Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 5
MINNING Kristjma Mjaltalín \ Brokey ar góðar, risnar fyrir löngu. Og ®ú hefur einn sonur hans Sveinn, stofniað nýbýli úr landi jarðar- tanar og hafið stórfellda ræktun °H byggingar. Já dagsverk þeirra Gaularhjóna ®r mikið. Alls urðu börn þeirra hjóna 14. Þar af eru 12 á lífi, tvö dóu ung. Þessum stóra hóp mann- vænlegra barna hafa þau komið npp til manns og öll skipa börn in sinn sess með prýði. Börn þeirra hjóna, sem upp kom nst eru þessir Jón vélstj. Akranesi, kvæntur Sig vúnu Níelsdóttur. Pétur bifvélav. Akran., kvæntur Sigrúnu Classen, Jóhannes bóndi Furubrekku, kvæntur Ásgerði Halldórsdóttur. Kjartan stýrimaður, Akranesi kvæntur Hrefnu Björnsdóttur, Vil hjálmur vélstj., Akranesi, kvænt- Ur Halldóru Lárusdóttur, Sveinn hóndi Stekkjarvöllum, kvæntur Bagnheiði Þorsteinsdóttur. Gunnar bóndi Borgarholti kvæntur Ingi- hjörgu Ágústsdóttur. Ólína húsfr. Eiðshúsum, gift Erlingi Jóhannes s.vni. Guðmundur, heima ókvæntur Sigurjón bifvélav. Hellu, kvæntur Önnu Bjarnadóttur. Soffía húsfr. Hofstöðum, gift Kjartani Eggerts ivni. Vilborg heitbundin Finnboga hórarinssyni, Blönduósi. Það skal tekið fram að þeir Pétur og Sigurjón ólust upp hjá öðrum að mestu leyti. Pétur hjá Horsteini Þórðarsyni bónda á Stakk hamri og Guðrúnu konu hans, en Sigurjón hjá ömmu sinni Vilborgu Kjartansdóttur, Glaumbæ. Á veraldlegan mælikvarða var öuðjón á Gaul aldrei talinn ríkur. — En hann var ríkur af mann- dómi, æðruleysi, þrautseigju og trú á lífið. Hann var góður þegn síns lands og nágranni sinna sveit- ^nga. Lagði hverju góðu máli lið ®ftir megni og var traustur vinur ^ raun. Það var því gott að vera samferðamaður Guðjóns. Glaðværð hans fordómaleysi og óbifanleg ^rú að allt ynnist með guðs hjálp, gerir bjart yfir minningu þessa íslenzka bónda og sjómanns, sem aldrei' hvarflaði að, að bregðast Því, sem hann hafði verið trúað fyrir. Útför Guðjóns fór fram frá Stað arstaðkirkju 15. ágúst, að við- stöödu miklu fjölmenni. Þórður Gíslason, Ölkeldu II. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Kristjana Hjaltalín fæddist að Gunnarsstöðum í Dalasýslu 10. sept. 1874. Foreldrar voru Guð- björg Hákonardóttir og Kristján Guðbrandsson, búandi hjón þar á bæ. Ætt sína rakti Kristjana til Björns Jórsalafara., Hún giftist Vig fúsi Jónssyni Hjaltalín í Brokejs 30. júní 1894, og tóku þá við búi þar af móður hans, sem þá var ekkja. Undirritaður hefði viljað minn- ast frú Kristjönu nokkrum orðum. Ber þar einkum tvennt til. Við vor um næstu nágrannar í nærfellt sjötíu og fimm ár og ég er sá eini, sem nú er ofan moldar af þeim, sem viðstadur var, við undirbún- ing giftingarveizlu þeirra hjóna. En það er önnur saga. Húsfreyjur nip á dogum, með öll hjálpartæki til vinnu þæginda, munu vart gera sér grein fyrir hvað var að stjórna stórum heim- ilum við þá frumstæðu, sem pá varð að búa við. Fatnaður allur, frá toppi tii tá- ar, frá nærklæðnaði til hlífðar- fata var unninn á heimilun- um. Skór voru úr svo óvaranlegu efni að þeir þurftu oft daglegar endurbætur. Matargerð var heim- ilisvinna, allt frá því skepnunni var slátrað, kýrin eða ærin mjólk- uð, fiskurinn dreginn á land o.s. frv. Matseld öll fór fram í hlóða- eldhúsum. Hér í eyjum var víða fjölmennt á heimilum. Auk skylduliðs og hjúa var oft talsvert af húsfólki, sem var með ýmsar fyrirgreiðslur háð heimilunum. Þar var oft mis- jafn sauður í mörgu fé. Eyjabúskapur var um margt sér stæður, einkum þó hér um eyjar, sem straumar eru hæzti réttur ferðamennskunnar. Vonandi er að menn firtist ekki þó brugðið verði upp smámynd af starfsþörf einnar eyjar. Er þá nær- tækast i þessu sambandi að taka Brokey. í Brokey var um 20 manns í heimili og á ýmsum tímum allt að 30. Á vorin voru störfin marg- pætt. Nokkuð af fólkinu annað- ist eggja- og dúnleitir út um eyjar, en þær skipta hundruðum. Þetta fólk varð að gera út með mat til dagsins og hlynna að þeg- ar heim kom, sem gat verið á ýmsum tímum sólarhringsins eftir geðþótta sjávarfallanna. Hrognkelsaveiði var stunduð, mjög langsótt. Annað fólk var við heimastörfin, það þurfti sitt á rétt- um tímum. Að loknum túnaslætti var farið í útheyjar til heyskapar. Þá var gert út til vikunnar. Þegar heyið var flutt heim fékk fólkið auka aðhlynningu meðan unnið var að því að taka heyið upp úr flutn- ingaskipinu. Svo var aftur lagt af stað í eyjarnar. Af framanskráðu má sjá að það var ekki svo lítið, sem þessi 19 ára brúður færðist í fang með hús- móðurstöðunni á þessu stóra heim- ili. Hún hafði verið einn vetur á kvennaskóla, sem þótti menning- arauki þá. Kristjönu fórst starfið vel. Hún var ráðdeildarsöm og heimilisrækin. Var aldrei með frá hvörf eða ferðaflandur. Hún mun hafa farið þrisvar — fjórum sinn- um eöa svo til Reykjavíkur á æv- inni, átti þar þó vini og rændur eins og aðrir. Með manni sínum fór hún á Þingvöll um konungs- konuna 1907. Hann var þangað kjörinn fulltrúi sýslunnar. Það var hennar lengsta fráhvarf frá heim- ilinu. Einu sinni — tvisvar á ári fór hún til kirkju, og álíka oft í kaupstað. Ekki gaf hún sig að hreppsmálum en fylgdist nok'kuð með stjórnmálum og sótti þá kjör- uindi. Milli nágrannaeyjana var góður kunningsskapur og heim- sóknir húsfreyjanna. Eins óg hér hefur verið sagt gáf Kristjana sig alla að heimilinu. Hún ólst upp á reglu og efnaheim- ili og hélt, að því leyti sömu hátt- um. Henni var mjög umbugað um 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.