Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 4
borgar Kjartansdóttur frá Hól- neðra í Staðarsveit, sejn en liíir, . öldruð þó, og býr með Kjartani syni sínum í Glaumbæ. Þau Guðjón og Una bjuggu í Arnartungu til ársins 1929, en fluttu þá að Þorgeirsfelli, síðan að SlitvindastQðum, þá að Þorgeixs- felli aftur og síðast að Gaul, þar sem þau hafa búið lengst og vegn- að bezt. Það mun oft hafa verið þröngt í búi og erfiðar heimilisástæður hjá þeim Guðjóni og Unu á fyrstu búskaparárum þeirra með sinn stóra barnahóp, ekki sízt á kreppu- árunum um og eftir 1930. Þau ár munu verða mörgu.m minnisstæð, , sem þá voru að byrja búskap og reyna að koma undir sig fótunum efnalega. Það munu ýmsir hafa 1 viljað rétta þeim hendi og vil ég sérstaklega geta eins manns, sem mér var kunnugt um, að ala tíð reyndist Guðjóni mikill vinur og velgerðamaður, en það var Jón . Sigurðsson á Krossum. Jón var vinnumaður þar alla sína starfsævi var talinn vel efnum búinn og hinn bezti drengur. Jón mun hafa greitt fyrir ýmsum, er til hans leituðu 1 erfiðleikum, pótt ii'tið bæri á því og Guðjóni ' reyndist hann jafnan ssem . faðir syni i erfiðleikum hans. i En þau Guðjón og Una * sóttu ltí/ka róðurinn fast, réru vel á bæði borð og vörðust brotsjó- , um, enda komust þau að lokum ; heil í höfn með tólf mannvænleg böm, sem nú eru uppkomin og i flest gift, en tvö misstu þau ung. ' Beimilisfaðirinn lá sannarlega ekki j á liði sínu en vann eins og kraft- , arnir leyfðu og húsmóðirin var frá - bær og hélt heimilinu alla tíð í ; röð og reglu, hreinu og hiýlegu. ; Þau voru bæði gestrisin í bezta < lagi, hjálpsöm og greiðvikin og því ; vel kynnt af nágrönnum og sveit- : ungum sínum aila tíð. Nú, þegar Guðjón hefur lokið ■ ævistarfi sínu, er býli hans orðið ■ gerbreytt og nær óþekkjaniegt frá , þvi sem það var, er hann kom þang . að. Það er nú eitt bezta býli sveit- arinnar og þó raunar tvö býli, . því einn sonur hans hefux nú í reist sér þar nýbýli. Ræktun og . byggingar eru þar með því bezta er geTist þar í sveitum. Afkomendur þeirra Guðjóng og Unu, þ.e. börn og barnabörn, telst , mér til að nú séu samtals orðin 50 talsins. Ég gat þess hér að framan, að Guðjón hafði alla ævi mikinn á- huga á sjósókn. En hann hafði einnig ánægju af skepnum og fór vel með þær. Hann varð snemma formaður á stærsta bátnum á Krossum. Sá bátur mun hafa ver- ið síðasti áttæringurinn, a.m.k. á sunnanverðu Snæfellsnesi og var kailaður „Skipið“ eða „Krossaskip- ið“ til aðgreiningar frá öðrum bát- um. Þennan bát hafði Óli bóndi Jónsson á Stakkhamri átt og róið frá Krossum, en Ásmundur hafði keypt hann eftir Óla. „Skipið“ var tvimastrað og með „spruði“ og hafði því tvö stórsegl auk fokku og kla'fis. Guðjóni þótti sérlega vænt um þennan bát, sem þótti afbragðs sjóskip og happaskip mik- ið. Ég minnist þess sérstaklega hversu gaman honum þótti að sigla „Skipinu“ í góðu leiði og man lengi fyrsta róðurinn minn, þegar siglt var í land og Guðjón var við stýrið, en mér þótti þá áreiðanlega stundum nóg um. Þegax ég les kvæðið um Stjána bláa eftir Örn Arnar, en honum hefur víst einnig þótt gaman að sigla, þá kemur mér jafnan í hug þessi sigling mín með Guðjóni. Nú eru Krossar í eyði og útræði er þar líldega búið að vera, því fátt ex nú orðið uffl bændur og vinnumenn í nágrenninu til þess að ýta á flot. Einn lítill bátur er þó enn í Krossvör og það er litla trillan hans Guðjóns, sem hann reri á, síðastur allra, einn eða með sonum sínum. Guðjón Pétursson hefur nú ýtt úr vör í hinzta sinn. Við vinir hans og kunningjar, sem erum eft ir á ströndinnf, óskum honum góðrar ferðar yfir hafið Öþekkta og vonum að hann nái enn heill til hafnar og megi rétta okkur hendi, þegar okkur ber þax að landi. Kristján Elíason. f Þann 7. f.m. lézt á sjúkrahúsi Akraness Guðjón Péturson bóndi að Gaul í Staðarsveit 74 ára að aldri. Guðjón vax fæddur 6. maí 1894 að Hróbjarnarstöðum í Kolbeins- staðahreppi. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Péturson og Ingi- björg VigfúsdóttiT frá Pétursbúð á Arnarstapa. Með foreldrum sínum fluttist hann að Faxastöðum í Breiðuvík árið 1896 og þaðan árið 1899 að Þrengslabúð við Hellna. Faðir hans dó árið 1904. Var þá Guðjón tæplega 10 ára gamall að skiljast við móður sína og fara til vandalausra. Var hann þá tekinn í fóstur að Krossum í Staðarsveit, af Ásmundi Jónssyni, bónda þar og Kristínu konu hans. Á Krossum dvaldist Guðjón til 22 ára aldurs, er hann réðist vinnu- maður til Elíasar Kristjánsonar bónda í Arnartungu og siðar á Elliða í sömu sveit. Árið 1924 hóf Guðjón búskap með heitkonu sinni Unu Jóhann- esdóttur frá Slítvindastöðum í Staðarsveit. Bjuggu þau næstu 10. árin á ýmsum jörðum í Staðarsveit, en árið 1934 fékk Guðjón ábúend- arrétt á jörðinni Gaul í Staðar- sveit og bjó þar til dauðadags. Eins og á ofanrituðu sézt, voru æsku- og uppvaxtarár Guðjóns ekki rósum stráð. — í sárri fá- tækt og umkomuleysi, sviptur fyx- irsjá og ástúð foreldra, lá nú leið hins unga sveiniS í hörðum heimi aldamótaáranna, þar sem gilti að duga eða drepast. Og Guðjón fékk sannarlega að reyna það. Hann þótti snemma af- burða verkamaður, viljugur og ó- sérhlífinn. Sterk bönd bundu hann við moldina, búskapinn, en hafið útifyxir heillaði hann jafnan, enda var Guðjón komin út af annáluð- um sjósóknurum undan jökli og má þar nefna afa hans Vigfús og langafa Sigurð, sem kenndir voru við Brandsbúð. Guðjón stundaði því sjó jöfnum höndum við land- vinnu. Var t.d. nokkrar vertíðir á skútum á peirra síðustu árum og landróðra stundaði hann alla tíð á opnum bátum og jafnan foxm., og hin síðari ár bátseigandi. Hin fyrstu búskaparár hinna ungu hjóna hér í sveit voru erfið. Þröngur efnahagur og ört fjölgaði börnunum. En það var ekki legið á liði sínu Þrotlaust var barizt og lögð nótt við dag. „Þau undu sæl við sömu þraut.“ Þegax Guðjón náði ábúðarrétti á jörðinni Gaul skipti verulega um sköp. Þar sá Guðjón fljótt mögu- leika. Túnið vax lítið, þótti gott að fá af því 50 hestburði, — bygging- ar allar frumstæðar. í dag er jörðin Gaul talin með beztu jörðum sveitarinnar. Túnið viðlent og rennislétt — Bygging- 4 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.