Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 21
sem kijúpa á bökkunum, brosandi teyga bergvatnið lircina og uppgötva síðan a® spegilmynd íagra þau eiga.“ jjSvo myndum við silíurstraum, samcinumst flaumnum, og síðan við berumst mcð straumnum.“ Og elfan hún niðar, til yndis og friðar, í úthafið rennur og útþráin brennur > ungri og vaknandi sál. En engin fást svör, hvert hcitið er för. Við aðeins í draumi skynjum hið guðlega mál. Og æskurjóðum vöngum indæll blær s>n atlot veitti í dýrðarríki vænu. Og undir Felli friðsæll reis þinn bær, úr feldi jarðar byggður, torfi grænu. > bú eltir ekki flauminn, festir rót í fögru dalaskjóli æví langa. Sem björk þú undir sæl við ástarhót, en áttir lika vinnudaga stranga. bið hélduð tryggð við byggðir, hann og þú, sem hafðirðu til fylgdar þinnar valið. Til fyrirmyndar ykkar fagra bú í firðinum var æ til sóma talið. Og barnalán, sem lífsins fögnuð lér var lífsins yndi, sjóður dýrrar gleði. En styrkur lífsins streymdi um allt frá þér, þú stórlát varst í öllu, hlý f geði. En þeim sem mikið gefst er missir sár, er makinn borinn er að hinzta beði. Þá gaf þér styrkinn Drottinn himna hár, þó höggvið væri skarð í þína gleði. Er sjónin þvarr þér sólarljósið brást, þér sýndist vera fokið í jarðarskjólin. Þá bar hún þig á höndum barnanna ást, 1 og brátt þau komu aftur hlýju jólin. , Inn milli fjalla Eyjafjarðar var uppliaf jarðvistar dreymandi meyjar, sem skyggnum augum í skjóli fjalla, sá skærustu silfurlæki falla. Nú opnast hefur það sjónarsvið er sástu í æsku. En löng var bið, unz hjúpnum, sem huldi sjón var svipt og sál þinni' í hæðir á vængjum lyft. j Við lifum í trú, sem að fjöllin flytur, og finnum sem elding til okkar berast vissuna’ um líf, sem til þroskans liggur, líf þeirrar vizku, er sálin þiggur. Iljúp þinn eignast hin eyfirska mold, en aðeins þann hluta, sem nefnist hold. Af þeirri jörð muntu aftur upp rísa. En elskuleg minning þín niðjunum lýsa. Stcfán Ágúst Kristjánsson. BJÖRN SIGURÐSSON KIRKJUFERJUHJÁLEIGU, ÖLFUSI Mánudagimin 26. ágúst var til ^oldar borinn aö Kotströnd í Ölf- UsL Bjöm SigurSsson, bóndi frá Kinkjuferjuhjáleigu Hann lézt 19. ^gúst, tæpra 77 ára að aldri. Mig langar með nokkrum orð- að þakka þessum föðurbróður ^iínum, Bjössa frænda, eins og hann var nefndur í daglegu tali af ^iínu fólki, áratuga einstaka við- ^ynningu við fjölskyldur okkar, seim geyma minningu hans með Þakklátuim huga. Björn var fæddur að Krögg- olfsstöðum 22. ágúst 1891, sonur hjónanna Ingigerðar Björnsdóttur °g Sigurðar Þorbjörnssonar er Voru á eins og á stóð í hús- ^nonnsku þar. Þau höfðu orðið ÍSLENDINGAÞÆTTIR fyrir því óláni að missa bústofn sinn úr miltisbrandi árið áður að Gljúfurholti. Á fynsta ári flyzt hann með foreldrum sínum að Strýtu, síðan eftir tvö ár að Stöðl- um í Arnarbælishverfi, þá að Holti, en þar eru þau í tíu ár, síðan að Netlhömrum og loks að Króki 1908. Heimilið átti við mikla fátækt að búa þessi árin, enda ekki auðvelt að koma upp stórum barnahópi á þessum kotum þótt elju og vinnu- semi foreldranna vantaði ekki. Bjöm var elztur 11 barna, þar af komust 9 til fullorðims ára. Af þeirn eru nú 5 á lífi, en ekki er liðinn nerna mánuðuT frá því að systir þeirra var lögð til hinztu hvíldar norður í Húnavatnssýslu. Að lokinni fermingu mátti hann fara að vinna fyrir séir út í frá og fór þá að Þoriákshöfn til Jóns Ámasonar, dannebrogsmanns og er hjá honum haust og vor næstu árin við smalamennsku o.fl., en síðan í 8 ár vinnumaður hjá Grími syni Jóns, eða fram til 1922. 28. október 1928 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Valgerði Sigurhergsdóttur, ættaðri austan út Meðahandi. Þau hófu búskap í Borgarkoti og bjuggu þar í tvö ár, en flytjast þá að Nýjabæ í Arnar- bælishverfi. Ekki varð þeim hjón- um barna auðið, en Valgerður hafði áður eignazt son, Sigurð Guð jónsson, er Björn tók í sonar stað Framhald á bls. 23. 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.