Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 23
Björn Sigurbsson Frh. af bls. 21. og reyndist alla tíð sem bezti fað- ir og Sigurður launaði svo með ást og virðingu á fóstra síniim. Ég átti því láni að fagna að dveljast sem drengur hjá afa mín- um og ömmu í mörg sumur í Arn- arbælishverfinu og meðal annarra hugljúfra minninga frá þessum ár- um eru góðar minningar tengdar Nýjabæjarheimilinu Björn var ákaflega léttur í lund og gæddur afburða skemtilegri kimnigáfu. Það var sönn unun að vera nálægur þar sem hann var, hlusta á hann segja frá einu og !öðru er á dagana hafði drifið, ell- egar frá sveitungum sínum, en hann átti auðvelt með að sjá hið spaugilega í fari margra, án þess þó að það skemmdi einn eða neinn. Þessi frásagnargáfa hans var ein- stök og honum var lagið að koma fólki í gott skap, enda laðaði hann að sér bæði unga og gamla. Bjöm hafði yndi af söng og var góður söngmaður sjálfur. Hann þótti góð Ur gestur hvar sem hann bar að garði. Hann var ávallt kvikur á fæti og hress í anda. Eitt er það sem ég vildi minnast á, en það er, hve Björn var fróð- ur um örnefni í Ölfushreppi. Ég held að varla hafi verið það kenni leiti í fjallahringnum, hóll eða kelda í sveitinni, að hann ekki þekkti nafn á. Það væri illa farið ef ekki væri búið að safna saman ör- nefnum í hreppnum, eins og alls staðar þykir sjálfsagt að gert sé, nú við lát þessa fróða manns þar um. Þegar véltæknin hóf innreið sína í sveitir þessa lands sem ann- ars staðar, kom að þvi að Hverfis- ingar voru illa staddir hvað rækt- unarmöguleika snerti. Landrými var lítið annað én blautar engjar og lítil framtíð þótti í þeim. 1949 tekur Björn sig upp og flytur sig um set í Ölfusinu eftir 19 ára veru í Nýjabæ og fer að Kirkju- ferjuhjáleigu. Nýibær þótti alveg sæmilegasta jörð fram að þeim tíma hvað grasnyt snérti, en hvað var að Birni? spurðu nágrannarn- ir. Hann var orðinn 58 ára að aldri og Kirkjuferjuhjáleiga var harð ba'lakot, illa hýst, lítið tún og eng- ar engjar fylgjandi því. En þar var þurrlent, móar og melar, sem þurfti aðeins að ýta við tíl að koma því' í gagnið. Menn komu ekki auga á hvað nýtilegt væri í þessu koti fyrr en Björn fór að láta vinna við þetta, ýta börðunum yfir Böggvisstaðamanna, og nú ný- lega endurnýjaður í enn fullkomn ara veiðiskip en áður. Þorsteinn Baldvinson dvaldi alla ævi á heimaslóðum, að ein- um vetri undaiiskildum, er hann var suður á Blikastöðum hjá Magn- usi bónda Þorláksyni. En honum þótti heima bezt. Og þar lifði hann miklar breytingar. Hann sá Dalvík- urþorp rísa, þar sem áður voru fáeinir moldarkofar, sem bændur sveitarinnar notuðu vor og haust fyrir verbúðir, en nú er mikil og vegleg mannabyggð-og fjölþætt at- hafnalif þúsund manna. Hann fékk áð lifa þá þráðu stund, að sjá bát- ana losna við brimgarðinn, en sigla inn á trygga höfn, „er teng- ir byggð við sjá“, og „trausta brú á Dalsin-sá.“ Og mikil var gleði bans yfir öllu, sem bætti hag lands °2 þjóðar. En ekki var svo um allt og þó meira af því, sem til heilla mætti horfa. Við margt hafði ÍSLENDINGAÞÆTTIR Þorsteinn fengizt síðari hluta æv- innar, og undi glaður við sinn hlut, hjálpsamur, virtur og vinsæll. En síðast dvaldist hann í skjóli dótt- ur sinnar. Þar dó hann og fylgdi honum mikill mannfjöldi til graf- ar. Um leið og ég kveð Þorstein frænda minn hinztu kveðju, vil ég þakka honum margt, sem ekki verður hér talið. En minnisstæður er hann mér ekki sízt frá þeim dögum, er við vorum að stofna Ungmennafél. Svarfdæla. Þangað kom hann til að vera með, brenn andi í andanum og eggjandi til samtaka og athafna, ræðinn á fund um og lyftandi undir marga skemmtun og framkvæmd, alltaf bjartsýnn, alltaf glaður og reifur og fullur áhuga á málefnum, sem til heilla horfðu. Og þannig reyndist hann alla sína löngu ævi. Snorrí Sigfússon. melana. Þá vildu ýmsir Hverfising anna vera í sporum hans. Þarm*. naut fjölskyldan sín, nóg verkefnl var framundan. Byggð voru á næstu árum gripahús, túnið marg faldað að stærð og íbúðarhúsið lag fært. — En nú var vinnudagurinn nær á enda hjá Birni þegar hæst stóð. í mörg ár voru tengdaforeldrar Björns á heimili þeirra hjóna og voru miklir kærleikar á milli hans og gömlu hjónanna. Einnig hefur átt þar heima í mörg ár mágkona Björns, Júlía, en hún héfur unnið heimilinu af fyllsta trúleik.'Sonar- sonur Vaigerðar, Guðjón, hefur al- izt upp hjá þeim frá unga aldri og hefur hann verið þeim ómetan- leg stoð seinni árin og kunni fóstri hans vel að meta störfin hans. Einnig hefur margt ungmennið dvalið á þessu heimili fyrr og síð- ar, lengri og skemmri tíma, þar sem það hefur átt góðar stundir. Ég vildi segja, að einstök sam- heldni hafi ríkt á heimili þessa fólks alla tíð. Björn var lánssamur þegar hann valdi sér konu að lífsförunauti. Þau hjón hafa alla tíð átt mjög vel saman og verið samhent um alla hluti að dómi þeirra sem þekkt hafa. Hún var stoð hans og stytta í þessi nær 40 ár, ,sem þau bjuggu saman, og báru þau mikla virðingu hvort fyrir öðru. Orð hefur farið af hve Nýjabæj- ar- og seinna Kirkjuferjuhjáleigu- heimilið var og er gestrisið. Alla tíð hefur þar verið mikill gesta- gangur og hefur ávallt ríkt þar hin gamla íslenzka gestrisni í rík- um mæli. Ég vil að lokum óska Birni góðr ar gerðar yfir landamærin, sem íyrr eða síðar verða á leið okkar allra, og óska öllu vina- og venzla fólki hans góðra samfunda við hann seinna meir. Eiginkonu hans systkinunv og öðrum vandamönn- um sendi ég innilegar samuðar- kveðjur. Magnús Þorbjörnsson. 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.