Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 18
MINNINC MARIA VALDIM ARSDOTTIR HALLDÓRSSTÖÐUM, BÁRÐARDAL F. 7. marz 1941. D. 3. apríl 1968 En mannslega kvaddi hún von og vor á veginum sínum stranga og fetaði þessi þyngstu spor sem þrautum er unnt að ganga og það hefur enginn okkar þær að eiga við kvöl svo langa. • María Valdemarsdóttir var jörð- uð á Lundarbrekku 10. apríl sl. að viðstöddu óvenju miklu fjölmenni. Það hefur dregizt lengur, en ég ætlaði, að minnast hennar, en það skal nú reynt, þótt nokkuð sé um- liðið. María var fædd og uppalin á Halldórsstöðum, dóttir hjónanna Kristlaugar Tryggvadóttur frá Engidal og Valdimars Ásmundsson ar frá Stöng í Mývatnssveit, en þau búa enn á Halldórsstöðum. Ættir þeirra rek ég ekki frekar Þau eru komin af bárðdælsku og mývetnsku bændafólki, traustum stofnum, með margvíslegum eiginleikum til bóklegra og verk- legra mennta Kristlaug var Ijósmóðir sveitar- innar um áratuga skeið og taldi ekki til tíðinda þótt stundum lenti hún í erfiðum ferðalögum. Hitt var henni meira virði að aldrei missti hún konu af barns- förum og venjulegas gekk alit að óskum án læknisaðstoðar þótt út af því gæti brugðið. Haft var á orði hvað róleg hún var og kjark- góð yfirsetukona, og það eitt út af fyrir sig var mjög mikilsvirði og hefur eflaust átt sinn þátt í því ásamt fleiru hvað lánsöm hún var f starfinu. Eftir að Kristlaug hætti ljós- nvóðurstörfum og heimilisstörf- in urðu minna aðkallandi hefur það verið hennar tómstundaiðja að k«ímba og apinna á rokkinn sinn sárfínt þelband í sauðarlitum, sem hún hefur fengið sérstaka vlður- kenningu fyrir og notað er bæði til að prjóna sjöl og hyrnur en einn- ig til útsaums. Valdimar er fljótvirkur og mik- ilvirkur starfsmaður og aifburða hjálpsamur og greiðvikinn, sé ein- hver hjálpar þurfi. Alla sína bú- skapartíð á Halldórsstöðúm, fram til ársins 1955 að brúin yfir Skjálf andafljót var byggð hjá Stóruvöll- um, var Valdimar ferjumaður yfir fljótið neðan við Halldórsstaði, allt af reiðubúin, glaðvær og orð- heþpinn á hverju sem gekk. Á heimili þeirra hjóna áttu at- hvarf síðustu æviárin fleiri gamal- menni bæði skyld og vandaiaus, en orðin ósjálfbjarga, og þar var vel fyrir þeim séð og gert þáð sem hægt var til að gera þeim lífið þoianlegt. Það er oft vitnað til þeirrar bylt ingar í atvinnu og lifnaðarháttum þjóðarinnar sem orðin er síðan um aldamót. En það þarf ekki að leita lengra aftur en til ársins 1940 til þess að skynja ótrúlega og öra breytingu. María var næstyngst af 4 börn- um hjónanna á Halldórsstöðum. Hún fæddist í gömlum bæ en fárra ára gömul flutti hún með fjöl- skyldu sinni í nýbyggt, steinhús og um svipað leyti fóru að rakna hnút- arnir sem um áraraðir höfðu bundið menn við handverkfærin og hestaverkfærin. Ræktun óx hröð um skrefum og því fylgdi aukinn kúabúskapur og byrjun á mjólk- ursölu, sem að vísu var aðeinsu m sumartímann fyrst í stað, en allt árið síðan 1963. Vélanotkun varð nú sjálfsögð úti og síðar komu líka smátt og smátt ýmis heimilistæki til að létta und- ir með húsmæðrunum. María óx upp á þessum fram- fara og breytingatímum og það var henni vel að skapi. Hún fór fljótt að taka þátt í öllum störfum inn- an og utan húss og var stórhuga og lá ekki á liði sínu. Lítil stúlka, sem var að skola úr ull vildi ekki neina „litla lagðaskratta“ hún vildi vera gjaldgeng í heimi fullorðna fólksins og varð það líka áður en langir tímar liðu. Einn vetur var María í Húsmæðra skólanum á Laugum og notaðist sá tími vel. Hún var vel verki f^rin og hamhleypa að dugnaði., Það var sama á hverju hún snerti, hvort það var fatasaumur, prjónaskapur, eldhúsverk eða skepnuhirðing. Það lék henni allt í höndum. Og ekki má gleyma útsaumnum. Það leið ekki sá vetur nú seinni árin að hún saumaði ekki fleiri stykki af fallegum og fáséðum munium, ýmist til að gefa eða prýða heimilið sitt, sem var henni svo kært. Hún fór aldrei dult með það að helzt af öllu vildi hún búa á Halldórsstöðum og þar var hún líka ævina alla að undanteknum vetrinum á Laugum, tveim sumr- um í kaupavinnu og nokkrum vetr arpörtum, sem hún var að heim- an þar að auki, sér til tilbreyting ar. Systir hennar giftist burtu og bræðurnir voru langtímum saman fjarverandi við vinnu og nám. Það kom í hlut Maríu að verða stoð og stytta foreldra sinna við búskap- inn, þegar aldur færðist yfir þau. Hagur heimilisins og þeirra var henni alltaf fyrir Öllu. Húsmóður- 18 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.