Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 6
MINNING Benedikt Bjarni Björnsson Blöndal bóndi á Brúsastöðum Fæddur 18. marz 1887. Dáinn 8. júlí 1968. Þann 8. júlí 1968, andaðist á héra'ðshælinu á Blönduósi, Bene- dikt Bjarni Björnsson, Blöndal, bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal á áttugasta og öðru aldursári. Benedikt var fæddur á Breiða bólstað í Vatnsdal 18.3 1887 og voru foreldrar hans, búandi hjón þar, þau Björn Benediktsson Blön- dal og Gróa Guðrún Bjarnadóttir. Björn faðir Benedikts var sonur Benedikts Blöndal umboðsmanns í Hvammi 1 Vatnsdal Björnssonar, Auðunnarsonar sýslumanns í Hvammi. Gróa móðir Benedikts var dóttir Bjarna prófasts á Stað í Steingrímsf. Sigvaldasonar prests í Grímstungu, Snæbjarnarsonar pressts s.st. Halldórsson^r biskups á Hólum Brynjólfssonar. Ættir þessar eru landskunnar og verða því ekki rafctar frekar hér. Fárra mánaða gamall missti Benedikt föður sinn, — hann fórst með voveiflegum hætti í Hvalfirði síðla sumars 1887. Næsta vor, 1888 að efnahagurinn færi efcfci úrhend- is, enda færði hún ekki svo lít- inn mund í búið. Auk innanstokks verkahringsins leit hún oft til úti verkanna, þegar bóndinn var við leitir og heyskap í úteyjum. Uppeldi barnanna var hennar metnaðarmál og sparaði hún þar ekki til. Heimilið var rólegt og friðsamt. Gæfan virtist leika við hvem fing- ur. Og þó. Ehgin rós er án þyrna. Yngstu dótturina misstu þau hjón, þegar hún var' um tvítugsaldur. Hún var lærð í Samvinnuskóla. Börn þeirra hjóna voru átta, tveir synir og sex dætur. Þau eru ölf á lífi nema þessi eina dóttir. Eftir að bræðurnir festu ráð sitt tóku þeir við búskap. Gömlu hjón- in voru þá á heimilum þeirra til dauðadags. Vigfús dó, að mig minn á flytur svo Gróa með börn sín tvö, Benedikt og Margréti, sem var þremur árum eldri, til tengdaföð- ur síns Benedikts í Hvammi og dvelst þar með börnum sínum til vorsins 1894, en þá hafði hún fengið ábúð á jörðinni Brúsastöð- um í Vatnsdal og á Brúsastöðum átti Benedikt síðan heimili til dauðadags. Snemma kom það í Ijós að Benedikt var góðum gáf- um gæddur og komu þar greini- lega í Ijós góðir hæfileikar ættar hans, en meðfædd fötlun á sjón, hindruðu ailan lærdóm, að undan- teknu því, sem hans góða móðir kenndi honum að mestu utanbók- ar. En námslöngun Benedikts var mikil og athyglisgáfan skörp og minnið óskeikult og því varð Benedikt að mörgu leyti mjög vel sjálfmenntaður maður, þó hann yrði að þola þann dóm að ganga í myrfcri mikinn hluta ævinnar. Framan af ævinni bjó Benedikt með móður sinni á Brúsastöðum og var alla tíð mjög kært með þeim mæðginum. Það var ómetan- legur styrkur fyrir Benedikt áð ir 1952. Kristjana var við rúmið síðustu árin, þrotin að kröftum. Sjón og heyrn hélt hún þó til síðasta dags, en mál hennar skild- ist ekki. Hún naut ágætrar áð- hlynningar sóna og tengdadætra. Kristjana dó 17. febr. 1968 í Brokey. Þar hafði hún átt heimili frá 1893 og lengst af ráðið ríjkum. Þegar Kristjana dó, voru hér ísa lög og harðindi. Flugvél var feng- in til að flytja líkið á kirkjustað- inn Narfeyri, sem var hennar sókn- arkirkja. Þangað hafði hún áður gefið veglega fjárhæð til viðhalds kirkjugarðinum. Hún var jarðsett 2. marz 1968 i grafreit Brokeyinga í vondu veðri og vondri færð, og sótti þó fólk langt að jarðarförina. fá að njóta samvista við móður sína fram á fúllorðinsár, þvl eng- inn skildi hann betur en hún, einnig las hún margt fyrir hann og útskýrði margt, sem hann gat ekki séð með eigin augum. Gróa dó 1918 og skömmu síðar giftist Benedikt ágætri konu, Sveinbjörgu Jónsdóttur frá Blönduósi og kom hún eins og góður engill inn í líf Benedikts og hefir reynzt hon- um nærgætinn og ástúðlegur lífs- förunautur. Eftir lát móður sinnar hélt Benedikt áfram búskap á Brúsastöðum og bjó þar tii dauða- dags, eða samfleitt í 50 ár. Þó búið væri ekki stórt og efnin fremur lítil, komust þau hjónin vel af efnalega og fór hagur þeirra batnandi, eftir því sem árin liðu. Þau voru bæði dýravinir og fóru vel með skepnur sínar og höfðu af þeim góðar afurðir. Lengi hirti Benedikt kýr sínar sjálfur og var það aðdáanlegt hve vel hann hirti þær og fóðráði að öllu leiti. Sömuleiðis var það alveg ótrúlegt hvað hann gat gengið vel um í heystæðum, þó sjóndapur væri. Sérstakt yndi hafði Benedikt að umgangast hesta og átti hann oft góða reiðhesta, sem hann ól vel og naut þess að koma þeim á bak. Ekki var það trúlegt ó- kunnugum áð þar færi sjónlítill maður, þar sem Benedikt var á ferð, því oft fór hann hratt yfir og hafði þó gott vald á taumihaldi, því hann var mjög laginn við hesta og sat þá vel. Aldrei vissi ég til að Benedikt hlekktist neitt á á fer-ðum sínum, þótt hann sæti á fjörmiklum hestum, en þá átti Benedikt marga. Þegar litið er yfir ævi Benedikts Blöndal og tekið tillit til fötlunar hans, þá er það einkum tvennt, sem kemur fram í hugann og vek- ur sérstaka undrun og aðdáun. í fyrsta lagi kjarkurin og viljafest- an til sjálfsbjargar — og í öðru lagi, hve vel hann gat fylgzt með öllum hlutum, bæði utan heimilis fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.