylgja minningargrein urn Guðmund, er birtist i 5. tölublaði fslendingaþátta, föstudaginn 16. ágúst 1968. Lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökum, sem urðu í því sair.bandi. f staðinn fyrir „Þjóðræknishöf“ komi „Þjóðræknishvöt“, nafn á kvæði sem Guðmundur orti I Kanada. Guðjón Bj. Guðmundsson. sig í harðri lífsbaráttu, frá unga úldri. En gegnvart börnum og ung- iingum var ekki hægt áð greina Þetta. í viðtali við þau var hann liúfur og hlíður. Og þannig minn- izt ég hans frá bernsku minni og ®sku. í augum Sigurðar var lífs- för.unautur hans hinn góði engill, sem treysta mátti í blíðu og stríðu. Og þessu trausti brást hin sterk- öyggða vel gerða kona hans aldrei, ú hverju sem gekk. Þegar Sesselja og Sigurður örugðu búi sínu í Einholtum (en jörðin var leigð nýjum ábúanda, Eggerti Magnússyni), Þá fluttust þau í húsmennsku, fyrst að Skíðholtum í Hraun- Þreppi og þaðan að Stóra- Kálfalæk og voru eitt ár á hvor- Um bæ. En árið 1914 endurreistu þau eyðibýlið Gerðhús í Stóra- Kálfalækjarlandi og bjuggu þar við lítil efni til vorsins 1923. Það vor fluttust þau með þremur elztu sonum sínum að Skíðsholtum, en Þeir hófu þar þá búskap og stóð Sesselja móðir þeirra fyrir búinu. Sigurður var þá orðinn slitinn að kröftum og heilsuveill. Þessi tápmikli fjörmaður sem framan af ®vi var hverjum manni léttari á f®ti og hafði boðið baslinu birg- inn en aldrei látið það smækka sig, nú þótti honum gott að setjast að f skjóli sona sinna. Nokkrum árum síðar giftust tveir bræðranna og fluttust þá frá Skíðsholtum, en Sesselja og Sig- tirður voru þar áfram hjá Jóni, elzta syni sínum og þar dó Sig- urður árið 1940 eins og að fram- an segir. Jón bjó stóru fjárbúi í Skiðsholtum til ársins 1944 og ann- aðist Sesselja húsmóðurstörf á heimilinu allan tímann. Ég kom að Skíðsholtum á méðan gömlu hjón- in voru bæði lifandi og þangað var gaman að koma. Bæði voru þau fróð um liðna tíð og sögðu vel frá. Nú var áhyggjum hinnar hörðu hfsbaráttu loks létt. af Sigurði og hann naut þess, þrátt fyrir lélega heilsu. Seselju þótti líka ánægju- legt að standa fyrir búi sonarins, sem lét hana ráða öllir innan húss og sá um að engar nauðsynjar Vantaði. Tryggð þessara gömlu hjóna var órjúfanleg. Og hún náði ekki aðeins til vina þeirra og kunningja á líf3leiðinni, heldur líka til afkomenda þeirra. Þetta var kjarnafólk, sem vildi ekki vamm sitt vita í neinu, og þess vegna stóð það af sér, alla erfið- leika. Þegar Jón Sigurðsson hætti bú- skap í Skíðsholtum árið 1944 þá fluttist Sesselja að Miklholti í sama hreppi til næstelzta sonar síns Davíðs og konu háns Ingu Eiríksdóttur og dvaldist þar til daúðadags, en hún andaðist 1. apríl 1958 og var jarðsett í Akra kirkjugarði við hlið manns síns þann 12. sama mánaðar. Á meðan Sesselja dvaldi í Mikl- holti, þá kom ég þar oft síðustu árin og átti þá viðræður við hana. Hún var alltaf glöð og ánægð og naut þess að fá að dvelja á þessu heimili, þegar líkamskraftarnir voru teknir að þver'ra. Hún hafði af því sérstaka ánægju, að fá að fylgjast með uppvexti og þroska tveggja sonarbarna sinna. Svo þeg ar lítil stúlka, sem tilheyrði þriðja ættliðnum kom á heimilið og ólst þar upp, þá varð hún eftirlæti gömlu konunnar. Oft minntist Sesselja á árin, sem hún bjó í Einholtum, en þar hafði hún verið sín mestu manndómsár, alið stóran barnahóp og komið þeim til þroska, oft við mjög erf- iðar ástæður og kröpp lífskjör, sérstaklega síðustu árin, eftir að Sigurður maður hennar varð heilsu veill. Þessi kona taldi sig hafa notið mikillar hemingju á langri lífsleið. Engir erfiðleikar höfðu beygt hana. Hún hafði boðið þeim birginn og yfirstigið á einhvern hátt. Við enda lok göngunnar stóð hún keik og óbuguð. Sátt við guð og menn, til- búin að kveðja ástvini og samferða fólk, áður en stigið væri yfir þröskuldinn milli þessa og næsta tilverustigs. í þessum anda talaði hún við mig síðast þegar fundum okkar bar saman í Miklholti. Svo lengi sem þjóðin elur og fóstrar upp slíkar kjarnakonur, sem Sesselju Daviðsdóttur, þá er kynstofni okk- ai borgið, því skal minning henn- ar heiðruð. Jóhann E. Kúld. fSLENDINGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.