Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 20
væri ríkur þáttur í lífi Jóns, þá var líka annar þátur þar sterkur. Hann var mjög vel virkur aðili í félagsmálum, hafði á þeim fastmót aðar skoðanir, var prýðilega máli farinn, og gerði grein fyrir skoðun- um sínum skýrt og undandráttar- laust. Hann varði þær af glögg- skyggni og festu, óhræddur við að standa einn, þótt svo bæri undir að við ofurefli virtist að etja. Hann var skapstór, oft ósveigjanlegur eins og járnkarl, ef hann hafði mál að sækja, sem honum var hugleikið. Slíkir menn skilja eftir sig spor í félagsmálabaráttunni á hverjum stað, sem nýliðum er hollt að muna og rekja Jafnan er þörf slikra manna, þeirra sem vita hvað þeir vilja, manna sem ekki vilja láta sitja við orðinn hlut, held ur leita úrræða, koma að nýjum hugmyndum, afla framfarastefn- um fylgis, og verja þær síðan. Eiga samherjar Jóns G. Pálssonar' og vinir hér í sveit honum mikið að þakka í þessu efni. Hann var einn af aðalfrumherjum Framsókn arflokksins í sinni byggð, og fylgd- ist af áhuga með gengi þeirra stefnu til hins síðasta. Jón G. Pálsson stofnaði heimili með honu sinni Ágústu Guðmunds dóttur fyrir 34 árum. Það er fríð kona, og með afbrigðum ljúf og kurteis. Mjótt á litið gat svo virtst, a’ð þau væru harla ólík, hann stór í gerð með nokkurri fyrirferð, hún með svip blómsins. Heimili þeirra bar hins vegar vitni þess, að um fullkomna samstillingu var að ræða, þar ríkti ást. eindrægni og gagnkvæm virðing. Undir harðri brynju leynist oft viðkvæmt hjarta og vissu allir að Jón var barngóð- ur. Þau hjón eignuðust einn son, Guðmund Pál, gjaldkera hjá Aðal- verktökum, mjög vel gefinn og vin- sælan mann. Annan efnissón átti Jón áður en hann giftist, Reyni, yfirvélstjóra á millilandaskipi. Fyrir 5 árum veiktist Jón G. Páls son, þessi hrausti og djarfi maður, hastarlega og fyrirvaralaust, missti máttinn, og málið að mestu leyti, varð barn að nýju, — upp frá því var hann ekki svipur hjá sjón í augum þeirra, sem vildu einung- is muna hann sterkan og djarfan. Þá hjúkruðu honum mjúkar hend- ur eiginkonunnar, og óvenjulega sívökul umhyggja sonarins, því Jón dvaldi alltaf heima en fór ekki í sjúkrahús. Auðlegð þeirra mæðgina af manngæsku, tryggð, og skilningi á mannlegum van- mætti, þegar lífsstrengur er höggv- inn,' svo að hann er nær því að bresta, ber þeim nú fagurt vitni, og bæði munu þau nú þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri og frest tii að hjúkra hinu stóra barni svo lengi sem raun varð á. Nú er æviför Jóns G. Pálssonar lokið. Sviptingar gerast jafnt og þétt milli hvarflandi vinda og hins fasta bergs, þar sem undir er kvika landsins, en foksufellin standa af sér veðrin og halda við svip þess. Valtýr Guðjónsson. MINNING Sigrún Sigurðardóttir frá Torfufelli Við blik blárra fjalla við bros grænna stalla, sem blasa við bænum i byggð langt frá sænum er fegurð og friður og fagnandi niður — lækjarins Ijúfa, þar ljósálfar búa. Og lækirnir glaðværir haldast í hendur er hoppa þeir niður af fjallanna brún. Og vor er í lofti. „Hvert ætlið þið allir?“ „Við eigi það vitum, en grundir og tún með sóleyjum bíða á bölunum þarna, og brosandi svörum við atlotum barna, 20 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.