Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 13
halda blaðinu utan við pólitík og hlutdrægni. Heíur þar verið tek- iB jákvætt á hverju máli, sem biaðið hefur flutt. Er þar getið helztu viðburða á Suðurnesjum, manna og málefna í nútíð og næstu fortíð, í máli og myndum, en auk þess flutt ljóð og ritgerðir Suðurnesjamanna um ólík efni., Þeir, sem láta sig Suðurnes- ir nokkru varða, þurfa að lesa þetta fróðlega blað eða tímarit. Hygg ég að ekki þyki minna til þess koma, er stundir líða, sem heimildar um Suðurnes og Suð- urnesjamenn. Væri vel farið, ef við ættum blað eða tímarit, sem gerðu landinu öllu og málefnum þess eins hlutlaus og grómlaus skil, eins og þetta Suðurnesjablað i höndum Hallgríms. Hallgrímur hefur að sjálfsögðu ritað mikið í Faxa, og um fjöl- breytt efni, mest í óbundnu máli. Ritgerðir hans og frumort ljóð hafa og birzt víðar m. a. kvæði í Húnvetningaljóðum. Hallgrímur er fundarmaður í bezta lagi og vel máli farinn. Þrátt fyrir fjölbreytt og vel unn- in trúnaðarstörf á vegum nytsamra og fjölmennra félaga, hygg ég, að beztu verkin hafi hann þó unnið sem ritstjóri og kennari. Sjálfsagt er þó ritstjórn hans og ritmennska meir til frægðar en barnakennsl- an. Myndir og prentað lesmál í ijóði og óbundnu máli er augljós- ara almenningi en mál og myndir, sem festast í kyrrþei í huga barns í kennslustund Trúi ég, að þær síðarnefndu skipti einstaklinginn og þjóðfélagið meira máli í fram- tíðinni, enda öðlast hin fyrrnefndu fyrst gildi, er þær ná til manns- hugans. Það verður ekki talið ofrnælt, að afmælisbarnið hefur sýnt lofsverða viðleitni að ávaxta vöggugjöfina. sem þjóðfélagið gaf þvi og öðrum börnum 1908, og verið hamingju drjúgt í því efni. En Hallgrímur Th. Björnsson hefur líka verið hamingjumaður í eintkalífi sínu. Hann er kvæntur ágætri konu, Lóu Þorkelsdóttur irá Álftá á Mýrum. Eiga þau gott og fagurt heimili og tvo upp- komna sonu: Heiðar Þór, verkfræð- ing í Reykjavík, kvæntan Halldóru Margréti Halldórsdóttur kennara og Björn Ólaf, stúdent við há- skólanám. Þakka ég að lokum Hallgrími löng og ágæt kynni, óska honum Margrét GuðnadóttLr fyrrum húsfreyja í Hjörsey Hún var fædd þann 31. marz 1884 að Valshamri á Mýrum. For- eldrar hennar voru sæmdarhjónin Guðný Kristrún Níelsdóttir og Guðni Jónsson bóndi á Valshamri. Guðni var Mýramaður að ætt og uppruna, en Guðný Kristrún var dóttir Níelsar Eyjólfssonar bónda og smiðs á Grimsstöðum, ætt- aður af Austurlandi, og konu hans Sigríðar Sveinsdóttur prests að Staðarstað Níelssonar. Margrét Guðnadóttir var í föður- húsum til Mlorðinsára. Hún gift- ist 8 júní 1908 Guðmundi Halldóri Jónatanssyni. Foreldrar hans voru hjónin Jónatan Salómonsson þá bóndi á Valshamri og konu hans Halldóra Guðmundsdóttir bónda í Hjörsey Sigurðssonar Jónatan og Halldóra bjuggu síðan í Hjörsey og eru oftast kennd við þann stað. Margrét og Guðmundur voru fyrsta búskaparár^itt' á Valshamri, en bjuggu síðan eitt ár á Grenj- um. Vorið 1910 fluttu þau til Hjörs- eyjar .og bjuggu þar óslitið í 17 ár, eða til ársins 1927, er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavík- ur. Guðmundur stundaði þar alla algenga verkamannavinnu meðan kraftar entust, en hann andaðist þann 27. maí 1947. Börn þeirra hjóna voru tvö, Jóna Elísabet fædd 8. sept. 1909 og Jónatan fæddur 18. ágúst 1914. A unglingsaldri veiktist Jóna Elísa- bet af berklum og var síðustu ár ævi sinnar á Vífilsstöðum, en þar andaðist hún 28. júlí 1930. Jóna Elísabet var glæsileg og vel gefin stúlka og var mikill harmur kveðinn að foreldrum hennar að missa hana á bezta aldri. Eftir lát Guðmuudar var Mar- grét i skjóli Jónatans sonar síns, sem ©r verzlunarmaður í Reykja- og fjölskyldu hans allra heilla, og að hann megi enn um langt skeið ávaxta dýrmætar vöggugjafir sín- ar og áunninn þroska sér og öðr- um til hamingju og mannbóta. Bjarn'i M. Jónsson. vík, og tengdadóttur Leu Kristj- ánsdóttur. Margrét andaðist þann 7. júlí síðastliðinn 84 ára að aldri og hafði þá verið sjúklingur um tveggja ára skeið. Margrét Guðnadóttir var vel gef- in kona eins og hún átti kyn til. Hún var fyrirmyndar húsmóðir og boðin og búin til að rétta öðrum hjálparhönd. sem til hennar leit- uðu og hugsaði þá lítt um eigin hag. Minnisstæðust í því sambandi er það, hve vel hún reyndist bróð- ur sínum og hans fjölskyldu á erfiðum tímum Vorið 1930 var ég á heimili Margrétar á Smiðjustig 6 í Reykja vík um tveggja mánaða skeið. Hafði ég hjá þeim hjónum bæði fæði og húsnæði, en stundaði vinnu í fislc- verkunarhúsi og uppskipun úr fiskiskipum (togurum), þá var 10 stunda vinnudagur í Reykjavík, frá 7 að morgni til M. 7 á kvöldin, matartími og tveir kaffitímar dróg ust frá. Ekkert atvinnuleysi var þetta vor í Reykjavik og vinna þótti þá vel borguð, 20 kr. um timann eða 12 kr. á dag. Verka- menn risu þá snemma úr rekkju. Þegar vaknað var að morgni kl. rúmlega 6, var húsmóðirin á þessu heimili, Margrét Guðnadóttir glöð í bragði í eldhúsinu með heitt kaffi ÍSLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.