Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 15
fortnaffur Lestrarfélags Dalvíkur og Jengi i íullteúaráði Sparisjóðs Svarfdæla, ávo þaS helata aé tali'ð. Störf þessi, svo og önnur, rækti hann af fyilstu samvizkusemi og trúnaði. Hér hafa verið rakin höfuðatriði í starfssögu Stefáns, sem gefa þó ónákvæma lýsingu á manngildi hans, kostum og hugðarefnum. Það skiptir þó mestu máli, hvar hægt er að skipa einstaklingnum á bekk með tilliti til þeirrar heild- armyndar, sem líf hans hefur lát- ið í té. Stefán Hallgrímsson var tæp- lega meðalmaður á vöxt, fríður sýnum, bjartur yfirlitum og svip- urinn títíeinn og festulegur. Fram- koma hans mótaðist af kurteisi og háttvísi, var laus við alla fram- hleypni, en einarðleg og traust. Hann var greindur og hafði fjöl- hæfar gáfur. Hann var góður teikn ari, skrifaði listarithönd, hafði niikla leikarahæfileika og þroskað fegurðarskyn. Snyrtimennska hans og smekkvisi var ótvíræð og fas allt fágað og stillilegt. Hann var skaprikur og bráðlyndur nokkuð að eðlisfari. En ekki varð honum þó sérstaklega hált á því, honum tókst að temja lund sína svo, að ekki bar oft útaf. En kæmi það fyrir, gat hann verið býsna snú- inn og þungorður, en fljótt tókst honum að ná jafnvægi og var þá leitazt við að jafna ágreininginn í bróðerni. Stefán var mikill sæmdarmaður, heilsteyptur og heiðarlegur, rækti hvert starf með prýði og var ákaf- lega ósérhlífinn. Hann var um- hyggjusamur heimilisfaðir, hjálp- fús og leysti annarra vanda, ef tök Voru á. Félagslyndur var Stefán, skemmtilegur og glaður í sínum hópi og þótti gott með honum að vera. Ætla ég, að þeir, sem náin hynni höfðu af honum, hafi borið hlýjan hug til hans. Stefán lifði stórbrotna tíma, þar sem miklar framfarir og bætt lífs- kjör hafa sett svip á þjóðlífið. ^essu fagnaði hann auðvitað heils hugar. En hann gleymdi ekki bar- áttu og fátækt fólksins, þegar hann var að alast upp og var minn ugur á ýmsar dyggðir, sem fölva hefur slegið á í velgengni síðustu áratuga. Fyrir því lét hann ó- gjarnan blekkjast af ytri gyllingu, heldur athugaði hlutina af gaum- gæfni og braut til mergjar. Eftir það myndaði hann sér skoðun um hvaðeina, sem ekki var svo auð- velt að hagga. Ekki var hann gjarn á að ota sinni skoðun fram af fyrra bragði. En fyndlst honum þörf að verja hana, gerði hanti það hiklaust og skorinort. Varð honum ekki um megn að standa fyrir máli sinu, því að hugsunin var skýr og orðræðan góð. Gætti þessa greinilega, þá sjaldan hann tók þátt í umræðum á opinberum vettvangi. Að sjálfsögðu átti Stefán mörg hugðarefni og áhugamál um dag- ana. Hér verður þó aðeins getið tveggja, er alla tíð áttu sterk og órjúfanleg ítök í honum. Er þar um að ræða ungmennafélagsskap- inn og samvinnustefnuna. Ungur að árum gekk hann í Ungmennafélag Svarfdæla og varð þar síðar einn merkasti og áhrifa- ríkasti félagi. Hann var lengi í stjórn þess og formaður um skeið. Þá var hann mörg ár einn aðal- leikari félagsins og naut ávallt hylii og vinsælda fyrir leik sinn og voru hlutverkin þó ærið sund- urleit. Um árabil hafði hann um- sjón á trjáreit félagsins og lagði þar frarn mikla vinnu og fyrirhöfn. Hvatamaður var hann ásamt ýms- um öðrum að byggingu Sundskáia Svarfdæla og sat í stjórn hans fyrstu árin. Má fullyrða, að Stef- án lagði hverju nytjamáli lið, sem var á vegum Ungmennafélags Svarfdæla. Og eftir að hann dró sig í hlé, átti félagið tíauk í horni, þar sem hann var. Enda taldi hann ungmennafélagsskapinn nú sem fyrr hollan og þroskavænlegan fyr ir æsku landsins. Því brá hann aldrei trúnaði við félagsskapinn og var heill og sannur ungmennafé- lagi til hinzta dags. Hann var heiðursfélagi Ung- mennafélags Svarfdæia og var það j sannarlega varðskuldeö'. Eins og áður er getið, réðist j Stefán tú. útibús Kaupfélags Ey- i firðinga á Dalvik árið 1924. Mun j hann hafa talið það gæfuspor, er j hann brá á það ráð að helga sam- ' vinnustofnun starfskrafta sína. Hann sparaði sig þá heldur ekki, en lagði oft nótt við dag, ef ein- hverju þurfti að þoka áfram, og hirti þá lítt um, þó að þoli hans væri nærri gengið Nauðsynin sat ■ fyrir og ekki hugsað um „að al- heimta daglaun að kveldi“. Stefán var hirðusamur og ná- kvæmur í starfi. Hann þoldi illa ringulreið og stefnuleysi í vinnu- brögðum. Sumum þótti hann of fastheldinn á gamlar venjur. En það var í samræmi við lífsskoðun hans, að drýgst væri að fara að öllu með gát og varúð. En kæmi í ljós við nána athugun, að á ferð- inni væri nýjung, sem bar af hinu eldra, þá tók hann því áreiðanlega fegins hendi. Enda annað andstætt hugarfari Stefáns og viðleitni hans tii að sjá hverju því, sem hann átti hlut að, sem bezt borgið. Sást það gerla af elju hans og auka- vinnu, er hann innti af höndum við útibúið, langt fram yfir pað, sem skyldan bauð. Stjórn Kaupfé- lags Eyfirðinga mat þetta réttilega, þax sem hún óskaði, að kaupfé- lagið fengi að sjá um útför hans í þakklætisskyni fyrir langa og frá bæra þjónustu. En þó að hugur Stefáns væri einkum bundinn við þá stofnun, sem hann vann hjá, þá beindi hann sjónum yfir miklu víðfeðm- ara samvinnusvið. Hann var þess fullviss, að máttur samtakanna gæti leyst ótrúlega margan vanda, ef rétt væri á málum haldið. Þessi skoðun hans bilaði ekki með árun- um nema siður væri. Mér er í minni síðasta samtal okkar nokkr- um dögum fyrir andlát hans. Sam- vinnumál komu á dagskrá og það leyndi sér ekki, að hugsjónaeldur- inn logaði og trúin á sigra og lang- lífi var bjargföst. Hann var sam- vinnumaður inn að hjartarótum. Nú ertu horfinn sjónum, vinur minn. Að leiðarlokum þakka ég innilega vináttu þina og órofa tryggð. Ég bið góðan guð að vaka yfir þér og ástvinum þínum. Og minningin um ljúfan og góðan dreng skal ylja mér ókomna daga. Vertu sæll. Helgi Símonarson ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.