Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 8
MINNING JÚN EIRÍKSSON í Djúpadal Það hefur dregizt lengur úr 'hömlu en ætlað var í upphafi að ég hripaði á blað nokkur orð um frænda minn og vin, Jón í Djúpa- dal, sjötugan. Veit ég raunar að fúslega mun Jón fyrirgefa mér þann trassaskap og bezt mundi hann efalaust una því, að ég léti hans ógetið með öllu á þessum ævimótum. Jón fæddist í Djúpadal í Blöndu hlíð 1. maí 1898. Voru foreldrar hans Eiríkur Jónsson, bóndi og trésmiður í Djúpadal og Sigríður Hannesdóttir, góð hjón, gáfuð og glæsileg. Djúpidalur hefur um alda bil verið ættarsetur þeirra Djúp- dælinga. Þar hefur Jón átt heima aldur sinn allan, enda naumast annars staðar getað að fullu fest rætur. Laust fyrir 1920 hvarf Jón til náms að Hvanneyri í Borgarfirði og lauk þar búfræðiprófi. Annarar skólagöngu mun hann ekki hafa notið, þegar frá er skilin barna- fræðsla þeirra tíma, sem nú mun ekki þykja þung í vigtina. En Jón er einn þeirra manna, sem mennt- ast hafa af sjálfum sér, ef svo má að orði k-omast. Hann hefur jafn- an lesið allt, sem hönd hefur á fest. Hann er fluggreindur og hef- u-r stálslegið minni. Hann er næm- ur á og opinn fyrir straumum og nýjungum samtíðarinnar, glöggur á að greina kjarna frá hismi og fljótur til fylgis við þær hræring- ar, sem hann telur horfa til heilla. Slíkir menn eru alltaf að læra og þeir læra vel. Eiríkur í Djúpadal var eftirsótt- ur listasmiður. Hann dvaldi því löngum stundum við iðn sína utan heimilis. Féll það því snemma í hlut Jóns að vinna búinu allt er hann mátti, þótt höfuðforsjá þess væri fremur í höndum Valdemars föðurbróður hans, meðan hans naut við. Smátt og smátt tók Jón svo við búsforráðum i Djúpadal að fullu. Hann kvæntist Nönnu Þor- bergsdóttur, fræntíkonu sinni, en missti hana eftir skamma sambúð. Eignuðust þau eina dóttur, Sigríði, se-m gift er Rögnvaldi Gíslasyni frá Eyhildarholti. Djúpidalur er, frá náttúrunnar hendi, mikil jörð og fögur. Bær- inn stendur hátt í mynni samnefnds dals og sér þaðan vítt yfir Skagafjarðarhérað. Glóðafeyk- ir stendur vörð um bæinn á aðra hlið en Akrafjall á hina. Að baki eingöngu, lifa í henni og hrærast. Að heyra Friðrik segja frá og leika hendingar úr hljómverkum, ásamt skýringum hans, var viðburður, þá var unaðslegt að vera hlustandi og njóta hljóms og skýringa. Þá virtist mér stundum sem hann og músikin væru eitt. Kynni okkar Friðriks hófust fyrst fyrir alvöru, þegar hann tók að sér bókhald Fiskiðjunnar sf. fyrir um 20 árum. Allt bókhald Iék í höndum hans, hann hafði mjög góða yfirsýn yfir rekstur fyr- Irtækja, var vandvirkur, skrifaði fallega rithönd og snilldarfrágang Br var á öllu, sem hann gerði í viðkynningu var Friðrik alveg sérstakt prúðmenni, dulur, alvar- 8 legur og rólegur. í viðræðum var hann góðlátlega kíminn, sagði mjög vel frá og var næmur á bros- legu atriðin. Öll illkvittni og klúrt tal var honum sem lokuð bók. Hann var hugsandi, þroskaður og tilfinningaríkur, dáði fegurð í formi og hljómi. Viðkynning við Friðrik hafði sefandi og þroskandi áhrif, og hann var þannig maður, sem mann 1-angar alltaf til að hitta aftur. Ég þakka Friðrik margar á- nægjulega-r stundir og ég votta að standendum m-ína innilegustu sam úð, vegna hins skyndilega fráfaUs hans. Huxley Ólafsson. er dalurinn og hið tignarlega Tungufjall. Við túnfótinn syngur * Dalsáin sitt eilífa lag, ýmist milt og róandi eða með tröllslegum gný, eftir því hverni-g á henni ligg- ur. Þannig er umhverfi Djúpadals í senn svipmikið og fagurt og er raunar engin furða þótt Jón hafi unað þar ævinni betur en vel. En Djúpidalur er þó, öðrum þræði, óhæg jörð. Þaðan er miklum mun lengra á þjóðveg en almennt ger- ist, þótt ekki virðist það torvelda svo mjög gestakomur þangað, þvi þar er oft mannkvæmt, enda Jón maður gestrisinn með afbrigðum og góður heim að sækja. Sést hann ekki glaðari en þegar ekki verður þverfótað innan dyra í Djúpadal fyrir gestum. Fénaðar- ferð er mikil í Dal og fjárgæzla löngum erfið, eins og títt er um þær jarðir, sem mikið land eiga til fjalls. Hefur þá komið sér vel, að Jón er léttur á fæti og bratt- gengur. Og enn, sjötug-ur að aldri lætur hann sér ekki bregða við að feta þær klettaskeiðar og klífa þau hamraflug á Dalnum, sem ýmsum yngri mundi ekki þykja fýsilegt að eiga' fang við Jón hefur jafnan verið mikill áhugamaður um ræktun, end-a sér það á í Dal. Lengi var þó óhægt um vik að færa út túnið því rækt- unarlandið var að mestu ótræðis- flóar, sem erfitt var að þunrka. En er skurðgröfurnar komu til sögunnar var Jón fljótur að not- færa sér þær og hefur nú. breytt þeim fúamýrum, sem áður máttu ófærar kalla hverri skepnu í ið- græna töðuvelli. Er dagsverk Jóns orðið mikið á þessu gamla ættar- setri og m-unu lengi sjást merki bandaverka hans þar. fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.