Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 10
Valgeir Árnason - Valgeir Stefánsson i. Gáta lífs og dauða mun vist flest um torráðin. Margir hafa spreytt sig á að leysa hana, en mér vitan- lega hefur engum tekizt það til fullnustu. Frammi fyrir dómi og kalli dauðans standa a.m.k. allir jafnir. Sjaldan háfa þau sannindi birzt skýrar en á þessu heiða sumri norðanlands Fráfall tveggja góðra vina, annars ungs manns og hins öldungs, Valgeirs Stefánsson- ar og Valgeirs Árnasonar, hefur minnt á hið fornkveðna, að eng- inn ræður sínum næturstað. Valgeir Arnason í Auðbrekku var aldraður rnaður og farinn að líkamshreysti. Hann hafði lokið ævistarfi sínu og gat glaðzt yfir því að fá að njóta hvíldar. En Val- geir Stefánsson var á þeini aldri, sem allir vildu vera, tvítugur mað- ur, stæltur á líkama og sterkur til sálar, óvenju hugþekkur og drengi legur piltur, sem tengdar voru við miklar vonir. Þessir tveir menn, nafnar og nánir frændur, áttu allt j)að sameiginlegt, sem góðir menn eiga, runnir af sömu rót, fæddir á sama stað og tengdir ástvina- böndum slíkum sem nánust verða. En þó finnst okkur jarðarbörnum sem nokkurrar skýringar sé vant, þegar þessir tveir vinir okkar fá skapadóm sinn nær samstundis. Þrátt fyrir allt það, sem þá tengdi, var þó aldursmunurinn, kynslóða- bilið, nokkuð, sem fjarlægði þá í tíma. Annar hafði runnið langt æviskeið á enda, hinn var við upp- ■haf ævibrautar. n. Valgeir Ámason var fæddur í Auðbrekku 10. des. 1884, sonur Árna, bónda í Auðbrekku, Jóna- tansso'nar og konu hans, Guðrún- ar Jónsdóttur, hreppstjóra í Auð- brekku, Snorrasonar frá Böggvis- stöðum. Valgeir 61 ailan aldur sinn í Auðbrekku í bókstaflegum skilningi þess orðs. Þar óx hann úr grasi í fjölmennum systkina- hópi, vann foreldrum sínum á yngri árum, tók við búsforráðum síðar og bjó þar búi sínu, þar til synir hans settust að búi fyrir all- mörgum árum. Valgeir lézt að heimili sínu í Auðbrekku 9. ágúst s.l., og var jarðsunginn frá Möðru- vallakirkju að viðstöddu fjölmenni Kona Valgeirs eftirlifandi er Anna Einarsdóttir frá Borgarfirði eystra, framtakssöm dugnaðarkona, sem á efri árum sínum verður að þola heilsubrest og sáran ástvinamissi. Hjónaband þeirra hafði staðið fulla hálfa öld, þegar Valgeir féll frá Synir þeirra hjóna eru fjórir: 1. Stefán, f. 20.11. 1918, alþingis- maður og bóndi í Auðbrekku, kv. Fjólu Guðmundsdóttur. 2. Þor- steinn, f. 25.3. 1921, starfsmaður hjá verzluninni Hagkaup í Reykja- vík. 3. Þórir, f. 20.6. 1922, kv Höllu Halldórsdóttur, bóndi í Auð- brekku. 4. Guðmundur, f. 11.11. 1923, kv. Jónu Pedersen, nú starf- andi í Reykjavík. Fimmti sonur Valgeirs, fæddur fyrir hjónaband, er Ilermann, bóndi í Lönguhlíð, f. 16.10. 1912. Kvæntur er Her- mann Valgeirsson Þuríði Péturs- dóttur búfræðings og bónda á Gautlöndum, Jónssonar frá Reykja hlíð, Péturssonar. Er Þuríður því dótturdóttir Péturs ráðherra Jóns- sonar. Valgeir Árnason var kurteis og ur og dagfarsprúður og söttist ekki eftir metorðum eða mannvirðing- um svonefndum. í eðli sínu var hann meira hneigður til andlegra starfa en búsumstangs. Hann mun hafa þráð að ganga menntaveg, sem kallað er, þegar hann var ungur, en aðstæður hömluðu því. Varð þess þó ekki vart, að hann harmaði hlutskipti sitt í llfinu, nema síður væri. Valgeir Árnason var húmoristi, annað orð lýsir hon um ekki betur, og slíkum mönn- um er efcki andlega hætt, þótt eitthvað fari á annan veg en óskir standa til. Vel er hann hagmælt- ur sem frændur hans fleiri (Bald- vin skáldi var föðurbróðir hans), en hafði ekki hátt um þessa gáfu sína. — Valgeir Árnason skilur eftir sig hlýja minningu hjá þeim, sem honurn kynntust. III. Valgeir Stefánsson var fæddur í Auðbrekku 10. júní 1948, sonur hjónanna Stefáns alþm. Valgeirs- sonar og Fjólu Guðmundsdóttur frá Böðmóðsstöðum í Laugardal. Var hann elztur 6 barna peirra hjóna. Hann ólst upp hjá foreldr- um sínum ýmist í Keflavík, þar sem faðir hans starfaði um skeið, eða í Auðbrekku, sem kalla mætti ættarjörð nú orðið, þvi að þar- vex nú upp fjórði ættliður mann fram af manni frá Jóni hreppstjóra Snorrasyni, sem í Auðbrekku bjó fyrir u.þ.b. 100 árum. Valgeir yngri stundaði nám i GagnfræðaSkóla Akureyrar og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1966. Hann hafði ákveðið ævistarf sitt og bjó sig undir það af stakri kostgæfni. Ætlun hans var að ger- ast atvinnuflugmaður, og hafði fcann, er hann féll frá, lokið bók- legu námi og blindflugsprófi, en átti eftir að ávinna sér tilskilda flugtíma, til þess að öðlast atvinnu flugmannsréttindi. Naut Valgeir mikils álits sem flugmannsefni, enda gæddur þeim kostum, sem prýða mega mann í svo ábyrgðar- mikilli og vandasamri stöðu, mjög reglusamur í líferni, m.a. alger bindindismaður á vín og tóbak, að gætinn og greindur, einstakt prúð menni og laginn í meðferð hvers kyns véla og tækja. Kom það m.a. fram í leikni hans í stjórn vinnu- véla, sem greinilegast birtist í því, að hann hlaut verðlaun fyrir starfs íþróttir á landsmótum ungmenna félaganna. Hann var einnig á fleiri sviðum vel íþróttum búinn, eink- um góður glímumaður og tók þátt í kappglimum heima i héraði og víðar. Eftirlifandi eiginkona Valgeirs Stefánssonar er Sólrún Hafsteins- dóttir frá Reykjum í Fnjóskadal. Þau eignuðust eina dóttur, Gunn- hildi Fjólu, sem aðeins er fárra mánaða gömul. Af fréttum útvarps og blaða þekkir almenningur tildrög hins skyndilega fráfaMs Valgeirs Stef- 10 iSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.